Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÖIÐ, SUNNUDAGUR 30. NOVEMBER 1975
Matarlausir
í Héðinsfirði
á 4. sólarhring
Skíðamenn reyndu að brjótast til þeirra
Ólafsfirrti 29. név.
FRÁ ÞVl á miðvikudag hefur verið hér norðan hvassviðri með
snjðkomu. Hefur verið algerlega ófært sjóleiðina til Héðinsfjarðar þar
sem þrír menn cru cnn tcpptir eftir hrakninga sem þeir lentu í á
miðvikudag þegar þeir fóru að sækja þangað fé.
Mennirnir hafa hafzt við í
björgunarskýli Slysavarnafélags
tslands. Haft hefur verið sam-
band við þá í gegnum talstöð. Þeir
hafa haft nægan hita og líðan
þeirra verið ágæt að öðru leyti en
því, að þeir hafa verið nær alger-
lega matarlausir, en í skýlinu var
aðeins kaffi og nokkrir súpu-
skammtar.
I dag, þegar komið er á fjórða
sólarhring frá þvi mennirnir
tepptust, er ætlunin að þrir menn
á skíðum fari landleiðina til Héð-
insfjarðar með mat handa þre-
menningunum. Voru þeir dregnir
á snjósleðum á skíðum fram Ytri-
Árdal í morgun og siðan ætluðu
þeir að ganga yfir skarðið yfir í
Héðínsfjörð. Þá hafa þeir einníg
meðferðis skíðaútbúnað fyrir
hina tepptu menn, og er mein-
ingin að þeir komi landleiðina
heim til Ólafsfjarðar á morgun, ef
það reynist mögulegt vegna
veðurs. Ef fært er á sjó verða þeir
sóttir á báti.
— Jakob.
Guðmundur Kjærnested:
Maður vikunnar hjá
Financial Times
Lundúnablaðið         Thc
Finaneial Times hefur útnefnt
Guðmund Kjærnested, skip-
herra, mann vikunnar og birti f
laugardagsblaði sínu grcin um
hann, sem ber fyrirsögnina
„Þjóðhctjan af Islandi". Segir f
upphafi greinarinnar að vinir
Guðmundar segi að honum sé
m jög hlýtt til Breta og að hann
sé orðinn nokkurs konar þjóð-
hetja á íslandi, sem helzti ógn-
valdur brezkra togara við Is-
land.
„Enginn skipherra Land-
helgisgæzlunnar hefur skorið
jafnmarga togvíra og sent jafn-
marga erJenda togara heim
hálftóma í þessu og fyrri
þorskastriðum eins og hann,"
segir blaðið. „Síðan Islendingar
færðu út fiskveiðilögsöguna í
200 sjómílur í október, hofur
Guðmundur stjórnað frá flagg-
skipinu Tý aðgerðunum á sjó
gegn brezku togurunum, sem
veiða innan 200 mílna mark-
anna.
Kjærnested hefur helgað lffi
sínu íslenzku landhelgisgæzl-
unni og bæði vinir og and-
síæðingar líta á hann sem einn
bezta sjómann Islendinga."
Síðan segir blaðið frá ævi-
ágripum Guðmundar og heldur
svo áfram „Skipherrann er
strangur yfirmaður. Hann held-
ur uppi strangri reglu og aga
um borð en samt sem áður er
hann vinsæll meðal undir-
manna sinna og kollega hjá
landhelgisgæzlunni."
Blaðið segir svo nánar frá
störfum Guðmundar bæði á sjó
og sem skipherra á flugvélum
Landhelgisgæzlunnar og endar
með þessum orðum:
„Fyrir tveim árum síðan,
þegar hann kom sem farþegi til
Heathrowflugvallar í London,
var hann stöðvaður í vegabréfs-
eftirlitinu. Fulltrúi útlendinga-
eftirlitsins leit í vegabréf hans
og sagði svo „Svo þú ert þessi
frægi kapteinn Kjærnested,
sem sýnir að þessi duglegi varð-
skipsherra er ekki aðeins
þekktur í sínu heimalandi."
FRA MIÐUNUM — Brezkur dráttarbátur fylgist með veiðiþjóf.   Li6sm Helsi *»—***
Raufarhöfn:
I ráði að loka frystihúsinu
vegna fjárhagsörðugleika
Atvinnulíf staðarins mun þá lamast
Raufarhöfn — 29. nóvember.
ÖLLU starfsfólki hraðfrystihúss-
ins hér á staðnum hefur nú verið
sagt upp með viku fyrirvara.
Fyrirtækið á við alvarlega fjár-
hagsörðugleika að ctja og er
framkvæmdastjóri og stjómar-
formaður frystihússins fyrir
sunnan um þessar mundir til að
reyna að finna einhverja úrlausn.
Eitthvað hefur þeim þó gengið
erfiðlega f þcssum erindagjörð-
um úr því að gripið var til þessara
uppsagna. Frystihúsið er f eigu
hreppsfélagsins og segir það
nokkuð um hug fólksins hér til
fyrirtækisins að það hefur haldið ,
áfram að starfa þótt það hafi ekki
fengið launauppgjör f 5—6 vikur.
Ljóst er að ef hraðfrystihúsið
stöðvast mun það hafa hinar
alvarlegustu afleiðingar, því að
segja má að þá lamist allt atvinnu-
lif þorpsins að miklu leyti. Á
undanförnum árum hefur rekstur
Framhald ábls. 46
Héðinsþjófnaðurinn:
Maður
í haldi
EINN maður er f haldi vegna
þ.jófnaðarins f skrifstofu vél-
smiðjunnar Héðins aðfarar-
nött s.l. föstudags, og sagt var
frá f gær.
Þjófurinn hafði lykla að pen-
ingaskáp fyrirtækisins og
hafði hann á brott með sér 600
þúsund krönur í peningum og
400 þúsund krónur i
ávisunum. 1,8 milljón í
ávísunum fannst í peninga-
kassa ekki allf jarri Héðni.
Saga Reykjavíkurskóla
Fyrsta bindi komið út ¦ BCmQlE
tlT ER komið fyrsta bindi af Sögu
Reykjavíkurskóla, sem fyrst var
nefndur Hinn lærði skóli í
Reykjavík, síðar llínn almenni
mennlaskóli f Reykjavfk og nú
Menntaskólinn f Reykjavfk. Hér
er um að ræða fyrsta bindi af
tveimur til þremur um sögu þessa
merka skóia en ritverkið er gefið
út af Sögusjóði Menntaskólans f
Reykjavfk, sem flestir afmælis-
stúdentar stofnuðu vorið 1974.
t bókinni eru m.a. myndir af
útskrifuðum stúdentum i meira
en 100 ár og nafnaskrá með rúm-
lega 6100 nöfnum. Tekið er við
áskrifendum að verkinu hjá af-
greiðslu Bókaútgáfu Menningar-
sjóðs, Skálholtsstíg 7, og fá áskrif-
endur fyrsta bindið með veru-
legum afslætti. 1 fréttatilkynn-
ingu um útkomu bókarinnar
segir:
Þetta fyrsta bindi sem hlotið
hefur undirtitlinn Nám og nem-
endur, er ofið úr tveimur þáttum.
Annar er ritgerð, sem Kristinn
heitinn Ármannsson rektor tók
saman um reglugerðir skólans og
nám i einstökum greinum fram til
1946. Hinn þátturinn er safn
mynda af nemendum skólans á
árabilinu 1869—1975, sem Heimir
Þorleifsson cand mag. hefur náð
saman og nafnsett með aðstoð
f jölmargra nemenda skólans eldri
og yngri. Þá hafa rektorarnir
Einar Magnússon og Guðni Guð-
mundsson samið kafla um reglu-
gerðir skólans eftir 1946. í þessu
bindi eru enn fremur skrár um
kennara skólans i hverri grein frá
upphafi og þar eru margar
myndir af kennurum, kennslu-
tækjum og kennslubókum. Þá eru
nokkrar Faunumyndir af
„inspectorum".
Ritverkið um sögu Reykjavikur-
skóla er gefið úr af Sögusjóði
Menntaskólans í Reykjavík, sem
flestir afmælisstúdentar stofnuðu
vorið 1974 og allir afmælis-
stúdentar 1975 styrktu mjög veru-
lega. I stjórn sögusjóðs eru Guðni
Guðmundsson rektor, Ólafur
Framhald á bls. 46
REYKJAVIKUR
SKOIjA
Nám og nemendm
Aðventukvöld í
Kópavogskirkju
ME£) aðventu hefst nýtt kirkjuár
og andi jólanna færist nær. Þann
andblæ á aðventan að efla, —
auðvelda okkur að opna hugina
fyrir hinum helga og háa, —
honum, sem kom og kemur himn-
um frá sem lítið saklaust barn, —
að við megum lifa.
Örugglega er öldinni ekkert
brýnna en þetta, að hann megi
eiga æ greiðari leið inn í mann-
legt líf.
Aðventusamkomurnar eru einn
þátturinn í viðleitni kirkjunnar,
er að þessu miðar. Ein sllk verður
I Kópavogskirkju I kvöld kl. 20.30.
Vandað hefir verið til dagskrár,
eins og áður. Það er von mín, að
eldri sem yngri megi eiga góða
stund í helgidóminum, sem nú
hefir fengið verulega búningsbót.
Margir iðnaðarmenn hafa þar að
unnið, — aðrir lagt lið með ýmsu
móti. Skal þeim hér öllum enn
þakkað, einstaklingum, félögum
og fyrirtækjum, — um leið og
látin er I ljós sú ósk og bæn, að
bættur búnaður kirkjuhússins
megi auðga helgihaldið, — verða
til blessunar og uppbyggingar öil-
um er þangað koma.
Ég vona, að svo margir komi í
kvöld, að kirkjan verði þétt setin.
Efnisskráin er i höfuðatriðum
þannig, að Guðmundur Gilsson
leikur á kirkjuorgelið og kirkju-
kórinn syngur undir stjórn hans,
þær Helga Ingólfsdóttir og Elín
Guðmundsdóttir leika saman á
tvo sembala, dr. Ármann
Snævarr, hæstaréttardómari, flyt-
ur erindi, Jóhann Hjálmarsson,
skáld, flytur ljóð.
Formaður      sóknarnefndar,
Salómon Einarsson, setur sam-
komuna og henni lýkur á stutri
helgistund með almennum söng.
Verið hjartanlega velkomin i
Kópavogskirkju.
Þorbergur Kristjánsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48