Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1975 Minning: Sigurður Þór- irÁgústsson Minning: Oddný Guðmundsdóttir fyrr- um lœknisfrú á Stórólfshvoli F. 7. desember 1922. D. 2. maf 1975. Með fráfalli vinar míns og sam starfsmanns, Sigurðar Þóris Ag- ústssonar, flugvirkja, á siðast- liðnu vori hvarf af sjónarsviðinu einn reyndasti og ágætasti full- trúi flugvirkjastéttarinnar hér á landi, öllum harmdauði er hann þekktu. Óvænt og án fyrirboða hafði maðurinn með ljáinn gengið um garða, einsog svo oft áður, og hrifið með sér góðan dreng og mannkostamann í blóma lífsins, langt fyrir aldur fram. Kynni okkar Sigurðar hófust haustið 1944, er hann kom til náms í flugvirkjun við skólann, þar sem ég stundaði nám i sama fagi, í Buffalo, N.Y. í Bandarfkj- unum. Hafði ég verið árlangt eini Islendingurinn í þessari stórborg, og má nærri geta hver fengur mér var í þvf að fá annan íslending til skólaverunnar með mér þar vestra svo fjarri heimahögum. Urðum við Sigurður mjög sam- rýndir og fór ávallt vel á með okkur, enda fann ég fljótt, að með Sigurði hafði ég eignast góðan félaga og vin. Við vorum ungir að árum, fullir bjartsýni og þrótti æskumannsins, glaðir og reifir og með brennandi áhuga á að nema þau fræði, sem hugur okkar beggja stóð til fyrir framtíðar- starfið í lífsins stranga skóla. Sig- urði sóttist námið vel og duldist engum, að þar fór mikill hæfi- leikamaður. Kom þar allt til, góð- ar gáfur, einstök samvizkusemi og afburða verklagni. Svo hagur var Sigurður, að heita mátti að allt léki í höndum hans, og kom það sér nú vei, að hann hafði áður starfað í vélsmiðju í heimabæ sfn- um, Vestmannaeyjum. Til marks um það álit, sem Sigurður naut hjá kennurum skólans, má geta þess, að honum var falið að að- stoða viðkennslunaþegarfram í sótti, og veita öðrum nemendum tilsögn við námið í því er Iaut að flugvélahreyflum og búnaði þeirra. I Buffalo áttum við Sigurður því láni aðfagnaaðkynnast Vest ur-íslendingum, sem þar höfðu setzt að, aðfluttir frá Norður- Dakota, einhverju bezta og gest- risnasta fólki, sem maður getur fyrirhitt. Voru heimili þeirra jafnan opin okkur Sigurði sem væru þau okkar eigin heimili, og áttum við Sigurður ótaldar gleði- og hamingjustundir með þessu góða fólki, sem allt vildi fyrir okkur gera. Vinátta þess og góð- vild í okkar garð verður aldrei fullþökkuð. Því nefni ég þetta hér, að okkur Sigurði fannst báð- um við hafa öðlast sérstaka lffs- reynslu við að eignast vináttu og trúnað þessara landa okkar vest- anhafs, sem töluðu næstum lýta- lausa íslenzku, en höfðu þó aldrei Island augum litið. Sigurður lauk námi og prófi á flugvélahreyfla sumarið 1945 og hélt síðan heim til tslands. Einnig hafði hann hafið flugnám og lokið einliða-flugprófi, sem heimilaði honum að fljúga einn síns liðs. Eftir heimkomuna hóf Sigurður flugvirkjastörf hjá Flugfélagi Is- lands h.f, þar sem hann starfaði lengst af. Þó brá hann því starfi um nokkurra ára skeið, er hann rak flugskólann Þyt h.f. sem einn af þremur eigendum hans. Sig- urður kom sfðar aftur til Flugfé- lagsins, þar sem hann starfaði til dauðadags. Jafnframt rak hann ásamt þremur félögum sínum Flugstöðina h.f. og var einn af fimm eigendum hennar, er hann féll frá. Af þessu má sjá, að Sig- urður sat ekki auðum höndum um dagana, hann var sístarfandi og iðjusamur svo af bar, frábær mað- ur í starfi og flugvirkjastéttinni og iðngrein sinni til sóma. Hann var einn af stofnendum Flug- virkjafélags Islands árið 1947 og kosinn í fyrstu varastjórn þess, og auk þess gegndi hann fleiri trún- aðarstörfum fyrir félagið um ár- in. Sigurður lauk einnig flugnámi og flugprófi hér heima. ÖII vinnubrögð Sigurðar báru vott um útsjónarsemi, smekkvfsi og snyrtimennsku, og reglusemi var honum f blóð borin. Hin siðari ár hafði Sigurður umsjón með deild innan Flugfélagsins, sem annast klössun og endurnýjun ýmissa flugvélahluta, og hafði hann til umráða bjartan og hrein- Iegan vinnusal búnum nauðsyn- legum tækjum og verkfærum. Allt fór þetta forgörðum eins g fleira í eldsvoðanum mikla sfðast- liðinn janúar. Sigurður var dag- farsprúður maður og að eðlisfari hægur og alvörugefinn og bar ekki tilfinningar sínar á torg. En hann hafði ekki síður til að bera mikla kímnigáfu og létta lund, og manna skemmtilegastur 'og orð- heppnastur var hann, þegar því var að skipta. Hann var óáreitinn í garð annarra manna, en ávallt reiðubúinn til hjálpar, þar sem þess var þörf. Vinsæll var hann meðal samstarfsmanna og yfir- boðara sinna og naut virðingar þeirra og trausts. Saknaði þar margur vinar í stað við hið svip- lega fráfall hans. Sjálfur átti ég Sigurði mikið upp að unna og þakka honum tryggð hans og vin- áttu f minn garð, sem ekki gleym- ist. Sigurður var kvæntur hinni ágætustu konu, Oddrúnu Páls- dóttur, og eignuðust þau hjón fimm mannvænleg börn. Foreldr- ar Sigurðar eru báðir á lffi og búa f Vestmannaeyjum. Ég veit, að ég mæli fyrir munn okkar allra vina og samstarfsmanna Sigurðar hjá Flugfélagi Islands, er ég nú sendi ástvinum hans og aðstandendum síðbúna samúðarkveðju í minn- ingu góðs vinar og bið þeim allrar blessunar. Jón N. Pálsson. Brezkir tog- araeigendur vilja áfram- haldandi styrki Hull 11. desember — frá Mike Smartt fréttaritara Morgunblaðsins. BREZKIR togaraeigendur hafa farið fram á það við brezku stjórnina að hún haldi áfram að styrkja útgerðina. Rekstrarstyrk- ir voru fyrst greiddir f byrjun þessa árs og áttu að falla niður þann 31. desember. Þessa tólf mánuði hefur brezka rfkið greitt togaraeigendum 9,5 milljónir sterlingspunda eða 3,3 milljarði króna. 1 tilkynningu frá samtökum togaraeigenda, sem gefin var út I dag, segir að hækkað olfuverð muni bæta 5 milljónum punda við rekstrarkostnað togaranna á ári. Þar kom einnig fram að sam- tökin hafa skrifað Peart, sjávarút- vegsmðlaráðherra, og beðið hann um að halda með þeim fund um ástandið fyrir jól. Þegar rfkisstjórnin ákvað að binda enda á styrkveitingar, sagði hún, að togaraeigendur væru orðnir færir um að sjá um sig sjálfa. En það var fyrir síðustu hækkanir á olíu. Þann 1. þ.m. lést f hárri elli frú Oddný Guðmundsdóttir, fyrrum læknisfrú á Stórólfshvoli f Rangárvallasýslu, sfðar húsfreyja á Bollagötu 7 hér í borg. Langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum þar eð ég á henni ærið gott upp að unna frá bernsku- og æskuárum mfnum og raunar alla tfð. Oddný Guðmundsdóttir var fædd hinn 20. maí 1889 að Bakka í Austur-Landeyjum. Faðir hannar var Guðmundur Diðriksson sjómaður, bróðir Þórðar þess Diðrikssonar er stofnaði Mormónanýlendu i Utah i Banda- ríkjunum og frægt er orðið. Guðmundur andaðist árið 1893 og sá ég hann því aldrei. Móðir Oddnýjar var Kristín Jónsdóttir er andaðist tæplega níræð að heimili hennar á Stór- ólfshvoli árið 1942 og man ég að sjálfsögðu vel eftir henni, enda þótti mér i þann tfð eigi önnur kona skemmtilegri viðtals í Rangárþingi. Oddný Guðmundsdóttir lauk hjúkrunarnámi við Kommune- hospitalet í Kaupmannahöfn í októbermánuði 1914, en starfaði talsvert erlendis eftir það alveg fram til ársins 1920 en hjá Berkla- varnarstöð Reykjavíkur vann hún erfitt og mikið starf frá 1920—1922. Þá verða þáttaskil i lffi hennar er hún giftist Helga lækni Jónas- syni frá Reynifelli á Rangárvöll- um Þau Oddný og Helgi eignuðust fjóra syni, en þeir eru: Jónas, bifreiðarstjóri, f. 5. okt. 1924 kvæntur Guðrúnu Árna- dóttur, Helgi, lögfræðingur, f. 26. sept. 1926, ókv., Hrafnkell, yfir- læknir, f. 23. mars 1928, kvæntur Helgu Lovísu Kemp, Sigurður, B.A., skrifstofustjóri, kvæntur Stefaníu Kemp. Helgi læknir var móðurbróðir minn og Jeiðir þvi að líkum að ég kom oft að Stórólfshvoli eftir að ég flutti í Hvolhreppinn, en faðir minn var á þessum árum kaup- félagsstjóri þar. Á Stórólfshvoli átti ég jafnan vinum og frændum að mæta og margt kvöldið leitaði ég þangað þótt talsverðir erfiðleikar væru á leiðinni, þar sem var kirkju- garðurinn, en gesturinn var úr hófi fram myrkfælinn á þessum árum og raunar lengi síðan. Minningar mínar frá heimsókn- unum að Hvoli standa mér fyrir hugskotssjónum f einhvers konar dýrðarljóma sem mér er ekki unnt að lýsa, enda skiptir það án efa minnsta máli hvernig hálf- vöxnum unglingi geðjuðust slíkar vitjanir. Hitt skipti Rangæinga afar miklu, já stundum öllu, að geta jafnan á hvaða tíma sólar- hrings sem var virka daga jafnt sem helga, eigi aðeins sótt læknis- fræðileg ráð til frú Oddnýjar heldur einnig þann andlega styrk sem er alveg sérstaklega nauðsyn- Iegur á rauna- og áhyggjustund- um. Ég fullyrði, að ég hef enga konu þekkt, hvorki lífs né liðna, sem deildi kjörum með manni sfnum jafn fullkomlega og Oddný gerði með Helga og fyrir það held ég að allir Rangæingar séu henni að eilffu þakklátir enda stóð enginn einn sem hafði Oddnýju Guðmundsdóttur að samverka- manni. Fyrir utan sitt annasama em- bætti hafði Helgi Jónsson þeim skyldustörfum að gegna að vera alþingismaður Rangæinga í 19 ár. Af því leiddu fjarvistir frá heimili og þá þurfti Oddny bæði að vera húsbóndinn og húsfreyjan. Var því vinnudagur hennar oft langur en því tók hún sem sjálfsögðum hlut og virtist svo sem hún hefði ævinlega nægan tfma til allra hluta. Ég hef ekki f þessum fáu línum gert tilraun til að lýsa útliti eða eiginleikum frú Oddnýjar, enda er mér það eflaust um megn. Þó vil ég segja að í mfnum augum var hún ávallt falleg kona. Hygg ég að þar komi til hvort tveggja ytra útlit og andlegt atgervi og þó kannski öllu fremur hið síðar nefnda, þvf að það þori ég að fullyrða að gáfur hennar og and- legur styrkur voru langt umfram það sem almennt gerist. Ég vil enda þessi fátæklegu kveðjuorð með því að segja við hana eins og hún sagði við mig einu sinni endur fyrir löngu, þegar ég fór að heiman til svo- kallaðs langskólanáms. Vertu sæl, guð fylgi þér. Einar Ágústsson tæki í Siglu- fjarðarkirkju MIKLAR og góðar gjafir hafa borizt Siglufjarðarkirkju á þessu ári. Ber þar hæst minningargjöf, er þau hjónin Guðrún og Oddur Thorarensen gáfu til minningar um son sinn, krónur 200 þúsund. Þá hafa bæði einstaklingar og fyrirtæki gefið kirkjunni góðar gjafir, I sumum tilfellum miklar upphæðir. Þetta gerði söfnuðin- um kleift að festa kaup á hljóm- burðartækjum I kirkjuna, en það hefur verið langþráður draumur. Þar sem Siglufjarðarkirkja er mjög stór, hefur nokkuð borið á þvf að talað mðl hafi ekki flutzt nógu vel og á það einkum við um fjölmennar athafnir. Hin nýju tæki eru af mjög full- kominni gerð. Til viðbótar því að bæta hljómburð verulega gera þau kleift að taka upp á segulband allt það, er fram fer í kirkjunni, fyrirhafnarlítið. Þá er ótalin gjöf systrafélags kirkjunnar, plötuspilari, sem þær systur gáfu af sfnum alkunna myndarskap. Gefur tilvist hans ýmsa möguleika varðandi tón- listarflutning, hefur t.d. komið til mála að hafa plötukynningar- kvöld á vandaðri kirkjulegri og klassiskri tónlist. Á fyrsta sunnudegi í aðventu voru hin nýju tæki tekin í notkun við messu. Sungin var hámessa, þar sem sóknarprestur þjónaði fyrir altari og predikaði, en kirkjukór Siglufjarðarkirkju söng undir stjórn Páls Helga- sonar, organista. Athöfnin var fjölsótt. I lok messu var leikið orgelverk af plötu og komu þá vel f ljós góðir hljómflutningseigin- leikar hinna nýju tækja. Sóknarnefnd þakkar af alúð hinar rausnalegu gjafir og þann hlýhug til kirkjunnar, sem þeim fylgir. (Frá Siglufjarðarkirkju). t Systir okkar PÁLÍNA J. SCHEVING, Norðurbrún 1, lést að kvöldi 10 desember. Fyrir hönd systkina Vigfús Scheving Jónsson. t Útför föður míns, SIGMUNDAR SIGTRYGGSSONAR verður gerð frá Siglufjarðarkirkju kl. 2 mánudaginn 1 5. des Fyrir hönd vandamanna, Erlendur Sigmundsson. t Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐLAUGAR JÓNSDÓTTUR Sigrún Lárusdóttir Elin Guðmundsdóttir Guðrún Guðmundsdóttir Þórunn Guðmundsdóttir Óskar Guðmundsson Guðmundur Guðmundsson Þórdis Sigurðardóttir og barnabörn Bjami Bjarnason Stefán Ögmundsson Kristján Bjarnason Haraldur Gislason Sigriður Benjaminsdóttir Marga Guðmundsson Hreiðar Jónsson t Móðir okkar JÓHANNA HJELM. sem andaðist 8 desember, verður jarðsungin frá Eskifjarðarkirkju mánudaginn 1 5 desember kl. 2. e.h. Börn hinnar látnu. t Útför eiginmanns mlns og föður okkar k SIGURÐAR GUÐNASONAR, f. form. verkf. Dagsbrúnar, Hringbraut 88, fer framfrá Dómkirkjunni mánudaginn 1 5. desember kl 1 3.30 Þeir, sem vilja minnast hins látna, vinsamlegast láti líknarstofnanir njóta þess Kristin Guðmundsdóttir og dætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.