Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 48. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977

„Þannig var vfða umhorfs f Perú eftir jarðskjálftana. íbúar í fiskibæn-
um Chimbote leita að ættingjum f rústum húsa sinna. Þar hafa
f jörutfu prósent allra húsa hrunið til grunna eða skemmst og a.m.k.
300 farist.
(Mhl. 5. iiínt. 197(1)
Klukkan 18.50:
Börnin í Perú —
eftir eina ægileg-
ustu jardskjálfta,
sem sögur fara af
Klukkan 18.50 er á dagskrá
sjónvarpsins þátturinn: Börn um
vfða veröid og heitir sá, sem við
sjáum f kvöld Börnin f Perú.
Gina Lollobrigida f
myndinni „Bread, Love
and Fantasy" árið 1953.
En fyrir þá mynd hlaut hann
kvikmyndaverðlaun.
Hann kvæntist fjórðu eigin-
konu sinni Lauren Bacall, árið
1945, og léku þau saman í ótal
myndum. Hún lifir mann sinn og
er enn að leika. Ein af hennar
síðari myndum var Austurlanda-
hraðlestin, byggð á sögu Agötu
Christie.
Önnur þekkt stjarna í myndinni
i kvöld er Gina Lollobrigida. Hún
er fædd á ítalíu árið 1927. Lagði
stund á sígilda leiklist við aka-
demíu í Róm í hartnær fimm ár.
Frumraun hennar var i myndinni
„Love of a Clown" eða „Ást á
trúði". Hún þótti strax gædd
óvenjumiklum yndisþokka og
sökum þess hve glæsileg hún var
(er) vakti hún fljótlega eftir sína
fyrstu mynd athygli á alþjóðavett-
vangi. Frá árunum 1950 allt til
1972 lék hún i mörgum stórmynd-
um undir stjórn leikstjóra eins og
Luigi Comencini og má þá nefna
myndina „Bread, Love and
Fantasy" sem gerð var árið 1953.
Síðari ár hefur hennar helzta
áhugamál verið ljósmyndun og
eigi alls fyrir löngu gaf hún út
bók með ljósmyndum, sem hún
hefur tekið víðsvegar um
heiminn, m.a. í heimsókn hjá
Fidel Castro á Kúbu.
Vorið 1970 urðu einhverjir
mestu jarðkjálftar, sem sögur
fara áf i Andesfjöllum og í kjölfar
þeirra urðu gífurleg skriðuföll.
Myndin, sem við sjáum í kvöld
segir frá uppbyggingarstarfi í
fjöllunum á vegum Barnahjálpar
Sameinuðu þjóðanna 1722, tveim-
urárum eftir jarðskjálftann.
Myndin er tekin i dal þar sem
tveir bæir fóru alveg í kaf, eða
grófust undir skriðunum. Þar er
fylgst með systkinum, sem misstu
foreldra sina í skjálftunum og
vinna eins og fleiri að upp-
byggingu bæjarins, sem þau
bjuggu i, en þar hafa S.Þ. og
ríkisstjórn Perú komið upp bráða-
birgðaþorpi, þegar myndin er tek-
in.
í Morgunblaðinu hinn 4. júní
segir m.a. um jarðskjálftana í
Perú: „Átta daga þjóðarsorg hef-
ur verið fyrirskipuð í Perú, þar
sem óttazt er að allt að 50 þúsund
manns hafi farist í jarðskjálftun-
um og fánar blöktu f hálfa stöng
hvarvetna í landinu í dag. Slæmt
veður og samgönguerfiðleikar
hamla björgunarstarfi, sem er
haldið áfram af fullum krafti og
hjálparsendingar hafa borizt frá
mörgum löndum, þar á meðal
Chile, Argentínu og Bandaríkjun-
um.
Vegir til jarðskjálftasvæðisins
hafa lokazt vegna skriðufalla og
sprungumyndana og hjálparsveit-
ir grafa i leðju og aur í leit að
fólki, sem kann að hafa komist
lífs af.. ."
Daginn eftir, 5 júní segir enn-
fremur í Mbl.: „Taugaveikifaraid-
ur hefur gosið upp meðal ibúa I
fjölmörgum rústaborgum Perú.
Þá vofir hættan á frekari jarð-
skjálftum enn yfir og aðfaranótt
fimmtudags voru jarðhræringar i
höfuðborginni svo kröftugar, að
fólk þusti þúsundum saman,
skelfingu lostið lit úr hýbýlum
sínum. Ekkert teljandi tjón varð
þó í það sinnið og ekki slys á fólki.
Enn eru að berast fréttir utan af
landi um þorp og bæi, sem ger-
samlega hafa þurrkast út úr i
þessum ægilegu jarðskjálftum
siðustu daga og tala látinna hækk-
ar stöðugt. Samkvæmt siðustu
skýrslum stjórnvalda hafa um 50
þúsund látist og er óttast að ekki
séu öll kurl komin til grafar enn.
Þá eru um 600 þtisund heimilis-
og eignalausir eftir náttúruham-
farirnar."
Þýðandi myndarinnar um börn-
in i Perú er Stefán Jökulsson.
93 rithöfundar hlutu
32,8 millj. í starfslaun
LAUNASJÓÐUR rithöfunda hefur úthlutað 293 mánaðarlaunum til
93ja rithöfunda, en samtals nam fjárveiting til sjððsins á fjárlögum
1977 32.759.000 krónum. Alls bárust umsóknir frá 129 aðilum um
starfslaun f röska 700 mánuði. Sjóðsstjórnin úthlutaði 6 rithöfundum
starfslaun f 7 mánuði, 13 f 5 mánuði, 38 fengu þriggja mánaða
starfslaun og 36 tveggja mánaða.
í fréttatilkynningu frá Launa-
sjóði rithöfunda, sem Morgun-
blaðinu barst í gær, segir m.a., að
í reglugerð sjóðsins segi að árs-
tekjum hans skuli varið til þess að
greiða fslenzkum rithöfundum
starfslaun samkvæmt byrjunar-
launum menntaskólakennara.
Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa
íslenzkir rithöfundar og höfundar
fræðirita. Þá er heimilt að greiða
úr sjóðnum fyrir þýðingar á ís-
lenzku.
Starfslaunin eru veitt eftir um-
sóknum. Höfundur, sem sækir um
og hlýtur starfslaun í þrjá mánuði
eða lengur, skuldbindur sig til
þess að gegna ekki fastlaunuðu
starfi meðan hann nýtur starfs-
launa. Tveggja mánaða starfslaun
skulu einungis veitt vegna verka
sem birzt hafa næsta almanaksár
á undan og þeim fylgir ekki kvöð
um að gegna ekki fastlaunuðu
_starfi.
Umsóknarfrestur rann út 31.
desember síðastliðinn og bárust
eins og áður segir umsóknir frá
129 aðilum. Þeim hefur öllum ver-
ið svarað og skrá um úthlutunina
send menntamálaráðuneyti.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Morgunblaðið fékk i gær, hlutu
eftirtaldir rithöfundar starfslaun
aðþessu sinni:
7    mánaða    starfslaun
fengu:
Guðbergur Bergsson, Ingimar Er-
lendur Sigurðsson, Kristinn Reyr,
Pétur Gunnarsson, Tómas Guð-
mundsson.
5 mánaða starfslaun
fengu:
Birgir Sigurðsson, Erlendur Jóns-
son,  Gréta  Sigfúsdóttir,  Guð-
mundur Daníelsson, Jóhannes
Helgi, Jón Óskar, Oddur Björns-
son, Ólafur Haukur Símonarson,
Sigurður Pálsson, Steingerður
Guðmundsdóttir, Vésteinn Lúð-
vfksson, Þorgeir Þorgeirsson,
Þóroddur Guðmundsson * frá
Sandi.
3ja mánaða starfslaun
hlutu:
Ása Sólveig, Asi í Bæ, Baldur
Öskarsson, Bergsveinn Skúlason,
Björn Bjarman, Björn J. Blöndal,
Einar Bragi, Dr. Einar Ólafur
Sveinsson, Eiríkur Sigurðsson,
Geir Kristjánsson, Guðmundur L.
Friðfinnsson, Guðmundur Fri-
mann, Guðmundur G. Hagalin,
Guðmundur Steinsson, Gunnar
M. Magnúss, Hannes Sigfússon,
Hrafn Gunnlaugsson, Jón Björns-
son, Dr. Jón Gíslason, Sr. Jón
Thorarensen, Jón úr Vör, Jökull
Jakobsson, Kjartan Ölafsson,
Kristján frá Djúpalæk, Krist-
mann Guðmundsson, Magnea frá
Kleifum, Magnús Jóhannsson frá
Hafnarnesi, Nina Björk Árnadótt-
Framhald á bls. 18
Þrír Islendingar heiðradir af Bretadrottningu
BRETADROTTNING hefur nýverið heiðrað þrjá íslendinga og veitt þeim heiðursmerkið „Order of the
British Empire". Var meðfylgjandi mynd tekin er sendiherra Breta hér á landi, IHr. K.A. East, afhenti
heiðursmerkin á heimili sfnu.
T. v. K.A. East, sr. Oskar J. Þorláksson, fyrrv. dómprófastur, sr. Jakob Jónsson dr. theol., fyrrv.
sóknarprestur, Þórarinn Jðnsson kennari við Stýrimannaskólann.
?í
Pétur og Rúna"
á Dalvík
LEIKFÉLAG    Dalvíkur
frumsýndi föstudaginn 25.
febr. leikritið „Pétur og
Rúnu" eftir Birgi Sigurðs-
son. Leikstjóri er Guðrún
Alfreðsdóttir.
Með hlutverk í leikritinu
fara: Rúnar Lund leikur
Pétur, Guðný Bjarnadóttir
Rúnu,         Svanhildur
Björgvinsdóttir     móður
Péturs, Theódór Júliusson
bróður Rúnu, Sólveig
Hjálmarsdóttir     Kiddý,
Kristján L. Jónsson
Manna,        Sveinbjörn
Hjörleifsson bílsjórann og
Einar Arngrímsson vinnu-
félaga. Á myndinni sést
t.f.v.          Svanhildur
Björgvinsdóttir (móðir)
Guðný       Bjarnadóttir
(Rúna) og Rúnar Lund
(Pétur).
Leikurinn gerist i eld-
húsi í gömlu timburhúsi í
Reykjavik á okkar dögum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32