Morgunblaðið - 23.05.1975, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1975
„Á þessu ári hefði Kjarval orðið 90
ára, ef hann hefði lifað. Þess er að
vænta, að Reykvikingar og aðrir
landsmenn heiðri minningu meistar-
ans með því að sækja vel Kjarvals
sýningu og koma oft að Kjarvals-
stöðum til að nema það, sem þar er
fram borið i þágu menningar borgar-
búa." Framanskráð eru niðurlagsorð
Birgir ísleifs Gunnarssonar borgar-
stjóra í formála fyrir sýningarskrá
þeirri er frammi liggur á Kjarvalssýn-
ingunni i Kjarvalsstöðum, en hún
hefur verið opin i austursal hússins
síðan í ársbyrjun. Þetta er i þriðja
sinn siðan Kjarvalsstaðir voru opnað-
ir í marz 1 973, að opnuð er sýning á
verkum Jóhannesar S. Kjarvals, en i
upphaflegri samþykkt um húsið var
ráðgert, að eystri salur þess væri
sérstaklega ætlaður til sýninga á
verkum Kjarvals. Þessi nýja sýning
er talsvert breytt frá fyrri sýningum,
en eins og áður er um að ræða
myndir sem allar eru i eigu Reykja
vikurborgar. 75 myndir eru á sýning-
unni.
f sýningarskrá segir borgarstjóri
m.a.:
„Á árinu 1974 hafa safninu borizt
nokkrar nýjar myndir að gjöf, og eru
þær sýndar sérstaklega. Erfingjar
Ástu Hallsdóttur, tannsmiðs, hafa
gefið myndina „Hugarkvöl" í sam-
ræmi við vilja Ástu heitinnar. Klara
Guðmundsdóttir, Hátúni 10, gefur
oliumynd af föður hennar, Guð-
mundi Davíðssyni, auk fjögurra
teikninga, en gjafirnar eru gefnar i
tilefni þess. að í nóvember s.l. voru
100 ár liðin frá fæðingu hans. Matt-
hildur Kjartansdóttir, ekkja Guð-
brands Magnússonar, gaf safninu
tvö oliumálverk, stuttu áður en hún
lézt, en þau hjónin dóu bæði á árinu.
f bréfi, er Matthildur ritaði safninu,
segir hún, að aðra myndina hafi
Kjarval nefnt „Ástamál Grettis", en
hin myndin er af þeim hjónum, Guð-
brandi og Matthildi. Gjöfin er til
minningar um vináttu þeirra hjóna
við Kjarval. Hallfriður Guðbrands-
dóttir Schneider gefur vatnslits-
mynd, sem nefnist „ Hveitibrauðs-
skipið", og olíumynd af Vífílfelli. Þá
hafa ýmsar smærri minningargjafir
borizt, sem ættu heima i minjasafni
um Kjarval. og má þar nefna kvik-
mynd um Kjarval eftir Óskar Gísla-
son. Allmikið er til að minjum, sem
tengdar eru minningu meistarans, og
ber brýna nauðsyn til að skrá þær og
flokka.
Kjarvalsstaðir standa í mikilli
þakkarskuld við gefendur, sem hafa
á þennan hátt sýnt minningu lista-
mannsins mikinn sóma og um leið
stuðlað að því að I þessu húsi verði
komið upp fræðilegu safni Kjarvals-
mynda. Flyt ég gefendum beztu
þakkir Reykjavíkurborgar."
Allt frá því að Kjarvalsstaðir voru
opnaðir hafa tugþúsundir gesta kom-
ið þai^ enda hefur fjölþætt menn-
ingarstarf semi farið fram þar og
þessi þróun virðist ætla að halda
áfram með vaxandi krafti sem m.a.
sést á því að út þetta ár a.m.k. er röð
fyrirhugaðra sýninga ýmissa aðila í
Kjarvalsstöðum.
V
sprang
Eftir
Arna Johnsen
Gömul kona með skotthúfu.
Ein stærsta mynd Kjarvals, Sól og sumar.
Frá Þingvöllum.
Þessa Ijósmynd af
meistara Kjarval tók
Ólafur K. Magnússon
af listamanninum
skömmu áður en hann
lézt, en meistarinn er
gjlP^ttea. þama upp á
£ ..x_uri_._ii:
Kjarval á bryggjupolla á togarabryggjunni að virða fyrir sér hafnarlífið. Ljósmynd Mbl. Ól. K. M.