Morgunblaðið - 06.01.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.01.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANUAR 1976 17 Staðan Kristinn Jörundsson. Stighæstir: Kristinn Jörundsson IR 152 Jimmv Rogers A 137 Curtiss Trukkur KR 129 Kolbeinn Kristinsson IR 106 Jón Sigurðss. Armanni 105 Bjarní Gunnar tS 100 Jón Jörundsson IR 99 Stefán Bjarkason UMFN 97 Kristján Agústsson Snæf. 92 Rlkharóur Hrafnkeiss. Val 86 Gunnar Þorvarðars. UMFN 83 Torfi Magnússon Vai 81 JÓn Sigurðsson. Vftakostaníting: (miðað við 12 skot sem lágmark). Jón Sigurðsson A 20:17 — 85% Steinn Sveinsson IS 31:24 — 77% Jón Jörundsson IR 30:23 — 77% Kári Marísson UMFN 20:15 — 75% Stefán Bjarkason UMFN 12:9 —75% Þorkell Sigurðsson Fram 12:9 —75% Jón Héðinsson IS 24:17 — 71% Ríkharður Hrafnkelsson Val 14:10 — 71% Næstu leikir f 1. deild eru á laugardag, þá ieika UMFN og KR í Njarðvík, IR: Fram og Valur: Snæfell á Seltjarnarnesi. gk Armann lR KR IS UMFN Fram Valur Snæf. 5 5 0 496:416 10 6 4 2 524:471 8 4 3 1 369:302 6 5 3 2 403:405 6 5 2 3 405:404 4 4 1 3 295:305 2 5 1 4 408:466 2 4 0 4 257:388 0 Guðmundur Sigurðsson, Armenningur nær frákasti 1 ieiknum við IR. TanjSJnar kngfctt tjá (K og írmaiiii sigraði 90:89 KOLBEINN Kristinsson, víta- skytta Reykjavíkurmótsins i Körfubolta og án efa í hópi beztu vftaskyttna hérlendis, stóð á vítaskotalinunni þegar tvær sek. voru eftir af leik ÍR og Ármanns. Staðan var 90:89 fyrir Ármann, og með þvi að hitta i báðum skotun- um gat Kolbeinn tryggt ÍR sigur — með þvi að hitta i i öðru gat hann tryggt ÍR fram- lengingu. Þriðji möguleikinn var sá að hann brenndi báð- um skotunum af og það var það sem hann gerði. Hann hafði fyrr i leiknum tekið fjögur vítaskot og hitt I þeim öllum, en nú var taugaspenn- an of mikil. Kolbeinn hrein- lega „nötraði" af tauga- spennu, eins og reyndar flest- ir sem voru viðstaddir loka- minútur leiks ÍR og Ármanns. Þetta var einn af þessum si- gildu „taugaspennuleikjum" milli toppliðanna i körfubolt- anum þar sem sek. skilja milli sigurs og taps. Þrátt fyrir mikla taugaspennu náðu bæði liðin að sýna frábæran leik á köflum, þótt enginn leikmannanna sýndi snilldarleik á við Símon Ólafs- Framhald á bls. 21 Auðvelthjá Valgegn áhugalitlu liði Fram VALUR hlaut sín fyrstu stig í 1. deild um helgina þegar þeir unnu Fram me8 75 stigum gegn 59, og er nú Snæfell eina liðið sem hefur ekki hlotið stig i 1. deild. Valsliðið sem hefur nú endurheimt þá Þóri Magnússon og Þröst Guðmundsson sýndi þó ekki neitt sérstakan leik að þessu sinni, menn virtust ekki almennilega vera búnir að jafna sig eftir veizluhöldin um jól og áramót. Þar við bættist hjá Fram að þeir virtust sumir hverjir hafa mjög tak- markaðan áhuga á þvi sem þeir voru að gera. það var alltaf eins og herzlu- muninn vantaði á að beir næðu að sýna það sem vitað er að þeir geta. Þeir héldu þó alveg í við Val í fyrri hálfleik og komust reyndar yfir um miðjan hálfleikinn 20:16, en stuttu síðar var staðan 26.26. En þá tóku tveir beztu menn Vals i leiknum, Þórir Magnússon og Rikharður Hrafnkels- son, sig til og breyttu stöðunni í 39:32 fyrir Val og þannig var staðan i hálf- leik Þessi munur hélzt á liðunum fram eftir síðari hálfleik, og virtist sigur þeirra aldrei í neinni hættu þrátt fyrir að ekki munaði miklu á liðunum En upp úr miðjum hálfleiknum juku Vals- menn siðan enn við forskot sitt og sigruðu síðan með 16 stiga um, 75:59 Þórir Magnússon virðist nú óðum vera að ná fyrri styrkleika, a.m.k. virðist stillingin á byssunni frægu komin i gott lag þegar hann fer í langskotin og auk þess er Þórir ávallt harður í fráköstunum Þá átti Rikharður Hrafnkelsson enn einn góðan leik, og hefur fáum leikmönnum i 1 deild farið Æftlft jafnmikið fram í vetur og honum. Þröst ur Guðmundsson virðist æfingalitill, en allir vita hvaða styrkur er að honum fyrir liðið komist hann í æfingu. Torfi Magnússon var óvenju slakur að þessu sinni Hjá Fram bar Þorvaldur Geirsson af, lék raunar i öðrum gæðaflokki en aðrir leikmenn Fram ef Hörður Ágústsson er undanskilinn Þorvaldur er mjög vax- andi leikmaður sterkur i sókn og vörn Hörður er hins vegar aðalbaráttujaxlinn i liðinu, og sá sem heldur upp bar- áttunni i vörninni. Aðrir leikmenn Fram voru slakir í þessum leik Stighæstir hjá Val: Þórir Magnússon 27, Ríkharður Hrafnkelsson 20 Hjá Fram: Þorvaldur Geirsson 21, Hörður Ágústsson 1 3 gk „Þú gelur haft þaó eftir mér að ég skrifi undir skýrsluna með fvrirvara." sagði Kristinn Jörundsson eftir leik IR við Armann. Við fengum það siðan staðfest hjá tR-ingum að ástæðan fvrir þvi að þeir skrif- uðu undir leikskýrsluna með fvrirvara var sú að þeir ætluðu sér að kæra leikinn gegn Ar- ntanni. Og forsendur fyrir þeirri kæru eru að sögn þeirra sú, að Sfmon ölafsson hafi verið ðlöglegur með Armamii. Virðist nú komið upp f körfuboltanum mál sem óneit- anlega svipar mjög til „Elmarsmálsins" fræga. „Við teljum að Símon Olafsson sé ólöglegur með Armanni, hann hefur keppt fyrir háskóla þann sem hann stundar nám við f Bandarfkjunum. Og sam- kvæmt úrskurði dómstóls sem dæmdi f „Elmarsmálinu" má sami leikmaður ekki leika með erlendu liði og fslenzku á sama keppnistímabili.“ „Ég skil þetta ekki almenni- lega,“ sagði Sfmon Ölafsson. „Ég hef ekki skrifað undir neina samninga við háskólann og hef ekki sótt um keppnis- leyfi í Bandarfkjunum. Ég hef spilað þrjá leiki með varaliði skólans, það er allt og sumt.“ Stórt atriði f umsögnum IR- inga telja þeir, að skólinn sem Sfmon hefur keppt fvrir sé aðili að NCAA en það sam- band þýði nákvæmlega það sama og K.K.l. hér heima. En hvað um það, hér hafa menn fengið eitthvað til að tala um og deila um næstu daga, og dómstólar þeir sem málið fer fyrir munu áreiðanlega fá verðugt verkefni. gk Sfmon Ölafsson. Bannmálið dregur dilk á eftir sér Margir ósáttir við dóm Aganefndar og tveir dómar ar í 1. deild œtla ekki að dœma meira þar í vetur ANGI þess máls er þeir Curtiss Carter og Jimmy Rogers voru dæmdir í leikbann af Aganefnd á dögunum virðist ætla að teygja sig víða. Þannig hefur nú Dómaranefnd Körfuknatt- leikssambandsins verið tilkynnt að tveir dómarar i 1. deild, þeir Ingi Gunnarsson og Hilmar Hafsteinsson, muni ekki dæma meira þar f vetur. Margir hafa lýst óánægju sinni með dóm Aganefndar, og telja hann allt of vægan. Dæma hefði átt þá blökkumenn í þriggja leikja bann skilyrðis- laust, annað sé bara undan- sláttur og „kák“. Þá eru margir af starfandi dómurum vægast sagt mjög óánægðir með hluta af dómi Aganefndarinnar þótt þeir hinir söinu segist sætta sig við að þeir fengu aðeins eins leiks bann. En í dómnum var tekið fram, að ef þeir yrðu kærðir aftur til Aganefndar myndu þeir fá 6 leikja bann. Við þetta ákvæði eru margir dómarar alls ekki sáttir, og telja að það sé verið að setja á þá allt of mikla pressu. Einn ónafngreindur dómari sagði t.d. við undirritaðan: „Segjum svo að ég sé að dæma leik KR og IR í sfðari umferð mótsins. Sú staða kom upp að einn leikmaður IR ákveði að æsa ,,Trukk“ upp, og gera hann verulega vondan í þeim tilgangi að hann brjóti eitthvað af sér sem hægt verður að kæra til Aganefdar. Þetta getur bæði farið fram á þann hátt að viðkomandi leikmaður æsi „Trukk“ upp með orðum eða hnippingum. Segjum sem svo að þessum (tilbúna) leik- manni takist að æsa „Trukk“ það mikið upp að hann snúi sér til mín og segi sem svo: „Hversvegna f andsk. . . reynir þú ekki að hafa augun hjá þér maður og fylgjast með hvað er verið að gera gagnvart mér til hvers heldur þú að þú sért með flautu f munninum." — Undir venjulegum kringumstæðum ætti leikmaður sem þannig ávarpar mig að fá rautt spjald, og ætti að fá keppnisbann í einn leik. En get ég með góðri samvizku sýnt Trukk rauða spjaldið, vitandi það að hans bíður 6 leikja bann — og ferð með fyrstu vél heim til Banda- rikjanna??" Já, það er margt bölið í heimi hér, og ég vona að ÍR-ingar virði það við mig þótt ég hafi talað um ÍR-ing í framansögðu. Þetta var sett þannig fram, en gæti allt eins átt við alla þá mótherja sem þeir Jimmy og Trukkur eiga eftir að mæta. Eg tek undir með þeim dómurum sem hafa gagnrýnt þennan úrskurð Aganefndar. Það er of mikil pressa sett á dómara með þessu, þótt sumir telji þetta vera traustsyfirlýs- ingu gagnvart dómurum!!! Nýjar fréttir Þegar við vorum að ganga frá þessari grein barst okkur sú frétt frá Guðna Guðnasyni, sem sæti á í Aganefnd, að þetta ákvæði um 6 leikja bann gildi aðeins ef þeir Jimmy eða Carter geri sig seka um sams- konar brot á ný. Og þessi frétt hlýtur að verða til þess að létta þungu fargi af dómurum. gk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.