Morgunblaðið - 22.01.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.01.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1977 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiSsla Auglýsingar Askriftargjald 1 100.00 Í lausasölu 60 hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, slmi 10100. Aðalstræti 6. slmi 22480. kr. á mánuði innanlands. .00 kr. eintakið HÆFILEIKINN TIL AÐ GLEYMA íslenzka rlkið hefur ekki sýnt það frumkvæði i byggingar og umhverfismálum i gamla bænum, sem æskilegt verður að telja (Ijósm: myndasafn TG 1 7) r Ileiðurum Morgunblaðs- ins i gær og fyrra- dag var lítillega rakinn starfs- ferill og starfsárangur núver- andi rikisstjórnar i meginvið- fangsefnum hennar: öryggis- málum, landhelgismálum, orkumálum og siðast en ekki sizt ríkisfjármálum og efna- hagsmálum í víðara skilningi. í lýðfrjálsum löndum verða stjórnmálaflokkar og rikisstjórn- ir að leggja gjörðir sínar undir mat opinberra umræðna og loks dóm almenníngs í frjáls- um, leynilegum kosningum. Sá almannadómur verður að byggjast á gjörskoðun mála, frá öllum hliðum, svo dóms- uppkvaðning verði réttlát og marki framtíðarstefnu í far- sældarátt Hæfileiki mannsins til að gleyma, einkum því sem óþægilegt er, hefur oft verið lofsunginn og talinn náðargjöf. Og vissulega má styðja þá stað- hæfingu sterkum rökum. Engu að síður getur gleymskan verið viðsjárverður vinur; sem leitt hefur til endurtekningar sömu mistakanna æ ofan í æ Það er ekki nema tvö og hálft ár síðan vinstri stjórnin skilaði afrakstri sinum og árangri í hendur nú- verandi rikisstjórnar Þrátt fyrir það hefur þegar fennt í flest spor hennar — i hugum fólks. Réttlátur dómur verður þó ekki kveðinn upp yfir núverandi ríkisstjórn, nema fólk almennt hafi ríkt í huga, hvern veg mál stóðu, er hún tók við völdum; hver var árangur og afrakstur vinstri stjórnarinnar eftir þriggja ára valdasetu Á miðju ári 1974, þegar þjóðin gekk til kosninga, blasti við hættuástand i efna- hagsmálum þjóðarinnar. Þetta hættuástand var ekki sízt undir- strikað af vinstristjórnarflokk- unum sjálfum, enda sprakk stjórnarsamstarfið af þess völd- um, áður en kjörtimabilið var á enda runnið. Sjávarútvegurínn, helzti atvinnuvegur þjóðarinn- ar, stóð frammi fyrir stórkost- legum rekstrarörðugleikum, og rekstrargrundvöllur útflutnings- iðnaðarins var í þann veginn að bresta. Mikill halli var á við- skiptajöfnuði, þrátt fyrir undan- gengið hagstætt viðskiptaár (1973). Gjaldeyrisforði þjóðar- innar var þrotinn og erlendar skuldir hlóðust upp Greiðslu- halli ríkissjóðs nam 2 milljörð- um króna á verðgildi þeirra tíma og fjárvöntun opinberra sjóða nam enn hærri upphæð Verðbólguvöxtur, sem verið hafði um 12% á ársgrundvelli allt tímabil viðreisnarstjórnar- innar, eða I 1 2 ár, rauk upp í 54% á kveðjuári vinstri stjórn- ar. Þessi þróun varð á mestu uppgangstímum, sem orðið hafa I útflutningsgreinum landsmanna. Við þennan arf bættist svo snöggversnandi viðskiptakjör á árunum 1974 og 1975, sem rýrðu kaupmátt útflutningstekna þjóðarinnar um 30% á 12 mánaða tima- bili. Atvinnuöryggi þjóðarinnar, lánstrausti hennar erlendis og framtíðarhagvexti var stefnt í bráða hættu Þannig var um- horfs I efnahagsmálum þjóðar- innar, er núverandi rikisstjórn settist að völdum. Vinstri stjórnin hafði haldið að sér höndum um nýtingu innlendra orkugjafa, jarðvarma og fallvatna landsins. Af þeim sökum kom margföldun olíu- verðs miklu verr við þjóðarbúið og heimilin i landinu en ella Þetta aðgerðaleysi frestaði óhjákvæmilegum framkvæmd- um til dýrari framkvæmdatíma, sem leiddi til verulega hærri stofnkostnaðar og orkuverðs, auk þess sem hækkun olíunnar kom illa við gjaldeyrisstöðu þjóðarínnar og rýrði ráðstöfun- artekjur almennings. Eftir samninga vinstri stjórn- arinnar við Breta 1973, sem fólu í sér veiðiheimildir til handa 139 brezkum togurum, var afstaða þáverandi sjávarút- vegsráðherra til væntanlegrar 200 milna fiskveiðilandhelgi, ekki burðugri en það, að hann taldi þá útfærslu eiga að koma einhvern tíma seinna, eftir lykt- ir hafréttarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna, eða þegar slíkt væri heimilt að alþjóðalögum. Það var öll reisnin i afstöðu hans þá. Óþarfi er að tiunda það hættuástand, sem þá ríkti í öryggismálum þjóðarinnar, sem leiddi til undirskrifta meir en 55.000 kosningabærra ís- lendinga, er kröfðust meiri ábyrgðar og festu í þessum þýðingarmikla málaflokki. Þetta ástand í þjóðmálum ársins 1974 má ekki gleymast. Það feiddi til þess stjórnarsam- starfs, sem nú er. Og þótt margt megi og þurfi að bæta í þjóðfélagi dagsins i dag, getur enginn sanngjarn maður kom- izt hjá því að viðurkenna, að núverandi ríkisstjórn hefur náð verulegum árangri i flestum greinum þjóðmálanna, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni. Og við höfum einfaldlega ekki efni á að glutra niður þeim árangri, sem náðst hefur, held- ur þarf að treysta stoðir áfram- haldandi efnahagsbata, ef tryggja á áframhaldandi at- vinnuöryggi og treysta forsend- ur framtiðar lífskjara þjóðarinn- ar. Margklofin, innbyrðis sundurþykk stjórnarandstaða, sem hefur enga marktæka heildarstefnu i vandamálum líðandi stundar, er heldur ekki girnilegur valkostur til að stýra þjóðarskútunni inn á öruggari sjó framtíðarvelmegunar. Og sporín hræða, þau er stigin vóru á árum vinstri stjórnar. Gestur Óiafsson: Endur- nýjun eldri hverfa í Morgunblaðið sl. þriðjudag ritar annar af skipulagshöfundum Breið holts III, Hróbjartur Hróbjartsson, „hugleiðingar" um skipulag gamalla hverfa borgarinnar þar sem hann ma. dregur í efa getu Islenzkra arki- tekta til að skapa „ámóta viðfelldið og hugstætt yfirbragð byggðar og sjá má í gömlum hverfum". Þótt ótti Hróbjarts sé að sumu leyti skiljan legur vaknar samt sú spurning, hvernig Islenzkum skáldum hefði þótt að hætta að yrkja þegar þeir Jónas og Steinn og Guðrún frá Lundi voru öll Hér er að vísu ekki um algera hliðstæðu að ræða, en oft er skammt milli skoðana þeirra, sem berjast fyr- ir friðun allra mannvirkja og fryst- ingu borga í núverandi formi, og algerrar vantrúar á getu okkar nútfmamanna til að gera jafnvel eða betur en forfeður okkar. Að visu er sögulegt samhengi f borgum mjög mikilvægt, en ef við ákveðum að banna öðruvfsi eða stærri byggingar á öllum lóðum f gamla bænum — eins og Hróbjartur og skoðanabræð- ur hans leggja til — held ég að flestum þyki æskilegri framtfðarþró- un vera skorinn nokkuð þröngur stakkur. Þannig skipulag sem tekur einstrengingslega afstöðu til eins málaflokks á kostnað annarra er ekki það skipulag sem talið hefur verið æskilegt á þessu svæði. í tillögum að framtfðarþróun þessa borgarhluta er hins vegar lagt til að æskilegum sérkennum svæðisins sé haldið, en jafnframt þessu lögð áherzla á byggingu nýrra mannvirkja þar sem það er til bóta fyrir þennan borgarhluta þannig að ný varðveizlu- verð sérkenni nái Ifka að myndast. Umræða um framtfð gamalla hverfa og mannvirkja hér á landi hefur á undanförnum árum ein- kennst af öfgum á báða bóga og menn skipst í flokka eftir þvf hvort þeir vilja láta rífa allt eða ekkert. í tillögum um framtfð gamalla hverfa Reykjavíkur er hvorugum þessum öfgum fylgt enda getur það varla talizt skynsamleg stefna til lang- frama. í aðalskipulagi borgar, eins og þvf sem nú er verið að endurskoða f Reykjavfk, er mörkuð þróunarstefna í meginatriðum sem yfirleitt nær til 20 ára tfmabils. Þannig að alskipu- lag er yfirleitt staðfest og hlýtur þá lagagildi og skiptir þvf mjög miklu máli fyrir alla borgarbúa, Iff þeirra, starf, umhverfi og fasteignir. Það er því nauðsynlegt að sem flestir reyni að skilja þannig stefnu opnum huga og að rétt sé farið með tölur og önnur atriði þegar þau eru birt al- þjóð. í grein Hróbjarts, sem annars er góð um margt, skortir töluvert á að svo sé. Samanlagður gólfflötur allra bygg- inga á þvf svæði, sem var sérstak- lega athugað f gamla bænum, er ekki um 500.000 fm heldur um 600.000 fm. Þær tillögur sem nú hafa verið til umræðu gera ekki ráð fyrir um 200.000 fm aukningu gólf- flatar á athugunarsvæðinu á næstu 20 árum eins og Hróbjartur staðhæf- ir. Á sl. 25 árum hafa verið byggðir um 144.000 fm á þessu svæði. Reiknuð hefur verið út fræðileg hámarksnýting á svæðinu miðað við tillögur um nýtingarhlutfall. Ef byggt væri á öllum lóðum, sem minna eru nýttar en hámarksnýting segir til um, er sú tala um 200.000 fm en fullyrða má að það verði ekki á næsta skipulagstímabili, enda er ekki til þess hvatt. Þessar tillögur um hámarksnýt- ingu svæðisins eru miðaðar við að núverandi gatnakverfi haldist f meginatriðum þannig að ekki verði nauðsynlegt að byggja þarna marg- hæða gatnamót. Áframhaldandi þró- un þessa svæðis f samræmi við skipulagstillögurnar er því ekki ástæðan fyrir „milljarða fjárfestingu við brúarsmfðar á gatnamótum við Miklubraut, byggingu Fossvogs- brautar og Sætúns við Skúlagötu". Þvf fer einnig fjarri að í nýjum tillögum að framtfðarþróun þessa svæðis sé lagt til að staða þess sé styrkt og mikilvægi þess aukið. í tillögunum er ma. gert ráð fyrir um 2000 fbúa fjölgun á svæðinu. Ef hver fbúð er reiknuð á 100 fm með sameiginlegu rými er þar kominn um þriðjungur af fræðilegri hámarksvið- bótarnýtingu svæðisins samkvæmt tillögunum. Að vfsu er nauðsynlegt að fara varlega f sakirnar við fjölgun atvinnutækifæra f gamla bænum, en því fer einnig vfðs fjarri að lagt sé til að þeim fjölgi um allt að 7000. Ein af þeim hugmyndum, sem rædd hefur verið viðvfkjandi erflingu þessa borgarhluta, og Hróbjartur minnist á, er lokun opinberra mötu- neyta þannig að starfsmenn fái f staðinn matarmiða og geti sfðan val- ið milli veitingahúsa. Þessi tilhögun myndi tvfmælalaust auka fjölbreytni veitingahúsa og stuðla að auknu borgarlffi og svipuðu máli gegnir ef gólfflötur verzlana og þjónustufyrir tækja á jarðhæð, t.d. f Kvosinni, væri aukinn á kostnað banka. Þessar aðgerðir duga þó skammt ef ekki er samtímis reynt að ráða bót á ýmsum öðrum vandamálum. Mörg þessara vandamála eru fjölþætt og erfið við- fangs en að undanförnu hefur þó verið reynt að brjóta nokkur þeirra til mergjar og tillogur til úrbóta sett- ar fram f greinargerðum. Ástæða virðist samt vera til þess að drepa á nokkur þessara mála ef það gæti stuðlað að frekari skilningi og raun- hæfari umræðu. Breytingar á borginni af manna völdum geta f grundvallaratriðum einungis átt sér stað á tvennan hátt — með framkvæmdum opinberra aðila og opinberra stofnana og með framkvæmdum einstaklinga og fyrir- tækja þeirra. Borgaryfirvöld geta auk þessa haft mikil áhrif með skipu- lagi og ýmiss konar hvatningu, þótt hún þurfi ekki að kosta mikið fé, forgangsröðun framkvæmda og skjótri afgreiðslu skipulags og bygg- ingarmála. Á ofangreindu at- hugunarsvæði hefur fslenzka rfkið samt ekki sýnt það frumkvæði f byggingar- og umhverfismálum sem æskilegt verður að telja, bæði t.d. hvað viðvfkur Alþingi og stofnunum rfkisins við Arnarhól. í stað þess að byggja á auðum eða Iftið notuðum lóðum á þessum svæðum, sem gæti bætt umhverfi borgarinnar verulega, er starfsemi rfkisins rekin á vfð og dreif um Reykjavík. Þessi stefna hef- ur verið gagnrýnd og er lagt til að þessar lóðir verði byggðar á næsta skipulagstfmabili. Tæknilegt ástand fbúða á þessu svæði er mjög misjafnt, enda er meira en 70% af fbúðum þarna ðyggðfyrir 1919. í könnun sem gerð var á vegum borgarlæknis 1972 og '73 kom f Ijós að „lélegar og slæm- ar" fbúðir á þessu svæði voru um tvö hundruð. Á það hefur verið bent um árabil að ekki er til nein skilgreining á heilsuspillandi húsnæði sem er viðurkennd af opinberum aðilum og er þvf erfitt að meta þetta vandamál. Eitt er víst að hér er nauðsynlegt að gera verulegt átak ef svæðið á að verða æskilegt til fbúðarbyggðar. Flestar þessara fbúða er hægt að bæta mjög verulega, en til þess þurfa eigendur þeirra að eiga kost á hagstæðum lánum en þau eru ekki fyrir hendi f dag. Á sama hátt er nauðsynlegt að jafna lánamóguleika til kaupa á gömlu og nýju fbúðarhús- næði. Mat á lóðum og fasteignum á þessu svæði hefur ekki tekið mið af skipulagi og byggingarmöguleikum sem skyldi og hefur þetta orðið þess valdandi að rekstur fasteigna hefur sums staðar ekki staðið undir gjöld- um og æskilegu viðhaidi. Nauðsyn- legt verður að telja að þetta mál sé tekið til endurskoðunar ma. með til- liti til hugsanlegrar verndunar bygg- inga. Að undanförnu hefur yfirleitt verið varið hlutfallslega mun meira fé til Framhald á bls. 25 Bygging nýrra mannvirkja í gömlum hverfum f verulega stærri mælikvarða en aðliggjandi byggð. og niðurrif húsa til þess að mynda bifreiðastæði hefur bæði breytt sérkennum þessara hverfa og rýrt gildi aðliggjandi umhverfis og fasteigna. í flestum mannvirkjum á svæðinu er að verulegu leyti hægt að koma til móts við óskir um nútíma tækninýjungar og þægmdi en nauðsynlegt er að bæði sé völ á sérþekkingu og aðgengilegum lánum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.