Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 48. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977
29
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
OIOOKL. 10 — 11
FRA MANUDEGI
En vist mín þar leiddi hugann
að þeim skrifum, sem oft hafa
verið í blöðum, og oft hafa verið
hrein ádeila á læknastéttina og
hjúkrunarlið spítalanna, en
minna um hitt getið, sem gert er
vel.
Ég vil sér í lagi taka fram, að ég
var erfiður sjúklingur og hafði
allt á hornum mér fyrstu dagana,
enda var ég mjög kvalinn eftir
uppskurð á báðum fótum.
Hjúkrunarkonurnar fengu því
vægast sagt óblíðar viðtökur hjá
mér á meðan kvalirnar voru sem
mestar. En nú hlýt ég að biðja
þær þar á afsökunar, því ég komst
sannarlega að raun um að þarna
var mjög gott og hæft starfslið,
sem ég flyt nú beztu þakkir fyrir
góða umönnun.
Því skyldi þá heldur ekki
gleymt, að hinn góði beinasér-
fræðingur Jóhann Guðmundsson
læknir á miklar þakkir fyrir það,
hvað honum tókst vel að lagfæra
þessa slæmu fætur mína.
En ekki er öll sagan sögð. Þegar
mér fór að batna var ég sendur á
Hótel Rauða kross tslands og voru
þar þær beztu móttökur, sem ég
hefi fengið um ævina og er ég þó
búinn að ferðast vítt og breitt um
landið, enda starf mitt lengstum
bifreiðaakstur.
Ég held að ég mæli fyrir munn
flestra, sem á hótelinu voru þegar
ég segi, að þar var fyrsta flokks
þjónusta, mjög góður matur og
viðmótið í alla staði elskulegt.
Mín skoðun er sú, að allir er
stunda þjónustustörf, ættu að
taka sér til fyrirmyndar starfslið
Rauðakrossins á hóteli þeirra.
Þeim öllum færi ég mínar beztu
kveðjur og þakkir.
Og að endingu:
Skylt er í þessu sem öðru að
hafa ætíð það sem sannara reyn-
ist. Því hefur undirritaður vanist
og sendir því pistil þennan.
Jóhann Þórólfsson."
Ofanritað bréf er svona svolítið
úr annarri átt en verið hefur eins
og lesendur hafa eflaust tekið eft-
ir, þess er sjaldnar getið sem vel
er gert, það heyrist frekar um hitt
sem miður fer. En hvað um það —
flest bréfin sem berast um þessar
mundir fjalla um bjórinn á einn
eða annan hátt og það gerir næsta
bréf einnig, ritað af fjórum
heiðurskonum og er svohljóð-
andi:
0 Dauð borg?
„Háttvirti Velvakandi.
Við  lestur  greinar  Hrafns
Gunnlaugssonar  um  bjórfrum-
varpið sem birtist í Mbl. þann 25.
febr., urðum við okkur þess með-
vitandi að fleirum en okkur
finnst Reykjavík dauð borg. En
hvers vegna? Hvað vantar? Það
vantar staði þar sem fólk getur
hitzt og talað saman i ró og næði.
Að vísu er hér einn staður,
Mokka, sem virðist gegna slíku
hlutverki, en er það nóg? Það
vantar litla staði með nýrri menn-
ingu í stað þeirra steingeyma sem
kallaðir eru skemmtistaðir Reyk-
víkinga.
Því ekki að nýta Grjótaþorpið í
hjarta Reykjavíkur og skapa þar
svipaða kvöldstemmningu og tíðk-
ast í borgum erlendis?
Gerum Reykjavík að skemmti-
legri borg. Opnum litlar bjórkrár
með léttri tónlist, þar sem fólk
getur hitzt alla daga vikunnar.
Við erum sammála Hrafni um
sölu og dreifingu bjórssins, þ.e. að
selja hann aðeins i A.T.V.R. og
bjórkrám þar sem ströngustu
reglum og aldurstakmörkunum er
fylgt. Er ekki fáránlegt að banna
sölu bjórs, en leyfa hina áfeng-
ustu drykki? Við biðjum fleiri um
að láta álit sitt í ljós.
RósaGísladóttir,
Anna Þórisdóttir,
Þóra Andrésdóttir og
Dis Kolbeinsdðttir.
Þessir hringdu . . .
O Mun varla batna
Hjalti Björnsson:
— „Hafni Gunnlaugssyni
finnst eitthvað vanta í bæjarlífið
en ég er ekki sáttur við það hvað
hann kallar Reykjavík, né heldur
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á heimsmeistaramóti unglinga
1976, sem haldið var f Groningen í
Hollandi um áramótin, kom þessi
staða upp í skák Sehiisslers, Svf-
þjóð, sem hafði hvftt og átti leik,
og Kristensens, Danmörku. Hinn,
19 ára gamli SchUssler er núver-
andi skákmeistari Svfþjóðar og
olli þvf frammistaða hans á
heimsmeistaramótinu löndum
hans nokkrum vonbrigðum. Hér
er hann þó f banastuði og fléttar
skemmtilega.
að hann ætli að hressa upp á
borgina með bjórnum sbr. grein
hans í Mbl. nýlega. Hann vill fá
eitthvert líf í tuskurnar með því
að leyfa bjórinn, en ég held að
það vanti eitthvað annað, þetta er
ekki meinið sem herjar á Reykja-
vík. Ég held að ástandið muni
ekkert batna þótt bjórinn verði
leyfður. —
Þannig geta menn haft mismun-
andi skoðanir á hlutunum, menn
eru bæði með og á móti bjórnum.
(Að lokum er hér ein lítil spurn-
ing:)
% Faðirvor
— hætt?
Maður sem hlustar yfirleitt á
morgunbænina spyr hvort prestar
séu hættir að lesa faðir vor. Hann
segist hafa tekið eftir því að það
séu frekar yngri prestarnir sem
sleppa því, og hvort það sé vegna
breyttrar kennslu i guðfræði-
deildinni. Hann sagðist líka hafa
tekið eftir þessu sama stundum í
Helgistundinni í sjónvarpinu.
Þessari spurningu er hér með
komið á framfæri og svari verður
léð rúm, ef einhver vill veita það.
Sigmar og Guðjón Kristjánssynir fré EldjðrnsstöSum ð Langanesi í
stofunni i húsi þeirra ð Þórshöfn. Bððir halda þeir ð fagurlega skreyttum
flaggstöngum, en I baksýn mð sjð, ramma skreytta með marglitum
kuðungum.
„Þetta er eng-
ín list, bara tíl
gamans gert"
BRÆÐURNIR Guðjón og
Sigmar Kristjánssynir frá
Eldjámsstöðum á Langa-
nesi hafa dundað sér við
það undanfarin ár að smíða
ramma,       flaggstangir,
öskjur og fleira smálegt og
skreyta listilega með marg-
víslegum        tegundum
kuðunga, smáum og stór
um. Búa þeir bræður báðir
nú á Þórshöfn og fóru þeir
að sinna þessari iðju eftir
að Sigmar veiktist alvar-
lega árið 1965 og hefur
hann ekki síðan getað
stundað almenna vinnu.
Sagði Sigmar í spjalli við
Morgunblaðið á dögunum að
það væri mikið verk að safna
kuðungunum saman og
hreinsa þá síðan. Hann hefði
þó fengið góða aðstoð frá
góðu fólki og hefðu krakkarn-
ir á  Þórshöfn  verið sérlega
*fi».
m,
hjálpleg   við   að   safna
bobbunum saman.
— Við höfum nú litið gert
af því að selja þessa gripi,
sem við búum til bræðurnir,
sagði Sigmar. — Þó hefur
þetta farið allvíða í gegnum
vini og kunningja og þá jafnt
innanlands sem utan.
Halldór smíðar gripina fyrir
mig, en ég reyni síðan að
skreyta þetta eftir beztu
getu. Ég skil ekki hvað þið
viljið með þetta á Morgun-
blaðinu. Þetta er engin list,
bara gert sér til gamans og til
að hafa eitthvað fyrir stafni,
sagði Sigmar. — áij
Hjá brædrunum Sigmari og
Guðjóni fra Eldjárnsstöðum
Viðgerð á
Múlafossi
boðin út
MÚLAFOSS, sem lenti í árekstri
við norska skipið Lys Point í fyrri
viku, er nú kominn til Kaup-
mannahafnar eftir bráðabirgða-
viðgerð I Halmstad f Svfþjóð. í
gær var þeim varningi, sem var i
skipinu, skipað upp úr þvi. Var
það mest saltfiskur og hefur allur
varningurinn meir eða minna
skemmzt vegna sjávarins, sem
komst i lestirnar. Sjópróf fara
fram i Kaupmannahöfn.
Samkvæmt upplýsingum Óttars
Möller, forstjóra Eimskipafélags
íslands h.f., er álitið að ekki taki
mjög marga daga að gera við skip-
ið. Viðgerðin verður nú boðin út i
Kaupmannahöfn og mun líklegast
á morgun koma í ljós, hvar við-
gerð fer fram og hvað hún muní
þá taka langan tíma..
31. Be7!! — Re3 (Síðasta hálm-
stráið hjá svörtum. Ef nú 32.
Bxf6?? þá Hdl mát. 31... Dxe7,
32.  Dxg7+ og 31... Kxe7,32.
Hxe7+ var vitaskuld gjörsamlega
vonlaust fyrir svart) 32. Bxd8 og
svartur gafst upp.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32