Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. AGUST 1975 33 Brynjólfur Guðmunds son — Stutt kveðja Fæddur 21. 9. 1909 Dáinn 19. 7. 1975 Þegar minnast skal látins vinar er oft erfitt að fá hugann til hlýðni, því mjög er tregt tungu að hræra. Svo fer nú, þegar ég vil með fáum orðum minnast Brynjólfs Guðmundssonar járn- smiðs frá Miðdal í Kjós. Mig skortir kunnugleika til þess að rekja ætt hans og uppruna, skal því ekki farið út á þá braut, sem ég vænti að aðrir mér kunnugri geri. Þessar línur eru settar á blað sem Iftill þakklætisvottur fyrir góða og trausta samfylgd í nokkur ár, sem urðu mér góður skóli. Kynni mín af Brynjólfi eru að vísu ekki löng. Þau hófust skömmu eftir að hann settist að í Selásnum. Þar urðum við ná- grannar í nokkur ár. Hann átti þar lítið einbýlishús og dálitla landspildu. Hann kom sér upp smiðju þar sem hann lúði járn flestum stundum. Hann lagði aðallega fyrir sig smíði á hesta- járnum hin siðarí ár og hafði vart undan eftirspurn. Nú munu fáir sem stunda þessa iðngrein, enda bæði erfið og óhreinleg. Járn- smiðurinn við steðjann fer að verða fáséður, þó mun enn um langan tíma verða þörf á skeifna- smið, því að enn hefur ekki tekist að smíða í véi skeifur undir íslenzka hesta svo vel fari. Brynjólfur komst raunar í kynni við slíka samkeppni og hafði betur. Þó að Brynjólfur legði aðallega stund á járnsmiðar þar sem hann hafði full iðnréttindi, var hann einnig mjög hagur að aðra smíði, svo sem úr tré. Hann byggði upp mörg hús í nærliggjandi sveitum og var eftirsóttur til þeirra starfa, enda lék öll smiði i hönd- um hans. Það var vegna félagsstarfa sem kynni okkar Brynjólfs hófust. fyrst í Framfarafélagi Seláss- og Árbæjarbletta. Síðar unnum við, ásamt fleirum, að stofnun Félags landeigenda i Selási og vorum saman í stjórn þess i nokkur ár. Ég tel mér óhætt að fullyrða að samstarf okkar hafi verið mjög gott. Að öðrum ólöstuðum hefði ég fáa fremur kosið til þess að vinna með að félagsmálum. Brynjólfur var mjög traustur maður í öllum störfum sínum og þó ekki sízt í félagsstörfum. Hann kom beint að hlutunum, en fór ekki með veggjum eins og sagt er, hann var hreinskilinn og hrein- skiptinn i hverju máli. Hann hafði ríka réttlætiskennd, þoldi illa væri einhver órétti beittur, hvort heldur það var í orði eða í verki. Hann sagði sina meiningu óhikað hver sem í hlut átti, hann hlaut því stundum ijndúð þeirra, setn ekki þoldu gagnrýhi hans. Sjálfur tók hann vel gagnrýni sem á rökum var reist. Væri honum misboðið gat honum mis- líkað, en var fljótur tii sátta væri eftir leitað af eindrægni. Brynjólfur hafði gaman að góöum kveðskap. Sjálfur var hann góður hagyrðingur. Þær voru ekki svo fáar hendingarnar sem komu frá honum bæði á stundum gleði og sorgar. Veit ég að margur mun minnast hans ein- mitt frá slíkum stundum, þarsem hann var sannur þátttakandi í lífi samferöamanna sinna. Brynjólfur var mjög félagslyndur og mikill félagshyggjumaðui’, þó að honum væri búið það hlutskipti að verða oft einbúi. Brynjólfur var maður sém gott var að leita til í hverju sem var. Hann var ráðhollur og hjálpfús með afbrigðum. Betra var að eiga vináttu hans en margra annara og raunbetri maöur verður varla fundinn. Börn hændust fljótt að Brynjólfi, hann hafði líka mjög gaman af að gleðja þau á allan hátt, þvi að þótt hann virtist hrjúfur á ytra borði, var hann afar ljúflyndur maður. Brynjölfur andaðist á Landspít- alanum aðfaranótt 19. júli s.l. eft- ir erfiða sjúkdómsbaráttu. Hann var jarðsettur í Fossvogi 28. sama mán. Hér skulu færðar þakkir til hans, fyrir alla hans miklu hjálp- semi og vináttu bæði fyrr og síðar. Dóttur hans, aldraðri móður hans, systkinum og öðrum vandamönnum votta ég innilega samúð okkar hjónanna. Guö blessi minningu góðs drengs. Finnbogi Haukur Sigurjónsson. Brynjólfur Guðmundsson frá Miðdal í Kjós hefir nú óvænt horfið til feðra sinna, en hann lést á sjúkrahúsi i Reykjavik 19. júlí s.l. eftir stutta legu. Sporaslóðir okkar Brynjólfs lágu saman fyrir um það bil 20 árum eða nánar tiltekið óþurka- sumarið 1955, en þá beitti hann sér fyrir bættum vinnubrögðum og endurbótum á tiltölulega frum- stæðum verkfærakosti bænda við hin erfiðu heyskaparskilyrði þetta sumar. Síðan hefir kunningsskapur fjölskyldu minnar við hann aukist og þróast í það að vera vinátta. Brynjólfur heitinn var heimilisvinur og' raunar velgjörðamaður, sem við viljum minnast nú við hið skyndi- lega fráfall hans. Lof og hól var honum lítt að skapi enda skal öllu slíku stillt í hóf í þessum fáu kveðjuorðum. Hinsvegar er af nægu að taka sem gæfi nokkra innsýn í magnaðan persónuleika hans, Upplag og efniviður manns- ins var einkar góður, hvort heldur var til hugar eða handar, greindur vel og lesinn í ólikleg- ustu bökmenntum og hagmæltur, en þó var mest áberandi í fari hans þjóðhagasmiðurinn. Allt smiðaefni lék i höndum hans, hvort heldur um var að ræða tré, stein ellegar járn og mótaðist fljótt og vel að vilja hans. Skólaganga var eins og tíðkaðist á þessum árum stutt en gagnsöm og um langskólanám var ekki að ræða heldur vinnu til framfærslu bús og heimilis. Foreldrar hans bjuggu fyrst að Melum á Kjalar- nesi i 2 ár, en þar er hann fæddur 21. sept. 1909. og var hann næst- elstur átta systkina. 1 tíu ár bjó fjölskyldan að Litlasandi á Hval- fjarðarströnd, en siðan að Miðdal í Kjós, og þar býr Davið bróðir hans nú myndarlegu búi. Ættir Brynjólfs get ég ekki rakið að gagni, en Guðmundur Brynjólfs- son faðir hans var Hreppamaöur, en Guðbjörg móðir hans Jóns- dóttir frá Brennu i Lundarreykja- dal. Á yngri árum lagði Brynjólf- ur stund á margvísleg störf, s.s. sjósókn, en þó mest hygg ég á vegavinnu og brúarsmíðar ásamt byggingum fyrir bændur, en til þeirra hluta var hann mjög eftir- sóttur. Brynjólfur var vel liðtækur í félagsmálum, og mun þáttur hans vera einna drýgstur i Verklýðs- félaginu Esju í Kjósarsýslu, enda sat hann ávallt þing Alþýðu- sambandsins fyrir það félag þau 25 ár sem það starfaði. en Kjósar- Framhald á bls. 47. úrval heyvinnuvéla CLAAS heyhleðsluvagnar Við bjóðum upp á tvær stærðir af hinum þekktu og traustbyggðu CLAAS heyhleðsluvögnum, Autonom LWL og Autonom LWG, sem er stærri. CLAAS heyhleðsluvagnarnir eru sterkbyggðir og liprir. Hjólbarðar eru stórir, 11,5x15 (svonefndir flothjólbarðar). Söxunarbúnaður er fyrir þurrhey og vothey og stillanlegt dráttarbeizli. Þurrheys- yfirbygging er fellanleg. Hleðslutíminn er 5 mín. og losunartíminn allt niður í 2 min. CLAAS heyhleðsluvagninn nær upp allt að 1,60 m breiðum múga. Góð reynsla hefur fengizt af notkun CLAAS heyhleðsluvagna hérlendis. Stærífin LWL er 1100 kg að þyngd tómur, en 3600 kg hlaSinn. Hann rúmar 21 m3 af þurrheyi, en 12 m’ af votheyi. PalistærS er 3,60x1.60 m og heildarlengd 6 m. LWG er 1200 kg aS þyngd tómur, en 3800 kg hlaSinn. Hann rúmar 24 m1 af þurrheyi, en 14 m5 af votheyi. PallstærS er 4,30x1,60 m og heildarlengd 6,80 m. Sporvldd LWL er 1,80 m, en LWG 1,50 rh. BUSATIS BMT 1650 sláituþyrla BUSATIS sláttuþyrlur eru smiðaðar á grundvelli margra ára reynslu og til- rauna. Framúrskarandi traustbyggðar og afkastamiklar. Vinnslubreidd sláttu- þyrlunnar er 1,65 m. Mjög auðvelt er að skipta um hnífa í BUSATIS BMT 1650 sláttuþyrlunni. CLAAS hjólmúgavélar CLAAS AR 4 hjólmúgavélin er tengd á þrítengi dráttarvélar og er hægt að lyfta henni með vökvalyftunni. Burðar- grindin er tengd í tvo stifa gorma og tindar hjólanna hafa mikinn sveigjanleika, þar sem þeir ná 30 cm út fyrir hjólgjörðina. Þetta hvorttveggja stuðlar að þvl, að múgavélin geti fylgt ójöfnum landsins. hraðinn hefur ekki áhrif á vinnugæðin. Við hraðann 8—12 km/klst. eru meðalafköst vélarinnar allt að 2 ha á klst. CLAAS AR 4 múgavélin er lipur og traust- byggð. CLAAS BSM 6 er dragtengd hjól- múgavél og óháð tengidrifi dráttarvélar. Hún hefur sex rakstrarhjól og hvilir á þrem gúmmíhjólum. Vinnslubreidd er allt að 2,80 m. Afköst við venjuleg skilyrði eru 2—3 ha á klst. CLAAS heybindivél CLAAS-MARKANT heybindivélin tekur heyið upp, pressar það í bagga og bindur og rennir siðan heyböggunum upp í vagn, þar sem þeim er staflað. 25 ha dráttarvél getur dregið heybindivélina. CLAAS-MARKANT heybindivélin er hagkvæm, sparar bæði tíma og vinnu. Afköst allt að 12 tonn á klst. Færa má tvö fremstu rakstrarhjólin á burðarbita til hægri á vélinni og rakar hún þá f tvo múga. Vinnslubreidd er stillanleg allt að 2,30 m. CLAAS AR 4 rakar vel, skilur eftir litla dreif og er lipur I notkun, þar sem hún er tengd á vökvalyftu dráttarvélar. Öku- Allar þessar heyvinnuvélar eru fyrirliggjandi á lager og geta fengizt afgreiddar strax. Bændur, kynnið ykkur kosti þeirra og leitið upplýsinga um verð og greiðsluskilmála hjá okkur. 22/tofio^éla/t A/ SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVÍK • SÍMI 86500 • SÍMNEFNI ICETRACTORS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.