Morgunblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1976 + Hjartkær sonur minn og bróðir okkar, SVERRIR JÚLÍUSSON, Miklubraut 60, verður jarðsunginn miðvikudaginn 21. apríl frá Fossvogskirkju, kl 10 30f h Júlíus Kristjánsson, Svana R. Júliusdóttir, Katrín H. Júlíusdóttir. + Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SESSELJA SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR, húsfreyja að Drumboddsstöðum, Biskupstungum, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, föstudaginn 23 apríl kl 1 30 e h Þorgrímur Þorsteinsson, Einar Guðmundsson, Ormar Þorgrímsson, tengdadætur og barnabörn. + Systir okkar, JÓRUNN JÓNSDÓTTIR, frá Nautabúi fyrrum ráðskona á Vífilsstöðum lézt í Borgarspítalanum 10 apríl Jarðsett verður frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21 apríl kl 3 Pálmi Jónsson, Steinunn Jónsdóttir, Bjöm Jónsson, Herdís Jónsdóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu samúð og hlýhug við andlát og útför, GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR, frá Löndum. Guðríður Sveinsdóttir og systkini hins látna. + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, FLÓRENT TH. BJARGMUNDSSON, vörubifreiðastjóri, Skúlagötu 80, Reykjavik. lézt í Landspítalanum miðvikudaginn 14 þ m Jarðarförin auglýst síðar Ágústa Thomassen, Hafsteinn Flórentsson, Þóra Runólfsdóttir, Ásgeir Flórentsson, Sigurrós Eðvarðsdóttir, Dagbjört Flórentsdóttir, Sæmundur Alfreðsson, Borghildur Flórentsdóttir. + Okkar beztu þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur vináttu og samúð við fráfall eiginmanns míns, og föður okkar, VAGNS E. JÓNSSONAR, hæstaréttarlögmanns, Laufey Hólm Sigurgarðsdóttir, Esther Britta Vagnsdóttir, Atli Vagnsson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför. VALTÝS BRANDSSONAR, Strembugótu 10, Vestmannaeyjum, Ásta Guðjónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Alúðarþakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð, vináttu og virðingu við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, fósturmóður, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR EINARSDÓTTUR. Hringbraut 1 03. Sérstakar þakkír færum við læknunum Ragnari Arinbjarnar, heimilis- lækni og Guðjóni Lárussyni, sjúkrahússlækni, systrum og starfsfólkinu öllu á A-deild II Landakotsspitala fyrir frábæra hjúkrun og vináttu Sigurjón Sigurbjörnsson, Kristin Sigurjónsdóttir, Einar Sigurjónsson. Sigriður Guðjohnsen, Svanhildur Snæbjörnsdóttir, Kristófer Snæbjörnsson, og barnaböm. Þuríður Þorsteinsdóttir Mávahlíð—Minningarorð Fædd 10/7 1899 Dáin 9/4 1976. Hún var dóttir hjónanna Her- dísar Bjarnadóttur og Þorsteins Þorleifssonar er bjuggu að Sjávargötu í Innri-Njarðvík. Þorsteinn faðir hennar var al- kunnur formaður og sjósóknari á Suðurnesjum. En i Innri- Njarðvík fæddist Þuríður og ólst hún þar upp í miklu ástríki með bræðrum sínum Ársæli og Þor- leifi. 10 ára gömul flyzt hún með for- eldrum og bræðrum að Búðum á Snæfellsnesi. Hefur Þorsteinn faðir hennar vafalaust starfað þar hjá Finnboga Lárussyni er þar hafði allmikil umsvif að þeirrar tiðar hætti, rak verzlun, útgerð og landbúskap. Þaðan flytur fjöl- skyldan að Hólkoti sem er skammt frá Búðum, Þar dvelur Þuríður áfram hjá foreldrum sínum unz hún giftist 1921 Ágústi Ólasyni frá Stakk- hamri i Miklaholtshreppi, Flytj- ast þau það ár að Ingjaldshóli í Neshreppi og búa þar i eitt ár og flytja þá að Mávahlið í Fróðár- hreppi vorið 1922 og búa þar síðan. Ágúst lézt 13. sept. sl. og var því skammt milli þeirra hjóna. Þau eignuðust 6 börn, 3 stúlkur og 3 drengi. Dæturnar: Elinborg býr í Reykjavík, Jóna býr á Hellis- sandi og Hólmfriður býr í Reykja- vík. Synirnir: Ragnar býr í Ólafsvik, Þorsteinn og Leifur búa í Máva- hlíð. Sonarson sinn ólu þau upp, Jóhannes Ragnarsson, og dóttur- dóttur sína, Þuríði Gísladóttur. Mávahlíð mun fyrr á öldum hafa talizt til höfuóbóla, þar höfðu valdsmenn aðsetur og þar var einnig hálfkirkja. Að visu munu þá hafa fylgt jörðinni meiri jarðeignir en síðar varð. Fagurt hefur mörgum þótt þar, einkum á sólrikum sumardegi. Grasigróin hlíð ofan við bæinn upp að dökku hamrabelti. Rennur allmikill lækur ofan af fjallinu og fellur hvítfyssandi niður bergið í ótal smáfossum. Til vesturáttar sér til ássins hvíta — Snæfells- jökuls — yfir skyggðan fiöt vaðalsins sem liggur að grænu túninu. Um flóð fellur sjór þar inn og verður þó stórt svæði undir vatni. Rif er milli vatns og sjávar, þar á krian sinn varpstað, en í hömrunum í fjallinu býr fýllinn sér hreiður. Hvergi hefir mér sýnzt Snæ- fellsjökull svo formfagur sem þaðan þó mikilúðlegur sýnist hann úr meiri fjarlægð. Er þau hjón flytja þangað var að litlu leyti farið að gæta þeirra framfara í búnaðarháttum er síðar varð. Jörðin mun hafa verið heldur illa setin og í eigu tveggja aðila og lítið verið að jarðarbótum unnið. Verkefnið var stórt og fyrir hin ungu hjón og þau reynd- ust líka manneskjur til að valda því. Með þeim flytja foreldrar Þuríðar og móðir Agústs og dvöldu þar í skjóli þeirra til dauðadags. Þuriður var sterkur og eftir- tektarverður persónuleiki. Hún var glæsileg kona, yfir henni var mikil reisn, stælt og fjaður- mögnuð sem íþróttakona, frjáls- mannleg og hressiieg í framkomu. Hún sagði sina meiningu af- dráttarlaust og þurfti enginn sem hún átti orðastað við að vera í vafa um hennar skoðun. Enda var manneskjan afar viljasterk og þá einnig hörð við sjálfa sig, ein af þeim sem frekar gjörðu kröfu til sjálfrar sín en annarra. Þó var hún svo hjartahlý og samúð hennar vakandi með mönnum og málleysingjum að fáar manneskj- ur hef ég þekkt eins fljótar til hjálpar en hana og ætíð sterkust er mikinn vanda bar að höndum. Ótalin eru þau spor er hún fór til nágrannanna í slikum erind- um, og þær stundir er hún varði til þeirra hluta, þó hún vildi helzt ekki að um slíkt væri rætt á eftir. Hún var greind kona en þó í eðli sínu frekar hlédræg og fjarri því að vilja láta vekja á sér at- hygli, hin hljóðláta hjálpsama koná sem „þekkti ei hik né efa“ ef hjálpar var þörf. Hún vann virð- ingu og traust sinna nágranna og allra þeirra sem hana þekktu. Var ein af þeim manneskjum sem stækka þegar nær er komið og því + Ástkær eiginkona mín, SVAVA SIGURÐARDÓTTIR. Drekavogi 18, andaðist á Landspltalanum 1 7 þ m Ágúst Jónsson. + Þökkum auðsýnda samúð, marvíslega hjálp og vinarhug í sambandi við andlát og útför litlu drengjanna okkar, GEIRS JÓHANNSSONAR og KRISTJÁNS GEIRS ÞORSTEINSSONAR, Þórshamri, Seltjarnarnesi Erna Þorkelsdóttir og Jóhann Geirsson, Jóna Kristjánsdóttir og Þorsteinn Geirsson. + Faðir okkar og tengdafaðir, GUÐMUNDUR KRISTJÁN BJARNASON, málarameistari, lést þann 1 7. apríl Stella og Ray Poteet Lillý og Ingólfur Bender + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins mins og föður okkar, GEIRS ÓLAFSSONAR, loftskeytamanns. Aðalbjörg Jóakimsdóttir, Ólafur Geirsson, Gunnar J. Geirsson, Aðalsteinn Geirsson. mest virt af þeim sem þekktu hana bezt. Ágúst hafði landpóstferðir þar um áratuga skeið yfir vetrar- mánuðina. Mun því oft hafa komið í hlut húsmóðurinnar að sjá um bústörfin úti við sem innanbæjar. Öll sín störf leysti hún af hendi með dugnaði og hélt ávallt myndarheimili. Gestrisni var þar mikil enda staðurinn i þjóðbraut og vafalaust hefur hús- bóndinn oft þurft að fara frá verki til að fylgja gestum yfir hinn illræmda Búlandshöfða, sem er þar skammt frá og mörgum vegfaranda stóð ógn af áður en vegur var ruddur þar yfir með tækni nútimans. En Ágúst var vaskur maður, þekktur af dugnaði á ferðalögum, sérstak- lega greiðvikinn og drengur góður. Ég var uppalinn í næsta ná- grenni við Mávahlíð og var því þar heimagangur. Eftir að ég flutti úr héraðinu kom ég að sjálf- sögðu í Mávahlíð á ferðum minum um fornar slóðir. Þangað var ætíð gott að koma, sama eðlislæga gest- risnin og tryggðin sem maður mætti þar. Á sl. vori kom ég þar einnig og átti indæla stund á heimili þeirra, þó að Ágúst væri þá helsjúkur en rólfær. Þessi stund, er mér mikils virði því þær verða ekki fleiri. Sú kyn- slóð sem var fædd vyrir alda- mótin er nú óðum að hverfa sjónum vorum. í hennar ungdæmi voru lífskjörin harla ólik þvi sem þau- eru nú í dag, lífsviðhorf og hugsunarhátt- ur var þá öðruvísi. Sjálfsagt er unga fólkið i eðli sinu eins, en þessi kynslóð mótaðist á annan hátt. Það fólk þurfti að heyja harða lifsbaráttu og varð dug- mikið og nægjusamt. Það trúði því einnig að heiðarlegt og heil- brigt líferni væri það sem legði grundvöll að hamingju fólks þessa heims og annars — varð- veitti það bezta í sinni barnatrú, trúna á guð sinn og trúna á land sitt og gildi heiðarlegs starfs. Þuriður var góður fulltrúi þeirrar kynslóðar og víst finnum við vinir hennar og venzlamenn að mikill sjónarsviptir er að þessari stórbrotnu, trölltryggu konu er hún nú eftir langan starfsdag hefur lagt á móðuna miklu. Þaðan sem enginn aftur snýr. Þuríður í Mávahlið setti svip sinn á staðinn og mun nafn hennar vera í hugum okkar lengi tengt með lífi og starfi í meira en hálfa öld. Börnum hennar sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ólafur Brandsson. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig veró- ur grein, sem birtast á i mið- vikudagsblaði, að berast f síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag oi nliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu linubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.