Morgunblaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER 1976 47 2. sjón- varpsein- vígi Fords og Carters á morgun Washington 4 október. AP —Reuter FORD Bandarfkjaforseti og Jímmy Carter frambjóðandi demókrata I forsetakosningun- um 2. nóvember n.k. komu til San Francisco í kvöld, til að undirbúa sig undir 2. sjón- varpseinvfgi þeirra sem fram fer f San Fransisco á miðviku- dagskvöld og verður þar fjallað um utanrfkismál. Hefur Carter heitið þvf að hann muni taka á málunum af meiri festu en hann gerði í fyrsta einvfginu fyrir II dög- um, þar sem fjallað var um innanrfkismál en skoðana- kannanir eftiiv það einvfgi sýndu að fleiri töldu að Ford hefði staðið sig betur. Niðurstöður skoðana- kannanna, sem kunngerðar voru um helgina, gefa til kynna að barátta frambjóð- endanna muni fara harðnandi og hefur bilið milli þeirra minnkað. í skoðanakönnun New York Times og CBS- sjónvarpsstöðvarinnar kom í ljós, að Carter hefur 294 at- kvæði í Kjörnefnd Banda- ríkjanna, sem byggir niður- stöður sínar á kosningaúrslit- unum en 270 atkvæði þarf í kjörnefndinni til að hljóta for- setaembættið. Hins vegar kom í ljós að fylgi Carters hefur minnkað i flestum fylkjum. Gallupskoðanakönnun sýndi að Carter hefði stuðning 50% kjósenda, Ford 42% og 8% voru óákveðnir. Hefur bilið minnkað úr 18% í 8% frá því í sumar. Skoðanakönnun Time Magazine sýndi að báðir nutu stuðnings 43%, en 14% voru óákveðnir. Bernharð segir af sér síðustu stöðunni Haag 4. okt. Reuter. BERNHARÐ Hollandsprins sagði í dag af sér formennsku Bilder- bergráðstefnunnar, sem hann átti frumkvæði að að var stofnuð 1954. A þessum ráðstefnum, sem haldnar voru með algerri leynd, komu saman stjórnmálafræðing- ar, bankastjórar, iðnjöfrar og verkalýðsleiðtogar til að fjalla um heimsmálin af hreinskilni. Bern- harð skrifaði framkvæmdaráði ráðstefnunnar bréf, þar sem hann tilkynnti ákvörðun sfna. Er þetta síðasta meiriháttar staðan sem prinsinn hélt eftir að hafa sagt af sér öllum embættum sínum í kjöl- far Lockheedhneykslisins. Fólk I héraðinu La Paz I Mexfkó blður f röð eftir vatni úr tankbd. Að minnsta kosti 675 hafa beðið hafa I héraðinu af völdum fellibylsins Liza. Þúsundir hafa slasazt og misst heimili s(n. Hermenn á verði eft- ir fellibylinn í Mexikó La Paz, Mexíkó, 4. okt. Reuter. VOPNAÐIR hermenn voru á verði I borginni La Paz I norðvest- urhluta Mexlkó I dag til að koma I veg fyrir rán og gripdeildir og hafizt var handa um að hreinsatil I borginni I kjölfar mesta felli- byls sem um getur I Mexfkó á þessari öld og kostað hefur að minnsta kosti 675 manns lffið. Um 65.000 mamns hafa misst heimili sín í héraðinu, margir hafa komið sér fyrir í bráða- birgðaskýlum úr pappa, bárujárni og pálmablöðum og sumir hafa enn ekki fengið nóg af vatni og mat. íbúar borgarinnar La Paz eru um 70.000 og um það bil þriðj- ungur hefur misst heimili sin. Fólk beið í biðröðum í dag eftir matar- og vatnsskammti. Alls hafa verið grafin upp 650 lík en óttast er að fleiri hafi farizt, eð minnsta kosti 675 samkvæmt sum- um heimildum en 1.000 sam- kvæmt öðrum. Hermennirnir voru á verði i suðurhverfi borgarinnar þar sem rán voru framin I eyóilögðum heimilum eftir eyðileggingarnar af völdum fellibylsins sem fór yf- ir borgina og héraðið með 200 km. vindhraða á klukkustund og flóða frá stiflu sem brast. Fjölskyldur grófu i rústum bygginga og leituðu að eigum sín- um en síðan voru jarðýtur notað- ar til að jafna þær við jörðu þar sem talið var að hætta stafaði af þeim. Reynt er að bólusetja alla sem komust lífs af gegn tauga- veiki en skortur er á bóluefni. Frá því hefur verið skýrt að sjúkdóm- ar hafi komið upp hjá börnum og slösuðu fólki sem lifði af hamfar- irnar. í Mexíkóborg skýrði Luis Echeverria forseti frá áætlunum Framhald á bls. 46 Norðmenn vilja Panam- atogara af Barentshafi Osló 4. október NTB. EIVIND Bolle, sjávarútvegsráó- herra Noregs sagði f dag, að norska stjórnin ákvæði á morgun til hvaða ráða yrði gripið til að fá rfkisstjórn Panama til að kalla heim tvo verksmiðjutogara, sem nú stunda veiðar f Barentshafi. Bolle sagði að ef stjórnin tæki ákvörðun um að beita sér fyrir þvf að togararnir færu á brott væri augljóst að svipaðar aðgerðir yrðu gerðar gagnvart örðum þjóð- um, sem ekki ættu sæti f NA- Atlantshafsfiskveiðinefndinni, en senda skip sfn á þessi mið. Norðmenn hafa áhyggjur af því að skip utan Evrópu stundi veiðar á Barentshafi, þar sem fiskstofn- ar þar séu þegar i hættu. Öttast þeir að fleiri þjóðir muni feta i fótsporin ef ekkert verður að gert, eftir þvi sem þrengist um fiskimið vegna útfærslu fiskveiði- lögsögu þjóða heims. Jens Even- sen hafréttarráðherra Noregs sagði i dag, að norska stjórnin íhugaði nú bann við fiskveiðum þjóða, sem ekki hafa kvóta til veiða á NA-Atlantshafi, en frum- varp norsku stjórnarinnar um 200 milna útfærslu, sem lagt hefur verið fyrir Stórþingið, inniheldur ákvæði um þetta atriði. Umfangsmesta bólusetn- ing í Bandaríkjunum hafin Búizt við að 147 millj. skammta verði til fyrir áramót BANDARlSKA stórblaðið The New York Times segir að ein- hver umfangmesta herferð f Bandarfkjunum f bólusetn- ingarmálum, þar sem eru að- gerðir gegn svfnainflúensu, hafi byrjað nú um mánaðamót- in, eftir að ýmsar alvarlegar tafir urðu á framleiðslu mót- efnisins og ágreiningur hafði einnig komið upp. Bólusetningin hófst f tveim- ur borgum, Boston og Indiana- polis, um mánaðamótin og höfðu forgang roskið fólk og fullorðnir, sem teljast f sérstök- um hættuhópum, vegna þess að þeir eru haldnir ólæknandi sjúkdómum. t flestum borgum og bæjum mun bólusetning sfð- an hefjast næstu daga og verða komin f nokkurn gang fyrir miðjan október. Sjúkdómaeftirlitsstöðin f Atlanta hefur yfirumsjón með bólusetningunni. Talsmaður stöðvarinnar sagði að fyrir fá- einum dögum hefðu tæplega 25 milljónir skammtar af bóluefni verið sendir til dreifingar i hvoru þeirra rfkja sem ríða á vaðið. 1 Washington hefur dr. Theodore Cooper, aðstoðar- ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og menntamálaráðuneytinu sagt, að um það bil 147 milljón- ir skammtar verði tilbúnir f árs- lok. Sagði hann að það myndi duga fyrir þá sem komnir væru yfir 18 ára aldur. Sjúk börn bólusett tvisvar Ráðlagt er að börn sem þjást af alvarlegum, ólæknandi sjúk- dómum verði bólusett tvfvegis með nokkurra vikna millibili. Ekki er búizt við að þær bólu- setningar hefjist fyrr en um miðjan mánuðinn. Uppruna- lega hafði verið áætlað að 200 milljónir bóluefnisskammtar yrðu tilbúnar fyrir árslok. Tafir hafa orðið af ýmsum ástæðum. I ljós kom meðal annars að fyr- irtæki eitt hafði framleitt þó nokkrar milljónir bóluefnis- skammta gegn annarri vírus- tegund og varð það að sjálf- sögðu til að koma áætluninni úr jafnvægi og minnka það magn, sem tekst að hafa tilbúið fyrir áramót. Þá hefur bólusetning- aráætlunin gefið tilefni til tölu- verðra umræðna, einkum vegna þess hve stór hún er f sniðum og var hleypt af stokk- unum vegna einstaks tilfellis, sem upp kom í herstöðinni í Fort Dix í New Jersey, en þar smituðust um 500 manns. Fram til þessa er ekki vitað um önnur tilfelli af flensunni, en sérfræð- ingar sem eru hlynntir áætlun- inni segja að svínainflúensa muni vart brjótast út sem far- aldur fyrr en sfðla hausts eða seinna í vetur. Aðalástæðan fyrir töfum i framkvæmd íætlunarinnar hafa verið deilur um tryggingar sem framleiðslufyrirtækin hafa krafist að um yrði samið. Tryggingafélög og framleiðend- ur bóluefnisins hafa neitað að taka á sig áhættu og skaðabóta- mál, sem kynnu að koma upp. Þetta mál var að verulegu leyti leyst í ágústmánuði, þegar bandariska þingið samþykkti lagafrumvarp er gerði ráð fyrir að stjórnin tæki á sínar herðar það sem uppá kynni að koma af slíku tagi. Flest fyrirtækjanna sem hafa framleitt bóluefnið hafa samt sem áður verið treg að láta það frá sér fyrr en seint f september, vegna þess að í lögunum er gert ráð fyrir að aðeins yrði sinnt kröfum af þessum toga sem fram kæmu eftir 30. september. Eiitt lyfjaframleiðslutækið, Marck Sharp & Dome, hóf að senda bóluefnið frá sér fyrir viku eða svo, hin þrjú, Wyeth, Parke, Davis & Company og Merrel National, hafa ekki byrjað að ganga frá sendingum fyrr en allra sfðustu daga. Enn rfkir nokkur óvissa með- al starfsmanna f heilbrigðismál- um um hvernig, hvenær og hve mikið þeir fá f sinn hlut. Meira að segja til Indianapolis, þar sem bólusetningin hófst fyrst, komu skammtarnir ekki fyrr en daginn áður. Framhald á bls. 46 ^%E NSKa ENSKft danskí\ EÐLlS^oi SKÖLI SEM HEFUR A1J.AR HELSTU NÁMSGREINAR GRUNNSKÓLA SKÓU SEM KENNIR TUNGUMÁL MEÐ BRÉFANÁMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.