Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 152. tbl. 62. árg. MIÐVIKUDAGUR 9. JULl 1975 Prentsmiðja MorgunblaSsins. Rabin og Kissinger funda á laugardag Jerúsalem, Kairó, Berlín 8. júlí AP — Reuter — NTB ISRAELSKA utanríkísráðuneytið skýrði frá þvf I dag, að nokkuð hefði að undanförnu miðað í sam- komulagsátt f deilu Israela og Egypta en enn væru „grund- vallaratriði" óútkljáð, og væri frétt brezka útvarpsins um að þegar hefði verið gengið frá sam- komulagi f megindráttum um brottflutning ísraelskra hersveita frá Sinaieyðimörkinni ekki á rökum reist. Ismaif Fahmi, utan- rfkisráðherra Egyptalands, gaf út Smith rann- sakar kyn- þáttamisréttí Salisbury, Dar Es Salaam 8. júlí AP—Reuter. IAN Smith, forsætisráðherra Ródesíu, tilkynnti f þinginu í dag, að rfkisstjórn hans hygð- ist setja á fót nefnd til að rannsaka „óþarft og óæski- legt“ misrétti í kynþátta- málum. Hefði samkomulag um stofnun slfkrar nefndar náðst við Sir Alec Douglas Home árið 1971, en Afríska þjóðar- ráðið, ANC, hefði komið í veg fyrir að úr yrði. I þingræðu sinni í dag réðst Smith harka- Iega á ANC, kvað það hafa svikið skuldbindingar sínar og notað allar hugsanlegar afsakanir til að setjast ekki að samningaborðinu á fyrirhug- aðri stjórnarskrárráðstefnu. sams konar yfirlýsingu f dag, þar sem fréttinni er vísað á bug, og er hann þó heldur neikvæðari en Israelar og segir að afstaða Egypta sé óbreytt frá því er sátta- tilraunir Henry Kissingers runnu út f sandinn í marz. Hins vegar munu þeir Kissinger og Yitzhak Rabin, forsætisráðherra tsraels, ræðast við á laugardag um leiðir til samkomulags. Rabin sem í dag kom í fyrstu heimsókn israelsks forsætisráö- herra til Vestur-Þýzkalands, framlengdi fjögurra daga dvöl sína þar um einn dag og mun hitta Kissinger í Bonn á laugar- dag, er sá síðarnefndi kemur frá viðræðum við Andrei Gromyko, utanrikisráðherra Sovétríkjanna, í Genf. Rabin hóf heimsókn sína í dag með því að fara til Belsen- fangabúðanna skammt frá Hannover til að votta virðingu sina minningu þeirra 50.000 Gyðinga sem þar létust. Hann mun ræða við Helmut Schmidt, kanzlara, og aðra vestur-þýzka ráðamenn. Stjórnmálaskýrendur telja að fundur þeirra Rabins og Kissingers á laugardag kunni að vera vísbending um að samkomu- lag sé í burðarliðnum, og diplómatiskar heimildir herma i Jerúsalem að Israelar hafi gert nokkrar tilslakanir. Haft var eftir James Schlesinger, varnarmálaráðherra Bandarikjanna, i gær, að Banda- ríkin myndu ekki gera nýja vopnasamninga við Israela ef ísraelska ríkisstjórnin tekur ekki stefnu sína í deilunni til endur- skoðunar. AF-símamynd Á LEIÐ tJT 1 KULDANN? — Vasco dos Santos Goncalves, forsætisráðherra Portúgals, t.v., ræðir við Fransisco da Costa Gomes, forseta á þingi herforingja í gær en áreiðanlegar heimildir hermdu, að verið væri að reyna að koma Goncalves úr embætti. Orðrómur um brott- vikningu Goncalves Lissabon 8. júli AP—Reuter • PORTÚGALSKI kommúnista- flokkurinn hvatti f dag til „ár- Námumenn urðu við ósk Wilsons Scarborough, London 8. júlí Reuter — AP • RlKISSTJÓRN Verkamanna- flokksins undir forustu Harold Wilsons vann meiri háttar sigur f dag, er hinir harðskeyttu leiðtog- ar sambands brezkra námamanna slógu af kaupkröfum sfnum, sem um tíma virtust ætla að verða Wilson að falli, Ifkt og Edward Heath fyrirrennara hans. A árs- þingi sambandsins f Scarborough var f dag samþykkt að mýkja orðalag f tillögu herskáustu leið- toganna, þar sem þess er krafizt að kolanámumenn fái 100 sterlingspunda vikukaup I kjara- samningunum sem viðræður hefjast um sfðar á þessu ári,lfk- lega í nóvem >cr. Þess i stað var einróma sampykkt tillaga um að stefnt sé að 100 punda vikukaupi án þess að ákveðin tímamiirk séu sett fyrir því. Þar með höfðu námamenn tekið tillit til harðorðrar áskorunar Harold Wilsons á þinginu í gær þar sem hann hvatti þá til sam- starfs við ríkisstjórnina í baráttu hennar gegn verðbólgu. Wilson leggur sem kunnugt er áherzlu á að verkalýðurinn og atvinnu- rekendur samþykki að launa- hækkanir i landinu fari ekki yfir 10% — ella muni hann vera reiöubúinn til að grípa inn í samningagerðina með lögum. Krafa námamanna um 100 punda vikukaup næista samningstímabil var talin nema um 60% hækkun. I lokayfirlýsingu ársþingsins, sem samkomulag náðist um eftir fimm klukkustunda umræður fyr- ir lukiurn dyrum.eruí stað orðins „krafizt“ sett orðin „leita eftir“., — þ.e. að leita beri eftir 100 punda vikukaupi. Þegar er spurðizt um þessa ákvörðun námamanna styrktist staða sterlingspundsins á gjald- eyrismörkuðum i London, og hafði verðgildi þess ekki verið meira síðan 23. júlí.Einnig komst fjör í verðbréfaviðskiptin. I ræðu sinni i gær sagði Wilson að verðbólgan ógnaði lýðræðis- skipulagi Bretlands og kallaði upphaflegar kaupkröfur náma- manna „sjálfsmorð“.Eftir þennan sigur mun Wilson nú reyna að ná samkomulagi við brezka alþýðu- sambandið, TUC og brezka at- vinnurekendasambandið. CBI, um 10% viðmiðunina. Formaður efnahagsnefndar TUC fagnaði í kvöld ákvörðun kolanáma- mannanna. TUC hefur lagt til sex sterlingspunda hækkun viku- kaups frá 1. ágúst, sem jafngildir 10% hækkun, en vill hins vegar að hálaunahópar með meir en 7000 pund i árstekjur fái enga hækkun. Ríkisstjórnin er ekki með öllu samþykk þessu. CBI hefur boðað fund 100 stórra fyrir- tækja í London á morgun mið- vikudag, til að móta afstöðu at- vinnurekenda. vekni af hálfu þjóðarinnar", varaði við undirróðri hægri aflanna og skoraði á landslýð að verja byltinguna. Yfirlýsing flokksins kom í kjölfar ummæla Mario Soares, leiðtoga Jafnaðar- mannaflokksins, um að jafnaðar- menn væru reiðubúnir til að lama landið með andófsstarfsemi ef frelsi fjölmiðla yrði ekki tryggt og orðróms um að skipulcga væri nú unnið að því innan Herhreyf- ingarinnar, scm stjórnar landinu, að koma Vasco Goncalves, for- sætisráðherra, úr embætti, en hann hefur reynzt kommúnistum hliðhollur. 1 yfirlýsingu flokksins sagði að árvekni væri nauðsynleg með tilliti til þess m.a. að árásir á forsætisráðherrann gerðust æ tíðari, og lýsti framkvæmdanefnd flokksins ástandinu sem „alvar- legu og spcnnuþrungnu“. £ Samkvæmt áreiðanlegum heimilduin AP-fréttastofunnar bindast háttsettir herforingjar Isabel lét undan Allsherjarverkfallinu aflýst í Argentínu Buenos Aires 8. juli AP—Reuter. # ISABEL Peron, forseti Argen- tínu, Iét í dag undan kröfum alþýðusambands landsins, CGT, og samþykkti launahækkanir sem nema allt að 130%. Alþýðusam- bandið aflýsti þá allsherjarverk- falli þvi scm lamað hefur landið frá þvi á mánudagsmorgun, og standa átti til miðnættis í kvöid. Samgöngur voru í kvöld að kom- ast í eðlilegt horf. Að sögn CGT samþykkti forsetinn að ganga að samningum um launahækkanir sem gerðir hafa verið sfðustu tvo mánuöi, en allsherjarverkfallið skall á vegna þess að ríkisstjórnin vildi ekki leyfa hækkanir yfir 50%, þar eð ríkið rambaði á barmi gjaldþrots. 0 Einn af leiðtogum alþýðu- sambandsins sagði í kvöld: „Þetta er mesti sigur argentínsku vcrka- lýðshreyfingarinnar í sögu henn- ar. “ Engin opinber yfirlýsing hafði í kvöld borizt frá stjórn Isabel Peron um þessi úrslit mála, en hún hafði raunar sagt af sér á sunnudag til að auðvelda samninga við CGT. Engin opinber staöfesting fékkst heldur á þvf frá forsetanum eða CGT að frú Peron hefði einnig látið undan kröfum um að reka þrjá af ráð- herrum sfnum. Hcimildir innan alþýðusambandsins hermdu hins- vegar að svo væri, og meðal þeirra sem fengju að víkja væri Jose I.opez Rega, félagsmálaráöherra, stjörnuspámaður og valdamesti ráðgjafi forsetans. (Sjá grein á bls. 15). Samkvæmt heimildunum eru hinir Celestino Rodrigo, efna- hagsmálaráðherrann, sem t<5k við .embætti fyrir mánuði og var aðal- höfundur hinnar nýju sparnaðar- stefu, og Ceculio Canditti, atvinnumálaráðherra. Rodrigo hafði fellt gengi pesósins, hækkað verð á opinberri þjónustu, og Framhald á bis. IK innan Herhreyfingarinnar nú samtökum um að svipta Gon- calves embætti en hann hefur verið lýstur að verulegu leyti ábyrgur fyrir hnignun valds og efnahagsöngþveiti í landinu. Hugsanlegt var jafnvel talið, að Goncalves yrði bolaö úr embætti á þingi hersins sem hófst í dag, þótt ekki væri útséð um það. Var- kárari öfl og þjóðcrnissinnar af vinstra kanti innan hcrsins voru sagðir hafa komið sér saman um leiðir til að skipta um forustu innan rfkisstjórnarinnar. En verkalýðssamband Portúgals, Intcrsindikal, sem er undir for- ystu kommúnista, tilkynnti í dag hins vegar um fjöldafund á fimmtudag til að „verja þróun byltingarinnar". Bæði yfirlýsingu framkvæmda- stjórnar kommúnistaflokksins og Intersindikal virtist ætlað að hafa áhrif á fund herþingsins. Ekki var gert ráð fyrir að þvi myndi ljúka i kvöld. Meðal atriða á dag- skrá fundarins, sem sóttur er af 250 herforingjum, voru styrkara vald stjórnarinnar og efnahags- áætlun til skamms tima. Er Goncalves kom til fundarins i morgun leit hann þreytulega út og var heldur fölnr. Hann neitaði að svara spurningum frétta- manna. Aðrir herforingjar reyndu að eyða bollaleggingum ] um að kreppa væri komin í stjórn landsins. I yfirlýsingu kommúnista fyrr i dag sagði cnnfremur að Jafnaðar- mannaflokkurinn og Alþýðu- demókratar hefðu virt að vettugi í óskir kommúnista um viðneðuV 1 um sameiginlegt átak til lausnar á vandamálum landsins. Leiðtogar Alþýðudemókrata sögðu á blaða- mannafundi i dag, að líklegt v;eri. að um 400.000 manns yrðu at- vinnulausir um áramótin, ef svo heldur fram sem horfir, — eða um 13% vinnufæra tnanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.