Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 48. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

									> AUÍ.'LVSINÍiASIMIXN EK:
			
MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977
Óvíst hvort nýr að-
ili gengur inn í feAL
Álmarkaðurinn á uppleið eft-
ir verðfallið í fyrrahaust
SAMKVÆMT      upplýsingum
Ragnars S. Halldórssonar, for-
stjóra íslenzka álfélagsins h.f., er
enn ekki Ijóst, hvaða erlent fyrir-
tæki Alusuisse tekur með sér til
þess að fjármagna stækkun á ker-
skála II ( Straumsvík. Ragnar
kvað ekki einu sinni Ijóst, hvort
af stækkun skálans verður strax
og eins gæti svo farið að sviss-
neska álfélagið kysi að standa eitt
að stækkuninni.
Samkvæmt viðbótarsamningi
milli Alusuisse og íslenzku ríkis-
stjórnarinnar er fyrir hendi heim-
ild til stækkunar kerskálans 1979.
Ákveðnar óskir hafa svo komið
fram frá ríkisstjórninni um að
stækkuninni yrði flýtt og skálinn
yrði stækkaður á næsta ári.
Stækkunin nemur 40 kerjum og
þegar þau verða komin í gagnið
verða í álverinu í Straumsvík 320
ker.
Ragnar Halldórsson sagði að ál-
maikaðurinn væri heldur á upp-
leið og kæmi fram greinileg
hreyfing til hækkunar. Sagði
hann að svo virtist sem álmarkað-
urinn væri að ná sér nú upp úr
þeim öldudal, sem hann féll niður
í í fyrrahaust. Er ástandið því nú
að verða sem það var f ágústmán-
uði í fyrra. Ef svo fer sem horfir
getur því komið til þess að Alu-
suisse kjósi helzt að fjármagna
sjálft frekari fjárfestingu í
Straumsvík.
Sjóprófin í Eyjum:
Legubreyting kapals-
ins var ekki tilkynnt
Hins vegar var ekki ætlazt til að
skip vörpuðu akkerum á þessum stað
SJÓPRÓF vegna þess óhapps
varðskipsins Týs, er skipið krækti
akkeri f rafstreng Vestmannaey-
inga við Yzta-Klett sfðastliðinn
sunnudag, fóru fram f Vest-
mannaeyjum f fyrradag. Við sjó-
prófin kom fram, að skipherra
varðskipsins taldi að strengurinn
væri allmiklu vestar, en legu
hans hafði verið breytt f janúar-
mánuði sfðastliðnum. Hafði láðst
að tilkynna breytta legu strengs-
ins til sjómælinganna og þvf
hafði sjófarendum ekki verið til-
kynnt hún. Þá kom einnig fram
að í hafnarreglugerð frá 1975 er
ekki ætlazt til að akkerum sé
varpað á þessu svæði, en skip-
herrann sagði við sjóprófin að
honum hefði ekki verið kunnugt
um þá reglugerð.
Samkvæmt upplýsingum Ang-
antýs Elíassonar, meðdómanda
við sjóprófin, kom fram við þau,
að þegar er varðskipsmenn urðu
varið við að strengurinn var á
akkerinu, hleyptu þeir honum
niður aftur, en hann skemmdist
við þessi átök. Skipherrann taldi
að í lagi væri að varpa akkerum á
þessum stað, þar sem sjókort hans
sýndu að strengurinn lægi tölu-
vert miklu austar og því ætti að
vera óhætt að varpa akkerum á
þessum stað. Hins vegar fór fram
viðgerð á strengnum í janúarmán-
uði og var legu hans þá breytt. Lá
Varðskipið Týr
hann áður í talsverðri bugðu fyrir
austan Klettinn en beygði síðan
inn í Klettsvíkina. Við viðgerðina
var strengurinn síðan lagður mun
beinni leið og því færðist hann
nær Klettinum eða þar sem skipið
lá. Svarar það til um það bil 400
metra frá fyrri legustað kapals-
Framhald á bls. 18
Einn af mörgum fögrum febrúardögum við Faxa-
fJ5a                                              Ljósmynd Ól.K.M
Ákvörðun Norðmanna
um að hefja sfldveiðan
„Vægast
sagt mjög
varhuga-
verð..."
— segir sjávarút-
vegsráðherra
„AKVÖRÐUN norska sjávarút-
vegsráðherrans um að leyfa 10
þúsund tonna veiði kemur okkur
tslendingum mjög á óvart, því að
eftir þvf sem fiskifræðingar — og
þá ekki sfður norskir en aðrir —
hafa sagt, telja þeir að ekki eigi
að leyfa veiðar á fslenzk-norska
sfldarstofninum. Þetta getur haft
afleiðingar fyrir okkur f framtfð-
inni, þótt ekki sé hér um mikið
magn að ræða og við munum hafa
samband við norsk stjórnvöld út
af þessari ákvörðun og láta f Ijos
okkar skoðanir. Við teljum væg-
ast sagt mjög varhugavert að taka
slfka ákvörðun."
Þetta sagði Matthías Bjarnason,
sjávarútvegsráðherra, í samtal'i
við Morgunblaðið í gær, en á Al-
þingi var þetta mál sérstaklega til
umræðu. Þar vakti Jón Skaftason
alþingismaður athygli á frétt
Morgunblaðsins, sem birtist f
gær, þess efnis að norsk stjórn-
völd hygðust leyfa á ný veiðar á
norsk-íslenzka sildarstofninum.
Sagði hann að eyðing þessa gjöf-
ula fiskstofns og hvarf hans af
miðunum úti af Austurlandi og
Norðurlandi ætti ekki sízt rætur
að rekja til smásildardráps inni á
norskum fjörðum fyrr á tíð.
Framhald á bls. 18
Skoðun heilbrigðiseftirlitsins á vinnuaðstöðu í ÍSAL:
Andrúmsloft ekki viðunandi
fyrr en hreinsitæki koma
„ÞAÐ er skoðun Heilbrigðiseftirlitsins að viðunandi andrdmsloft á
vinnustað f álverinu í Straumsvfk verði ekki til staðar fyrr en
uppsetning og starfræksla fullkomins hreinsiútbnnaðar til hreinsunar
á ræstilofti verksmiðjunnar er komin f gang," sagði Matthfas Bjarna-
son, heilbrigðisráðherra, á Alþingi f gær, er hann svaraði fyrirspurn
um þetta.
Sérstaklega er vakin athygli á
hættu, sem stafað getur af asbest-
ryki á vinnustað, en erlendar
rannsóknir leiða likur að þvi, að
það geti leitt til bandvefsmyndun-
ar í lungum, sem er talinn jafn
alvarlegur sjUkdómur og kísil-
veiki, er stafar af innöndun kísil-
ryks. Verulega hefur verið dregið
úr notkun þessa efnis í álbræðsl-
unni.
Þá kemur fram í svari ráðherra,
að nokkuð hafi borið á óþægind-
um hjá starfsmönnum í kerskál-
um álversins, einkum frá slímhúð
nefs og öndunarfæra. Niðurstöð-
ur rannsókna, sem framkvæmdar
hafa verið, hafa m.a. leitt í ljós:
1.  Að nokkurt ryk var á vinnu-
stöðum álversins, sem leitt getur
til óþæginda í öndunarfærum.
2. 7 menn af 8, sem veikzt höfðu
hjá álverinu, og kallaðir voru til
viðtals, þjáðust af einkennum frá
öndunarfærum, sem í sumum til-
vikum voru slæm. Einnig kom
fram ofnæmi hjá sumum þessara
manna, slen og þreyta að lokinni
vinnu. Flestir höfðu unnið í ker-
skála en einnig við súrálsuppskip-
un — og haft.mikla eftirvinnu.
3. Talið var að mengun andrúms-
lofts, svo og næmi hjá fjörum af
þessum sjö mönnum, væri orsök
3a samverkandi orsök sjúkdóms-
einkenna — og öll veikindatilfell-
in ættu að flokkast undir atvinnu-
sjúkdóma. Heilbrigðiseftirlitið
tejur því hættu á atvinnusjúk-
dómum hjá starfsmönnum álvers-
ins, meðan fullkominn hreinsiút-
búnaður er enn ekki upp kominn.
4. Þá leiddu rannsóknir í Ijós, að
af 117 starfsmönnum, sem
heyrnarmældir voru, reyndust 97
með skerta heyrn, þar af 30 með
verulegt heyrnartap. Er hér um
óeðlilega tíðni heyrnartaps að
ræða og er talið nauðsynlegt að
endurtaka þessa rannsókn hið
fyrsta.
Svar ráðherra er birt í heild á
þingsíðu blaðsins i dag.
SVR-gjöld, olía
og kaffi hækka
VERDLAGSNEFNÐ ákvað f gær
að heimila hækkanir á kaffi,
strætisvagnagjöldum og gasolfu,
en hún hafnaði hækkunarbeiðni
olfufélaganna um verðhækkun á
bensfni, en félögin óskuðu eftfr
2ja krónu hækkun, f 82 krónur.
Taldi nefndin beiðni félaganna
ekki nægilega rökstudda.
Hækkunin, sem heimiluð er á
kaffi, er 26,3%. Hækkar ódýrasta
tegund af kaffi úr 293 krónum
hvert kg f 370 krónur. Samkvæmt
upplýsingum  Georgs Olafssonar
verðlagsstjóra er þessi hækkun
eingöngu vegna mjög mikilla
verðhækkana erlendis, sem stafa
af þvf að uppskeran í Brasilíu
brást að miklu leyti. Sagði Georg
að af þessum sömu sökum mætti
búast við enn frekari hækkunum
á kaffi síðar.
Vegna gífurlegs rekstrarhalla
Strætisvagna Reykjavfkur heim-
ilaði verðlagsnefnd hækkun á
strætisvagnagjöldum fyrirtækis-
ins. Hækkun gjaldanna er að
meðaltali 23%. Staðgreiðslugjald
Framhald á bls. 18
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32