Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 30
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR, 19. OKTÖBER 1976 Minning: EinarB. Waage hljómlistarmaður Á lífsins göngu verður á vegi okkar fjöldi samferðamanna, sem meiri eða minni vináttutengsl myndast við, sumum verður mað- ur rétt málkunnugur, aðrir verða góðir kunningjar en örfáir verða það, sem kallast vinir manns f orðsins bestu merkingu. Slikir vinir gefa lífinu gildi, en hætt er við að við teljum það til sjálf- sagðra hluta að fá að njóta sam- fylgdardinnar við þessa sönnu vini um ókomin ár. Við fyrirvara- lausa, óvænta og ótímabæra burt- köllun slíkra manna setur okkur hljóða og við eigum erfitt með að skilja að við fáum ekki að vera samvistum við þá meir I bili. 1 dag kveðjum við vin okkar, Einar B. Waage, sem lést í Borgarsjúkrahúsinu þann 12. okt. s.l., aðeins 53 ára að aldri. Við fráfall Einars hverfur af sjónar- sviðinu enn einn frumherjanna á sviði tónlistarmanna islenzkra, sem með lifi sínu og starfi lagði sinn stóra skerf til þess að búa í haginn fyrir eftirkomendur i list- greininni. Ungur að aldri lagði hann út á þá mjög svo ótryggu braut að gera hljóðfæraleik að atvinnu. Á þeim árum þótti hrein- asta fásinna að ætla sér þann starfa til framfærslu, enda engin sinfóníuhljómsveit starfandi, ekkert Þjóðleikhús og litlar tekjur að hafa af hljóðfæraleik aðrar en að leika á danshúsum, sem voru fá og buðu upp á litla vinnu. Einar setti það ekki fyrir sig, því hann var trúr köllun sinni. Honum var vandvirknin og samviskusemin í blóð borin og því undi hann því ekki að gefa sig að þessu starfi án þess að hafa notið tilsagnar í meðferð hljóðfærisins, þótt hann hafi strax sýnt mikla hæfni og hefði vel komist af í starfi með sfna meðfæddu hæfi- leika, svo hann fór til Banda- rfkjanna til náms. Þar náði hann þeim árangri að komast að hjá eftirsóttasta kennara og fremsta bassaleikara New York borgar, Zimmerman, en hann var þá sóló- bassaleikari New York- fílharmónfuhljómsveitarinnar. Einar varð eftirlætisnemandi Zimmermans, sem sýndi nemanda sínum þá sjaldgæfu viðurkenn- ingu að láta hann leika með sér á æfingum þessarar heimsfrægu hljómsveitar. Einar var þarna við nám á meðan peningar entust, en á þeim árum var lítið um náms- styrki og nám f hljóðfæraleik þótti naumast styrkhæft, svo hann bar allan námskostnað sjálf- ur. Hann kom heim aftur árið 1945 og tók þá til við eina starfið sem bauðst, danshús, auk þess sem hann var ráðinn bassaleikd- ari í útvarpshljómsveitinni. I júnf árið 1947 var haldin hér Beet- hoven-tónlistarhátíð og voru fengnir heimsfrægir tónlistar- menn fráBandaríkjunum og Bret- landi til aðleika átónleikun- um.Þarvarm.a. flutt verk.sem notaþurfti kontrabassa f og var Einar fenginn til þess að leika með hinum heimsfrægu mönnum. Fóru þeir miklum viðurkenn- ingarorðum um leik Einars og var hann landinu til mikils sóma í þessum glæsilega félagsskap. Þegar Sinfóníuhljómsveit íslands var formlega stofnuð árið 1950 var Einar sjálfsagður 1. bassaleikari hljómsveitarinnar og þeirri stöðu hélt hann fram til sfðasta dags. Einar var kröfuharð- ur við sjálfan sig jafnt sem sam- starfsmenn sína og gat aldrei sætt sig við hálfkák f neinni mynd. Hann sneri sér snemma að félags- málum og gegndi um ævina ýms- um ábyrgðarstöðum í þágu tón- listarmanna. Sama samviskusem- in og ósérhlífnin sýndi sig hjá honum f þeim þætti sem öðrum. Atvikin höguðu því þannig að leiðir okkar lágu snemma saman og átti ég því þess kost að kynnast honum jafnt sem vini, f starfi, f félagsmálum og sem heimilisföð- ur. Hann var vinum sfnum sem óhagganlegur klettur, framúr- skarandi raungóðurog hjálpfús, í félagsmálum var hann ómetanleg stoð, fylginn sér svo af bar og sanngjarn, en fjölskyldan og heimilið var honum allt. Einar fæddist 8. ágúst 1924 I Reykjavík, foreldrar hans voru Elfsabet Waage f. Einarsdóttir og Benedikt Waage, forseti ÍSÍ. Tón- list var f hávegum höfð á bernsku- heimili hans, svo ekki var að undra þótt hugur hans hneigðist snemma að músfk, enda voru þær móðir hans og systir hennar, Marfa Markan, landskunnar söng- konur og bræður þeirra miklir söngmenn. Ifyrsta hjónabandi sínu, með Guðrúnu Þorsteinsdótt- ur, eignaðist Einar tvær dætur, Elísabetu og Benediktu, eneftir- lifandi kona hanser Magnea Hannesdóttir Waage og eignuðust þau tvær dætur, Elfsabetu og Kristínu, sem báðar eru f foreldra húsum. Var hjónaband þeirra Magneu og Einars einstaklega gott og féll þar aldrei skuggi á. Þau lifðu bæði tvö fyrir heimilið og börnin, enda bar glæsilegt heimili þeirra að Háaleitisbraut 141 þess ótvfræð merki, því þar rfkti góður andi. Vinátta okkar Einars hefur ver- ið mér mikils virði og er ég for- sjóninni þakklátur fyrir að hafa gefið mér kost á að kynnast hon- um og umgangast, þvf tryggari vin getur vart. Félagar hans f Starfsmannafélagi Sinfóníu- hljómsveitar íslands hafa beðið mig að bera fram sfnar innileg- ustu þakkir fyrir starf hans og ósérhlffni f þeirra þágu, sem aldrei verður fullþakkað og öll sendum við konu hans, dætrum og móður hugheilar samúðar- kveðjur við missi góðs drengs. Gunnar Egilson. Það tók mig langan tfma að átta mig á þvf sem staðreynd, að vinur minn og svili, Einar B. Waage, væri látinn, svo óvænt var fregnin um lát hans. Allt virtist leika í lyndi hjá honum og engin ástæða til að búast við neinum breyting- um þar á sfðast þegar við hitt- umst. Það er erfitt að sætta sig við þá tilhugsun að eiga þess ekki kost að njóta félagsskapar hans sem fyrr, en vegir guðs eru órann- sakanlegir. Þau 16 ár sem kynni okkar Ein- ars stóðu eru mér ómetanleg. Hér kynntist ég góðum dreng, sem stöðugt vann á i viðkynningu. Stórbrotnum persónuleika, trygg- um vini vina sinna, sem ætíð var reiðubúinn til að taka málstað þeirra þegar á þá var hallað og greiða götu þeirra. Einar var höfðingi f lund og fasi og höfðingi heim að sækja. Kostir hans voru slfkir, að þótt hans rfka lund og hreinskilni yrði, á stund- um, til þess að undan sviði, hurfu þau áhrif sem dögg fyrir sólu vegna mannkosta hans. Þetta er sú mynd sem standa mun mér fyrir hugskotssjónum af svila mfnum Einari. Aðrir, sem betur þekktu Einar á hans yngri árum munu rekja æviágrip hans, en það kæmi mér ekki á óvart þó að það kæmi í ljós, að ég hefði orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að þekkja Einar á þeim tfma ævi hans, þegar gæfusól hans var hvað hæst á lofti. Þeim sem þekktu Einar gjörla mun finnast sem skarð sé fyrir skildi og sakna sáran góðs drengs. Ég votta frú Magneu Waage, dætrunum og móður og öðrum aðstandendum mfna innilegustu samúð. Minningin um Einar B. Waage mun ávallt verða mér og minni fjölskyldu kær. Guðmundur Matthfasson. Langt samtal áttum við Einar á heimili hans deginum áður en hann „ætlaði að skreppa á sjúkra- hús i nokkra daga“, eins og hann komst að orði. Þá var hann glaður og reifur að vanda, áhugasamur um hin mörgu verkefni sem fram- undan voru til hagsbóta fyrir stétt okkar. Þegar við kvöddumst, bað hann mig um að heimsækja sig eftir 4—5 daga, svo við gætum rætt málin nánar, en það fór á annan veg. Hann lézt á Borgar- sjúkrahúsinu aðfaranótt 12. þ.m. aðeins 52ja ára að aldri. Einar var fæddur í Reykjavik 8. ágúst 1924, sonur sæmdarhjón- anna Elísabetar Einarsdóttur og Benedikts G. Waage, hins þjóð- kunna íþróttafrömuðar, sem var m.a. forseti Íþróttasambands ís- lands í 37 ár. Siðustu æviárin dvaldi Benedikt á heimili sonar síns og tengdadóttur og lézt þar 8. nóvember 1966. Einar hlaut í arf eðliskosti for- eldra sinna, góðar gáfur, áræði og fórnarlund, sem allir tóku eftir og mátu er kynntust honum. Fljót- lega kom i ljós, að hann bjó yfir óvenju mikilli tónlistargáfu. Varð hann einn af meðlimum Drengja- kórs Reykjavíkur, sem Jón Ísleifs- son stofnaði og stjórnaði á árun- um 1937—38. Annars hóf Einar nám í Menntaskólanum í Reykja- vfk að loknu barnaskólanámi, en hvarf þaðan fljótlega til að helga sig tónlistinni. Allar götur frá þeim tfma var hann meðal fremstu tónlistarmanna þjóðar- innar. Námsferill Einars var stuttur á nútima mælikvarða, en yfirburða hæfileikar hans komu þá gleggst f ljós og að góðum nótum. Hann hóf nám í fiðluleik hjá Birni Ólafs- syni, en jafnframt og síðar nám hjá Fritz Weisshappel f kontra- bassaleik. Fritz heitinn varð mág- ur hans, er hann kvæntist Helgu listmálara, systur hans. Á þeim árum máttu íslenzkir hljómlistar- menn þreyja þorran með því að leika fyrir dansi. Sinfóníuh.ljóm- sveit islands var óstofnuð og að- eins strjálar uppfærslur áhuga- manna og Tónlistarfélagsins á klassískri tónlist tíðkuðust. i lok seinni heimsstyrjaldarinn- ar innritaðist Einar í Julliard School of Music f New York. Hann var svo lánsamur að fá kontrabassaleikarann Fredrik Zimmermann fyrir kennara, þann hinn sama og ritað hefur kennslu- bækur, sem enn í dag eru notaðar. Með þeim tókst góð vinátta og varanleg. Er námi lauk bauð Fritz Reiner, stjórnandi Pittsburgh Sinfony Orchestra, Einari starf í þeirri hljómsveit, en hann kaus að hverfa heim, fslenzku tónlist- arlífi til ómetanlegs gagns. Strax eftir heimkomuna réðst hann til Ríkisútvarpsins og lék með Utvarpshljómsveitinni, und- anfara Sinfóníuhljómsveitar Is- lands, unz hin síðarnefnda var stofnuð 1950, en Einar gegndi stöðu 1. kontrabassaleikara þar allt til dauðadags, að frátöldum árunum 1958 og '59, er hann varð að gangast undir mikinn upp- skurð í Noregi. Þegar hinn frægi fiðluleikari Ádolf Buch (tengdafaðir Rudolf Serkin) kom hingað með strok- kvartett sinn 1947, en koma hans var liður í Beethoven-hátíð Tón- listarfélagsins, þá styrkti hann lið sitt í sumum verkanna með is- lenzkum tónlistarmönnum. Meðal þeirra var Einar. Eftir siðustu æfinguna gekk Buch til hans og faðmaði hann að sér fyrir frammi- stöðuna. Ekki lét hann þar við sitja, heldur bauð honum starf í Bandaríkjunum, en sem betur fór stóðst Einar freistinguna öðru sinni. Fastráðinn kennari við Tónlist- arskólann í Reykjavík var Einar frá 1946. i dag kveðja íslenzkir hljóð- færaleikarar ekki eingöngu frá- bæran hljómlistarmann, heldur einn þann bezta málsvara, sem þeir hafa átt. I áraraðir var Einar formaður Starfsmannafélags Sin- Framhald á bls. 27 útfaraskreytingar blómciual Groðurhusið v/Sigtun simi 36770 S. Helgason hf. STEINIÐJA llnholti 4 Slmar 74477 og 147S4 t Hjartkær móðir okkar EGILSÍNA JÓNSDÓTTIR Akurgerði 1 7 lést í Landspitalanum föstudaginn 1 5. október Guðrún Jónsdóttir, Sigrlður G. Jónsdóttir, Jónaslna H. Jónsdóttir Eilbergas. Eiginmaður minn PÁLLÓSKAR GUNNARSSON vélstjóri Hltðarvegi 42 Kópavogi sem lést sunnudaginn 10 október Verður jarðsunginn miðvikudaginn 20 október kl 1.30 frá Fossvogskirkju Fyrir mina hönd, föðurs, systkina og annarra vandamanna, Margrét Eiriksdóttir. t Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS SIGURÐSSONAR Sóleyjargötu 1 2 Akranesi Helga Gunnarsdóttir Sigurður Gunnarsson Gunnlaugur Gunnarsson Gunnar Gunnarsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Skrifstofur STEFS verða lokaðar eftir hádegi þriðjudaginn 19. október vegna útfarar Einars B. Waage hljómlistarmanns. t Móðir mln, THERESIA EINARSSON Skólavörðustig 43 andaðist á Borgarspitalanum að morgni þ 1 8 okt. Lydia Pálsdóttir. t Eiginkona mín og móðir okkar, ÓLÖF BJÖRNSDÓTTIR verður jarðsett frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 20 okt. kl. 10:30 árdegís Bóas Jónatansson, Erling S. Tómasson, Gúrún Bóasdóttir, Sigurgeir Bóasson. t Faðir okkar og tengdafaðir MAGNUS PÉTURSSON Fyrrum kennari á Akureyri til heimilis að Þorfinnsgötu 4, Reykjavik andaðist að morgni hins 1 7 október sl Sverrir H Magnússon Erla Haraldsdóttir Bragi H. Magnússon Gail Magnússon Ingibjörg R. Magnúsdóttir Bjarni V. Magnússon Stefánfa Þ. Árnadóttir RagnarM. Magnússon Þórunn Ingjaldsdóttir Gunnar V. Magnússon Jóhanna Haraldsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.