Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 48. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977
31
r
I stuttu máli
B-heÍmsmeistarakeppnin f handknattleik
Linz. Austurríki 1. marz
líRSUT: fsland — Spánn 21—17 (11—9)
GANGURI.EIKSINS:			
Mln	Island		Spánn
1.	Geir	1:0	
2.	J«n (v)	2:0	
3.	Geir	3:0	
6.	Axel	4:0	
8.		4:1	Rochel(v)
S.	Axel	5:1	
10.		5:2	Alpzu
11.	Axel	6:2	
12.		6:3	G. I,opez
14.		6:4	Novoa
14.	ÓlafurE.	7:4	
16.		7:5	Novoa
18.		7:6	Taure
22.	Viíar (v)	8:6	
2.1.	Ólafur J.	9:6	
24.		9:7	Uria
23.	9:8  Alpzu		
27.		9:9	Uria
27.	ÓlafurJ.	10:9	
29.	Ólafur J.	11:9	
H&lfleikur			
32.		11:10 Rochel	
34.	Axel	12:10	
36.	Ólafur J.	13:10	
37.		13:11	G. I.opt'7
39.	Geir	14:11	
40.	Viðar (v)	15:11	
40.		15:12 G.Lopez	
44.	Axel	16:12	
47.	Axel	17:12	
51.		17:13 Rochel (v)	
51.	Azel	18:13	
52.		18:14	Taure
93.	Ólafur J.	19:14	
55.		19:15	Novoa
57.	ÓlafurJ.	20:15	
58.		20:16	Alpzu
58	Bjorgvin	21:16	
;>>!.		21:17	Hernandez
MOKK fSLANDS: Axel Axelsson 7. Ólafur H.
Jónsson 6, ÍJeir HaMsteinsson ,'!, ViAar
Sfmonarson 2, ólafur Eínarsson 1, BJÖrgvin
BjörRvinsson I, Jón H. Karlsson 1.
MÖRK SPANAR: Rochel 3, Alpzu 3, (.. Lopez
'A, Novoa3, Taure2, l'ria 2. Hernandez 1.
BROTTVf SANIR AF VELLl: Olafur H. J6ns-
son, Axel Axelsson og Þórarinn Ragnarsson f
2 mfn. hver, Jose Novoa og De Andres f 2
mfn.
MISHEPPNUÐ VlTAKÖST: Rochel og Alpzu
áttu vítaköst f stöng og út f fyrri hálfleikn-
um.
DÓMARAR: Rodil og Ohlsson frá Danmörku
og da?mdu mjög vel.
AHORFKNDUR: 500—600,
Axel Axelsson átti mjög gódan leik með íslenzka landsliðinu f gærkvöldi. Hann skoraði sjö mörk sjálfur og átti
gullfallegar Ifnusendingar sem gáfu mörk. Hefur Axel ekki verið betri i annan tíma.
ERFIÐUR HJALLIVAR YFIRSTIGINN í GÆR
- möguleikar íslands aukast verulega eftir sigur yfir Spánverjum
fyrri hálfleiksins,
staðan að honum
11—9 fyrir ísland
Frá Sigtryggi Sigtryggssyni, fréttamanni Mbl. í Linz.
ÍSLENZKA handknattleikslandsliðið náði einum af sín-
um beztu leikjum í gærkvöldi er það bar sigurorð af
Spánverjum í B-heimsmeistarakeppninni í handknatt-
leik í Linz-Sporthalle f Austurríki, 21—17. Þessi sigur
var okkur afskaplega mikilvægur, og eykur vonir um að
íslendingum auðnist áð ná því takmarki sinu að komast í
A-heimsmeistarakeppnina í Danmörku að ári. Reyndar
er enn ein hindrun á leiðinni þangað — Hollendingar —
en við þá verður leikið á fimmtudaginn. Miðað við það
sem við höfum séð til Hollendinga má ætla að íslenzka
liðið sé til muna sterkara, en víst er þó að enginn leikur
er unninn fyrr en hann er búinn. Hollendingarnir komu
á óvart f leik sfnum við Norðmenn og unnu þá, og þeir
töpuðu fyrir Austur-Þjóðverjum með aðeins einu marki
meira en íslendingar topuðu fyrir þeim.
Það var mikil gleði ríkjandi frammistöðu hans, að hann varði
meðal íslenzku leikmannanna
eftir leikinn i gærkvöldi. Þeir
féllust í faðma og hylltu þjálfara
sinn, Janusz Cerwinski, óspart.
Því var ekki að neita að leikmenn-
irnir höfðu verið dálítið kvíðafull-
ir áður en gengið var til leiksins
við Spánverjana, þar sem miklar
sögur hafa gengið að undanförnu
um hversu sterkir þeir væru. Og
víst er að Spánverjar eiga góðu
liði á að skipa. Þeir töpuðu ekki
leiknum i gærkvöldi vegna þess
að þeir væru með slakt lið, heldur
eingöngu vegna þess að íslending-
ar náðu sínu bezta fram og sýndu
afbragðsleik, yfirvegaðan og vel
litfærðan.
Þótt það væri fyrst og fremst
góð samvinna í íslenzka liðinu,
sérstaklega í varnarleiknum, sem
skóp sigurinn, er því ekki að neita
að í gærkvöldi áttu nokkrir leik-
manna íslenzka liðsins algjöran
stjörnuleik. Þar ber fýrst að
nefna Ölaf Benediktsson, mark-
vörð, sem átti þarna einn af
sínum beztu leikjum fyrr og síðar,
og segir það töluverða sögu um
hvorki meira ne minna en niu
skot af línunni frá Spánverj-
unum.
Axel Axelsson átti einnig i gær-
kvöldi einn bezta leik sem hann
hefur sýnt með íslenzka landslið-
inu allt frá því að islendingar
unnu sinn eftirminnilega sigur
yfir Frökkum I undankeppni
heimsmeistarakeppninnar í hand-
knattleik 1975. Var Axel bókstaf-
lega óviðráðanlegur fyrir
spænsku     varnarleikmennina.
Hann skoraði sjálfur sjö mörk,
sum hver með ógurlegum þrumu-
skotum, þar sem varla var unnt að
koma auga á knöttinn fyrr en
hann lá i marki Spánverjanna, og
fjórum sinnum átti Axel linu-
sendingar inn á Ólaf Jónsson, sem
gáfu mörk. Þessar sendingar voru
líka stórkostlega fallegar, komu
óvænt og það jafnvel utan af miðj-
um velli.
Ólafur H. Jónsson var einnig i
miklum ham í þessum leik, ekki
siður i vörninni en í sókninni og
þegar Ölafur er jafn grimmur i
varnarleik sínum og hann var i
gær, má bóka að það er ekki auð-
velt að komast framhjá honum.
Óskabyrjun
íslenzka liðið fékk sannkallaða
óskabyrjun i leiknum i gær, en
þar var ekki um neina tilviljun að
ræða, heldur afleiðingu þess að
okkar menn komu mjög ákveðnir
til leiks og léku stórskemmtilega
utfærðan handknattleik á upp-
hafsmínutunum. Staðan var orðin
4—0, þegar 6 míniítur voru liðnar
af leiknum, og þessi góða byrjun
hefði átt að gefa liðinu byr undir
báða vængi. Svo var þó ekki, þar
sem Spánverjar tóku að saxa á
forskotið og tókst að jafna leikinn
í 9—9, þegar langt var Iiðið á fyrri
hálfleikinn. Atti íslenzka liðið
þarna sinn daufasta kafla i leikn-
um, og bar nokkuð á mistökum í
sóknarleiknum. Vörnin stóð hins
vegar jafnan fyrir sínu.
En samvinna þeirra Ölafs H.
Jónssonar og Axels Axelssonar
færði íslendingum tvö mjög svo
mikilvæg  mörk  á  lokaminútum
Aukin forysta
1 seinni hálfleiknum tókst
Spánverjum aldrei að jafna hvað
þá meira. Minnstur var munurinn
eitt mark, er staðan var 11—10 á
upphafsminiitum hálfleiksins.
Um miðjan hálfleikinn var staðan
orðin 17—12 fyrir ísland og þar
með mátti segja að sigurinn væri
íhöfn. Upp ur þessu fór lika að
gæta örvæntingar i leik Spánverj-
anna, þeir fóru að reyna skot sem
ólíklegt var að bæru árangur, og
misstu greinilega trú á að þeir
hefðu möguleika i leiknum. Und-
ir lokin slakaði íslenzka liðið
einnig örlítið á í varnarleiknum,
enda hinn mikilvægi sigur þá
kominn i höf n.
Nýtingin
Nýting islenzka liðsins í sóknar-
leiknum verður aó teljast allgóð í
þessum leik. Ef litið er á frammi-
stöðu einstakra leikmanna, þá átti
Axel flest skot, 13 talsins, og hann
Allt gekk skemmtilega upp
— ÞETTA gekk allt skemmtilega upp hjá okkur, og þetta var stórfmn
leikur aS mlnu mati, sagSi Ólafur H. Jönsson eltir leikinn ! gærkvöldi.
—  Þama náSum viS góSri vörn og markvarzlan fylgdi é eftir. ViS
höfSum heyrt margar sogur um styrkleika Spánverja og vorum þvi
ákveSnir aS berjast allt frá byrjun og gera hvaS viS gátum.
Samvinna okkar Axels tókst vel i þessum leik, og ég er serstaklega
ánægSur meS hvaS Axel stóS sig vel. Nú er takmarkiS aS vinna
Holland á fimmtudaginn, þá getum viS Axel fariS ánægSir til Þýzka-
lands á föstudaginn, en viS eigum leik í deildinni á laugardaginn og
spilum því ekki meS islenzka liSinu, ef þaS kemst i úrslitakeppnina í
Vin.
skoraði 7 mörk. Auk þess átti Ax-
el 5 línusendingar sem gáfu mörk.
Tvisvar tapaði Axel knettinum til
Spánverja.
Ólafur H. Jónsson átti 9 skot og
6 mörk.
Geir Hallsteinsson átti 5 skot og
3 mörk. Hann fiskaði eitt vítakast.
Viðar Simonarson átti 3 skot, 2
mörk, 2 linusendingar, sem gáfu
mörk, fiskaði 1 vítakast og tapaði
knettinum einu sinni.
Björgvin Björgvinsson átti 2
skot og 1 mark. Hann fiskaði 1
vitakast.
Jón H. Karlsson átti 2 skot og 1
mark. Hann tapaði knettinum
einu sinni.
Þorbjörn Guðmundsson átti 2
skot og ekkert mark.
Ölafur Einarsson átti 2 skot og 1
mark.
Þórarinn Ragnarsson átti ekk-
ert skot i leiknum, en hann tapaöi
knettinum þrivegis.
„Gömlu jaxl-
arnir" mest inná
Liðið sem lék í gærkvöldi var að
mestu hið sama allan leikinn.
Voru það „gömlu jaxlarnir", Geir,
Viðar, Ölafur Benediktsson, Ólaf-
ur H. Jónsson, Axel Axelsson,
Björgvin og Þórarinn, sem reynd-
ar skipti nokkuð oft við Jón H.
Karlsson. Sem fyrr greinir áttu
Ölafarnir og Axel stjörnuleik að
þessu sinni, en Viðar Simonarson
gaf þeim reyndar lítið eftir.
Öryggi hans og rósemi virkaði
mjög vel á liðið, og það var varla
hægt að sjá hann gera mistök
leikinn lit. Geir stjórnaði spilinu
eins og oftast áður, en i vörninni
var Geir hins vegar óákveðnari en
oftast áður, sérstaklega i fyrri
hálfleik, er hann missti Spánverj-
ana nokkrum sinnum framhjá
sér.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32