Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÖVEMBER 1976 13 Uppbyggingar þörf til að sporna við fólksflótta og koma í veg fyrir hnign- un gamla bæjarins þessum hverfum á ekki að hnigna mjög verulega frá því sem nú er, einkum með tilliti til þess að bygging nýs miðbæjar er nú hafin, auk fyrir- hugaðra miðbæjarkjarna í aðliggjandi sveitarfélögum. Nauðsynlegt er einnig að sporna gegn fólksflótta úr miðborginni og auka þarf á fjölbreytta miðbæjarstarf- semi. Þá segir síðar í samþykkt skipulags- nefndar: „Til þess að ná settu markmiði, álítur skipulagsnefnd að hefja verði upp- byggingu I miðbænum, þar sem þó er á það lögð megináherzla að viðhalda umhverfisáhrifum og svipmóti gamla bæjarins Telur skipulagsnefnd að borgaryfirvöld ættu að stuðla að því að uppbygging fari fram undir ströngu aðhaldi á takmörkuðum svæðum út næsta skipulagstímabil og leggur því til, að miðborginni verði skipt niður i 3 megin svæði Á þeim hluta miðborgar- innar, sem fellur utan þessara svæða er gert ráð fyrir að uppbygging fari fram á venjulegan hátt þ.e. samkvæmt reglum um landnotkun, nýtingu og hámarkshæðir bygginga. 1. Framkvæmdasvæði Hér er um að ræða svæði, þar sem lagt er til að verulegar framkvæmdir og uppbygging eigi sér stað á skipulags- tímabilinu. Á þessum svæðum er rétt að borgaryfirvöld eigi frumkvæði að sameiningu lóða, deiliskipulagi og framkvæmdaáætlunum í samráði við eigendur viðkomandi fasteigna. Hér er lögð áherzla á það, að byggð verði blönduð og að inn á svæðin komi verulegt magn íbúðarhúsnæðis. vernd. Á þessum svæðum er lagt til, að gert sé að skyldu að viðhalda mann- virkjum í sem upprunalegustu mynd, en umhverfi bygginga endurbætt og mótað með tilliti til þessara mann- virkja Breytingar á landnotkun og mannvirkjum séu takmarkaðar þannig, að þær samræmist verndunarsjónar- miðum á viðkomandi svæði, enda séu slíkar breytingar jafnframt háðar sam- þykki borgaryfirvalda. GRJÓTAÞORP LOKKI MEÐ HLÝLEIKA Sem fyrr er sagt gerði Skipulags- nefnd sérstaka bókun um Grjótaþorp, sem hér fer á eftir. Grjótaþorp fellur undir skilgreining- una um endurnýjunarsvæði og er því talið æskilegt að verulegar umbætur á núverandi mannvirkjum og umhverfi eigi sér stað á skipulagstímabilinu Er stefnt að því að skapa hlýlegt hverfi með blandaðri, en um leið samstæðri byggð íbúða, verzlana, skrifstofa, þjón- ustufyrirtækja og létts iðnaðar (hand- verks). Þar sem Grjótaþorp er í hjarta gamla miðbæjarins, en langt frá þvi að vera i miðjum bænum hvað snertir vega- lengd til helztu ibúðahverfa, má gera ráð fyrir, að verzlanir og þjónusta verði með mjög sérstæðu sniði. í stað þess að lokka með þægilegum bílastæðum og rúmgóðum húsakynnum, lokkar Grjótaþorp með vöruúrvali og hlýleika („intimiteti") Visir að slíkri þjónustu er þegar fyrir hendi í hverfinu. 2. Endurnýjunarsvæði Þetta eru svæði, þar sem meginhluti bygginga hefur áþekkt svipmót og notkun og þar sem talið er æskilegt að verulegar endurbætur á núverandi mannvirkjum og umhverfi eigi sér stað á skipulagstímabilinu. Á þessum svæð- um er nauðsynl. að borgaryfirvöld stuðli sérstaklega að uppbyggingu með aðgerðum til bætts umhverfis svo sem endurbótum á gangstígum og lýsingu. Þar sem ekki er talið raunhæft að endurnýja byggingar á þessum svæðum. 3. Verndunarsvæði Þessi svæði eru talin hafa bygging- arlistrænt, sögulegt eða almennt gildi, og æskilegt sé að veita þeim sérstaka Skipulagsnefnd gerir ráð fyrir þvi að einstök hús í hverfinu falli undir hug- takið verndun mannvirkja. en tekur á þessu stigi ekki afstöðu til þess. um hvaða mannvirki yrði að ræða Nefndin gerir sér einnig Ijóst, að til þess að fá samstæða byggð i Grjótaþorpi. þarf þar að eiga sér stað veruleg uppbygg- ing Skipulagsnefnd samþykkir þvi eft- irfarandi: Nýting í Grjótaþorpi verði 1.5. Einn- ig getur nýting ibúðabygginga hækkað um allt að 0.5 ef um er að ræða þingl. kvöð um þá notkun , Gatnakerfi i Grjótaþorpi verði óbreytt i meginatriðum Byggð verði þétt og lág (1 — 4 hæðir) Þök verði Framhald á bls. 29 UMRÆÐUTUAGA 2 ENDURNÝAJN ELDR! HVERFA M F2000 N TEKMSTOEAN (iAROASh?*T! 17 001268 «RB0AST*a * ttOno&í Gert er ráð fyrir að umhverfi bifreiðastæða verði alls staðar bætt í gamla bænum, og að bifreiðastæðum verði komið fyrir á ýmsum stöðum niður við Skúlagötu. A kortinu eru bllastæðin dökk á lit. Reiknað er með að sum þeirra verði grafin niður. Biaðinu hefur borizt eftirfar- andi frá Röntgentæknafélagi ls- lands: Vegna fyrirspurna sem fram hafa komið um aðgerðir félags- manna Röntgentæknafélagsins vill félagið taka fram eftirfar- andi. Við hörmum þetta ástand, sem skapast hefur vegna óbilgirni og óraunsæi vðsemjenda okkar. Undanfarin ár hafa viðsemjendur okkar itrekað brotið gerða samn- inga og ekki fengist til að leið- rétta, þrátt fyrir margar vinsam- legar ábendingar og tilmæli frá röntgentæknum, starfsmanna- félagi rikisstofnana og starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar. Arið 1974 var gerður kjara- samningur fyrir röntgentækna af starfsmannafélagi rikisstofnana við fjármálaráðherra þar sem gert var ráð fyrir að þeir fengju laun skv. 19. lfl. (B 10 f dag). Þessi samningur hefur aldrei ver- ið virtur, allar götur siðan höfum við fengið laun skv. 18. lfl. og ekki fengið nein vilyrði um leiðrétt- ingu. I umræddum samningum 1974 gerðist það að röntgentækn- ar voru settir bæði í 18. og 19. lfl. Skv. hefð sem gilt hefur hjá rík- inu þegar sllk slys verða er ávallt greitt skv. þeim launaflokki sem hærri er sé munurinn ekki því meiri. Röntgenhjúkrunarfræðingar hjá ríkinu hafa samningsbundið 16 daga vetrarfri, röntgentæknar hjá ríkinu hafa haft samsvarandi Aðgerðir Röntgen- tækna- félagsins vetrarfrí undanfarin ár byggt á hefð. Nú I haust var tilkynnt að röntgentæknum hjá rfkinu yrðu ekki veitt vetrarfrí oftar því engir skriflegir samningar lægju fyrir um þau mál. Röntgentæknar og röntgenhjúkrunarfræðingar hjá Reykjavíkurborg og sveitarfélög- unum hafa samningsbundið 16 daga vetrarfrí. Er hér því um samræmíngaratriði að ræða. Ein leiðréttingin sem við förum fram á er að sú sanngjarna krafa „sömu laun fyrir sömu vinnu“ verði virt og laun okkar færð til samræmis við laun þeirrar stéttar sem við vinnum við hliðina á, nákvæmlega sömu störfin. Orsök þess að við virðum ekki tilskipanir um framlengingu upp- sagnarfrests eru þær: 1. Tilskipun um framlengingu uppsagnarfrests hjá ríkinu kom ekki frá réttum aðila, þar sem framkvæmdastjóri ríkisspítal- anna er ekki sá aðili sem hefur vald til að gefa út slíkar tilskipan- ir heldur hefur heilbrigðismála- ráðherra einn slíkt vald og segir I lögum að þvl skuli aðeins beitt horfi til auðnar I starfsemi stofn- unar (I þessu tilfelli er um að ræða röntgendeild Landspital- ans). 2. Tilskipun um framlengingu uppsagnarfrests hjá Reykjavlkur- borg kom þrem dögum of seint, auk þess sem óheimilt er aðfra lngja uppsagnarfrest lausráðinna starfsmanna Reykjavíkurborgar um þrjá mánuði. Flestir þeir röntgentæknar sem störfuðu á röntgendeild Borgarspítalans voru lausráðnir. Röntgentæknar mótmæla harð- lega því virðingarleysi og tillits- leysi gagnvart opinberum starfs- mönnum sem lýsir sér I þvi að tilskipanir um framlengingu upp- sagnarfrests hjá ríkinu koma fram tveim dögum áður en upp- sagnarfrestur rennur út. Röntgentæknar þeir sem störf- uðu á röntgendeild Borgarspítal- ans tilkynntu 19. nóv. yfirlækni deildarinnar að þeir væru tilbún- ir að sinna neyðarþjónustu og skipuieggja neyðarvaktir I sam- ráði við yfirmenn deildarinnar yrði þess óskað. Sú þjónusta gæti þó aldrei orðið nein langtima þjónusta. Röntgentæknar sátu á fundi fram á föstudagskvöld 19. nóv. n.eð fulltrúum BSRB og SFR til að reyna að finna lausn á málinu, en árangurslaust. Viö Ijúkum 10 ára starfsafmælinu með því að lækka verð á 20 Fiat 127 bifreiðum. Mest selda bílnum okkar. jjjt aájflO pfc- kVl<u"- Bílamir eru tilbúnir til afgreiðslu strax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.