Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 105. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAl 1976
25
Helgi Hálfdanarson:
Árið 1974 var nokkrum
atriðum íslenzkrar staf-
setningar breytt með
reglugerð þeirri, sem
löngum er kennd við af-
nám zetu. Um breytingu
þessa urðu talsverðar
deilur; og þegar hæst
fór umræðan, skrifuðu
nokkrir menn undir
áskorun til yfirvalda að
hverfa frá því ráði.
Studdu þeir mál sitt
veigamiklum rökum, sem
margoft hafa verið rakin
á ýmsum vettvangi.
Ekki veit ég hvort þar
hefur mörgum farið sem
mér, að mótmæla um-
fram allt með undirskrift
sinni varasömum hringl-
anda í opinberri stafsetn-
ingu. Það útaf fyrir sig,
hvort rituð er zeta, svo
sem gert hefur verið, eða
fylgt hinni nýju reglu-
gerð, skiptir ekki öllu
máli, enda eru merkir
málfræðingar í hvoru-
tveggja liði, með og móti
zetu-rithættinum. Líku
máli gegnir um þau staf-
setningaratriði önnur,
sem breytt var. Hitt
mætti öllum ljóst vera,
hvílík nauðsyn er á festu
í stafsetningarmálum
yfirleitt, hversu háskaleg
er öll lausung og þarflitl-
ar breytingar á ritregl-
um, þegar slík hætta
steðjar að varðveizlu
tungu vorrar, sem nú er
raun á. Þegar svo mjög
er látið skeika að sköp-
uðu  um  þróun  fram-
herra, geti tínt saman
nefnd eftir sínum geð-
þótta til að rázka með svo
mikilvægt mál sem opin-
bera stafsetningu. Eða
hvernig þætti þeim
mönnum, sem kenndir
eru við frjálslyndi, að
vakna við það eftir helg-
ina, að einhver íhalds-
kurfur   væri   orðinn
liggja, að stjórnmála-
menn séu einna sízt til
þess fallnir að fjalla um
íslenzkt mál. En hver á
að setja lög annar en Al-
þingi? Og lög yrðu ein-
mitt til þess sett að koma
í veg fyrir að einhver
einn stjórnmálamaður
geti rokið í það einhvern
mánudaginn  að auglýsa
ANNARS ALLIR
DREPNIR
burðar og talmáls sem
nú, er festa í rithætti
þeim mun nauðsynlegri,
ef ekki á allt aö fara úr
böndunum á stuttum
tíma. En sú festa virðist
orðin óhugsandi án þess
lögbundnar séu kennslu-
reglur handa skólakerf-
inu.
Sá háttur, sem á var
hafður um breytinguna
1974, sýnir bezt, hversu
fráleitt það er, að ekki
skuli betur frá þessum
hnútum gengið í lögum
en verið hefur. Það er
blátt áfram óþolandi, að
einhver     stjórnmála-
maður, sem gegnir emb-
ætti     menntamálaráð-
menntamálaráðherra og
léti það verða sitt fyrsta
þjóðþrifaverk að leggja
svo fyrir í reglugerð, að
framvegis skuli ritað
tvenns konar æ, eftir því
hvort það sé sprottið af á
eða 6, svö sem tíðkazt
hefur og tíðkast enn á
vissum textum! Og það
hefur ekki farið mjög
dult, að þeir sem ákafast
fögnuðu breytingunni
1974, lita á hana sem upp-
haf annars og meira. Af
þessum sökum fer vel á
því, að Alþingi hefur nú
látið þessi mál til sín
taka.
Hinir frjálslyndu hafa
raunar óspart látið að því
upp á sitt eindæmi, að
framvegis skuli íslenzkt
mál ritað svona en ekki
hinsegin.
Ég gat þess í upphafi,
að það sem mér þætti
mestu varða í þessu máli,
væri festa í opinberri
stafsetningu. Þar ætti
helzt engu að hagga,
nema til lægju svo sterk
rök, að ekki gætti veru-
legrar andstöðu. Nær því
horfi yrði ekki stefnt
með öðru en lögfestingu
á kennslureglum. Ef ekki
reynist fært að koma á
breytingum eftir hefð-
bundnum leiðum lýð-
ræðis,  þá  mega  þær
breytingar ekki teljast
svo brýnar, að þeim sé
þröngvað upp á þjóðina
með öðrum hætti.
Nú er ekki þess að dylj-
ast, að í nokkurt óefni er
komió, þegar sýnt þykir,
að aðgerðir Alþingis
gengju lengra en nokkur
von virðist til að islenzk
kennarastétt gæti sætt
sig við, úr því sem orðið
er síðan 1974. Virðist ein-
sýnt, að af hlytust vand-
ræði. Og vist eru góð ráð
dýr. En skyldi þó ekki
hvorumtveggju hollast
að kaupa frið nokkru
verði? Hann yröi að lík-
indum helzt í því fólginn,
aö alþingismenn hnikuðu
frumvarpi sínu í það horf
að lögfesta gildandi
reglur meó þeim breyt-
ingum, sem fram gengu
1974, enda verði þær
naumast taldar til veru-
legra spjalla; en frjáls-
lyndismenn yrðu á hinn
bóginn að sætta sig við að
láta af þeim hermdar-
verka-hernaði, sem þeir
hófu með því að sprengja
zetuna í loft upp.
Ætli það stýrði ekki
beztri lukku að taka
undir orð séra Jóns
Prímusar: „Samkomulag
er það sem skiptir máli.
Annars verða allir
drepnir."
Starf andi skipstjórar f rá miðunum í gœr:
u
II
LiKAST PEARL HARBOUR
— segja fcair um órósir herskipcnnc        — BAKSIÐA
-JfffT?tffTT77 f/Ti IerijYvddgekð
flJlll^
• l0 /i»/s/,.vW..r n) ""-"",;,      ,,,„„, „/..„„.„. ivyfr <¦¦""
LANDFlXyniNNJMBWN
•-**• •"                        _,  ..... .„„. „.11..1' __;;;,"i».«M»«»"" ____; ,.„„,.. s.»»»«
.....,   _____«___,..........,       ^^             ¦••'""   ",".Tl »*•«_;.•»¦.'T!   "«"". ;,..m.m..r.
wmmmmmf malgagn sósialisma.
WÍMUUÍÍUIÁ  VERKALYÐSHREYFINGAI
OG ÞJOOFRELSIS
EINING ALÞÝOUNNAR GEGN LANDFLÖTTAFLOKKNUM
-"•"""¦'"¦........TŒStzrFs, ?hs "•»»!!*¦ ¦-•.......-.....111 ¦¦¦.....1.....¦—.
Af ávöxtunum
skuluð þér
þekkja þá
En lítum nánar á „blaða-
mennsku" Þjóðviljans:
Föstudaginn 7. maí s.l. var
fimmdálka fyrirsögn á forsíðu
Þjóðviljans, að sjálfsögðu með
stríðsletri, svohljóðandi: „Land-
flóttinn hafinn". Þar segir, að tíu
fjölskyldur af Akranesi séu að
flytjast til Svíþjóðar, ástæðan: at-
vinnuleysi. Síðan er vfsað inná
blaðsíðu sex og þá er þar þriggja
dálka lítil en ósköp skömmustuleg
„frétt", sögð byggjast á samtölum
við tvo aðila, Þórdísi Njálsdóttur,
„eiginkonu Ölafs Oddssonar, sem
þegar er farinn utan", og Stefán
Eyjólfsson trésmið, sem „er einn
af þeim, sem éru að hugsa um að
flytjast til Svíþjóðar". Síðan
bætir sagnritari Þjóðviljans við:
„Hann sagðist hafa atvinnu á
Akranesi ..." I lok þessarar
„fréttar'1 er þess svo getið, að
fólk, sem Þjóðviljinn hafi talað
við, hafi sagzt vita um allt að tíu
fjölskyldur, „sem væru þegar
farnar að kanna hugsanlega för
. . ." Og nú er aðalástæðan:
„Stopul atvinna."
Svo segir í hinni nýju Is-
lendingabók.
En öll var þessi sagnfræði gagn-
særri en svo, að nokkuð þyrfti að
hafa áhyggjur af henni, svo aug-
ljósar lygar og blekkingar (eða
óskhyggja?) sem þarna voru
hafðar í frammi. Þegar farið var
að kanna málið kom í ljós, að
atvinnuleysi er ekki teljandi á
Akranesi; og við nánari athugun,
að fjórar fjölskyldur hyggjast
flytjast frá Akranesi: ein þeirra
til Reykjavíkur, en ekki Sviþjóð-
ar, tvær f jölskyldur til Svíþjóðar I
eitt eða tvö ár, en hvorug vegna
atvinnuleysis, og fjórða fjölskyld-
an var óákveðin, en fjölskyldu-
faðirinn sagði, að ævintýraþrá
réði mestu um þessa væntanlegu
Svíþjóðarför og, ef úr yrði, væri
meiningin að dveljast þar í eitt
eða tvö ár.
Morgunblaðið ræddi við eigin-
konu Ölafs Oddssonar, Þórdísi
Njálsdóttur, sem Þjóðviljinn
hafði talað við og fyrr er nefnd og
sagði hún, að þau hjón „hefðu
haft góða vinnu á Akranesi og
það væri ekki vegna atvinnu-
leysis, að þau færu utan. Astæðan
væri sú, að Olafur ætlaði i fram-
haldsnám í iðn sinni í Svfþjóð, og
hygðust þau dvelja þar eitt til tvö
ár. Þetta hefði verið ákveðið um
síðastliðin áramót og hefði það
orðið að samkomulagi, að tvær
fjölskyldur færu saman út, þ.e.
fjölskylda Ölafs og Þórdísar og
svo fjölskylda Einars Adólfssonar
málara, en hann og Olafur voru
vinnufélagar hjá skipasmiðastöð
Þorgeirs og Ellerts. Einar og kona
hans eiga dóttur i Sviþjóð og var
það ástæðan fyrir þvi, að þau ætla
að dveljast ytra þennan tima . . .
„Ég veit ekki til þess að aðrar
fjölskyldur ætli að flytja til Svi-
þjóðar," segir Þórdís ennfremur,
og svo bætir hún við: „Ég vil
mótmæla því, sem má lesa út úr
fréttinni i Þjóðviljanum, að við
höfum verið forsprakkar að ein-
hverjum landflótta."
Og hvað segir Stefán Eyjólfsson
trésmiður, þegar Morgunblaðið
spurði hann um Svíþjóðarför
hans: „Það er ekki vegna þess, að
mig skorti atvinnu, þvert á móti,
heldur er þetta fyrst og fremst
ævintýraþrá og það sagði ég Þjóð-
viljanum, þótt það hafi ekki kom-
izt á síður blaðsins," og hann
bætir við: „Ég hef næga vinnu og
er þvi ekki að flýja land vegna
atvinnuleysis . . . Ég veit ekki til
þess að það sé atvinnuleysi i
bænum, nema þá kannski i frysti-
húsunum."
Þetta er þá öll „fréttamennska"
Þjóðviljans, öll sú „blaða-
mennska", sem þetta ágæta mál-
gagn islenzks sósialisma hefur
upp á að bjóða. 'Hvernig geta
menn tekið dagblöð og aðra fjöl-
miðla trúanlega, þegar þeir
standa þá að þvi viðstöðulaust að
geta varla komið nokkurri stað-
reynd óbrenglaðri frá sér, ýmist
vegna prédikana og heittrúar-
skoðana, sem engum koma við,
eða svo algjörrar pólitískrar
blindu, að almættisverk gæti þar
engu um þokað.
En sagan er ekki öll sögð með
þessari upprifjun. Eftir að upp-
lýsingar höfðu komið fram um
það á laugardag, að „landflótta-
fréttir" Þjóðviljans voru, sem
betur fer, uppspuni frá rótum,
skrifa ritstjórar blaðsins kaldir og
rólegir leiðara á sunnudag, sem
heitir: „Eining alþýðunnar gegn
landflóttaflokknum". Og kjarni
þessarar „merku" forystugreinar
(sem að sjálfsögðu er barmafull
af sefasýki, ruglanda og ljótu orð-
bragði, undir henni stendur s) er
þessi setning, byggð á uppspuna
blaðsins tveimur dögum áður:
„Landflóttinn er aftur að verða
hiutskipti islenzkra launa-
manna."
Af þessu dæmi má sjá, að menn
geta þakkað sinum sæla, meðan
Þjóðviljinn er ekki eina upplýs-
ingamiðstöðin hér á landi. En við
nánari athugun er þessi „blaða-
mennska" Þjóðviljans, málgagns
Alþýðubandalagsins, i samræmi
við málatilbúnað kommúnista um
allan heim: fyrst er ákveðið,
hvernig staðreyndin eigi að vera,
síðan er „staðreyndin" búin til,
eins og bezt hentar Flokknum,
samanber Pravda og önnur mál-
gögn kommúnistaflokka. Sann-
leikurinn situr ekki i fyrirrúmi,
heldur tilgangurinn. Og hann
helgar að sjálfsögðu meðalið.
Þjóðviljinn hefði vel getað verið
málgagn jesúíta á sinum tima, en
það er ekki eins víst, að Páll Berg-
þórsson og Jóhann Kúld, svo að
dæmi séu tekin hefðu þá verið I
reglunni.
Gullið og
grænu skógarnir
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að rikisstjórn Geirs Hall-
grimssonar tók við einhverju þvl
versta búi, sem hugsazt getur,
þegar hún var mynduð eftir síð-
ustu kosningar. Þá voru allir sjóð-
ir tómir, dýrtíðin 50%—60% á
ári, vísitalan úr sambandi, at-
vinnuleysi yfirvofandi. Svo að
ekki sé nú talað um, hvernig
reynt hafði verið að grafa undan
vörnum islands og öryggi. Þetta
vita allir, sem ekki eru blindaðir
af kenningamoðinu og hentistefn-
unni, sem tröllriður Islenzkri póli-
tik. Ríkisstjórnin hefur því átt
undir högg að sækja. Mönnum
hefur þótt hún standa sig misjafn-
lega fram að þessu, eins og alltaf
er. En sérhver góður Islendingur
hlýtur að óska þess af alhug, að
henni takist að ráða við þann
hrikalega vanda, sem við hefur
blasað. Nú þegar er batinn þó
nokkur og atvinnuleysi hefur
a.m.k. ekki orðið á Islandi, enda
þótt það hafi farið eins og egypzk
plága um öll nálæg lönd. Þjóðvilj-
inn hefur ekki haft við að tiunda,
hversu ástandið sé gott I Sviþjóð
enda þótt landið hafi ekki verið
laust við atvinnuleysi, en I fyrr-
nefndri „frétt" var sælunni þar
lýst með svo hjartnæmum orðum,
að engu var líkara en að blaðið
bókstaflega teldi það skyldu sina
að hvetja sem flesta íslendinga til
þess að flýja land og setjast þar
að,  jafnvel  eitthvað  minnzt  á
Astralíu lika, enda þótt menn viti,
að þar eru hvorki gull né grænir
skógar, a.m.k. ekki alfarið, heldur
miklir erfiðleikar, eins og sumir
þeir  íslendingar  kynntust,  sem
þangað  fóru  á  kreppuárunum
1967—69.  En hver getur verið
skýringin  á þvi, að Þjóðviljinn
virðist beinlínis telja það skyldu
sína að hvetja fólk til landflótta,
jafnvel fólk I fullri vinnu? Veit
ekki blaðið, hvað þeir menn voru
kallaðir,  sem  fóru  um  Island
þvert og endilangt á sinum tíma
og boðuðu Kanada eins og ein-
hverja nýja himneska Jerúsalem?
Þeir fengu nafnbótina „agentar"
af alþýðu manna á  tslandi. Er
Þjóðviljinn  búinn  að  taka  við
hlutverki þessara manna — eða
ætlar  hann  að  gera  það?  Við
biðum og sjáum, hvað setur. En á
meðan  skulum  við  a.m.k.  lofa
hvern þann dag. sem liður án þess
menn þurfi að flýja land vegna
atvinnuleysis,  en  að  þvi  hefði
komið,  ef  þjóðin  hefði  ekki
í   síðustu   kosningum   hafnað
ábyrgðarlausri   stefnu   vinstri
stjórnarinnar   á  örlagastundu.
Siðan  hefur  verið  reynt   að
spyrna  við  fótum.  Þeir.  sem
ekki  eru  „agentar"  á  Islandi,
óska  pess  öðru  fremur,  að við
sleppum þessu sinni, bæði við at-
vinnuleysi og landflótta. Þjóðvilj-
inn ætti að sýna i verki, að hann
er i hópi þeirra, sem þess óska.
Við  höfum  nóg  af erfiðleikum
samt, þó að við aukum ekki á þá
af einhverri „hugsjón", sem ekki
verður skýrð án  mikillar þekk-
ingar  á  dularsálfræði.  Drauga-
gangur af manna völdum er held-
ur óskemmtileg  fyndni.  Það er
sök sér, ef hann er óviðráðanleg-
ur óróleiki „að handan", en við
verðum  að  ætla,  að  skríbentar
Þjóðviljans séu að mestu „þessa
heims", þó að þeir lifi I öðrum
heimi en allur þorri íslendinga.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48