Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 48. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 SIÐUR
48.tbl. 64. árg.
MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Stefna okkar í mannréttinda-
málum ákveðin og varanleg
— sagði Jimmy Carter á fundi sínum með Vladimir Bukovsky í Hvíta húsinu í gærkvöldi
marz  —
Washington  —
Reuter—AP
JIMMY Carter, forseti Bandaríkj-
anna, lýsti þvf yfir við sovézka
andófsmanninn Vladimir Bu-
kovsky  á fundi  þeirra f Hvfta
húsinu f kvöld, að stefna Banda-
rfkjanna f ' mannréttindamálum
væri ákveðin og varanleg, um leið
Vladimir Bukovsky ásamt Walter Mondale, varaforseta Bandarfkjanna, f Boosevelt-stofu í Hvíta húsinu f
gærkvöldi.
Fréttaljósmyndarar fengu ekki  leyfi til að taka myndir á fundi þeirra Carters og Bukovskys.
(AP—sfmamynd).
og hann lýsti þvf yfir, að hann
mundi ekki fara f launkofa með
skoðanir sfnar f þessu efni, sama
hvaða rfki ætti hlut að máli. For-
setinn kvaðst mundu gæta þess
vandlega að haga orðum sfnum
svo, að þau yrði til þess að rétta
hlut þeirra, sem byggju við
ðfrelsi og kúgun, en yrðu ekki til
þess að gera illt verra.
„Ég er yður mjóg þakklátur. Ég
geri mér fyllilega grein fyrir
þeim mikla heiðri sem mér er
sýndur með þessari móttöku, og
lft svo á að með þvf sé stjórn yðar
að sýna hreyfingu þeirri, sem ég
er fulltrúi fyrir, og hugsjónum
þeim, sem við beriumst fyrir,
virðingu sfna," sagði Vladimir
Bukovsky.
Aður en þeir Carter og
Bukovsky hittust, átti hinn sfðar-
nefndi fund með Walter Mondale
varaforseta. Mondale spurði með-
al annars hvað það væri, sem
veitti Bukovsky og félögum hans f
mannréttindahreyfingunni sálar-
styrk til að berjast fyrir mann-
réttindum. „Fyrst og fremst trúin
á manninn, trúin á framtfðina og
trúin á manngildið," sagði
Bukovsky.   Framhald á bls. 18
David Owen, hinn nýi utanrfk-
isráðherra Breta
Hikum ekki við
að ræða hrein-
skilnislega um
mannréttmdamál
— sagði brezki
utanríkisráðherrann
Lundúnum — 1. marz
— Reuter
DAVID Owen, hinn nýi utan-
rikisráðherra stjórnar Verka-
mannaflokksins, sagði í Neðri
málstofu brezka þingsins í dag,
að brezka stjórnin hikaði ekki
við að lýsa hreinskilnislega yf-
ir skoðun sinni þegar hún teldi
mannréttindi fyrir borð borin.
„Við verðum að taka afstöðu
i þessu efni, og gildir þá einu
um hvaða heimshluta er að
ræða. Við munum gera söinu
kröfur til Chile og við gerum
Framhald á bls. 18
Carillo
Berlinguer
Marchais
Kommúnismi
samræmist
ekki lýðræði
— segir Pravda við upphaf leiðtogafundarins í
Madrid - og mælir með „friðsamlegu ofbeldi"
Madrid — 1. marz — Reuter
PRAVDA, málgagn sovézka
kommúnistaf lokksins, birtir f dag
langa grein, að þvf er virðist f
tilefni fundar kommúnistaleið
toganna þriggja, sem hefst f
Madrid á morgun. I greininni seg-
ir meðal annars, að á leiðinni til
kommúnismans sé samstarf
kommúnista við aðra stjórnmála-
flokka ekki annað en varða, —
kommúnismi rúmist ekki innan
vestræns lýðræðisskipulags. Þá er
I greininni mælt með „friðsam-
legu ofbeldi", sem óhjákvæmilegt
sé f þvf skyni að losa þjóðfélög úr
klóm auðvaldsins og koma á raun-
hæfum sósfalisma.
Spænski kommúnistaflokkur-
inn hefur kallað út eigið varnar-
lið til að gæta öryggis formanna
kommúnistaflokkanna í Frakk-
landi, á Italfu og Spáni, meðan á
fundi þeirra stendur. „Við ætlum
ekki að láta lögregluna um
öryggismálin," sagði fulltrúi
fokksins f dag, „við gerum okkar
ráðstafanir  og  útvegum  sjálfir
öryggisverði."
Pravda-greinina undirritar  A.
Viktorov, og er talið vfst að það sé
Framhald á bls. 18
Utanríkisráðherra Hollands í Prag:
Veitti talsmanni „Mann
réttinda 77" áheyrn
Prag — 1. marz — Reuter.
MAX van der Stoel, utanrfkisráð-
herra Hollands, sem um þessar
mundir er f opinberri heimsðkn f
Tékkóslóvakfu, átti f dag fund
með andófsmanninum Jan
Patocka, en hann var einn þeirra
sem undirrituðu „Mannréttindi
77". Aður hefur erlendur stjórn-
málamaður ekki rætt við fulltrúa
þeirra, sem stóðu að skjalinu, en
sfðan það var birt hefur Patocka
sætt hörðum árásum stjórnvalda f
Tékkðslóvakfu.
Max van der Stoel hefur rætt
við ýmsa tékkneska ráðamenn,
þar á meðal starfsbrðður sinn,
Bohuslav Choupnek. Viðræður
þeirra snérust meðal annars um
mannréttindamál og tjáði van der
Stoel hinum tékkneska utanrfkis-
ráðherra, að hin harkalegu við-
brögð stjórnarinnar í Prag við
„Mannréttindum   77"  vörpuðu
skugga á hinn fyrirhugaða fund
um efndir Helsinki-sáttmálans,
sem haldinn verður f Belgrad f
sumar.
Van  der  Stoel  skýrði  frétta-
mönnum i Prag frá því, að fundur
Jenkins mælir
með aðild Portú-
gals að EBE
Parfs — 1. marz — NTB
ROY Jenkins, formaður fram-
kvæmdanefndar Efnahgsbanda-
lagsins, sagði að loknum fundi
sfnum með ráðamönnum f Frakk-
landi f dag, að Portúgal,ætti að fá
inngöngu i Efnahagsbandalagið,
þrátt fyrir þá efnahagsörðugleika
sem það kynni að hafa f för með
sér fyrir bandalagið.
Framhald á bls. 18
þeirra Patocka hefði ekki verið
undirbúinn, heldur hefði Patocka
haft samband við sig i gistihúsi
sínu i Prag og óskað eftir fund-
inum. Kvaðst ráðherrann hafa
fullvissaó Patocka um að hol-
lenzka stjórnin væri staðráðin i að
krefjast þess að ákvæði Helsinki-
sáttmálans um mannréttindi yrðu
haldin í öllum greinum, og að
hann liti ekki svo á að fund þeirra
væri hægt að túlka sem íhlutun í
tékknesk innanríkismál.
Jan Patocka, sem er heimspeki-
prófessor, sagði að fundinum
loknum, að hann hefði lagt á það
áherzlu vií van der Stoel, að þeir
sem undirrituðu „Mannréttindi
77" væru ekki að berjast gegn
stefnu stjórnarinnar, — þeir færu
aðeins fram á að haldin væru
mannréttindaákvæði sem sé að
finna i tékkneskum lögum og
Framhald á bls. 18
Ginsburg ákærður — Solzhenitsyn
felur lögmanni sínum að ver ja hann
Moskvu — Washington
— 1. marz — NTB — Reuter
SOVÉZKI rithöfundurinn og
andðfsmaðurinn Alexander
Ginsburg, sem handtekinn var f
Moskvu nýlega, hefur verið
ákærður fyrir athæfi, andstætt
hagsmunum Sovétrfkjanna, að
þvf er Irina kona hans skýrði
frá á fundi, sem Helsinki-
nefndin svonefnda gekkst fyrir
I Moskvu f dag. Irina Ginsburg
sagðist gera sér grein fyrir þvf
að maður hennar kynni að
hljðta allt að 15 ára fangavist
yrði hann sekur fundinn.
Þá var frá þvi skýrt í Wash-
ington í dag, að Nóbelshöfund-
urinn Alexander Solzhenitsyn
sem búsettur er í Bandaríkjun-
um, hafi falið lögmanni sinum
að taka að sér mál Ginsburgs,
sem er náinn vinur hans. Áður
en  Ginsburg  var  handtekinn
annaðist hann úthlutun fjár úr
sjóði, sem Solzhenitsyn stofnaði
til styrktar fjölskyldum andófs-
manna i Sovétríkjunum.
Lögfræðingurinn, Edward
Bennett Williams, sem þekktur
er fyrir málflutning í meiðyrða-
málum, kvaðst i dag ætla að
sækja um vegabréfsáritun til
Sovétríkjanna, enda þótt hann
gerði sér Iitlar vonir um að so-
vézk stjórnvöld tækju í mál, að
hann verði Ginsburg fyrir rétti.
Hann telur hugsanlegt, að
ákvæði    Helsinki-sátlmálans
skapi forsendur fyrir „vissum
réttarfarslegum aðgerðum", en
vill á þessu stigi málsins ekki
spá því hvaða stefnu málið
kunni að taka.
Á  fréttamannafundinum  í
Moskvu í dag voru ýmsir helztu
talsmenn andófsmanna, — þar
Framhaldábls. 18
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32