Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 48. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977
„Arið 1957 vard ég heimsmeistari,
mig
minnir
aðég
hafi
unnið Botvinnik 12*-9**........."
Morgunbladió rædir vid Vassily Smyslov fyrrum heimsmeistara og aóstodarmann Spasskys
Viðtal: Ágúst I. Jónsson  Myndir: Friðþjófur Helgason
„SKAKIN hefur ekkert breytzt og mun ekkert breytast. Ég hef
tekið þátt í skákmótum um allan heim í 40 ár og skákin er
alltaf sú sama. Þessi mikla íþrótt, sem verið hefur allt mitt líf
ásamt tónlistinni, breytist ekkert næstu 100 árin. Venjurnar
verða þær sömu eftir 2000 ár, ef þær breytast breytist íþróttin
og verður ekki skák lengur. I skákinni er ekki spurt um tíma
eða ár, heldur um persónuleika skákmannsins, hæfileika hans
og þjálfun. En hver þeirra er mestur, annar hvor gömlu
meistaranna Laskers eða Capablanca, eða ungi heimsmeistar-
inn Karpov eða einhver enn annar? Það er spurning, sem ég
get ekki svarað."
Sá eldri af hinum Iveimur fyrr-
verandi heimsmeisturum í skák,
sem nú gista ísland, Sovétmaður-
inn Vassily Smyslov, fjallar í orð-
unum hér að ofan um skákíþrótt-
ina, sem hefur verið atvinna hans
og eina starf allt frá tæplega tví-
tugsaldri. Smyslov er Ijúfur mað-
ur í viðmóti. Stór, sterkbyggður,
broshýr með stór gleraugu og
mikið nef setur sérstakan svip á
þennan góða fulltrúa skáklistar-
innar.
Við hittum Smyslov að máli í
kaffiteríunni á Hótel Loftleiðum
á mánudagsmorguninn og það
spillti ekki „selskapnum" að
Boris Spassky, hinn fyrrverandi
heimsmeistarinn í skák, sem hér
tekur nú þátt í einvíginu við
Tékkann Hort, og glæsileg eigin-
kona hans, Marina Spassky, bætt-
ust í hópinn er nokkuð var liðið á
viðtalið. Snæddu þau hjónin
morgunverð með blaðamanni og
Smyslov, sem er aðstoðarmaður
Spasskys. Var margt spjallað, en
látum það bíða og snúum aftur að
viðtalinu við Smyslov. Hann er 55
ára, en þó enn í fullu fjöri sem
skákmaður.
ff
Til meistara
ff
framtíðarinnar
—Ég var rúmlega 6 ára gamall
þegar ég lærði mannganginn af
föðurmínum, segir Smyslov.
-r-Faðir minn var góður skákmað-
ur og á móti í Pétursborg tókst
honum að sigra sjálfan Aljekin.
Faðir minn lagði skákina þó
aldrei fyrir sig, en starfaði sem
verkfræðingur.    Skákáhugann
fékk ég hjá honum og sömuleiðis
leiðbeindi hann mér fyrstu skref-
in á tónlistarbrautinni og byrjaðí
að kenna mér á píanó um svipað
leyti og mannganginn. Ég hef allt-
af haft mikinn áhuga á tónlist og
27 ára gamall tók ég próf í söng,
en ég hef aldrei haft atvinnu af
tónlistinni. Syng fyrir vini mína,
en ekki peninga.
— Mina fyrstu formlegu skák
tefldi ég árið 1929 og þá gegn
frænda mínum, sem var góður
áhugaskákmaður. Hann gaf mér
hrók í forgjöf og mér tókst að
vinna skákina. Eftir þessa skák
gaf hann mér bók með beztu skák-
um Aljekins og skrifaði á hana
„Til meistara framtíðarinnar, frá
frænda". Þegar þetta var, var ég
átta ára gamall.
—14 ára tók ég fyrst þátt í opin-
beru skákmóti og 17 ára varð ég
skákmeistari Moskvuborgar, en
þar er ég fæddur og uppalinn.
Jafngilti sá sigur því að hafa náð
alþjóðlegum meistaratitli, en stór-
meistari varð ég árið 1941. Eftir
heimsstyrjöldina hóf ég þátttöku í
alþjóðlegum skákmótum erlendis
og mitt fyrsta mót utan Sovétríkj-
anna var í Hollandi árið 1947.
„Við Botvinnik
erum góðir
vinirff
—Ég keppti fyrst við Botvinnik
um heimsmeistaratitilinn í skák
árið 1954. og tapaði þá á jöfnu, við
fengum báðir 12 vinninga. 1957
varð ég siðan heimsmeistari eftir
að hafa unnið Botvinnik með
þremur vinníngum, míg minnir
að vinningarnir hafi skipzt 12V4 á
móti 9H. Ári síðar átti heims-
meistarinn fyrrverandi rétt á
nýju einvígi um titilinn, sam-
kvæmt þágildandi reglum FIDE.
Sigraði Botvinnik í það skiptið, ég
held það hafi verið 1214:1014.
—Við Botvinnik erum góðir
vinir, fyrst tefldum við saman ár-
ið 1940 og opinberar skákir okkar
á milli eru orðnar um 100 talsins.
Botvinnik er 10 árum eldri en ég
og hann er að mestu hættur að
tefla. Hann er þó ekki hættur að
sinna skákinni. Starfar nú við að
mata tölvur og þröa þær. Hann
trúir þvi staðfastlega að hægt sé
að gera tölvurnar svo fullkomnar
að mannshugurinn standist þeim
ekki snúning.
—Sjálfur tek ég enn þátt í
alþjóðlegum skákmótum og í
desember á siðasta ári tefldi ég
fyrst á sovézka meistaramótinu.
Ég varð í 6.—7 sæti ásamt Tal og
fengum við báðir 6'/4 vinning.
Þetta var mjög sterkt mót, gífur-
lega erfitt, og ég var enn mjög
þreyttur þegar ég aðeins viku síð-
ar fór til Englands og tefldi á
Hastingsmótinu. Árangurinn þar
varð ekki góður, ég varð í 5. sæti.
ff
Fischer veit
það ekki
sjálfurff
—Bezti aldur skákmanna hefur
verið talinn á milli þrítugs ogg
fertuggs, en mér finnst semm nú
komist skákmenn enn fyrr á topp-
inn. Karpov er nærtækasta dæm-
ið í þessu sambandi, hann er ekki
nema 25 ára, en eigi að síður bezti
skákmaður í heimi. Hann er tví-
mælalaust áhugaverðasti per-
sónuleikinn í skákheiminum, sem
komið hefur fram undanfarin
ácatug. Karpov er orðinn mjög
góður, en hann á eftir að verða
enn betri.
skák
SPASSKY — HORT — SPASSKY — HORT — SPASSKY — HORT — SPASSKY — HORT
Ekki einu sinni aðstoðar-
mennirnir trúaðir á annað
en jafntefli í 2. skákinni
# FLESTIR hölluðust að þvi, að
annarri einvígisskák Spasskys og
Horts á Hótel Loftleiðum lyki
með jafntefli. Fór skákin I bið
eftir 41 leik, en skákmennirnir
setjast að nýju að taflinu klukkan
17  í  dag.  Að
eftir
Ágúst I.
Jónsson
stoðarmenn
þeirra  hafa  ef-
laust  legið yfir
biðstöðunni    í
alla   nótt   og
reynt  að  finna
sem beztar leiðir
í   framhaldinu
fyrir skákmeistarana.  Hvorugur
þeirra  var  þó  bjartsýnn  á  að
þeirra maður næði að sigra í dag.
Ladislav  Alster,  aðstoðarmaður
Horts, sagði að skákinni lyki með
jafntefli, en Hort ætti þó heldur
betra. Vassily Smyslov, aðstoðar-
maður Spasskys, sagði hins vegar
að skákinni  lyki  með jafntefli,
engu öðru en jafntefli.
Hort stýrði hvítu mönnunum í
gærkvöldi og kom upp Nimzo-
indversk vörn. Virtist Spassky fá
heldur frumkvæðið f skákinni, en
biskupapar Horts varð sterkt er
leið á skákina og undir lokin hafði
hann heldur tekið frumkvæðið í
sinar hendur. Jafntefli var þó lík-
legast og sagði Friðrik Ólafsson
reyndar þegar eftir 20 leiki að
hann hefði oft séð samið um jafn-
tefli í stöðunni eins og hún var þá.
í lok taflmennskunnar í gær-
kvöldi var sagt að Hort hefði ein-
hverja möguleika í biðstöðunni.
—  Ég tel þá þó ekki mikla og
jafntefli næstum ráðin úrslit í
skákinni, sagði Friðrik Ólafsson.
— Þetta er 95% jafntefli, sagði
Guðmundur Sigurjónsson í gær-
kvöldi. — Hort hefur möguleik-
ana ef einhverjir eru, en þetta er
jafntefli og heldur fannst mér
skákin lítíð spennandi, sagði Guð-
mundur Sigurjónsson. Flestir
voru því á einu máli um að skák-
inni lyki með jafntefli, en ekki
voru allir sama sinnis og
Guðmundur um að skákin hefði
verið Iftið spennandi. Mörgum
áhorfanda fannst skákin vel tefld
og í henni mikil undiralda.
Sú aldna skákkempa, Benóný
Benediktsson, sagði i gærkvöldi
að staðan væri ljót hjá Spassky.
—  Ég trúi á biskupaparið hjá
Hort, sagði Benóný.
Tefldi fyrir báða
ef því var
að skipta
Jón Þorsteinsson var með skák-
skýringarnar framan af skákinni
í gærkvöldi og var margt spjallað.
Léku skákmennirnir mjög hratt
fyrstu 12 leikina, en Hort notaði
þó heldur meiri tíma. Eftir að Jón
Þorsteinsson hafði staðið á pall-
inum í 15 leiki tók Helgi Ólafsson
við og átti hann fullt í fangi með
að hemja Benóný Benediktsson,
sem greinilega vildi helzt taka
skák við Helga. Stakk Benóný
upp á fjölmörgum leikjum og
tefldi fyrir báða meistarana ef þvi
' var að skipta. Kom það þó fyrir að
Benóný benti á leið sem stór-
meistararnir við borðið inni I
skáksalnum siðan völdu.
Hort reynir að
endurbæta Karpov
Friðrik Ólafsson tók siðan við
skákskýringunum af Helga Ólafs-
syni og byrjaði hann á því að
benda áhorfendum á að fyrstu 15
leikirnir í skák Horts og Spasskys
væru nákvæmlega þeir sömu og í
skák Karpovs gegn Spassky í ein-
vígi þeirra á milli árið 1974, en
þeirri skák lauk með jafntefli.
Sagði Friðrik að hann reiknaði
með að Hort væri að reyna að
endurbæta Karpov, spurningin
væri hvort það tækist hjá honum.
Sagði Friðrik að þessi byrjun
hefði verið mjög algeng fyrir
10—15 árum, en hefði lítið sézt
siðustu ár. Er Friðrik sjálfur gjör-
kunnugur þessari byrjun, því auk
þess að hafa eðlilega „stúderað"
hana í gegnum árin, þá hefur
hann teflt hana nokkrum sinnum
með góðum árangri.
Töluverður fjöldi áhorfenda
fylgdist með skákinni í gær-
kvóldi, bæði i sjálfum skáksaln-
um og eins i skýringasalnum. Er
kom að lýsingu Jóns Ásgeirssonar
á landsleik íslendinga og Spán-
verja í handknattleik, f jólmenntu
áhorfendurnir til að hlusta á lýs-
inguna, og voru eðlilega ánægðir
með úrslitin.
Þegar uppskiptin urðu í 33. leik
ítrekaði Friðrik þá skoðun sína að
skákinni lyki með jafntefli og í
36. leik bauð Spassky andstæðingi
sinum jafntefli. Hort þáði ekki
boðið og vildi tefla áfram. Þegar
leiknir höfðu verið 36 leikir átti
Hort eftir um tvær mínútur af
skákinni, en Spassky hins vegar
mjög rúman tíma.
Hort vildi sem sagt ekki gefa sig
og sögðu menn að það væri rétt
hjá honum. — Rétt að láta Alster
kíkja á þetta, sagði einhver. —
Það þýðir nú ekki mikið svaraði
þá annar, Smyslov verður ekki í
vandræðum með jafnteflið í þess-
ari stöðu. Hann var ekki einn
bezti endataflsmaður i heimi I
mörg ár fyrir ekki neitt.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32