Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 48. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977
Ellert B. Schram alþm.:
Réttlátt skattakerfi for-
senda skattalækkunar
Það er sjálfsagt að bera í
bakkafullan lækinn að skrifa
enn eina greinina um skatta-
mál. En margt af því sem
sagt hefur verið um skatta-
frumvarp það, sem nú liggur
fyrir Alþingi, bendir til þess,
að aukaatriði og jafnvel mis-
skilningur ráði um of afstöðu
manna. Satt að segja virðist
vera búið að hræða fólk svo,
með aðfinnslum um einstök
atriði frumvarpsins, að það
telst höfuðsynd að bera blak
af þvi.
Sumir láta rétt eins og ver-
ið sé að svipta þá hinni full-
komnustu skattalöggjöf, ef
hróflað verður við núgildandi
skattkerfi, og aðrir halda því
fram, að frumvarpið sanni,
að Sjálfstæðisflokkurinn sé á
móti skattalækkun!
Allt þetta gefur tilefni til að
árétta enn einu sinni, að
skattamál eru nú á dagskrá
og til endurskoðunar vegna
þess að útkoma skattskrár-
innar á síðastliðnu sumri
staðfesti svo ekki varð m
villst, að við búum við ófull-
komna og rangláta skattalög-
gjöf.  Sú  gagnrýni,  sem  þá
varð mjög almenn og hávær,
beindist ekki svo mjög að
upphæð skattanna, heldur
að hinum fjölmörgu skatt-
leysingjum og hinni ólíku
skattbyrði, sem einstaklingar
og     fjölskyldur     báru.
Hjúskaparstaða, atvinna og
ýmiss konar umsvif gera
mönnum kleift að telja þann-
ig fram, að mismunun er
orðin hróplega áberandi.
Allur almenningur og eðli-
leg réttlætiskennd gerði þá
sjálfsögðu kröfu til stjórn-
valda, að þau eyddu þessu
þjóðfélagslega      misrétti.
Ríkisstjórnin réðst í þetta
verk. Hún benti á nokkur
meginatriði sem lagfæra
þyrfti og samið var frumvarp
er tók míð af þeím.
Niðurstaða þeírrar vinnu er
það frumvarp, sem nú er til
umræðu. Frumvarpið var
lagt fram til kynningar rétt
fyrír jól með öllum fyrirvörum
eins og fram kom í ræðu
fjármálaráðherra.
Þessa dagana er málið
rætt af þingnefndum og
þingflokkum til þess að vega
það og meta og koma að
breytingum.
Kynning frumvarpsins hef-
ur svo sannarlega kallað fram
skoðanir og sjónarmið úr
ólíklegustu áttum. Þessi
vinnubrögð eru óneitanlega
djórf en þau eru lýðræðisleg
og gefa þingmönnum meira
svigrúm til að taka tillit til
skynsamlegra ábendinga.
Vissulega eru ýmsir hnökr-
ar á frumvarpinu, og sjálf-
sagt verða gerðar á því breyt-
ingar til að nema þá brott.
Engu að síður er hér gerð
virðingarverð tilraun til að
færa skattalöggjöfina í rétt-
látara horf, eftir nýjum og
athyglisverðum leiðum.
— X —
Gagnrýnt er að aðeins sé
verið að breyta kerfinu en
ekki að lækka skattana. Þeir
sem þetta segja, hafa þá
gleymt því, að i þessari lotu
var tilgangurinn einmitt sá,
að breyta kerfinu, lagfæra
það, sbr. það sem að framan
er rakið.
Við getum endalaust deilt
um, hvort skattar skulu vera
hærri eða lægri, en þeir
verða aldrei réttlátir ef kerfið
sjálft býður upp á undan-
brögð, misrétti og óeðlilegt
skattleysi.
Réttlátt skattkerfi er for-
senda raunverulegrar skatta-
lækkunar.
— O —
Hitt er svo aftur fullkom-
lega mögulegt ennþá, að
gagnger endurskoðun og
breyting á skattalögunum
geti leitt til þess, að skattar
lækki á öllum þorra manna.
Þegar grannt er skoðað gerir
frumvarpið reyndar ráð fyrir
verulegum tilfærslum á skatt-
byrði, eða allt að einum mill-
jarði króna, en slika smámuni
leiða þeir hjá sér, sem vilja
læða því að þjóðinni, að
Sjálfstæðisflokkurinn sé á
móti skattalækkunum.
Raunsæir menn hafa kom-
ist að þeirri niðurstöðu, að
tekjuskatt sé ekki hægt að
leggja niður með einu penna-
striki. Meðan við það situr, er
áríðandi, að hafður sé i huga
tilgangur     tekjuskattsinn-
heimtu. Hann er tvenns kon-
aK: annars vegar að afla fjár
til samfélagslegrar þjónustu,
og hins vegar að jafna tekjur
milli borgaranna.
Hvað fyrra atriðið snertir,
þá hefur þróunin verið sú, að
tekjuskattur     einstaklinga
vegur minna i heildartekju-
öflun ríkissjóðs en áður. Aug-
Ijóst er, að sú þróun muni
halda áfram.
Af þeim ástæðum er al-
gjörlega ástæðulaust að beita
þessari skattheimtu svo stíft,
að seilast þurfi til venjulegra
og eðlilegra tekna fólks. Með
öðrum orðum: markmið
tekjuskattsinnheimtunnar er
aðeins að óverulegu leyti
tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Eftir
stendur hitt markmiðið, þ.e.
tekjujöfnunin, sem auðvitað
gerir ekki ráð fyrir skatt-
heimtu á almennar launatekj-
ur.
Skilningur á þessum
sjónarmiðum fer vaxandi og
ef hann verður ráðandi við
afgreiðslu skattafrumvarps-
ins, þá mun það ekki aðeins
leiða til stórkostlegrar ein-
földunar á löggjöfinni, heldur
og til umtalsverðrar skatta-
lækkunar hjá þorra launa-
fólks.
Gísli Baldvinsson kennari:
Að hafa tungur tvær
Þær umræður sem spunnist
hafa út frá svokölluðum febrúar-
prófum og þau ummæli Björns
Jónssonar skólastjóra er kveikja
þessarar greinar. Það ástand sem
virðist vera að myndast mi'lli
menntamálaráðuneytisins     og
skólanna er að verða það óþolandi
að það verður að ræða það á opin-
berun vettvangi. Enda er ,,vor-
prófum" lokið og hægt er að snúa
sér að vorverkum.
Ef farið er um það bil eitt ár
aftur í tímann þá kom fram ein-
dregin ósk frá kennurum og
skólastjórum að ráðuneytið gæfi
upplýsingar um tilhögun og náms-
efnaval 9. bekkjar skólaárið
1976—77. Talið var nauðsynlegt
að kynna nemendum 8. bekkjar
þær breytingar áður en skólaárið
byrjaði. í fyrstu gerðist ekkert en
rétt  fyrir  lok  skólaársins  kom
bréf um kjarna og val í'9. bekk.
Ljóst var að dregið var úr kröfum
miðað við landspróf. Nú mætti
ekki einblina á eitthvert takmark,
takmörk og einkunnir skiptu ekki
máli lengur. Ekki mátti skipta
nemendum f bekki eftir náms-
getu. í vetur hafa margir
kennarar kvartað yfir þessu enda
erfitt að finna kennsluhraða ef
getumismunurinn er mikill.
Reynt var því að eyða síðustu
dögum skólaársins að útskýra
fyrir væntanlegum nemendum 9.
bekkjar hvernig námið yrði. Ég
held að árangurinn hafi ekki
verið mikill þvf nemendur voru
að tínast í kerfinu fram eftir
vetri. Engu að siður var
nemendum sem kennurum ljóst
hvernig lokaprófið yrði. Þessi
óvissa setti mörk sfn á alla vinnu í
Félagsráðgjaf-
ar á námskeiði
í SÍÐUSTU viku var haldið f
Reykjavfk námskeið á vegum
menntamálaráðuneytisins, Há-
skóla fslands og Stéttarfélags fs-
lenskra félagsráðgjafa fyrir starf-
andi félagsráðgjafa og var til-
gangur námskeiðsins sá að veita
tilsögn f verklegum hluta félags-
ráðgjafarnáms. Leiðbeinandi á
námskeiðinu var Ulla Petterson,
kennari við Félagsráðgjafaskól-
ann f Stokkhólmi. Hingað til hafa
flestir fslenskir félagsráðgjafar
sótt menntun sfna til einhvers
Norðurlandanna, en verklegur
hluti námsins er tæplega þriðj-
ungur heildarnámstímans. Á sío-
ustu árum hafa fslenskir nemar
sótzt nokkuð eftir þvf að fá verk-
lega tilsögn hér á landi og með
námskeiði þessu hefur fslenskum
félagsráðgjöfum verið veittur
nauðsynlegur undirbúningur til
að geta staðið fyrir verklegum
hluta námsins.
Um 30 islendingar stunda nú
nám f félagsráðsgjöf erlendis og
er það svipaður fjöldi og fyrir er f
Stéttarfélagi ísl. félagsráðgjafa
en á vegum Háskóla islands er nú
verið að vinna að undirbúningi
félagsráðgjafarnáms innan Fé-
lagsvísindadeildar.
::-::.:i............:-'.. «u
skólanum og var letjandi á
nemandann.
Skólastjórar lentu í nokkrum
vandræðum þess vegna. Að setja
upp stundatöfiu er erfitt verk og
erfiðara ef um val er að ræða. Ef
svo ekki eru nægar upplýsingar
um skiptinguna milli lesgreina er
vandinn mikill.
Eitthvert sambandsleysi virtist
vera að myndast milli skólanna og
ráðuneytis. Sem dæmi má nefna
tvö bréf sem komu með stuttu
millibili varðandi málakennslu.
Fyrra bréfið fjallaði um að sam-
eiginlegt próf yrði í dönsku og
ensku. Síðara bréfið varaði við
samfelldum prófum í ensku og
dönsku. Það gæfi ekki rétta mynd
af getu nemandans!
Þar sem ég er byrjaður að
minnast á sambandsleysi er rétt
að greina einnig frá fundum
skólarannsóknadeildar      með
kennurum. í fundarboðinu var
óljóst getið um fundarefni og
fundartfmi ákveðinn milli eitt til
fimm.
Fyrst var námsskráin kynnt.
Þar eru málsgreinar almenns
eðlis og fjalla um þær leiðir sem
fara á í námi. Kennurum fannst
nokkuð vandratað um þær slóðir
ef ekki ófært. Námsskráin verður
að teljast f meira lagi óraunsæ.
Fjöldi nemenda í bekkjum verður
ekki næstu árin langt niður fyrir
28—30 I bekk. Teikningar af
skólastofum falla frekar undir
húsasmíði en námsskrá. Ég er
ekki sammála þvf að einkunnir
séu ytri ánægja svo sem laun og
góð staða og þess vegna séu þær
aukaatriði. Sú ábending að náms-
skráin sé gerð af starfandi
kennurum er ekki rétt. Þeir
kennarar sem ég þekki og starfa
inrian sinna félagssamtaka
kannast a.m.k. ekki við krógann.
Einnig var bent á að þessir fundir
ættu einnig að móta námsskrána.
Ekki er hægt að fallast á þá rök-
semd því námsskráin tók gildi í
september s.l. Fyrirlesararnir
voru síðan til klukkan þrjú að
gera grein fyrir sínum málum.
Síðan var skipt í umræðuhópa
sem fengu um það bil hálftíma til
að svara viðamiklum spurningum
um menntamál. Þá kom kaffihlé í
hálftíma og svo gerðu hóparnir
grein fyrir sínum svörum. Það má
segja að öll svörin hafi verió á
einn veg. Menn fundu fáa ljósa
punkta i þroskaheftinu. Síðan
þökkuðu stjórnendur kennurum
fyrir góðar ábendingar í löngu
tali og fundi var slitið. Kennarar
settu annan fund og lýstu furðu
sinni á vinnubrögðum ráðuneytis-
ins.
Rétt fyrir jólin kom svo bréf
varðandi próf í febrúar og hvaða
kröfur væru gerðar til nemenda.
Það bréf hefði átt að koma ári
fyrr.
Þar er hert ráð fyrir einkunna-
þrepum frá A til E. Það gæfi
nákvæmari upplýsingar um
hæfni nemenda. Það þýðir að
nemandi með einkunnina 5,0 er
jafn góður og nemandi með
einkunnina 6,9. Til þess að gull-
tryggja réttlætið átti bjöllukúrfan
margnefnda að leiðrétta allt órétt-
læti.
Ég verð því miður að treysta á
að lesandinn hafi að öðru leyti
kynnt sér þetta bréf enda mun
það líklegast verða endurprentað
í vikunni. Þó er rétt að benda á að
vafi er á þvf hvort grunnskólalög
komi algjörlega I staðinn fyrir lög
um Gagnfræðaskóla þar sem hann
nær einnig yfir 10. bekk en
grunnskólinn ekki. En i bréfinu
eru lágmarkseinkunnir til gagn-
fræðaprófs almennt lækkaðar
niðurí 4.0.
Ekki liggur ljóst fyrir hvað
kennarar í 9. bekk eigi að gera
fram til vorsins. Þeim er í sjálfs-
vald sett hvort þeir semji próf í
vor eða gefi umsögn. Það þýðir að
kennarinn má gera hvað sem
hann vill.
En til hvers eru þá lokaprófin
höfð í febrúar? Eru þau fyrir
nemendur sem geta fyrir vorið
áttað sig á mistökum sínum?
Varla ef úrslit liggja ekki fyrir
fyrr en í vor. Eru prófin gerð til
að spara það fjármagn sem kom
til vegna prófdómarakostnaðar á
vorin. Varla ef kostnaður við yfir-
ferð nú er margfalt meiri og
tölvukostnaðurinn settur inn f
dæmið. Eru prófin gerð til að
kanna hæfni kennara og skólans?
Varla því það má kanna með úr-
taki. Hvað gerist ef þau getu-
minni f lesgreininni mæta ekki f
lesgreininni? Getur verið að
góður nemandi verði þá færður
niður vegna bjöllukúrfunnar?
Þessum spurningum er beint til
skólarannsóknadeildar af mér og
öðrum sem misskilja grundvallar-
sjónarmið ráðuneytisins. Ég hef
gerst nokkuð harðorður enda tel
ég að slakað hafi verið á náms-
kröfunum og miðstýringin f
menntamálunum of mikil. Gagn-
rýni er holl lesning sé hún byggð
á rökum sem ég vona að ég hafi
gert. Ég hef hér með hreyft við
þessu máli og vona að þessi grein
verði hvorki fyrsta né sfðasta um
þetta málefni.
iiíií JliJiilii»mmttltillttÍli**M»,U,».»lJ,»JJJJjJj>.M.">
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32