Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 204. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						|Mindanao^8r  >^       KYRRAHAP
A þessu korti sjást aðalskjálftasvæðin kringum Kyrrahaf. Bogadregnu lfnurnar merkja aðaljarðskjálftasvæðin og punktarnir sýna, hvar mestir jaroskjálftar hafa orðið sfðan
um aldamót.
Hægt að spá fyrir um jarðskjálfta
en er mjög kostnaðarsamt
I TlMARITINU The
Economist var nýlega
greint frá því, að búizt
væri við miklum jarð-
skjálftum nálægt Tokyo í
Japan og Los Angeles í
Bandaríkjunum. Er þar
sagt frá því að nú séu
liðin allmörg ár síðan
stórir jarðskjálftar urðu
á þessum slóðum. Báðar
borgirnar liggja á virku
jarðskjálftabelti, sem
næstum umlykur Kyrra-
haf (sbr. kortið) en á
þessu sama svæði eru
einnig Filipseyjar, þar
sem miklir jarðskjálftar
urðu á dögunum.
Morgunblaðið ræddi þessi
mál við Pál Einarsson jarðeðlis-
fræðing, en eins og alþjóð er
kunnugt hefur hamfaraspár
borið á góma hér á landi undan-
farið, þar sem skjálftavirkni
hefur farið sívaxandi á Kröflu-
svæðinu. Páll var fyrst inntur
eftir því hvort um tengsl gæti
verið að ræða milli jarðskjálfta
hérlendis og erlendis.
„Það er ólíklegt að bein or-
sakatengsl séu milli jarð-
skjálfta og hamfara í mismun-
andi heimshlutum. Hins vegar
eiga flestir jarðskjálftar og eld-
gos á jörðinni rætur að rekja til
plötuhræringa á yfirborði jarð-
ar, sem líklega stafa af iðu-
straumnum I möttli jarðarínn-
ar. Þannig má ef til vill segja,
að jarðskjálftar á mismunandi
stöðum séu tengdir öbeint."
Er hægt að segja fyrir um
jarðskjálfta með nokkurri
vissu?
„Við skulum fyrst gera okkur
grein fyrir því, að framfarir á
þessu sviði eru nú mjög örar.
Fyrir fimm árum hefðu næst-
um  allir  vísindamenn  svarað
þessari  spurningu  neitandi,
sumir jafnvel með hæðnisbros
á vör. Nú er Hklegt að næstum
allir visindamenn svari þessari
spurningu  játandi.  Ástæðan
fyrir þessari breytingu er sá
árangur,  sem  náðst  hefur  á
þessu  sviði  í  Sovétrikjunum,
Bandarikjunum  og  einkum  i
Kína. í febrúar 1975 varð til
dæmis stór jarðskjálfti i norð-
vesturhluta  Kina.  Kinverskir
vísindamenn höfðu  varað við
skjálfta á þessum slóðum með
nokkurra ára fyrirvara án þess
þó að geta gefið upp tímann
nákvæmlega. Eftirlit var aukið
mjög á svæðinu og ráðstafanir
gerðar  til  þess  að  draga  úr
hugsanlegu tjóni á lifi og eign-
um. Klukkan 14 hinn 14. febr.
var síðan gefin út opinber til-
kynning þar sem fólk var hvatt
til þess að halda sig utan dyra
þrátt fyrir 24 stiga frost. Jarð-
skjálfti af stærðinni 7,4 varð kl.
19:36. Gizkað er á að 200—300
manns  hafi  farizt  í  þessum
skjálfta, en telja má öruggt að
tugir  eða  hundruð  þúsunda
hafðu farizt ef engin viðvörun
hefði verið gefin. Þetta er að
sjálfsögðu  mikill  sigur  kín-
verskra  jarðskjálftafræðinga,
sem óvíst er að 'nokkur geti
leikið eftir í náinni framtíð.
Það hefur þó verið sýnt fram á,
að það er hægt að spá fyrir um
jarðskjálfta, en jafnframt  að
slik spá kostar mikla peninga
og mikið sérþjálf að starfslið.
í júlí siðastliðnum varð aftur
stór skjálfti í Kina. Samkvæmt
fréttum virðast jarðskjálfta-
fræðingarnir hafa gefið. lang-
tima viðvörun um þann
skjálfta, en að einhverjum
ástæðum hefur skammtímaspá-'
in brugðizt. Manntjón varð gíf-
urlegt.
Bæði Tokyo og Los Angeles
eru nálægt mjög virkum jarð-
Páll Einarsson jarðeðlisfræð-
ingur hjá Raunvfsindastofnun
Háskólans.
Rætt við Pál
Einarsson jarð-
eðlisfræðing
skjálftasvæðum. Hins vegar
hafa ekki orðið þar mjög stórir
skjálftar um nokkurra áratuga
skeið. Þess vegna er álitið að
næg spenna hafi safnazt fyrir
til þess að geta valdið stórum
skjálftum innan skamms.
Á svípaðan hátt mætti álykta,
að búast megi við miklum jarð-
skjálftum á Suðurlandi innan
fárra áratuga. Samkvæmt sögu-
legum heimildum er Suður-
landsundirlendi, milli ölfuss og
Rangárvalla, mesta skjálfta-
svæði landsins, en á þessu
svæði hafa ekKi orðið meiri
háttar skjálftar síðan 1912.
Nýlega kom i ljós að land rís
á allstóru svæði norðan við Los
Angeles. Landrisið er mest um
25 cm, umhverfis San Andreas-
sprunguna, en það er einmitt
sprungan, sem veldur stærstum
jarðskjálftum í Kaliforniu.
Slikt landris er einmitt eitt af
þeim fyrirbrigðum, sem vís-
indamenn álíta, að sé undanfari
mikils jarðskjálfta."
Með hvaða hætti eru svona
spár gerðar?
„Til þess að hægt sé að gera
áreiðanlegar  spár  þarf  um-
fangsmiklar  mælingar  ásamt
góðri þekkingu á skjálftasögu
svæðisins. Gerður er greinar-
munur   á   langtímaspá   og
skammtfmaspá.   Langtímaspá
byggist oftast á samanburði á
núverandi hegðun svæðis við
fyrri sögu þess. Þá er að sjálf-
sögðu nauðsynlegt að vita hvar
skjálftar hafa orðið oftast og
hvers  konar jarðskorpuhreyf-
ingar hafa orðið þeim samfara.
í langtímaspá er bent á svæði
þar sem líklegt er að skjálftar
verði á næstu árum eða áratug-
um. Skammtímaspá verður að
byggjast á nákvæmum og um-
fangsmiklum   mælingum   á
mörgum   eiginleikum   jarð-
skorpunnar.  Vegna  hægfara
jarðskorpuhreyfinga    hleðst
upp spenna i berginu. Þegar
spennan fer yfir ákveðin mörk
brestur bergið og hrekkur til og
þá verður jarðskjálfti. Skömmu
áður en bergið brestur verða þó
ýmsar breytingar á eðlisástandi
þess og þessar breytingar ætti
að vera hægt að mæla. Meðal
annars má búast við landrisi,
breytingum   á   hraða  jarð-
skjálftabylgna, breytingu á raf-
viðnámi, segulsviði, jarðvatns-
borði, smáskjálftavirkni, gasút-
streymi og fleiru. t Kína virðist
einnig vera mikið mark tekið á
breytingum á hegðun dýra þeg-
ar  skammtímaspá  er  gerð.
Dæmi  eru til  þess  á undan
skjálftum, að hundar hafi orðið
órólegir, rottur hafi yfirgefið
bústaði sína og slöngur hafi
skriðið upp úr holum sínum og
frosið í hel.
Kinverjar hafa náð einna
lengst í þessum fræðum, enda
hafa þeir varið gífurlega miklu
fé og starfskröftum til rann-
sókna á þessu sviði. Það er auð-
velt að réttlæta slik fjárútlát,
því landið er þéttbýlt og óvíða I
heiminum hefur orðið eins mik-
ið manntjón i jarðskjálftum og i
Kína."
— Hafa jarðskjálftamælingar
verið auknar hér á síðustu ár-
um?
„Já, mælingar hér hafa verið
auknar mjög siðustu fimm ár,
þó ekki í neinum tengslum við
siðustu viðburði. Siðan 1971
hefur mælum verið fjölgað
mjög. Þá voru aðeins fjórir
mælar en nú eru þeir um 30.
Mest hefur þeim verið fjölgað
fyrir norðan og á Suðurlandi.
Veðurstofan hefur lengst af
annast þessar mælingar og nú
er samvinna milli hennar,
Orkustofnunar og Raunvisinda-
stofnunar Háskólans um þær.
Umsjónarmenn      mælanna
skipta um blöð í þeim og senda
okkur en á Raunvisindastofn-
uninni og Veðurstofunni er far-
ið yfir og athugað það sem mæl-
arnir haf a skráð."
1 stuttu viðtali,sem þessu er
ekki hægt að gera öllu viðhlít-
andi skil, en Páll nefndi að síð-
ustu tvö ár hafi verið óvenju
virk á Norður-Atlantshafi.
Stærstu skjálftarnir urðu á
sprungusvæði i hafinu suður af
landinu. Síðan mætti minna á
skjálftana á Norðurlandi og
umbrot nálægt Jan Mayen.
Hann sagði það hugsanlegt, að
um tengsl gæti verið að ræða,
en erfitt væri að segja um það.
Hér þyrftu að fara fram miklu
meiri mælingar og kostnaðar-
samari en hægt væri að leggja
út í að svo stöddu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32