Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1976
Axafjarðar-
skjálftinn
með snörpustu kippum er hér koma
JARÐSKJÁLFTI sá er fannst f
Axarfirði í gær var svipaður
að stærð og skjálfti sá sem olli
sem mestum skemmdum á Dal-
vfk 1934 eða um 5,5—6 á
Richterkvarða.
Samkvæmt Jarðfræði Þor-
leifs Einarssonar hafa stærstu
jarðskjálftar, sem hérlendis
hafa fundist frá þvf að mæling-
ar hófust árið 1927, verið sem
hér segir: Hinn 23ja júlí árið
1929 í grennd við Reykjavfk
um 6 og V* að styrkleika; hinn 2.
júnf 1934 við Dalvfk — um fi'/,
að styrkleika, hinn 27 marz
1963 á Málmeyjargrunni — um
7 stig og 5. desember 1968 vest-
an Krfsuvfkur um 7 stig á
Richterskvarða. Suðurlands-
skjálftarnir er verða að meðal-
tali einu sinni á öld, eru enn
stærri og segir Þorleifur að
jarðskjálftarnir þar 26. ágúst
til «- september árið 1896 hafi
sennilega verið um 6,5 stig.
Mesti jarðskjálfti sem mælzt
hefur f heiminum, varð f Chile
árið 1960 og var stærðin um 8,9
stig.
í bók sinni gerir Þorleifur
nánari grein fyrir þvi hvernig
styrkleiki jarðskjálfta sé mæld-
ur. Hann bendir á að styrkleiki
jarðskjálfta segi fremur lítið
um orku er leysist úr læðingi í
upptökum. „Þegar mælingar
hófust um síðustu aldamót,
kom einnig fljótlega i ljós, að
margra jarðskjálfta, sem komu
glöggt fram á mælum, gætti lítt
eða varð ekki vart. Voru það
einkum jarðskjálftar, sem áttu
upptök sín á botni úthafanna.
Var því tekið að meta stærð
jarðskjálfta eftir útslagi á jarð-
skjálftalínum. Stærð jarð-
skjálfta eftir útslagi á jarð-
skjálftalínum. Stærð jarð-
skjálfta (magnituda = M) er nú
skýrgreind sem lógarithmi af
mældu útslagi en stæróin segir
til um mestu orku skjálftans í
upptökum. I samræmi við þetta
eru jarðskjálftar nú flokkaðir
eftir svokölluðum Richter-
kvarða f rá 1 upp í 8,9, en aukn-
ing um eitt stig táknar 100 föld-
un orku. Stærðin 1 samsvarar
titringi af umferð, brimöldu við
Þá segir ÞorJeifur að sam-
kvæmt rituðum heimildum hafi
orðið hér á landi sfðustu átta
aldirnar nær 50 jarðskjálftar,
sem hafi verið svo sterkir að
bæir hrundu. Samkvæmt
reynslu af Dalvíkurskjálftan-
um 1934 muni styrkleiki
þessara jarðskjálfta hafa verið
5,5—7 á Richterkvarða. Þor-
leifur segir, að islenzkir torf-
bæir hafi verið heldur illa
gerðir  með  tilliti  til  jarð-
skjálfta, einkum hafi þökum
verið hætt vegna þyngdar.
I jarðskjálftum hér á landi hafi
nokkrum sinnumorðið mann
tjón og alls muni um 100 manns
hafa farizt í jarðskjálftunum á
Suðurlandi, svo vitað sé. I jarð-
skjálftunum á Suðurlandsund-
irlendinu 14. — 16. ágúst 1784
50 Km
Myndin sýnir jarðskjálftamiðjur á og við Island. Skjálftar minni að styrkleika en 5 eru flestir mældir
árin 1956—62 en 5—6 eftir 1910 en þeim er hafa 6 eða meira eru einnig teknir Suðurlandsskjálftarnir
1784 og 1896. (Kortið er úr Jarðfræði Þorleifs Einarssonar sem til er vitnað f greininni)
Efri myndin sýnir rústir bæjarins að Selfossi, en hann hrundi f jarðskjálftanum 1896. (Þorvaldur
Thoroddsen 1900)
hafi fallið 69 bæir í Arnessýslu,
en 23 á Rangárvöllum og varð
það þrem mönnum að bana. I
Skálholti féllu t.d. flest bæjar-
hús og skólinn, og hann eftir
það fluttur til Reykjavíkur.
Dómkirkjan stóð hins vegar en
hún var úr timbri. I jarðskjálft-
iiiiura 1896 á Suðurlandi féll
161 bær og urðu þeir 4 mönnum
að bana. Hörðustu kippanna
varð vart um nær allt land.
Skriður og stórgrýti féllu víða
úr fjöllum um Suðurland og
sprungur mynduðust í jarðveg.
Miklar breytingar urðu og á
hverasvæðunum i Hveragerði,
og í Haukadal,~ svo sem oft
hefur verið i jarðskjálftum,
Það sem af er þessari öld varð
mest tjón i Dalvíkurskjálft-
anum 1934 en í honum fór
þorpið þar mjög illa. Slys urðu
ekki á fólki enda vildi það til
happs að hann varð um miðjan
dag. Þorleifur bendir á að enda
þótt jarðskjálftar séu fremur
tiðir á Islandi séu harðir
skjálftar fremur sjaldgæfir og
sökum strjálbýlis hafi mann-
tjón orðið fremur litið. Þá segir
hann að við jarðskjálfta hafi
einstöku sinnum orðið breyt-
ingar á landslagi hér á landi að
mönnum ásjáandi. Nefnir
hann, að árið 1789 hafi sigið
spildan milli Almannagjár og
Hrafnagjár um 60 sm og vatnið
gekk sem því nam á land. Varð
það átylla til að leggja niður
þinghald á Þingvöllum. Við
stóra jarðskjálfta erlendis
hefur stundum orðið gifurlegt
jarðrask og nefnir Þorleifur
Alaskaskjálftann 1964 en kvik-
mynd af þeim hamförum mátti
sjá í brezkum sjönvarpsþætti
um landrekskenninguna, sem
hér var sýndur ekki alls fyrir
löngu. 1 þeim skjálfta misgekk
spilda sem er stærri en Islanil
og mest nam lyftingin um 7
metrum      austan      við
skjálftamiðjuna       (I?rince
William Sound) en sigið var
álika mikið vestan hennar.
Vilja endur-
reisn biskups-
stóls á Hólum
Mælifelli, 13.jan.
EFTIRFARANDI tillaga
var borin upp og samþykkt
samhljóða .á almennum
safnaðarfundi, sem hald-
inn var í Víðimýrarsókn í
Glaumbæjarprestakalli
nýlega.
„Safnaðarfundur í Viðimýrar-
sókn haidinn í Miðgarði sunnu-
daginn 14. desember 1975 lýsir
eindregnum stuðningi sínum við
þær hugmyndir, sem fram hafa
komið um endurreisn biskups-
stólsins á Hólum i Hjaltadal.
Fundurinn skorar á Norðiend-
inga að standa einhuga að þessu
máli og hrinda því i framkvæmd
hið allra fyrsta."
Öhætt er að fullyrða að nú er
mikill hugur i Norðlendingum i
þessu gamla baráttumáli er loks
virðist sennilegt að verði til lykta
leitt fyrir forgöngu kirkjumála-
ráðherra, sem vakti vonir manna í
þessu efni svo að um munaði á
síðastakirkjuþingi.   Sfra Agúst.
Útivist með ferð
út í tunglsljósið
ÚTIVIST ráðgerir að fara í kvöld-
ferð   n.k.   laugardagskvöld   í
nágrenni Lækjarbotna. Gengið
verður með blys nokkurn hluta
leiðarinnar og sungnir álfa-
söngvar.
Stjörnuspekingur sýnir og skýr-
ir stjörnur og stjörnumerki.
Tunglið er fullt þetta kvöld og
tækifærið valið til að gefa fólki
kost á að koma út fyrir borgina og
njóta töfra vetrarnæturinnar
undir fullu tungli, tindrandi
stjörnum og bragandi norðurljós-
um.
Handhæg blys verða seld í
bílunum og kosta þau 150 kr.
Börn í fylgd með fullorðnum fá
fritt.
Þeir sem vilja geta farið á
skauta eða skíði ef þeir hafa þau
með. Einnig verður farið í leiki.
Verið vel búin í frostinu og hafið
sjónauka með, til stjörnuskoðun-
ar.
Farið verður frá Umferðarmið-
stöðinni að vestan verðu kl. 8 og
komið aftur úm miðnætti.
Allir eru velkomnir út í tungls-
Ijósið með Útivist. (— Frá Úti-
vist)
Aformað að setja
legstein á leiði
Símonar Dalaskálds
Mælifelli, 13 jan
Á ÞESSUM vetri eru 60 ár liðin frá
dauða  Simonar  Dalaskálds.  Hann
var jarðsunginn i Goðdölum i verstu
stórhrið og fylgdu þvi fáir. Aldrei
hefur verið settur legsteinn á leiði
þessa sérstæða og merkilega manns.
Nú hefur Sveinbjörn Beinteinsson á
Draghálsi gengist fynr því, að bauta-
steinn verði reistur á leiði Símonar i
Goðdalskirkjugarði, en hann og fleiri
kvæðamenn vilja sýna minningu
rimnaskáldsins virðingu Hala þeir
Jóhann Briem hstmálari valið stein og
á aðeins að standa á hónum: Simon
Dalaskáld Verður steininum vel tekið
hér I sveit og ætlunin að efna til
minningarathafnar i Goðdölum i júni
þegar honum hefur verið komið fyrir
Að sjálfsögðu kostar steinnmn nokkurt
fé og er þeim sem eitthvað vilja styrkja
þetta málefni bent á að senda má
framlög til undirntaðs.     Stra Agúst
RISA-
Forsala aðgöngumiða í
hljóðfæraverzlun Poul Bernburg
og Víkurbæ, Keflavík.
Spilaðar verða 18. umferðir
í Sigtúni fimmtudaginn 15. janúar
Stórglæsilegt úrval vinninga — 3 sólarlandaferðir meö Úrval
— Húsgögn — Skartgripir — Urmull af Kenwood heimilistækjum
Heildarverðmæti vinninga 1/2 milljón króna
4>
M
Knattspyrnudeild Ármanns.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28