Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1975 31 beygja sig fyrir hótunum og fór sfnu fram, lifði sínu lffi og bjó sig undir framtfð, sem hann vildi ráða. En fyrst það fékkst ekki held ég að segja megi, að Kristján hafi valið sér umhverfi til að deyja f: fjöll og hraun, öræfi landsins að hausti. Þegar Kristján Bender byrjaði að starfa f skrifstofu rfkisféhirðis fyrir 29 árum hófst kunnings- skapur okkar. Síðan höfum við alla tfð unnið saman, þótt Kristj- án yrði fulltrúi í ríkisbókhaldinu snemma á starfsferli sfnum. I annasömu starfi, f hörðum skorp- um, þegar afdrei var spurt, hvort tími væri til að gera það, sem gera þurfti, heldur krafizt fullra skifa fyrir ákveðinn tíma, komu kostir Kristjáns skýrt fram. Gamansemi var honum runnin í merg og bein og nutum við félagar hans þess á góðum stundum. Orðheppinn var hann vel og minnugur á allan sögufróðleik. Enginn kom honum í opna skjöldu í góðlátlégu gamni, traustur maður og dag- farsprúður, en æðrúlaus f mót- gangi. Við byggðum saman og bjuggum í sama húsi f mörg ár og féll aldrei skuggi á þá sambúð, og sfðar þegar dóttir mín og maður hennar eignuðust íbúðina, eignuðust þau líka vináttu Kristjáns og fjöl- skyldu hans. Það hefði átt að þakka fyrr. Kristján Bender skrifaði nokkr- ar bækur, sem allar vöktu athygli og báru vott um mikla hæfileika. Verður þeim þætti í lífi hans ekki gerð skil hér, það verður gert annars staðar. Kristján átti einungis örfá ár í það að geta hætt störfum. Fyrir þremur árum fór hann að búa i haginn fyrir sig, svo að hann gæti loks helgað sig því lífi, sem hann þráði. Af dæmafáum dugnaði var hann búinn að koma upp húsi á jörð sinni norður á Langanes- strönd og vann þó aðeins við það f sumarleyfum sfnum. Var hann að vísu ekki einn, þvf kona hans var honum vafalaust betri en einn og betri en tveir aðstoðarmenn. Á þessum stað átti svo að setjast að að starfsdegi loknum og helga sig því, sem hugurinn girntist: veiði- skap á láði og legi, alfrjáls f fjalla- sal. Þetta var draumurinn. En nú var skorið á lífsþráðinn. Og ekkja hans sér drauminn rofna og verður að átta sig á ævi- tfð, sem hlýtur að reynast öðruvísi en að var stefnt. Og kemur sér þá vel, að þrek hennar er mikið og mannkostir stórir. Kristján Bender fæddist 26. marz 1915 á Borgarfirði eystra. Faðir hans var Carl Bender, síðar kaupmaður á Djúpavogi, en móðir hans var Sesselja Ingvarsdóttir, ættuð úr Grímsey. Árið 1948 kvæntist Kristján Þorbjörgu Þór- arinsdóttur frá Grásfðu f Keldu- hverfi. Þau eignuðust þrjár dæt-. ur, Rós, Fjólu og Sóley, og eru tvær þær elstu giftar, en hin yngsta enn i foreldrahúsum. Ekkju hans og dætrum votta ég samúð mfna og allra samstarfs- manna Kristjáns í ríkisfjárhirzl- unni. Jón Dan ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera I sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnubili. Minning: Jón Pétur Jónsson frá Drangsnesi F. 25. ágúst 1895 D. 23. mars 1974 Jón Pétur Jónsson fæddist á Drangsnesi f Kaldrananeshreppi 21. ágúst 1895. Faðir hans, Jón Jónsson, kom norður f Stranda- sýslu til þess að kenna börnum í Fellshreppi og Tungusveit. — Fór þangað af því að systurdóttir hans, Stefanfa Sigrfður Stefáns- dóttir, var kona sr. Arnórs Árna- sonar á Felli f Kollafirði. Frú Stefanfa Stefánsdóttir kenndi stúlkum hannyrðir og saum. — Meðal annarra kom þar ung stúlka, Anna Sigríður Árna- dóttir. — Jón kennari fékk hana fyrir konu. — Þau fóru eitt ár að Stað f Steingrímsfirði til sr. Is- leifs Einarssonar. Síðar varð Jón Jónsson far- kennari i Kaldrananeshreppi. — Þau fóru að búa á Drangsnesi, sem þá var bújörð. Farkennarinn stundaði búskap og sjóróðra. Þar var mikil hrognkelsaveiði á vorin. Það var björg f hvert bú. En ekki var þó farkennarinn efnamaður. Jón Pétur, sonur þeirra, fór 14 ára gamall að hjálpa til að vinna fyrir heimilinu með föður sfnum. Þegar Jón Pétur var á tvítugs- aldri, fór hann norður á Akureyri, stundaði fiskveiðar og dvaldi þar eitt vor. Þá fór hann til Sigurgeirs Jónssonar organista frá Mýri f Bárðardal, og lærði orgelleik hjá honum. Sigurgeir kenndi mörg- um orgelleik. Hann var kröfu- harður kennari, sagði mér annar nemandi hans, sem var mikill tón- gáfumaður, og hefur tæpast verið fyrir aðra en velgefna tónlistar- menn að svara kröfum hans. Jón Pétur langaði að halda áfram tónlistarnámi. En mest hef- ur þá líklega dregið úr því, að hann lagði mikla skyldurækni við foreldra sína, að hjálpa þeim. Hann settist að á Drangsnesi með sína eiginkonu, Magndísi Aradótt- ur, og bjuggu þau hjón þar f 39 ár. Það, sem hann lærði hjá Sigur- geiri þann stutta tfma, var allt sem hann lærði hjá öðrum. Þann- ig varð hann að hverfa frá þeirri braut, sem sérhæfileikar hans vís- uðu honum, og fékk aldrei þá músikmenntun, sem hann þráði. En honum varð, eins og mörg- um hæfileikamanni þeirra tfma, mikið úr stuttri, skýrri og strangri kennslu. Löngun hans til aleflingar sinnar listagáfu á sviði tóna dó ekki. Löngunin og eljan náðu langt. Ógleymanlega fagur var hljóm- ur orgelsins hjá kórstjóra og org- anista Kaldrananeskirkju. Hann æfði kóra og var fallegur söngur. Eins og tftt var um marga kirkju- söngskórstjóra og organista, þá æfði Jón Pétur einnig sönglög við ýmis ljóð. — Þá talaði enginn maður um það, að t.d. þjóðsöngur vor tslendinga væri lag, sem stigi. of hátt. Þar sungu menn al- veg hiklaust Ó, Guð vors lands undir hans kórstjórn. — Þar var ekki tsland ögrum skorið sungið f staðinn fyrir þjóðsönginn, sama vísan tvisvar. Jón Pétur var mikill smekk- maður. Hann gerði greinarmun á þjóðsöng vorum og öðrum ætt- jarðarljóðum og lögum. Hann var mikill kórstjóri. Hann er frá ungum dögum okk- ar hjóna f Staðarprestakalli sam- ofinn okkar fegurstu minningum hátíðadaga og stórhátíða í Kaldrananess- og Drangsness- sókn. Rödd hans var hlý og fáguð, ein af dagsins fögru röddum á meðal þeirra, sem eitt sinn voru í sam- fylgd á lffsgöngunnar vegi. Jón Pétur ætlaði að kaupa Drangsnes, þvf að faðir hans átti ekki jörðina. Sjósókn var stunduð þar, og Drangsnes varð fljótlega þorp, sem ber nafn jarðarinnar. Organistinn og söngstjórinn var mikill athafnamaður, eins og eru sumir listamenn, þar sem lífsaflið er sterkt og lífsólgan mikil. Hann var kominn vel á veg með sjávar- útveg, þegar heimskreppan skall á um 1930. Dýrtið hafði vaxið ört eftir stríðið, en allt f einu lækk- uðu vörur og verðgildi fasteigna. Þeir, sem höfðu hafist handa með framkvæmdir og tekið lán til þess, sem átti að standast að óbreyttu verðgildi, stóðu uppi ráðþrota. Hér við bættist, að síld- in brást. Ungu hjónin, Jón Pétur og Magndfs Aradóttir, voru búin að byggja sér hús. Þau misstu allt, sem þau áttu. Sfðar, þegar betri tímar komu til viðreisnar, þá varð Jón Pétur mikill athafnamaður. — Hann missti aldrei kjarkinn. Hann stóð fyrir frystihúsbyggingu með Ein- ari Sigvaldasyni. Það veitti lífi f þorpið með góðri atvinnu árið um kring. Hugmyndaríki listamannsins náði inn á mörg svið. Jón Pétur átti þá eiginkonu, sem lfka var vel gefin. — Hún batt um sár manna og var viðlaga- læknir og hjúkrunarkona f þessu litla þorpi. Hún var sjálfmenntuð í hjúkrun. Þessi hjón, mjög ágætu, byggðu skála sinn um þjóðbraut þvera. Enginn gestur kom f þorpið, svo að honum væri ekki vísað f þann rausnargarð. Þar var um langt skeið ókeypis gistihús aðkomu- manna. Þar var símstöð og þar með öll fyrirgreiðsla. Það var fast orðalag á Drangsnesi, ef eitthvað bjátaði á, ef hjálpar eða huggunar þurfti við: Við skulum fara til Jóns Pétus. Ellegar: Við förum til Magndfsar. Allt lék í hennar höndum. — Góðvilji þeirra hjóna var óbrigðull, og eftir því voru þau bæði miklir úrræðamenn. Þau eignuðust þrjár dætur og einn son. Mikið efnisfólk, og eru þau öll á lífi. Laufey gift í Ameríku, Dýrleif gift Kristni K. Albertssyni bakarameistara í Rvk, Guðrún gift Ólafi Eyjólfssyni loftskeytamanni í Hafnarf. Hún er yngst. Sonur þeirra, Jón Jónsson, ökumaður á Lovisu Jónsdóttur frá Steingríms- firði og búa í Reykjavík. Barna- börn þeirra hjóna eru nú 14, og þriðja kynslóð eru níu menn, þegar þetta er ritað. Á þeirra göfuga heimili, Jóns Péturs og Magndfsar, átti sóknar- presturinn öruggt athvarf og vísa gistingu, þegar þess þurfti. Ástúð- legar móttökur beggja hjóna brugðust aldrei. Jón Pétur var alltaf jafn glað- vær að hitta, rór, hlýr og svip- sterkur. Hann var fallegur maður og hafði svart bylgjað hár sem tfminn dró silfur yfir seinna. Hann hafði svip af fjöllum og sæ. Hann var ræðinn og fróéur og skemmtilegur. Þeir áttu góða samvinnu fyrir kirkjulífið, Jón Pétur organisti og maðurinn minn. Jón Pétur var f sóknarnefnd og skólanefnd. Jón Pétur, Einar Sigvaldsson og Ingólfur fengu því til vegar komið, að nýtt skólahús, sem skólanefnd og þorpsbúar fengu reist, var þannig gjört, að kapella var innst, en fyrir framan voru tvær stórar skólastofur, sem hægt var að gera að einum sal. Þar fyrir utan langur og breiður gangur. Og þarna gátu allir þorps- búar og nágrannar af Selströnd rúmast við guðsþjónustur. Þetta var skemmtilegt, nýtt skólahús, og skólastjórabústaður var áfastur. Þarna var gott kirkju- orgel, og þar æfði Jón Pétur stóran kirkjukór, eftir að skólinn komst upp, áður allt heima. Fagrir voru orgeltónar, fjórradd- aður söngur, vel æfður kór. Mörg kvöld fór organistinn eftir erfiði dagsins og fjölþætt umsvif að æfa kórinn. Þá kastaði athafnamaðurinn sínu hversdags- gervi og listamaðurinn tók við. Gleðin ljómaði um bjartan svip hans — og eigi síður þeirra, sem nutu þess að eiga slíkan afbragðs- mann meðal sín, sem kenndi þeim að syngja rétt, eins og faðir hans hafði gert og sameinaði allt söng- fólkið í „sæta söngsins englamál." Aldrei hafa prestar né söfnuðir fengið fullþakkað þessum lista- mönnum, sem ást á tónum og trúarleg innsýn gerði að slíkum verkmönnum kristinnar kirkju og íslenskrar alþýðumenningar. Ég minnist eitt sinn, þann vetur, sem ég gerði það fyrir Framhald á bls. 28 ja áérnai Nú hefur Innréttingabúðin enn einu sinni endurnýjað teppalagerinn sinn. Þeir eiga nú hvorki meira né minna en 60 nýja liti og mynstur. Þar eru sölumenn sem segja sex. Konur til hamingju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.