Morgunblaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JUNÍ 1976 Á LISTAHÁ TÍÐ eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Hugleiðingar Að Kjarvalsstöðum hefur staðið yfir eins konar yfirlitssýning á íslenzkri grafík í tengslum við listahátið og mun óhætt að segja, að hún hafi vakið athygli og um- tal. Er hér um að ræða úttekt á mörgu því helsta, sem gert hefur verið í grafík hérlendis frá upp- hafi, þó að vitaskuld vanti ýmis- legt og nógu mikið til þess, að yfirlitssýning er naumast rétta orðið. Sýningin hefur réttilega orðið fyrir nokkurri gagnrýni úr ýmsum áttum, m.a. hér í blaðinu, og einnig hefur birst athugasemd frá Kristni Péturssyni i Þjóð- viljanum. Mér er kunnugt um, að skipuleggjendur sýningarinnar áttu í nokkrum erfiðleikum, þar sem lítið var vitað um grafík fyrir daga Jóns Engilberts og Barböru Arnason, því að upplýsingar lágu ekki á lausu og erfitt um vik að finna allt á þeim stutta tíma, sem stjórn og sýningarnefnd höfðu til umráða. Allar ábendingar og gagnrýni ættu því að vera vel þegnar og sennilega hefði verið réttara að nefna sýninguna til- raun til yfirlits eða úttekt úr þróun íslenzkrar grafík-listar. Auk þess sem sýningin gefur ekki allskostar rétta mynd af framlagi margra hinna eldri, þá vantar ýmis nöfn með öllu t.d. Höskuld Björnsson o.fl. — Yfirleitt var hér um að ræða tímabundna viðleitni ein- staklinga, en oftast kafnaði vegna aðstöðuleysis iðkenda og áhuga- leysis almennings ásamt því, að málverkið var hið eina sem gilti. Það er nefnilega nær ókleyft að vinna að listgrafík og málverki samtímis nema menn hafi rúman tíma og viðunandi aðstæður og séu ekki þrúgaðir af brauðstriti. Grafíkin krefst svo mikils af iðkendum sínum, að þeir verða að gefa sig alla fram, er hana stunda að marki, ef verulegs árangurs á að mega vænta. Því kemur það mjög á óvart, hve framlag hinna eldri er eftirtektarvert og hve gæði myndanna er miklu meiri en maður átti von á og réttilega mátti búast við miðað við að- stæður. Sýnir þetta grafíska hæfi- leika langt umfram það sem maður átti von á meðal íslenzkra myndlistarmanna. Hér er fjölmargt dregið fram, er maður hafði aldrei séð áður og hafði ekki neina hugmynd um, og fyrir þetta og framtakið að baki sýningarinnar er ljóst, að sýning- in er umtalsvert afrek. Nú er það komið fram, að Kristinn Péturs- son hefur unnið meira í grafík en vitað var, og fagna ég þeim upplýsingum og hverjum þeim upplýsingum, er til viðbótar koma til að skýra heildarmyndina um framlag einstaklinga og dagblaöa í þessari heillandi listgrein. Er leitt, að ekki skyldi vera méira úrval af myndum Kristins á sýningunni. Nú ber að skrá allar upplýsingar, er fram koma, eig- endur einstakra mynda og mynd- flokka, svo að unnt verði að halda aðra og réttari yfirlitssýningu innan fárra ára því að ljóst er, að slik sýning fellur ekki sem bezt inn í listahátíð og geldur þess hvað aðsókn og eðlilega eftirtekt áhrærir. Rétt er einnig hjá Kristni, að staðreyndirnar séu það eina, sem lifir, en ekki augnabliks duttlung- ar einhverra, og að samsýningar geri kröfu til félagslegs og sið- ferðislegs réttlætis, og þó að ég telji mig ekki skyldan til að svara fyrir aðstandendur sýningar- innar, þá tel ég mjög til fyrir- myndar að taka saman þetta sýnishorn af myndum Jóns Engil- berts og Barböru Árnason. Fyllra sýnishorn kemur svo á framlagi Barböru í sambandi við yfirlits- sýningu á verkum hennar innan skamms. Harma ber, að hlutur Kristins skuli ekki vera veglegri, fyrst í ljós er komið, hve miklu meira hann hefur unnið í grafík en okkur öllum hinum yngri mun hafa verið ljóst. Hvað framlag Sovét: Kvikmyndir frá baráttu andófsmanna og minnihlutahópa sýndar á Vesturlöndum BREZKA blaðið Observer hefur skýrt frá því, að Granada- sjónvarpsstöðin sé f þann veg- inn að fara að sýna einhverjar áhrifamestu kvikmyndir af baráttu minnihlutahópa í Sovétrfkjunum og kúgun þeirra. Filmunum var smvglað út úr Sovétrfkjunum, en KGB gerði meira en þrjátfu spólur upptækar á Moskvuflugvelli. Þó virðist Ijóst að tekizt hefur að koma úr landi mikilvægustu myndunum, en þær tók áhuga- mannahópur á 8 mm filmu með hljóði. Samtals tóku þrjátíu manns þátt í gerð myndanna og var filmunum smyglað út úr landinu í smábútum eftir að KGB tókst að hremma fyrrnefndar spólur. Observer segir að myndin, sem verði sýnd í Granadasjón- varpsstöðinni, hefjist á því að tveir ungir Gyðingar, Anatole Seharansky og Boris Levitas, ganga í áttina að falinni mynda- vél í leigubíl kvikmyndatöku- mannanna í úthverfi Moskvu. Meðan á sýningu stendur talar Scharansky á ensku í lítinn hljóðnema og ekið er á staði þar sem oft hefur kómið til mót- mælaaðgerða og handtökur framkvæmdar þótt ekki hafi alltaf borizt fréttir af atburðun- um. Segir þar frá meðal annars ofsóknum á hendur Gyðingum, Þjóðverjum, Ukraínumönnum og tatörum. Öðru hverju er sýnt, þegar hátalarinn er falinn, þegar um- ferðarlögregla er í sjónmáli. Einu sinni var bíllinn stöðvað- ur, en lögreglan varð ekki vör við kvikmyndavélina í bílnum. Mikil áherzla er lögð á að sýna starf samtaka Gyðinga sem vilja fá leyfi til að flytjast úr landi. Áhorfendur sjá á skerminum hinn fræga tölvu- fræðing, prófessor Alexander Lerner og Vladimir Slepak, þekktan andófsmann Gyðinga, halda hátíðlega páskahátíð Gyðinga á ónefndu heintili í Moskvu. Einnig er kvikmynd frá bænahúsum Gyðinga í höfuð- borginni, tekin að kvöldi Páska- dags og þar flutt viðtöl við Gyð- inga sem benda á að sovézka stjórnin sé mjög viðkvæm fyrir mótmælum bæði heima fyrir og erlendis og hafi gert tilslakanir aðeins vegna þeirra. Scharansky sem hefur reynt að fá leyfi til að fara frá Sovét- ríkjunum undanfarin þrjú ár, lýsir mótmælaaðgerðum i Moskvu þegar nokkrir vegfar- endur hrópuðu að Gyðingun- um: „Sendið þá til Síberíu" en aðrir „Hefjið merkin ykkar upp, við viljum sjá þá“. Slepak sem er rafeindaverk- fræðingur segir: ,,Ef ekki kæmi til þrýstingur úr vestri myndu allir andófsmenn í Moskvu nú sitja í fangelsi." Hvað eftir annað ítreka andófsmennirnir að Sovét- stjórnin sé í eins konar skrúf- stykki — vegna þess hve mjög hún þurfi á því að halda að fá korn frá Bandaríkjunum, svo og sé þörf á að halda viðskipt- unum við Vestur-Þýzkaland en þaðan kaupa Sovétmenn tækni- búnað og hafa fengið þaðan ýmsa sérfræðilega aðstoð. Athyglisverðasti þáttur myndarinnar er að sögn lýsing- in á meðferðinni á hinum svo- kölluðu Volgu-Þjóðverjum, sem voru fluttir nauðungarflutning- um að boði Stalíns á stríðsárun- um og settir niður í Kazakstan. I myndinni er brugðið upp svipmyndum af dirfskufullum mótmælum þeirra og talsmaður þeirra lýsir tilraunum Sovétríkjanna til að uppræta tungu þessa minni- hlutahóps og menningu. Ein mótmælaaðgerð sem sýnd er gerist úti fyrir sendi- ráði Vestur-Þýzkalands í Moskvu. Þar eru líka felldar inn I nokkrar myndir sem tekn- ar voru af ferðamanni inni í sendiráðinu og sjást þar spjöld Þjóðverjanna sem á er meðal annars letrað: „Sendið okkur heim.“. Þá segir og frá Volgu- Þjóðverjanum Ludmillu Olden- burger, þar sem hún hlekkjar sig og tvö börn sín við súlu aðeins 40 metra frá skrifstofum miðnefndar kommúnistaflokks- ins í Moskvu, til að mótmæla kúguninni sem haldið er uppi á þjóð hennar. Það tók lög- regluna þrjátiu mínútur að saga sundur hlekkina. Hún fékk síðan tveggja ára skilorðs- bundið fangelsi. Síðan mótmælaaðgerðirnar hófust fyrir alvöru hafa rösk- lega 20 þúsund Sovét- Þjóðverjar fengið leyfi til að fara úr landi En margir hafa einnig verið hnepptir í fangelsi. Einn andófsmanna orðar það svo: „Fangelsi fyrir suma og vegabréfsáritanir fyrir aðra — þetta er aðferð þeirra til að leysa upp forystuna." Á akstri um Moskvuborg tókst kvikmyndamanninum að taka örstuttar myndir af aðal- bækistöðvum KGB svo og af Framhald á bls. 20 Sovézkur andófsmaður af þýzku bergi, að nfni Nikolayev, við rimlaglugga f geðsjúkra- húsi þar sem hann hefur verið sfðan hann óskaði eftir leyfi til að fara frá Sovétríkjunum. New York Times mun birta ævi- sögu Nixons New Ydrk 15. júní Reuter. BANDARlSKA stórblaðið The New York Times hefur keypt birtingarréttinn á endurminn- ingum Richards Nixons, fyrrver- andi Bandarfkjaforseta, en í þeim er og frásögn hans af Watergate hneykslinu og túlkun hans á þvf máli, sem á endanum leiddi til þess að hann varð að segja af sér forsetastarfi. Blaðið keypti réttindin af Warner Books, útgáfufyrirtæki bókarinnar, og hefur upphæðin sem um var samið ekki verið birt. Ekki er lokið ritun bókarinnar og er búizt við að birting hefjist ekki fyrr en haustið 1977. Meðal þess sem Nixon ritar um í bókinni eru bætt samskipti Bandaríkjanna og Sovétrikjanna, frásögn af því er tengsl voru mynduð við Kina, Víetnamstyrj- öldin, stefna Nixons gagnvart Miðausturlöndum og fall Allende stjórnarinnar í Chile. William Sarnoff, formaður út- gáfustjórnar Warner Books, sagð- ist hafa lesið frásögn Nixons af því timaskeiði í ferli Nixons sem leiddi til afsagnar hans, og fund- izt hún einkar áhrifamikil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.