Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR 257. tbl. 63. árg. FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1976 Prentsmiðja Morgunbladsins. Ríkisréttarhöld gegn ,, Shanghaí-mafí unni’ ’ — aðeins upphafið að herferð gegn róttæku öflunum Peking, 4. nóvember Reuter—AP—NTB. EFNT verður til ríkisréttarhalda gegn ekkju Maós, Chiang Ching, og félögum hennar í „Shanghaí—mafí- unni“, að þvi er kínverskir ráðamenn tjáðu finnskri sendinefnd í Peking í dag. Þetta verður í fyrsta skipti í 27 ára sögu Rauða Kfna, sem mál er höfðað gegn útskúfuðum leiðtogum. Ólíklegt er talið, að réttarhöldin verði fyrir opnum tjöldum, en sakargiftirnar á hendur ekkju Maós og félögum hennar þremur eru þær, að þau hafi gert tilraun til að bylta stjórn landsins. Sagt var í Shanghai-útvarpinu í gær, að fall „Shanghai- mafíunnar" væri aðeins upphafið að mikilli herferð sem farin yrði f þvi skyni að eyða áhrifum hinna róttæku afla. Á fundi með kínverskum ráða- mönnum í gær var Finnunum sagt að um þessar mundir væri varnarmálaráðherra Peking- stjórnarinnar að athuga, hvort „Shanghaí-mafían" hefði verið i „ólöglegum tegnslum" við Sovét- menn, erkióvini Kinverja, en enn sem komið er bendir ekkert til EBE beitir Sovétmenn þrýstingi Brílssel, — 4. nóvember. — Reuler. SÚ ÁKVÖRÐUN aðildar- ríkja Efnahagsbandalags- ins að fela framkvæmda- nefnd bandalagsins að fara með umboð til samninga um veiðiheimildir innan hinnar nýju 200 mílna efnahagslögsögu er í raun ætluð til þess að beita Sovétríkin þrýstingi til að viðurkenna Efnahags- bandaíagið, að þvi er segir í fréttum frá Brtissel í dag. Aðildarríki EBE hafa áhyggjur af vaxandi veið- um Sovétmanna á miðum, sem eru innan 200 míln- anna, sem taka gildi um áramótin. slikra tengsla, að þvi er Tan Chen- lin, varaforseti löggjafarsam- kundunnar I Peking, sagði. Hann sagði ennfremur, að „Shanghai- HINN nýkjörni forseti Banda- ríkjanna var ( dag önnum kafinn við undirbúning að stjórnar- myndun á heimili sfnu ( Plains ( mafian'* hefði órofa fylkingu 99.9 af hundraði kínversku þjóðar- innar eindregið á móti sér. Hefói klikunni tekist að ná undirtök- unum í Kína með valdabrölti sínu, hefði stjórnarstefnan í utan- rikismálum snúizt upp í stór- veldaskrum, sem bryti algjörlega í bága við þá grundvallarkenn- ingu Kínverja, að stórar þjóðir og smáar ættu að sitja við sama borð, sagði Chen-lin ennfremur I þessu samtali. Að undanförnu hafa birzt orð- sendingar á veggspjöldum í Shanghai, þess efnis að Li Hsien- nien varaforsætisráðherra muni Georgiu. Hann átti viðræður við Walter Mondale, nýkjörinn vara- forseta, sfðdegis. Carter hefur ekkert látið hafa eftir sér um það hvaða menn verði skipaðir til að gegna valdamestum embættum ( senn taka við forsætisráðherra- embættinu af Hua formanni, en varaforsætisráðherrann hefur nú visað þessum fullyrðingum á bug. „Ég er aðeins einn af aðstoðar- mönnum Hua Kuo Fengs for- manns," sagði Li Hsien-Nien vió franska fréttamenn í Peking í gær. Engin skýring hefur fengizt á þessu ósamræmi i veggspjaida- fregnum og yfirlýsingu varafor- sætisráðherrans, en kunnugir telja, að þessi ráðgáta leysist á næstu dögum, og þá með þeim hætti að veggspjaldaorðsending- arnar verði staðfestar. stjórn hans, en ( viðtali við viku- ritað Time, sem ú/dráttur var birtur úr ( dag, kveðst hann munu velja sjálfur menn til að gegna um það bil 75 embættum, „en enn sem komið er hef ég engar ákvarðanir tekið um skipanir ein- stakra manna ( embætti." 1 viðtal- inu kemur fram, að Carter muni að lfkindum leita fanga meðal rfkisstjóra, borgarstjóra og hugs- anlega þingmanna. I nótt hefur Carter boðað til fyrsta blaða- mannafundar sfns eftir kosning- arnar. Carters bfður það verkefni að skipa i um það bil 2 þúsund emb- ætti og opinberar stöður, sem eru undir beinni stjórn forsetaemb- ættisins, þegar hann tekur við þvf i janúar. Meðal umræðu- efna á fundum Carters með að- stoðarmönnum sínum í dag voru stjórnarskiptin og framkvæmd þeirra, en Ford forseti hefur tjáð Carter, að hann muni gera allt Framhald á bls. 24. Ian Smith Frelsi 1978 í Rhóde- síu? Genf, 4. nóvember. AP, Reuter. BRETAR lögðu formlega til f dag að Rhódesfa fengi sjálfstæði 1. marz 1978 að þvf er skýrt var frá ( Genf ( dag. Þeir telja að fyrir þann tlma megi ljúka öllum nauðsynlegum stjórnlagabreyt- ingum þannig að meirihluta- stjórn blökkumanna geti tekið við völdum. Brezkir embættismenn telja að timasetning sjálfstæðisins geti flýtt störfum Rhódesíuráðstefn- unnar og auðveldað fulltrúunum á henni að leysa stjórnlagadeilur og önnur vandamál. Hlé var gert á störfum í dag þegar forseti ráð- stefnunnar. Ivor Richard, bar fram brezku tillöguna, svo að full- trúarnir gætu kynnt sér hana. Utanríkisráðherra Rhódesíu, Pieter van der Byl, tók sæti Ian Smiths forsætisráðherra á ráð- stefnunni þar sem hann er farinn til Salisbury, Smith kveðst ekki munu koma aftur til Genfar fyrr en eitthvað áþreifanlegt gerist á ráðstefnunni. Leiðtogar fjögurra sendinefnda blökkumanna á ráðstefnunni — Robert Mugabe, Joshua Nkomo, Abel Muzorewa og Ndabaningi Sitholee — hafa lagt til að Rhódesia fái sjálfstæði og að meirihlutastjórn blökkumanna verði mynduð að um 10 mánuðum Framhald á bls. 24. Sá hann lík Bloch? Nairobi, 4. nóvembor. AP. BLAÐIÐ Standard ( Ken.va segir ( dag að aðalljósmyndari upplýsingaráðuneytisins I Uganda, Jimmy Parmer, hafi verið myrtur ( Kampala ( síð- asta mánuði þar sem hann vissi hvernig (sraelski g(slinn Dora Bloch beið bana eftir árásina á Entebbeflugvöll í júl(. Blaðið segir að Parmer hafi tekið myndir af.liki frú Bloch skömmu eftir að þvi var komið fyrir í Namanye-skógi í útjaðri borgarinnar. Fréttaritari blaðsins í Kampala segir að starfsmenn leynilögreglu Idi Amins forseta hafi eyðilagt filmurnar. Lát Parmers var til- kynnt i Uganda-útvarpinu 19. október án skýringa. Bretland: Búizt við fylgistapi Verkamanna- flokksins í aukakosningum í gær Lundúnum, —4. nóvember. — Reuter. AUKAKOSNINGAR fóru fram ( þremur kjördæmum ( Bret- landi ( dag, og er búizt við þv( að styrkleikahlutföllin á brezka þinginu kunni að hafa raskazt þegar úrslitin verða kunn. Nið- urstaða liggur ekki fyrir fyrr en á föstudagsmorgun, en Verkamannaflokkurinn hefur nú aðeins tveggja þingsæta starfhæfan meirihluta ( Neðri málstofunni. Ihaldsmenn eiga töluverða möguleika á að vinna ( a.m.k. tveimur kjördæmum ( þessum aukakosningum, en enda þótt sltk úrslit hefðu ( för með sér að Verkamannaflokk- urinn tapaði tveimur sætum, er ekki þar með sagt að stjðrnin falli, þar sem sníáflokkar á þingi mundu vart fylkja sér um thaldsflokkinn. Skoðanakannanir undan- farna daga gefa til kynna veru- legt fylgistap Verkamanna- flokksins til Ihaldsflokksins þar sem aukakosningarnar fara fram, en eitt þeirra er Norður- Walsall, þar sem John Stone- house verður ekki framar í kjöri. Hin kjördæmin eru Workington og Newcastle. Jimmy Carter og Rosalynn kona hans táruðust bæði þegar vinir og nágrannar fögnuðu heimkomu þeirra til Plainseftir kosningasigurinn. (AP-mynd). Carter undirbýr stjórnarmyndun Allt á huldu um skipun í æðstu embætti Washington, 4. nóv. — Reuter — AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.