Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1976 BRAGI ASGEIRSSON, skrifar um listsýningu ERLENDUR JÓNSSON, um bækur JENNA JENSDOTTIR, um barna Listmunir frá frá Armeníu Bragi Asgeirsson: Á vegg í veitingastofu Kjar- valsstaða og glerskápum er af- rriarka hana, stendur yfir um þessar mundir skemmtileg sýn- ing á listmunum frá Armeníu. Er hér um að ræða 15 flosteppi og ofnar myndir eftir armensk börn- og unglinga ásamt fjöl- breyttum sýningarmunum í glerskápunum. öll ber þessi sýning vott um að Armenar eru óvenju list- rænt fólk að upplagi, og allt svipmót listiðnaðar þeirra ber yfir sér persónulegt, þjóðlegt yfirbragð og er hér um frábær- ar handíðir að ræða. Ég minnist þess, er ég fyrst stóð frammi fyrir listaverkum frá Armeníu á Biennalinum í Rostock 1967, hve hrifinn ég varð af hinu fágaða, sérstæða og alþýðlega handbragði málarans Minas Awetisjan frá Erewan, sem er höfuðborg rússneska hluta Armeníu, en munir og myndir þær sem til sýnis eru hér, eru einmitt fengnar að láni þaðan, og er hér hvort tveggja um að ræða vinnu atvinnulistamanna sem áhugafólks. Gild listsköpun og fágað handverk er metnaður og stolt hverrar þjóðar er vill telja sig til menningarríkja og liður í sjálfstæðisviðleitni þeirra, — og þessi listmunasending frá Armeníu vitnar um eina slíka þjóð. Armenía á sér mikla og svípríka sögu að baki og var á seinni öldum þrætuepli á milli Rússa og Tyrkja, — hinir síðar- nefndu hófu miklar ofsóknir á hendur Armenum 1895—96 og aftur 1914—15 með skelfileg- um afleiðingum. Samkvæmt friðarsamningum í Sévres 1920 átti Armenía að verða sjálfstætt ríki, en til þess kom aldrei og féll meiri hluti landsvæðisins undir Tyrki og finnst þar varla lengur nokkur Armeni. Á þeim hluta er til- heyrir Rússlandi búa nuð 2'A milljón manna og af þeim eru 70% Armenar. Armenar eru sem kunnugt er mjög sérkennilegir, og kven- fólkið er nafntogað um öll Sovétríkin og vfðar fyrir fagurt sköpulag. Þaðan hafa komið margir heimskunnir menn á sviði lista og stjórnmála, — kannast flestir t.d. við skák- manninn Tigran Petrosjan og st /rnmálamanninn Anastas N kojan. Miklar fornminjar á sviði lista finnast í Armeníu og Armenar eru taldir hafa haft áhrif á þróun byggingarstíls kirkna til forna. Er ástæða til að ætla að þeir hafi orðið fyrir listrænum áhrifum frá Sýr- landi, Palestfnu, Konstan- tínópel og víðar að. — Þar finnast mörg fræg veggmál- verk. Allt handverkið sem nú er til sýnis að Kjarvalsstöðum bendir einmitt á háþróaða erfðavenju í listiðnaði og eru t.d. eirfötin unnin af óviðjafnanlegu list- fengi, — eru þau flest eftir S. Saakjan og á hann margt muna í glerskápunum og allt f háum gæðaflokki, hvort heldur það eru ævintýrapersónur mótaðar f leir, ausur skornar í tré eða hinar óviðjafnanlegu grfmur úr málmi, — auk annars. Brúður í þjóðbúningum eftir R. Barkhojan eru og einstak- lega fallegt og listilegt hand- verk. Er ekki óliklegt að lista- maðurinn taki hér mið af hinum fögru armensku hofróð- um, er hann mótar andlit brúð- anna. Þessir tveir listamenn eiga langflest verk á sýning- unni, en einnig getur þarna að líta skartgriði, verndargripi, eirföt, veggskildi o.fl. — og ber þar allt að sama brunni um óviðjafnanlega menningarlegt handbragð höfundanna. Teppin á veggjunum eru mörg falleg en njóta sfn illa í upphengingu, — þurfa afmarkaða bása til að njóta sín. Ég vil sérstaklega benda áhugafólki um listiðnað á þessa hugþekku sýningu, einnig myndíðakennurum unglinga- og framhaldsskóla, — því hér er margt til lærdóms og eftir- breytni, — þá ætti almenning- ur einnig að gefa sýningu þess- ari sérstakan gaum. Ber vissulega að þakka fram- takið og vænta slfks sem vfðast að frá heimsbyggðinni, en að þessu er mikil prýði og menn- ingarauki ásamt því, að svipur verður hér hlýlegri á kaffistofu og göngum. Bragi Ásgeirsson. Guttormur J. Guttormsson: KVÆÐI. 197 bls. Búkaútg. Menningarsj. Rvfk 1976. GUTTORMUR J. Guttormsson fæddist og ólst upp vestanhafs, lifði þar og starfaði alla ævi og sá ekki Island fyrr en á efri árum að hann kom hingað tvisvar sem gestur. Því er ekki að undra að kvæði hans bera yfir sér fram- andi svip jafnframt þvf að þau minna rækilega á fslenskan upp- runa skáldsins. Guttormur var sem næst jafn- aldri nýrómantfsku skáldanna hér heima, fimm árum yngri en Guðmundur Guðmundsson en ár- inu eldri en t.d. Sigurður Sigurðs- son frá Arnarholti. Hann varð því fyrir ýmsum sömu alþjóðlegu áhrifum og þeir, hallaðist meðal annars „að frönskum symbólist- um, og þó ekki að nokkrum einum sérstaklega." Rammíslenskt skáldskaparuppeldi leynir sér þó ekki í máli og kveðandi. En yrkis- efnin — jarðvegur sá sem kvæðin eru sprottin af — eru vestræn. Islenskt — evrópskt — amerfskt — margur hefur ofið sér vef af veigaminni þráðum. Guttormur var bóndi og þurfti að láta hendur standa fram úr ermum sem slíkur ekki sfður en þeir bændur hér heima sem jafn- framt búskapnum ruddu sér til rúms á bragabekk á sama tfma. Eigi að síður var lffsbaráttan vest- anhafs öðru vísi, landið annars konar, umhverfið ólíkt. Menning- arlegi sjónhringurinn var annar, að sumu leyti víðari. Guttormur kvaðst hafa „að jafnaði lesið tfu bækur á ensku á móti hverri einni á íslensku." Hér heima voru menn að stauta sig fram úr heims- bókmenntunum á dönsku! Hins vegar guldu vestur- fslensku skáldin þess að þau töld- ust til minnihlutahóps í landinu, ortu á tungu sem óverulegur hluti íbúanna skildi og urðu í raun að treysta á skáldlegt langlffi sitt hér austan hafsins. Þóroddur Guðmundsson, sem fylgir þessu kvæðaúrvali úr hlaði með ágætri ritgerð um Guttorm og kveðskap hans, segir meðal annars: „Sjálfur segist Guttormur hafa orðið fyrir mestum áhrifum af rammislenskum skáldum, sem séu sál sinni skyldust, eins og Bjarna Thorarensen, Grími Thomsen, Stephani G., Guðmundi Friðjónssyni og Jakobi Thoraren- sen. En mér finnst eigi síður auð- sær skyldleiki hans með Long- fellow, Edgar Allan Poe, sem aug- Guttormur J. Gurrormsson ljóst er af svo ólfkum kvæðum sem Sandy Bar, Góða nótt og fleiri kvæðum, sem hann yrkir undir sömu háttum og Hrafninn er ort- ur, og William Blake, sem hann dáði ef til vill mest allra skálda, enda dulur og táknrænn eins og hann.“ Eins og þessi orð Þórodds bera með sér hefur Guttormur sótt sér fyrirmyndir jöfnum höndum til skálda austan hafs og vestan. Þessi blönduðu áhrif eru svo sér- stæð að kveðskap Guttorms verð- ur ekki líkt við neinn annan kveð- skap í fslenskum bókmenntum. Kvæði eins og Sandy Bar hefur ekki verið ort á islensku, hvorki fyrr né sfðar og á sér enga hlið- stæðu. Vel hefði Guttormur getað valið því fslenskt heiti. En hann hefur örugglega vitandi vits gefið því þetta enska nafn. Og sem kvæðið hefur verið lesið skilst að það er vel valið: með þvf hefur skáldið viljað undirstrika fram- andleik þess umhverfis sem beið fyrstu fslensku landnemanna í Vesturheimi. Þar höfðu þeir ei lengur „dal“ eða „nes“ undir fót- ur heldur Sandy Bar. Skemmtilega lýsir Þóroddur áhrifum þeim, sem hann varð fyr- Þar sem sidgæði og hátt- vísi er á undanhaldi Guðrún Helgadóttir 1 afahúsi Myndir: Mikael V. Karlsson Hafnarprent prentaði Iðunn, Reykjavfk 1976 Guðrún Helgadóttir hefur sent frá sér þriðju bók sína sem hún nefnir í afahúsi. Guðrún vakti strax á sér athygli með fyrstu bók sinni sem þótti gott byrjandaverk. I afahúsi búa þau afi og amma f kjallaranum, en mamma og pabbi með börnum sínum fjórum búa á hæðinni. Mamma vinnur úti. Pabbi var á sjónum, en hætti til þess að verða skáld. -Afi á húsið. Aðalpersóna sögunnar er Tóta, 8 ára gömul, mikið skýrleiksbarn og ári á undan í skóla. Uppistaða sögunnar er hversdagslif fjöl- skyldunnar, þótt Tóta sé alltaf miðpunkturinn sem stundum stjórnar blátt áfram atburðarás- inni með orðum sfnum og gerðum. Afi sá ágætis karl fræðir Tótu heilmikið. En honum getur orðið á í messunni.: — En farðu ekki að vera með nainn andhælishátt fyrir það — — Tóta vissi vel að andhæli var sama og montrass. Hún skildi málið hans afa prýðilega. — Ekki er ég viss um að lesendur samþykki það að andhæli þýði montrass, heldur viðriðni, van- skapningur, aulabárður o.fl. lfkt. Bókin er léttilega skrifuð og margir brandarar eru i henni fyr- ir þá sem hafa gaman af slfkum bröndurum. I henni ber lítið á siðgæði og háttvísi í mannlegum samskiptum. Amma sér um há- degismatinn fyrir börnin. — Koma Pétur og Dísa f matinn núna? spurði amma. Tóta horfði á ömmu sína. — Amma mín, sagði hún, geturðu ekki lært þetta? Pét- ur og Dísa koma aldrei í mat á fimmtudögum. Auk þess stendur Bðkmenntlr JENNA JENSDÓTTIR skrifar um barnabækur það þarna. Hún benti á stunda- töflu barnanna á veggnum. Amma horfði ráðvillt á töflurnar og til að gera eitthvað strauk hún vegginn í kringum þær með borð- tuskunni. — Mamma átti afmæli og börnin ætluðu að halda veislu fyrir hana. Þau höfðu sparað saman af viku- peningunum. Bræðurnir höfðu engin Andrésblöð keypt sfðustu vikur. Þeir tóku þau bara niðri f bæ án þess að borga. Þótt samviskan hreyfði svolítið við Tótu, sem vissi þetta, varð niðurstaða hugsana hennar sú: — Halli og Pétur höfðu þó allavega sparað peningana sfna vegna mömmu.— Sigrfður nágrannakona er ekki hátt skrifuð. Drengirnir, bræður Tótu, hafa heldur ekki frið fyrir henni til að leita að rottum í garð- inum hennar. Áreiðanlega er pabbi besta og eftirtektarverðasta persónan f sögunni. Samtalið sem Tóta og hann eiga saman í öskjuhlíðinni ber eindreginn vott þess. í þeim kafla má líka finna veigamiklar hugleiðingar og hlýju. Pabbi seg- ir: — Allir hafa sitt hlutverk. Við erum bara lítill hluti af þessu öllu. En ef við vinnum saman, Lipur og fundvís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.