Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 48. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977
19
— Álbræðslan
Framhald af bls. 17.
4. Ryksýni voru tekin í kerskála
og skautasmiðju en ekki rannsök-
uð með tilliti til magns eða efna-
samsetningar.
5.  Teknar voru stikkprufur á
innihaldi andrúmslofts á kolsýrl-
ingi (Co) og súrefni (02) og
reyndust þessar lofttegundir inn-
an eðlilegra marka.
6. Raka- og hitastig var mælt og
álitið eðlilegt við viðkomandi að-
stæður og starfsemi.
7. Fluor f sólarhringsþvagi var
rannsakað frá 10 starfsmönnum
fyrirtækisins, þar af 3 skrifstofu-
mönnum. Reyndist það vera frá
0.6 mg/liter til 3.2 mg/liter en
miðað er við 4.8—5 mg/liter sem
hættumörk miðað við 48 tíma.
8. 7 menn af 8, sem veikst höfðu
i álverinu voru kallaðir til viðtals
og tekin af þeim nákvæm sjúkra-
saga og aflað upplýsinga um rann-
sóknir á þeim frá öðrum læknum
eða stofnunum. Allir höfðu reynst
einkennalausir við læknisskoðun
þegar þeir hófu störf hjá ál-
verinu. Niðurstöður þessara
rannsókna leiddu í ljós að þessir
menn þjáðust af einkennum frá
öndunarfærum, sem i sumum til-
vikum voru mjög slæm. Einnig
kom fram ofnæmi hjá sumum
þessara manna en auk þess bar
mikið á sleni og þreytu að vinnu
lokinni. Flestir höfðu unnið í ker-
skála en margir við súrálsupp-
skipun og haft mikla yfirvinnu.
Talið var að mengun andrúms-
lofts á vinnustöðum þessara
manna svo og viss næmi fjögurra
af sjö mönnum væri orsök og sam-
verkandi orsök sjúkdómsein-
kenna þeirra og öll veikindatil-
felli ættu að flokkast undir at-
vinnusjúkdóma. Þannig er talið
af Heilbrigðiseftirliti rfkisins að
aðstæður f Straumsvfk séu þannig
að hætta sé á atvinnusjúkdómum
hjá starfsmönnum.
Þáttur öryggiseftir-
lits ríkisins
Bent er á varnarráðstafanir
sem beita verði við álverið til
varnar atvinnusjúkdómum t.d. 1)
Hreinlætis-öryggis- og loftræsti-
ráðstafanir. 2) Bent er á að auk
athugunar á almennu heilsufari
beri sérstaklega að athuga ástand
öndunarfæra og ofnæmistilhneig-
ingar hjá starfsmönnum og 3)
Stilla verði vinnutíma í hóf.
Þá er þáttur Öryggiseftirlits
rikisins ótalinn en starfsmenn
þess fara vikulega í eftirlitsferð í
verksmiðjuna og skoða þunga-
vinnuvélar, verkstæði og aðbúnað
starfsfólks, auk þess sem gasmæl-
ingar eru framkvæmdar til að
finna leka í leiðslum (butan-
propangas). Samkvæmt skrá
Öryggiseftirlitsins 9.11.1976 voru
skráð 16 atriði, sem lagfæra
þurfti og er þar um að ræða atriði
vegha lélegs loftræstingar,
vöntun á neyðarútgangi, hávaða,
hitastigi og almennrar hreinlætis-
aðstöðu ásamt fatageymslum.
Sumt hefur verið lagfært, annað í
athugun. Einnig fór fram hávaða-
mæling 1972 á nokkrum vinnusöl-
um álversins og var hávaði við
mælingartilfellið undir hættu-
mörkum á vinnustöðum. Þó skal
þess getið að þessar mælingar
segja ekkert um hávaða við
einstök störf starfsmanna.
10.—15.2. 1974 framkvæmdi
heyrnardeild     Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavíkur heyrnarmæl-
ingar á 117 starfsmönnum álvers-
ins þar með talið fólk úr eldhúsi
o.fl. stöðum og reyndust 97 starfs-
menn hafa skerta heyrn og þar af
30 með verulegt heyrnartap. Þótt
samanburði sé ekki lokið á tíðni
heyrnartaps við önnur hávaðasöm
störf t.d. vinnu í blikksmiðjum
o.s.frv. virðast þessar tölur (þ.e.
83% með skerta heyrn og 25.6%
af öllum með verulegt heyrnartap
eða 31% af þeim sem hafa skerta
heyrn) benda til þess að um óeðli-
lega háa tíðni heyrnartaps sé að
ræða hjá starfsmönnum álversins
og full ástæða til að endurtaka
rannsókniha hið fyrsta.
Kröfur um meng-
unarvarnir
óhaggaðar
Þess skal getið að skýrslur um
niðurstöður heilbrigðisrannsókna
starfsmanna álversins, fram-
kvæmda af trúnaðarlækni liggja
ekki fyrir á þessari stundu en
gerðar hafa verið ráðstafanir til
að afla þeirra svo og skýrslna um
slysatíðni við verksmiðjuna.
Trúnaðarlæknir rannsakar alla
nýráðna og sfðan er framkvæmd
regluleg heilbrigðisskoðun á 6
mánaða og eins árs fresti á þei'ti
starfsmönnum sem ástæða er til
að kalla til rannsóknar eða leita
til læknis.
Fram hjsfur komið nýlega að
Álverið hefur yfir að ráða nauð-
synlegu rykmælitæki til rann-
sóknar í rykmengun f andrúms-
lofti starfsmanna en ekki liggja
fyrir skýrslur um það hvort tækið
hafi verið notað hin síðari ár og
með hvaða árangri. Ennfremur
hefur félagið sjálft mælt hávaða á
vinnustöðum auk gasmælinga en
sömu sögu er um það að segja að
skýrslur liggja ekki fyrir en gerð-
ar hafa verið ráðstafanir af háli'u
Heilbrigðiseftirlits ríkisins til að
fá slíkar skýrslur hið fyrsta séu
þær til.
Það er samdóma álit eftirlitsað-
ila að forráðamenn álversins hafi
i flestum tilvikum verið viðræðu-
góðir en efndir framkvæmda ver-
ið misjafnar, þó hefur í flestum
tilvikum verið ráðið bót á hlutun-
um nema stóru eða alvarlegustu
mengunarmálunum bæði innan-
dyra og utan, þar hafa efndir ver-
ið engar.
Þess skal að lokum getið að auk
fyrrnefndra eftirlitsaðila hefur
verið leitað til annarra aðila þar
sem það hefur átt við eða þessir
aðilar átt frumkvæðið að athug-
unum og skal nefnt sem dæmi
Eiturefnanefnd, Náttúruverndar-
ráð, Landlæknir o.fl.
Gott samstarf hefur og verið
milli allra þessara eftirlitsaðila.
Heilbrigóiseftirlit ríkisins á
starfsumhverfi innan veggja ál-
versins svo og atriði er varða
heilsugæslu þar, þó er enn margt
ótalið og getið verður hér á eftir.
Miðað við mannafla, efni og allar
aðstæður hafa viðkomandi eftir-
litsaðilar unnið gott starf en þeim
er ljóst að betur má ef duga skal
og er unnið að viðeigandi lausn
þessarra mála eftir því sem að-
stæður leyfa en það er einkum
fámenni og fjárskortur viðkom-
andi stofnana ásamt mörgum öðr-
um aðkallandi verkefna sem tefur
framkvæmdir.
Það er ljóst að nauðsynlegt er
að framkvæma heildarúttekt á
ástandi og eðli vinnustaða við ál-
verið með tilliti til rykmengunar,
flúormengunar, brennisteíns- og
kolsýrlíngsmengunar auk hávaða-
mælinga o.fl. atriða. Samtímis
þarf að rannsaka á kerfisbundinn
hátt heilsufar starfsmanna með
tilliti til ákveðinna atvinnusjúk-
dóma og í því sambandi fram-
kvæma flúormælingar á þvagi
starfsmannanna,     framkvæma
heyrnamælingar og lungnaþols-
próf o.fl. svo eitthvað sé nefnt.
Þegar þessar rannsóknir liggja
fyrir er fyrst hægt að meta meng-
un vinnustaðanna og væntanlegra
áhrifa þeirra á heilsufar starfs-
manna. Þá fyrst verður hægt að
fylgjast með árangri aðgerða til
endurbóta þegar hægt er að mæla
hvaða áhrif endurbætur hafa
haft. Slíkar rannsóknir sem þess-
ar eru nauðsynlegar er fylgjast á
með áhrifum starfsumhverfis á
heilsufari starfsmanna yfir
lengra tímabil.
Á það skal sérstaklega bent að
ekki er sama hvernig sýni eru
rannsökuð og með hvaða aðferð-
um og skal f því sambandi skipu-
leggja sérstaklega vel öll þau at-
riði er þau mál varða í tæka tið.
Endurskoða þarf heilbrigðisþjón-
ustu starfsmanna álversins en þar
starfa um 630 manns og er aug-
ljóst mál að trúnaðarlæknir með
fárra stunda vinnuviku getur
ekki sinnt þeim verkefnum sem
gera verður kröfu til að fram-
kvæmdar séu á jafn fjölmennum
vinnustað.
Það sem hér hefur verið nefnt
um endurbætur og frekari rann-
sóknir hefur verið rætt nokkuð á
fundum með eftirtöldum aðilum:
Forstöðumanni Heilbrigiseftirlits
ríkisins, landlækni, héraðslækni
Hafnarfjarðar, trúnaðarlækni Isl.
Álfélagsins, prófessornum í heil-
brigðisfræðum við Háskóla Is-
lands og forstöðumanni Öryggis-
eftirlits ríkisins. Frumkvæði að
þessum fundum hefur átt for-
stöðumaður Heilbrigðiseftirlits
ríkisins en tilefni þeirra var fyrst
og fremst bréf Öryggiseftirlitsins
til héraðslæknisins í Hafnarfirði
dags. 25.1.1977 um að sjá um að
framkvæma flúorrannsóknir í
þvagi starfsmanna álversins og
bréfi dags. sama dag til Isl. Ál-
versins um það efni auk þess sem
Öryggiseftirlitið fór þess á leit við
Heilbrigðiseftirlit ríkisins að sam-
vinna yrði milli þessarra embætta
um f ramkvæmd þessarra mála.
I framhaldi af þessum bréfavið-
skiptum leituðu bæði trúnaðar-
læknir Álversins svo og héraðs-
læknirinn í Hafnarfirði eftir að-
jtoð Heilbrigðiseftirlits rfkisins
við skipulag og framkvæmd rann-
sóknanna. Varð það að samkomu-
lagi milli allra aðila að fela Heil-
brigðiseftirliti ríkisins stjórn og
skipulag þessarra mála og hefja
sem fyrst rannsóknir á þvagsýn-
um með tilliti til flúorinnihalds.
Mun stofnunin leita þeirrar sér-
fræðiaðstoðar sem þörf verður á í
þessu sambandi.
Þessi mál voru kynnt þann 22/2
'77 f grófum dráttum fyrir fyrir-
«varsmönnum álversins þar sem
bent var á skyldur fyrirtækisins
um reglulegar mælingar á ástandi
starfsumhverfis svo og rannsókn-
ir á heilsufari starfsmanna alfarið
á kostnað fyrirtækisins eins og
tíðkast erlendis við svipaðan at-
vinnurekstur. Voru forsvarsmenn
viðræðugóðir og féllust á þessa
framkvæmd mála. Ekki hefur á-
unnist tími til að kynna þessi mál
Starfsmannafélaginu eða verka-
lýðsfélaginu á staðnum en það
mun gert við fyrsta tækifæri.
Vonir standa til að framkvæmd-
ir geti hafist bráðlega og þvagsýni
rannsökuð.
Þess skal að lokum getið að
Heilbrigðiseftirlit ríkisins hefur
með fjárhagsstuðningi Heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neytisins aflað nauðsynlegs
tækjabúnaðs til mælinga á ryki í
andrúmslofti starfsmanna og er
unnið að frágangi og öðrum nauð-
synlegum atriðum 1 sambandi við
þessi tæki þessa dagana. Kröfur
heilbrigðisyfirvalda um mengun-
arvarnir standa óhaggaðar.
» t *-------------
— Lánamál
Framhald af bls. 7
sveitafólks. SagSi Gunnar, að þó
að verðlagsgrundvöllur land
búnaðarvara gerði ráS fyrir aS
bændur hefðu möguleika á að
taka sér orlof frá störfum hefði
það ekki reynzt unnt vegna skorts
á fólki til að takst á hendur störf á
búunum meSan bændur tækju sitt
orlof. Þá sagSi Gunnar að hann
teldi eðlilegt að Búnaðarþing léti
þetta f rumvarp ekki f rá sér fara án
þess að gera tillögur um úrbætur
varðandi fæðingarorlof bænda-
kvenna. Nú nytu konur i sveitum
ekki fæðingarorlofs og þó ekki
yrði gert ráð fyrir að ráða þyrfti
starfskraft til að sinna stöfum
konunnar á meðan hún tæki sitt
fæðingarorlof, ætti hún rétt á
sömu fyrirgreiðslu og konur f
öðrum stéttum þjóðfélagsins. Að
sfðustu lýsti Gunnar sig I megin-
atriðum sammálan því frumvarpi
til laga um vinnuaðstoð i sveitum,
þar lægi fyrir þinginu.
frkvstj., af hálfu Rafmagnsveitna
rfkisins þeir Magnús Pálsson full-
trúi, Guðmundur Guðmundsson
verkfræðingur og Sverrir Ólafs-
son yfirverkfræðingur, af hálfu
Sambands íslenzkra rafveitna Iv-
ar Þorsteinsson verkfræðingur,
og af hálfu Orkustofnunar þeir
Gunnlaugur Jónsson eðlisfræð-
ingur og Jakob Björnsson orku-
málastjóri.
— Orkuspá
Framhald af bls. 3
nesi eða 7.9%, en mest á Austur-
landi, eða 100%. Á öllu landinu er
áætlað að 22.7% fbúanna muni
vera á rafhitunarsvæðum, en
77.3% á hitaveitusvæóum.
Samkvæmt raforkuspánni er
árleg aukning orkuþurftar áætluð
vera 9% fram til loka þessa ára-
tugar. Verður þessi árlega aukn-
ing raforkuþurftar komin niður í
5% kringum 1980 og skömmu fyr-
ir aldamót niður í 4%.
í ofangreindri Orkuspárnefnd
voru af háldu Landsvirkjunar
þeir Jóhann Már Mariusson yfir-
verkfræðingur og Gfsli Júlíusson
deildarverkfræðingur, af háldu
Laxárvirkjunar Knútur Ottersted
— Að prófað sé...
Framhald af bls. 2
stuttu máli um svo mikið efni,"
sagði Sverrir Pálsson, skóla-
stjóri á Akureyri. „Hlutfalls-
einkunnir hafa bæði kosti og
galla.
Helztu kostir eru að slíkar
einkunnir eyða göllum sem
kunna að vera á gerð prófverk-
efna og þá skiptir ekki megin-
máli hvort þau eru létt eða
þung. I öðru lagi er það kostur
að fyrirkomulagið dregur úr
flökti milli ára og jafnar að-
stöðu þeirra hópa sem taka
prófin á mismunandi tíma.
Gallarnir eru einnig til stað-
ar. Einkunnagjöf samræmdu
prófanna er allt annað en það
sem áður var, enda er þetta svo
ólíkt að það er erfitt að bera
saman.
Miðað við gömlu aðferðina fá
nemendur einkunn í hlutfalli
við þann hluta námsmarkmiða
sem þau hafa náð, en hlutfalls-
einkunnin miðar við annað.
Þegar stórir hópar, t.d. heilir
árgangar, fá einkunn af þessu
tagi, ætti slík einkunnagjöf
ekki að vera óréttlát, en það er
hins vegar algjör forsenda að
hópurinn sé stór.
Ég vil láta reyna þetta fyrir-
komulag, ekki fordæma það áð-
ur en það hefur verið reynt
fyllilega.
Vandamálið í þessum efnum
gagnvart fámennari hópum
liggur fyrir, því t.d. þykja gagn-
fræðingahópurinn i ár of fá-
mennur til þess að fá einkunn
af þessu tagi, enda verður
A.B.C.D.E. kerfinu ekki beitt
við gagnfræðapróf í vor. Gamla
aðferðin verður notuð.
Það er einnig spurning hvort
þetta atriði sé ekki viðar i
dæminu um þessar mundir. í
samræmdu prófunum 4, sem
lögð voru fyrir í febrúarlok, var
um valgreinar að ræða i einu
prófi af fjórum, þ.e.a.s. annað-
hvort efna-, eðlisfræði og líf-
fræði eða landafræði og saga.
Það er spurning hvort val-
greinahóparnir eru ekki of
smáir til þess að þessi aðferð sé
marktæk. Hefur þetta verið
athugað nógu vel? Þetta kunna
að vera mistök eða viss veila.
Hitt er hægt að ræða um frá
mörgum sjónarhornum hvort
það á að gefa slika einkunn eða
ekki. Rökin eru bæði meó og á
móti, en ég tel rökin með vera
fyllilega eins sterk.
Annars vegar miðar þetta
fyrirkomulag í heild við eink-
unnir samræmdu prófanna
eftir normaldreifingunni, hins
vegar eftir skólamati, sem er þá
ýmist eftir vetrar- og anna
einkunnum, ellegar byggðar á
vorprófum. I einkunn skóla-
matsins er tekið tillit til vinnu-
bragða nemenda allan veturinn
og reynslu kennara af þeim á
sama tíma og það tel ég mikinn
kost.
Hliðarnar á þessu eru þó ótal
margar og að mörgu ber að
gæta. Það liggur t.d. fyrir að
verkefnið sem lagt var fyrir
nemendur nú siðast i sam-
ræmda prófinu i stærðfræði,
var alltof stórt miðað við
timann. Það verður að vanda
sérlega vel til prófgerðar með
þessu fyrirkomulagi þannig að
stærðfræðiprófið prófi í stærð-
fræði en ekki vinnuhraða og
t.d. að enskuprófið miðist við að
prófað sé í enskukunnáttu, en
ekki athyglisgáfu eða leyni-
lögregluhæfileikum."
Kynningarfundur
fimmtudagskvöld 3. mars kl. 7.27
Námskeiðið getur hjálpað þér að:
*  ÖÐLASTMEIRAÖRYGGI
Meiri trú á sjálfan þig og hæfileika þína.
* ÁRANGURSRÍKARI SKOÐANASKIPTI
Koma hugmyndum þínum örugglega til skila
*  SIGRASTÁRÆÐUSKJÁLFTA
Að vera eðlilegur fyrir framan hóp af fólki og
segja það, sem þú ætlar að segja með árangri.
*  MUNAMANNANÖFN
Þjálfa minni þitt. Vera meira vakandi og skerpa
athyglina.
*  ÞROSKA LEIÐTOGAHÆFILEIKANA
Að stjórna í stað þess að þræla.
*  AUKASÖLUNA
Byggja  upp betri  persónuleika og auka
móðinn.
*  SIGRASTÁÁHYGGJUMOG KVÍÐA
Hugsa   raunhæft.   Leysa   persónuleg
viðskiptavandamál
*  STÆKKASJÓNDEILDARHRINGINN
Eignast vini,  ný áhugamál og  fleiri  ánægju-
stundir í lífinu.
Fjárfesting   í  menntun   skilar   þér  arði
ævilangt.
Innritun og upplýsingar í síma:
eld-
og
82411
E'nkaleyfi ,i Islandi
vaj.e (.,(.v/,(;,,STJORNUNARSKÓLINN
HAMSKE1MS  Konráð Adolphsson
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32