Morgunblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 14. AGUST 1976
21
+ Að undanförnu hafa dvalizt (
Svfþjóð ð vegum Norræna
félagsins 14 tslendingar og
hafa þeir lagt stund á sænsku-
nám þar ásamt 55 Finnum.
Þessi starfsemi er liður f þeirri
viðleitni norrænu félaganna að
auka samstarf og samtalshæfni
fóiks á Norðurlöndum.
I sambandi við námsferðina
var haldin kaupstefna og voru
tslendingarnir þar með sfna
sérstöku deild þar sem þeir
sýndu fslenzkar heimilisiðn-
aðarvörur sem mikla athygli
vöktu.
Meðfylgjandi mynd sem
birtist f sænsku blaði var tekin
meðan á kaupstefnunni stðð.
Þær sem skarta hér á
fslenzkum búningi eru, t.f.v.:
Jóhanna Jóhannsdóttir, Stein-
unn Finnbogadóttir og Dóra
Hjálmarsdóttir.
Ást við
fyrstu sýn
+ Það er einkum tvennt sem
vekur mesta athygli á Ólympfu-
leikum: sjálf fþróttaafrekin og
brotthlaup austur-evrópskra
fþróttamanna. Á Ólympíu-
leikunum f Montreal á
dögunum báðust þrfr fþrótta-
menn frá Austur-Evrópu hælis
sem pólitfskir flóttamenn og
þeirra á meðal var Sergei
Nemsanov, ungur sovézkur dýf-
ingamaður. En eins og oft
þegar karlmenn ráða ráðum
sfnum og taka miklar ákvarðan-
ir þá er konan ekki allfjarri.
Hér birtum við mynd af ungri
*úlku sem er sögð eiga mestan
þátt f að Sergei kaus að verða
eftir f Kanada. Hún heitir
Carol Lindner og er frá Cin-
cinnati f Bandarfkjunum.
Loksins
+ Sá ágæti leikari Burt
Lancaster, sem nú hefur tvö ár
um sextugt, ætlar'nú loksins að
láta verða af þvf að kvænast
elskunni sinni, henni Jackie
Boone. Sagt er að
kunningjarnir hafi ekki orðið
sem steini lostnir þegar þeir
heyrðu tfðindin. Burt og Jackie
hafa nefnilega búið saman f
tólf ár.
— S-Afríka
Framhald af bls. 1
sinnaleiðtogans Nelson Mandela
hafi verið í hópi þeirra allmörgu
svertingja sem voru handteknir í
dag í skyndihandtökum, sem lög-
regla gerði, að því er áreiðanlegar
heimildir herma.
Lögregla segir að 82 hafi verið
handteknir í þremur útborgum |
Höfðaborgar síðan óeirðirnar
brutust út á miðvikudaginn. Þá
var skýrt frá því i dag að 130
lögreglumenn hefðu í dag verið
fluttir flugleiðis frá Jóhannesar- i
borg til Höfðaborgar.
í Soweto, sem er ein af útborg-
um Jóhannesarborgar, hvar kom
til mikilla óeirða í júnimánuði
siðast liðnum, var einnig heldur
rólegt í dag enda þótt þar sé allt
við það sama í skólum og nemend-
ur og kennarar mæti ekki til
starfa. 1 Pietersburg, sem er i 300
km. f jarlægð frá Jóhannesarborg,
kveiktu nemendur tveggja
blökkumannabæja í þremur skól-
um og voru þar 19 ungmenni
handtekin og allmargir slösuðust
í átökum við óeirðalögreglu, sem
kom á vettvang. Og i Weenen,
sem er skammt frá Durban,
reyndi hópur ungra svertingja að
kveikja i byggingum, en ekki er
sagt að þar hafi orðið manntjón
né sérstakar skemmdir.
Utanríkisráðherra Suður-
Afríku sagði á pólitiskum fundi i
Durban í dag að staða Suður-
Afriku á alþjóðavettvangi myndi
ekki komast í eðlilegt horf fyrr en
kynþáttavandamálin hefðu verið
leidd farsælllega til lyktar. Fjand-
menn landsins hefðu reynt að not-
færa sér ástandið til að vekja upp
ótta og hrylling. Hann sagði að
apartheidstefnan byði upp á
lausnina og allt kapp yrði lagt á
að framfylgja henni á réttan
máta.
ALLT MEÐ
— Myndlist
Framhald af bls. 15
lega hærra verð á mynd sem
þrykkt er i um 20—30 eintök-
um en þeirri mynd er þrykkt er
í 200 eintökum, og þrátt fyrir
það telst fyrri myndin mun
ódýrari og verður jafnframt
margfalt verðmeiri i tímans
rás. Á þessu virðast fæstir átta
sig hérlendis. Grafíkmyndir
eru líka á stundum þrykktar i
örfáum eintökum, myndarinn-
ar einnar vegna og sérstakrar
tækni, og platan siðan eyðilögð.
Slikar myndraðir verða lang-
samlega verðmætastar. Sýning-
in á Kjarvalsstöðum er fyrst og
fremst hugsuð sem dreifing
listar frægra listamanna og
stendur með kostum og göllum
fyllilega fyrir sinu sem slík.
Bragi Asgeirsson.
EIMSKIP
Á NÆSTUNNI
FERMA SKIP V0R
TIL ÍSLANDS
SEM HÉR jSEGIR:
- Minning Pétur
Framhald af bls. 17
frumherji þeirrar stefnu sem svo
rr.jög er lofuð á landi hér í dag,
íslensks iðnaðar. íslendingar eru i
dag ekki einungis sjálfum sér
nógir um málningu heláur flytj-
um við út slíkan varning og er það
i rauninni ótrúleg saga. Það sann-
ar að framtak, hugvit og kjarkur
eru afl þess sem gera skal.
Þó er það jörðin sem á sitt eilífa
aðdráttarafl. Körg fjallshliðin,
frjó gróðurmoldin eru fótanna
föstu vinir. Þegar Pétur hafði
fegrað borg og bæ, litaó gráan
steininn og breytt dökkum og
döprum húsum í litskrúðug og
fögur híbýli, sneri hann sér til
moldarinnar og hóf búskap að
Þórustöðum undir Ingólfsfjalli.
Þeir sem komið hafa á heimili
þeirra hjóna, Rögnu Sigurðardótt-
ur og Péturs í Kjarri, vita tvennt:
Staðurinn var réttnefndur og
gróðri fylgir skjól og hlýja. Við
sem þekkjum Pétur kveðjum
hann og vitum að þar er farinn
maður, sem lifði ævina alla með
reisn en ekki kotungsbrag. Eg
votta Rögnu í Kjafri samúð mína
og hans fólki.
Selfossi
Brynleifur H. Steingrfmsson
Skeiðsfoss 1 6. ágúst
Tungufoss 23. ágúst
Úðafoss 30. ágúst
Urriðafoss 6. sept
Tungufoss 1 3. sept.
ROTTERDAM:
Urriðafoss 1 7. ágúst
Tungufoss 24. ágúst
Úðafoss 3 1. ágúst
Urriðafoss 7. sept.
Tungufoss 1 4. sept.
FELIXSTOWE:
Dettifoss 1 7. ágúst
Mánafoss 24. ágúst.
Dettifoss 31. ágúst
Mánafoss 7. sept.
Dettifoss 14. sept.
HAMBORG:
Dettifoss 1 9. ágúst
Mánafoss 26. ágúst
Dettifoss 2. sept.
Mánafoss 9. sept.
Dettifoss 1 6. sept
PORTSMOUTH:
Goðafoss 18. ágúst
Bakkafoss 23. ágúst
Brúarfoss 1. sept
Hofsjökull 9 sept
Bakkafoss 1 3. sept.
KAUPMANNAHÖFN:
írafoss 1 7. ágúst
Múlafoss 24. ágúst
írafoss 31. ágúst
Múlafoss 7. sept.
írafoss 1 4. sept.
GAUTABORG
írafoss 1 8. ágúst
Múlafoss 25. ágúst
írafoss 1. sept.
Múlafoss 8. sept.
írafoss 1 5. sept.
HELSINGBORG:
Grundarfoss 1 7. ágúst
Álafoss 30. ágúst
Álafoss 1 3. sept.
KRISTIANSAND:
Grundarfoss 1 8. ágúst
Álafoss 3 1. ágúst
Álafoss 1 4. sept.
GDYNIA/GDANSK:
Reykjafoss 1 4. ágúst
Fjallfoss 26. ágúst
Lagarfoss 8. sept.
VALKOM:
Fjallfoss 23. ágúst
Lagarfoss 6 sept
VENTSPILS:
Fjallfoss 25 ágúst
Kljáfoss 24.
Kljáfoss 7.
Kljáfoss 21
REGLUBUNDNA
VIKULEGAR HR
FERÐIR FRÁ:
ANTWERPEN,
FELIXSTOWE,
GAUTABORG,
HAMBORG,
KAUPMANNAHC
ROTTERDAM