Morgunblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTOBER 1975 Minning: Séra Björn O. Björnsson F. 21. jan. 1895. D. 29. sept. 1975. „Faðir! Gef oss að verða þér auðsveip og hugumstór börn vegna trausts og elsku f nafní þfns elskulega sonar, Jesú Krísts. Amen." Björn O. Björnsson fyrrum sóknarprestur lézt í sjúkrahúsinu á Akureyri hinn 29. september sl. Hann hafði nokkrum dögum áður dvalizt um hríð á Hálsi í Fnjóska- dal með vildarvini sínum og frænda séra Friðrik A. Friðriks- syni á Húsavík. Þar kenndi hann til verkjar í brjósti, en hafði ekki orð á til þess að ekki félli skuggi á sólskinsstundir þeirra tvímenn- inganna. Hann veiktist svo snögg- lega eftir að Vigfús sonur hans hafði sótt hann að Hálsi og hlaut mildan dauða eftir skamma sjúk- dómslegu. Hið heiðríka göfug- menni kvaddi þennan heim umvafinn ástríki barna sinna, sem hurfu ekki frá beði hans, fyrr en eftir að yfir lauk. Björn Hannes Ragnar O. Björnsson var fæddur í gamla miðbænum í Kaupmannahöfn hinn 21. janúar 1895 og skirður í Frúarkirkju. Hann var elztur fjögurra barna þeirra hjónanna Ods Björnssonar prentmeistara og Ingibjargar Björnsson Benja- mínsdóttur. Næstelzt er Ragn- heiður O. Björnsson kaupmaður á Akureyri, nær áttræð að aldri og er hún ein á lífi þeirra systkina, ern og hress sem áður. Yngstir voru Sigurður prentsmiðjustjóri og Þór lengi deildarstjóri hjá KEA. Þau systkin eru komin af góðu, húnvetnsku bændakyni. Ingi- björg var dóttir hjónanna Benja- míns bónda að Mörk á Laxárdal Guðmundssonar og Ragnheiðar Árnadóttur bónda þar. Móðir Ragnheiðar, Ketilríður, var systir Natans og Guðmundar Ketilssona. Oddur prentmeistari var fæddur og uppalinn að Hofi i Vatnsdal, sonur hjónanna Björns bónda þar Oddssonar bónda á Marðarnúpi Björnssonar frá Stærra-Árskógi og Rannveigar Sigurðardóttur frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. Snemma bar á þvi, að Björn O. Björnsson var óvenju bókhneigð- ur og fróðleiksfús. Er til marks um það, að þá er hann var aðeins þréttán ára að aldri var honum falin umsjón Amtsbókasafnsins um sumarið. Þá voru bókaverðir hjónin Guðrún og Jóhann Ragúels og hafði Guðrún farið með mann sinn til Hafnar til lækninga vegna augnveiki. Hefur hún siðar sagt svo frá, að Björn hafi rækt starf sitt vel, enda eng- inn á Akureyri jafnkunnugur safninu og hann. Enn skal rifjað upp, að Stefán skólameistari Stefánsson lét þess getið í skóla- slitaræðu, að Björn væri viðlesn- asti gagnfræðingur, sem hann hefði útskrifað. Björn O. Björnsson varð stúd- ent 18 ára að aldri, sem var óvenjulegt á þeirri tíð. Hann hafði lagzt í taugaveiki um vorið, svo að stúdentsprófið frestaðist til haustsins og komst Björn á fætur til að ljúka þvi hálfum mánuði áður en hann sigldi til Hafnar. Þar lagði hann stund á jarðfræði og landafræði við háskólann og hafði að hliðargreinum eðlis- og efnafræði, og lauk kennaraprófi í þeim 1917. Haustið 1918 settist hann í guðfræðideild Háskóla ís- Iands og varð kandidat 1921 og gengu þeir upp einir og saman frændurnir séra Friðrik A. Frið- riksson og hann. Um haustið varð Björn stundakennari við Mennta- skólann í Reykjavík, en vfgðist að Ásaprestakalli í Skaftártungu 1922. Ásprestakall var á þessum tíma mjög erfitt yfirferðar, en Skaft- fellingar tóku snemma til þess, að Björn þótti dugandi og kjarkmik- ill ferðamaður og lét hvorki jökul- vötn, hraun né sanda aftra för sinni. Sérstaklega þótti hann glöggur á straumhvörfin I fall- vötnunum, svo að með ólfkindum þótti um mann eins og hann, sem alizt hafði upp við bæjar- og borgarlíf. Sjálfur kvaðst hann hafa haft gaman af að ríða vötn og sjá þau út. Björn naut þess einn- ig, að hann átti jafnan merka og góða hesta, þótt þeir, sumir hverj- ir, væru ekki allra meðfæri, og bar umhyggju fyrir þeim. — Það má nærri geta, að Björn lenti oft í hrakningum á ferðum sínum um Meðalland og Verið í misjöfnum veðrum. Það bitnaði kannski mest á Guðrfði konu hans og kveðst + Faðir okkar, KRISTINN GUÐJÓNSSON, Ásvallagötu 37, lézt á Landspítalanum 9 þ.m Gunnar B. Kristinsson, Hrafnhildur Kristinsdóttir + FRIÐBJÖRG EINARSOÓTTIR. frá Ey, V Landeyjum, til heimilis Norðurbraut 21, Hafnarfirði verður jarðsungin frá Akureyjarkirkju, laugardaginn 1 1. október kl. 2. Runólfur Jónsson og börn hinnar látnu. Þökkum innilega auðsýnda samúð og einlægan vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU PÉTURSDÓTTUR, frá Sólvöllum, Rauðarárstfg 34. Þóra Magnúsdóttir, Þorbjörg Magnúsdóttir, Una Magnúsdóttir, Marfa Magnúsdóttir, Pálina Magnúsdóttir, Jóhann Kr. Magnússon Helga Magnúsdóttir, Sigriður Magnúsdóttir. Gfsli Kristjánsson, Kristinn Ásmundsson, Óskar Guðmundsson, Halldór Gunnsteinsson, Elísa Magnúsdóttir, Jón Þór Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Vigfús oft muna móður sfna kvíðafulla undir slfkum kringum- stæðum, þar sem hún fór út að gá, hvort ekki sæizt til bónda síns. Árið 1933 varð Björn sóknar- prestur á Brjánslæk á Barða- strönd. Hann undi sér strax vel í hinni kostaríku og fögru náttúru vestur þar, fór vftt um Breiða- fjörð á opnum bátum og þótti ekki síður kjarkmikill til sjóferða en f glímunni við fallvötnin áður. Hann dreymdi djarfa drauma um umsvif og meiriháttar búskap á Brjánslæk og var kominn vel áleiðis með að gjöra þær draum- sýnir að veruleika á þeim tveim árum, sem hann bjó þar. Hefur hann sfðar sagt svo frá, að hann hafi varla tekið nokkuð- nær sér en að verða að flytja þaðan, en kringumstæðurnar knúðu hann til þess. Árið 1935 varð Björn sóknar- prestur að Höskuldsstöðum á Skagaströnd, en lét af prestskap árið 1941 og hóf á ný útgáfu tíma- ritsins Jarðar, sem hann hafði hafið á árum sínum að Ásum. Arin 1945 til 1955 var Björn sóknarprestur á Hálsi í Fnjóska- dal. Þar stóð hann fyrir byggingu á stóru og góðu íbúðarhúsi og vönduðu útihúsi. Það var harðsótt verk, en jafngeðrfkur maður og Björn undi illa kyrrstöðunni. Því stóð hugur hans til stórræða, hvar sem hann var. Oddur Björnsson hafði á sínum Hafnarárum hafið útgáfu á Bóka- safni alþýðu, er lengi mun halda nafni hans á loft, og má i því sámbandi ekki gleymast þáttur konu hans, sem með dugnaði sfnum og fyrirhyggju gerði þetta kleift. Þessi útgáfa var borin uppi af þeirri hugsjón, að góðar bók- menntir að efni og frágangi eigi ekki að vera forréttindi heldur almenningseign. Eflaust var út- gáfustarfsemi Björns á tímaritinu + Maðurinn minn SIGURJÓN EINARSSON, Tryggvagötu 18, Selfossi, andaðist að heimili slnu að morgni 8. okt. Magnea Pétursdóttir. Jörð 1931 til 1935 ogaftur 1940 til 1948, af sama toga og háleitari. Jörð var stofnuð „vegna trúar á fagnaðarerindið um nálægð himinsins — framtíð Jarðar- innar — og vegna trúar á það, að fslenzku þjóðinni sé ætlað að vera meðal „friðflytjendanna“, nálægt fararbroddi". Þó var Jörð ekki ætlað fyrst og fremst að snúa sér að trúmálum, heldur var þar rætt um hin sundurleitustu efni, — og að vísu frá sjónarmiði trúar. Það er með ólíkindum, að Birni O. Björnssyni skyldi takast að halda Jörð úti svo lengi sem raun ber bitni, og vera þó hugsjón sinni trúr bæði um efni og frá- gang. Er ekki vafi á, að oft hefur verið þröngt í búi, enda skil mis- jöfn á áskriftargjöldum, en á hinn bóginn hefur Oddur prent- meistari á stundum verið vægur í kröfum á prentkostnaði. Auk þessa liggja eftir Björn umfangsmikil ritstörf á vfð og dreif. Hann var útgefandi og aðal- höfundur ritsins Vestur- Skaftafellssýsla og íbúar hennar, Rvík 1930, merkisbók og braut- ryðjandaverk. Þá var hann frum- kvöðull og safnari að ritinu Islenzkar ljósmæður. Af þýð- ingum má nefna Egyptann eftir Mika Waltari o.fl., Gamla mann- inn og hafið eftir E. Hemingway og sfðast en ekki sfzt hin merku rit C.W. Cerams Fornar grafir og fræðimenn og Grafir og grónar rústir. Fornfræðiáhugi Björns var ríkur og snerist einkum að mann- fræði. Sérstaklega var honum hugleikin „menningarbyltingin“ f Skandinavíu og hafði kynnt sér öllum mönnum betur Herúla- kenninguna svonefndu og m.a. gefið út bækling um þessi efni á danska tungu, sem vakti nokkra athygli erlendis meðal fræði- manna. Að þessum mannfræði- rannsóknum hafði hann unnið 10 til 15 ár, hérlendis og erlendis, er hann lézt og liggur eftir hann vísindarit um þau efni, sem nær er fulllokið, auk tveggja mikilla ritverka annarra, sem eins er ástatt um. Björn O. Björnsson var fágætur og ógleymanlegur persónuleiki. Hann var alvörugefinn trúmaður og bjó yfir mikilli lífsreynslu. I skoðunum var hann einarður, skörp dómgreind hans og íhygli vakti athygli og eindregni hans og óumræðanleg hreinskilni við hvern, sem var að skipta. Hann var fjölmenntaður heimsborgari og fegurðarunnandi eins og við- kvæmir og djúpir tilfinninga- menn með þroskaðan smekk og siðfágun geta einir verið. Hann var sannur friðarsinni, en lét ekki blekkjast af þeim, sem höfðu slíkt + Sonur minn SIGURJÓN JÓNSSON (Diddi), Skarðshlið 29, Akureyri, verður jarðsunginn frá Kefla- víkurkirkju laugardaginn 1 1. okt. kl. 2 e.h. Fyrir mína hönd, sonar, systkina, vina og annarra vandamanna Marta Hólmkelsdóttir. + Útför GUÐNA INGVARSSONAR, matsveins, verður gerð frá Betel, Vestmannaeyjum, laugardaginn 1 1. október kl 13.30 Guðbjörg Magnúsdóttir og aðrir vandamenn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu ÞÓRUNNAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Hraunteigi 1 7 Guðmundur E. Bjarnason, Valgerður Guðmundsdóttir, Guðfinna Guðmundsdóttir, Guðjón Guðmundsson, UnnurM. Guðmundsdóttir, og barnabörn. Bjarni Dagsson, Þorkell Pálsson, Guðrún Ellertsdóttir, Örn Friðriksson að yfirvarpi, heldur fyrirleit hjartanlega. Og hélt hugsjón sinni jafnhreinni eftir sem áður. Hinn 28. júnf 1924 kvæntist Björn Guðríði dóttur Vigfúsar bónda á Flögu í Skaftártungum Gunnarssonar og Sigríðar Sveins- dóttur prests Eiríkssonar að Ásum í Skaftártungum, systur Gfsla þingforseta og sendiherra. Guðríður lézt 12. aprfl 1973 á 72. aldursári eftir langa og stranga sjúkdómslegú. Börn þeirra hjóna eru: Ingibjörg, gift Bjarna Linnet póstmeistara f Hafnarfirði; Vig- fús bókbandsmeistari á Akureyri, kvæntur Elfsabetu Guðmunds- dóttur frá Flatey í Skjálfanda; Sigríður, er lagt hefur stund á Art Therapies eða listlækningar; Oddur rithöfundur, kvæntur Borghildi Thors; Sigrún leikkona, gift Ragnari Björnssyni dóm- organista. Björn O. Björnsson lagði mikla rækt við heimili sitt og gæddu þau Guðríður það siðfágun og alúð við hvern, sem var. Þau voru samhent í uppeldi barna sinna og gæfusöm. Björn var virtur og elskaður af börnum sínum. Þótt strangleiki hans væri nokkur fyrrum, varð úr því hæfileg blanda vegna mildi móðurinnar. Á nýliðnu sumri auðnaðist Birni að koma aftur til Brjáns- lækjar. Þá dvaldist hann um tveggja vikna skeið á Flókalundi, en börn hans öll og afkomendur fóru vestur með honum til að taka þátt í gleði hans. Sól skein í heiði hvern dag og Björn var hrókur alls fagnaðar og fjörmikill leið- sögumaður um byggðir Barða- strandar. A Haga messaði hann og flutti stórbrotna ræðu af eldmóði, en tengdasonur hans, Ragnar Björnsson var organisti. Hann lét þess getið, að hann hefði 'aldrei heyrt jafnkröftugan söng i kirkju hérlendis. Er siglt var út á Breiða- fjörð, stóð Björn á þilfarinu og horfði heim til Brjánslækjar svo lengi sem þangað sást. I Reykja- vík tafði hann tæpa stund, en hélt nú norður til fundar við fornvin sinn séra Friðrik og undirbjó með nærfærni og útsjónarsemi dvöl- ina með honum. — „Undur finnst mér fallegt á Hálsi.“ Þannig kvaddi Björn O. Björnsson þennan stað, þegar þeir feðgar sigu upp á Vaðlaheiðina. Nú átti hann aðeins eftir að kveðja sfna nánustu. Svo var hann ferðbúinn. I IV. árgangi Jarðar birtust „Nokkrir þættir úr trúarjátningu kristins nútímamanns“ og hafa þá sömu bæn að yfirskrift og þessi fátæklegu orð. Ég finn, að mig skortir fhygli og þroska til þess að skilja inntak þessarar bænar. Þó þykist ég skynja það, að í henni felist sú hreinskilni, að lotning fyrir guðdómnum sé okkur næsta lítils virði nema við höfum stór- hug til að bera hana uppi með lífsfyllingu okkar sjálfra. Einung- is sú ræktun eða ögun hugans, sem gefur slfka fúllnægju f Iífinu, sé eftirsóknarverð. Ég tel mig lánsmann að hafa kynnst Birni O. Björnssyni. Nú, þegar hann er til moldar borinn, eiga ættingjar hans og vinir mína samúð sanna. Með honum er gengið hugumstórt barn f þeim skilningi, sem hann sjálfur lagði í það orð. Halldór Blöndal. LlFIÐ var séra Birni O. Björns- syni starf og fagnaður. Hann var sóknarprestur um þrjátíu ára skeið víðs vegar á landinu og boðaði sóknarbörnum sfnum kristindóm kærleika, gleði og at- hafnar. í Jörð kemst hann svo að orði: „Kærleikurinn er megin- gjörð alls, er til lífs horfir: meira, fyllra, fjölskrúðugra, fagnaðar- ríkara, frjálsara, göfugra, — eilffs lífs. Þvf hvað er kærleikur annað en áhugi, hollusta, gleði gagnvart lífinu?“ Þessum orðum birtu og yls mun séra Björn hafa ekki aðeins hald- ið að sóknarbörnum sínum, held- ur og orðið honum sjálfum leiðar- ljós á löngum æviferli. Ég kynntist séra Birni fyrst fyrir nokkrum árum og tókst með okkur náinn kunningsskapur. Séra Björn var þá kominn á átt- ræðisaldur, og mig furðaði stór- um á lífsmagni hans og andlegum styrk. Hann var léttur á fæti sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.