Morgunblaðið - 27.07.1975, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.07.1975, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLl 1975 47 Sýnir á Kjarvalsstööum I DAG opnaði ungur listamaður málverkasýningu á Kjarvals- stöðum. Er þarna á ferðinni Tarnús eða öðru nafni Grétar Magnús Guðmundsson, sem heldur sína fyrstu einka- sýningu. Grétar var við nám i Myndlistar- og handiðarskólan- um og lauk þaðan kennaraprófi vorið 1971. Hann fékk snemma áhuga á teiknun en elztu mynd- irnar á sýningunni eru frá 1964 og eru það landslagsmyndir, en siðan hefur hann víða komið við og gripið á ýmsum lista- stefnum. Dvöl hans i skólanum hafði þau áhrif að hann tók að mála myndir sem byggðu á ýmsum línulegum formum, en síðan hefur hann, eins og hann segir sjálfur hrökklazt inn i að fara að mála Ijóðrænar fanta- síur. Flestar myndanna á sýningunni eru málaðar á þessu ári og i fyrra. Málun er ekki eina listgrein- in, sem Grétar hefur lagt rækt við, því tónlistin hefur átt sterk itök í honum. Á skólaárunum var hann I Compó Þórðar Hall og lék þar á pappatunnur. Hann byrjaði að syngja með Óskari Cortes, var þátttakandi í Trió ’72 og i sumar lék hann i Bitlunum. Vel getur svo farið að hljómsveitin Paradís leiki eitt kvöld á hljómleikum á Kjarvalsstöðum meðan á sýningunni stendur og yrði það þá um miðja þessa viku. Ekki vildi Grétar neita því að það gæti komið til að hann drægi upp blýant og blað og gerði eina mynd undir áhrifum tónlistar- innar, en slfkt hefur hann áður gert, og var þá á hljómleikum i Háskólabfói fyrir nokkrum ár- um. Sýningin verður opin til 4. ágúst n.k. alla daga frá kl. 2—10. 800 hafa séð myndir Knudsens UM 800 manns hafa nú séð kvik- myndirnar, sem ættingjar Os- valds Knudsens sýna nú i vinnu- stofu hans á Hallveigarstig 6, fram til 9. ágúst. Mikið af útlend- ingum sækir sýningarnar kl. 3, en þá eru sýndar myndir um eldgos, Eldur í Heimaey, um öræfasveit- ina er nefnist Sveitin milli sanda og um heita vatnið „Heyrið vella í heiðum hveri.“ En á kvöld- in kl. 9 eru sýndar myndirnar Þjóðhátíð á þingvöllum frá í sumar og Eldur í Heimaey, sem hlaut gullverðlaunin i Trento á Italíu i maí, Grand pix verðlaunin i júní í Krakau I Póllandi og var í sl. viku valin til sýningar á Lond- on festival i október. Viihjálmur Knudsen, sem hef- ur staðið að myndunum með föður sínum, Osvaldi Knudsen, er nú í London að ljúka kvikmynd um Akureyri fyrir Akureyrarbæ, en hún á að fara til sýningar i Kailada. 240 fangar úr haldi fyrir jól á N-írlandi ? London 24. júlí Reuter, AP, NTB IRLANDSMÁLARÁÐHERRA Breta, Merlyn Rees, sagði í dag í fulltrúadeild brezka þingsins að stjórn hans vonaðist til að geta látið lausa fyrir jól 240 fanga á Norður-Irlandi. Fangar þessi eru grunaðir um að hafa verið við- riðnir hryðjuverkastarfsemi en Geysilegur sundáhugi Aðstaða aukin á þrem stöðum GEYSILEGUR áhugi er meðal barna og unglinga f Reykjavfk á fþróttum leikjum og sundi. 1 júnf- 125 millj. kr. lán til íbúða aldraðra BORGARSJÖÐUR hefur fengið hjá Húsnæðismálastjórn lána- fyrirgreiðslu að upphæð 125 milljónir til byggingar leigufbúða fyrir aldraða í Furugerði 1, sem Reykjavfkurborg er að hefja byggingu á. Á upphæðin að koma til útborgunar á timabilinu frá október 1975 til október 1977. Mun borgarstjóri undirrita skuldabréf vegna lántökunnar innan skamms. HLAUPIÐ i ánni Kolgrímu í vik- unni stóð i tæpan sólarhring og komst vatnsmagnið upp í 500 ten- ingsmetra á sekúndu sem er eins og Þjórsá í sumarvexti, sagði Sigurjón Rist vatnamælinga- maður, sem var fyrir austan allan tímann og hafði gott tækifæri til að fylgjast með hlaupinu, sem hann sagði að væri mjög venju- legt. Hlaup koma í Kolgrfmu einu sinni og stöku sinnum tvisvar á ári. Vatn safnast fyrir í lóni upp af Geitakinn, þar sem Heina- befgsjökull lokar dalskoru. Eftir mánuði voru 20 fþróttakennarar á vegum Reykjavíkurborgar við kennslu á fþrótta-, leikja- og sundnámskeiðum. Var kennt í öllum sundlaugunum f borginni og munu á þriðja þúsund börn og unglingar haf.a tekið þátt í þeim, að þvf er Stefán Kristjánsson fþróttafulltrúi borgarinnar, tjáði Mbl. 1 júlfmánuði var haldið áfram sundkennslu f Sundhöll- inni og Vesturbæjarlauginni og einnig f minni laugunum f Ár- bæjar- og Breiðagerðisskólalaug- unum, en f skólunum þurfti að hætta sl. föstudag til að lagfæra þær og búa undir veturinn. t júlí- mánuði var kennt f 14 tfma á dag f Breiðagerðisskólalauginni og ekki hæt að anna eftirspurn. 1930 færðu Heimabergsvötnin sig vestur í Kolgrimu og skildu brúna eftir á þurru. Þegar vatnsborðið er komið i vissa hæð i þessa svo- nefndu Vatnsdal, nær það að lyfta jökulsporðinum eða brjótast undir hann og kemúr fram í hlaupi Kolgrimu. Er það sams konar hlaup og verður úr Græna- lóni. Meðan hlaupið var í ánni stöðvaðist umferð um hringveg- inn i 22 tima eða frá kl. 7 á þriðjudag til kl. 5 á miðvikudag og biðu margir bilar beggja vegna árinnar. Unnið er að þvi að auka mögu- leikana til sundiðkunar i borg- inni. Verið er að byggja böð og búningsklefa við Vesturbæjar- laugina, sem eiga að geta þre- faldað möguleika á nýtingu hennar á dögum, sem mest er sótt i laugina, og miðað að því að taka þá í notkun í haust. Þá hefur verið samið við verktaka um gerð stórrar nýrrar sundlaugar I Breið- holti, og var veitt til byrjunar- framkvæmda 18 millj. kr. á þessu ári. Og loks á fyrir haustið að setja upp sundlaug I Fellaskóla og hefur' verið samið um kaup á plastlaug. Stöðugt hand- tekur Indira Nýju Delhí, 26. júlí. AP RlKISSTJÓRN Indiru Gandhi lét i dag handtaka átta kunna Ind- verja, sem allir eru gamlir menn á sjötugs- og áttræðisaldri, fyrir að hafa ritað forsætisráðherranum bréf, þar sem þeir lýsa því yfir að þeir muni berjast fyrir þvi að lýð ræðislegum réttindum verði kom- ið á aftur og ritskoðun afnumin og þeir muni virða þvingunarlög stjórnarinnar að vettugi. Ættingj- ar mannanna segja að þeir hafi skrifað frú Gandhi opið bréf fyrir þremur dögum, þar sem hún er hvött til að halda á ný i heiðri stefnu föður sins Jawaharlal Nehru, um að tjáningarfrelsi sé nauðsynlegt sjálfstæði Indlands, Mennirnir átta voru allir virkir i sjálfstæðisbaráttunni gegn Bret- um og hafa ekki verið flokks- bundnir siðustu ár. Kolgríma eins og Þjórsá að sumri slíka menn má nú fangelsa á Norður-írlandi án undanfarandi réttarhalda. Ráðherrann sagði að það ylti á öryggisaðstæðum á Norður- Irlandi hvort unnt yrði að láta fangana lausa, en nú rikir „vopnahlé" á Norður-Irlandi og telja fréttaskýrendur að brezka stjórnin vilji nota fangafrelsun- ina til að hvetja írska byltingar- herinn IRA til að halda vopna- hléð. Frá þvi vopnahléð tók gildi I febrúar hafa brezk yfirvöld sleppt úr haldi um 300 föngum. Kviksettur Skandeborg 23. júlf — AP FORNLEIFAFRÆÐINGAR sem hafa verið að grafa upp rústir öm-munkaklaustursins nálægt Skandeborg í Dan- mörku voru um 700 árum of seint á ferðinni tii að geta hjálpað munki sem virðist hafa verið grafinn lifandi af félögum sinum í klaustrinu. Fornleifafræðingarnir, sem skýrðu frá þessu í dag, voru að opna gröf í grafhvelfingu klaustursins, sem munkar byggðu árið 1172. Var beina- grindin i kistunni i afar óvenjulegri stellingu, og virt- ist að sögn fornleifafræðing- anna sem munkurinn hafi lát- izt er hann gerði örvæntingar- fulla tilraun til að þrýsta upp kistulokinu. Þykir þessi fundur áfall fyrir orðstir munkanna í Ömklaustrinu sem var miðstöð læknavisinda I Danmörku á miðöldum. — Frystihúsin Framhald af bls. 48 verkaður í þremur frystihúsum — hjá BÚR, frystihúsi Sambands- ins að Kirkjusandi og hjá tsbirn- inum, og kvað Marteinn miklar annir vera i öllum þessum húsum samfara þessum góðu aflabrögð- um togaranna. — Laxinn Framhald af bls. 2 að standa við gerða samninga, sem áttu að tryggja göngufiski frjálsa ferð um allt Laxársvæóið. Hermóður kvað bændur einnig vera orðna langeygða eftir efnd- um þessara samninga af hálfu íslenzka ríkisins, og uggandi um að klakstarf þeirra komi Efri- Laxá að takmörkuðu gagni. Telja bændur, að sögn Hermóðs að rikið beri fulla skaðabótaábyrgð á því, ef laxaklakið í Efri-Laxá ber ekki ávöxt. ------» ♦ * — Fanfani Framhald af bls. 1 tæki við leiðtogaembættinU. Zaccagnini, sem verið hefur forseti landsráðsins, hafði áður tilkynnt að hann hygðist hætta stjórnmálaafskiptum, og eftir kjörið i dag, sagðist hann vona að flokkurinn myndi sem fyrst fá sér varahlegri forystu. — Lungnakrabbi Framhald af bls. 1 hárlitunarefnum. Hafa athuganir hans leitt i ljós að 90% þessara efna eru líkleg til að valda krabbameini. Gagnrýnendur rannsókna prófessors Ames benda hinsvegar á að þó að efni sé liklegt til að valda krabbameini, sé ekki hægt að flokka það með efnum, sem beinlínis eru völd að sjúkdómn- um. En á móti hafa aðrir vísað til þeirrar staðreyndar að mikil fylgni er á milli þessara efna, og því beri að umgangast þau öll af fyllstu gát. Margar tegundir hárlitunar- efna eru á markaði hér á íslandi. Þorkell Jóhannesson'læknir, sem er formaður eiturefnanefndar, sagði Mbl. að erfitt væri að fylgj- ast með innflutningi efnanna þvi hann væri frjáls. Nefndin hefði nokkrum sinnum reynt að fá upp- lýsingar innflytjandá um sam- setningu litanna, en þeir hefðu litlar hugmyndir um hana. Þorkell sagði að lög um upp- lýsingar framleiðenda um sam- setningu efna sem þessara væru ófullkomin. Væri aðeins um rammalöggjöf að ræða, sem erfitt væri að framfylgja. — Portúgal Framhald af bls. 1 almennings og gert uppbyggingu sósialismans erfiða." Greinilegt er að þessum skeytum var beint til jafnaðarmanna og flokks al- þýðudemókrata sem harðlega hafa gagnrýnt herforingjana og lýst yfir að þeir muni ekki taka þátt í stjórn undir forsæti Con- calves. Jafnframt virðist gagnrýn- inni í tilkynningunni vera beint gegn stjórnmálamönnum á Azor- eyjum, en óánægja með stjórnar- farið í Lissabon hefur gefið að- skilnaðarsinnum þar byr undir báða vængi. — Kúfiskur Framhald af bls. 48 af kúfiski, en kortleggja þyrfti miðin og ennfremur yrðu rækju- miðin þar könnuð. Vitað væri að rækju væri að finna viða við Aust- firói. T.d. hefði veiðst nokkuð af henni 1968 á Seyðisfirði, og víðar væri hún sennilega innan fjarða. Hér væri þó sennilega um árstiða- bundna veiði að ræða. I leiðangri á rannsóknarskipinu Hafþóri í fyrra, hefðu þeir sett ræjutroll út á nokkrum stöðum frá Vattarnesi að sunnan að Dalatanga í norðri. Þar hefði fengist mjög góð rækja, um 140 stk. í kílói, og það mikið magn fengist að rækjan væri vel veiðanleg. Þeir hefðu þrætt land- grunnskantinn í norður og verið um 50 mílur úti og rækjan verið á 400 metra dýpi. Þetta þýddi að sæmilega stóra báta þyrfti til að veiða þessa rækju. Ennfremur hefði verið rækja á öllu svæðinu frá Daiatanga norður í Héraðs- flóa. — Skattarnir Framhald af bls. 2 fyrra og Mbl. spurði hann hvernig honum litist á skattana sina núna: „Mér lízt ekkert á það að greiða þessa skatta á þessu ári eins og búið er að sauma að ferðaskrifstofunum með alls konar ráðstöfunum til að hindra rekstur þeirra og skaða hagsmuni fyrirtækjann," sagði Ingólfur. „En það er gott að geta lagt eitthvað til samfélagsins, enda þótt ég telji mig búinn að vinna fullt starf i þágu þjóðfélagsins í 20 ár á öðru sviði og jafnframt að fjármagna þá starfsemi af mínum eigin peningum." Hér á Ingólfur við starfsemi Pólýfónkórsins, en hann hefur verið stjórnandi hans og aðal- driffjöður frá upphafi. Og hann segir ennfremur: „Eins og nú horfir þá reikna ég með að það hljóti að fara að enda. Þegar ég segi þetta, þá er það alveg óskylt skatta- álagningunni. Það er bara búið að gera mér svo erfitt fyrir persónulega og mínu fyrirtæki á þessu ári, að ég sé mér varla fært að vinna að öðru. Sveinbjörn Sigurðsson, húsa- smíðameistari er 2. á lista yfir hæstu gjaldendur öpinberra gjalda í Reykjavik en i fyrra var hann i 29. sæti. Honum er nú gert að greiða 9.591.068,- kr. „Verða ekki allir að borga það sem þeir fá?“ sagði hann og bætti við, „auðvitað er ég óánægður með að borga um 10 millj. kr. i opinber gjöld. Ég hef staðið i að byggja tvö dag- heimili og einn skóla að undan- förnu. Nú er þessum verkum að mestu lokið, en ég sé ekki betur að ég verði að fara að puða á ný, til að geta borgað þessa skatta." Þá sagði Sveinbjörn: „Ég ætla nú ekki að fara að gráta, en mér sárnar það mest, að þeir sem meira bera úr být-" um en ég og fleiri skuli sleppa miklu betur. Annars verð ég að segja að mér finnst ekki mikió að borga þessa upphæð, miðað við það sem ég þurfti að borga árið 1969 Þá þurfti ég að borga 1,5 millj. kr. i skatt og það var sannarlega erfitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.