Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 14
14 MORG UNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977 Sýning Hrings ----------> Hringur Jóhannesson virðist lengi hafa verið að leitast við að þróa með sér myndstfl sem rúmi marga þætti realisma (hlutveruleika), nakinn hrjúfan, blfðan, lýriskan, rómantfskan og um leið ná- lægan kviku nútímamannsins. Hann er sér vel vitandi um vist- fræðileg vandamál tfmanna en dregur þau ekki fram nema sem áherslu á myndrænu tákn- máli er hann hefur tamið sér. Slfkt táknmál mætti öðru fremur skilgreina þannig að það höfðaði til óvæntra sjónar- horna og er því f eðli sínu ab- strakt — realismi frekar en bein og raunsönn lýsing á þvf sem fyrir augu ber. Tæknisvið Hrings er ekki heldur af sömu gráðu og ýmissa nútímarealista og kemur það helst fram í þvf, að myndir hans margar þurfa ákveðna fjarlægð til að njóta sfn og rýrna að tæknilegum gæðum með hverju skrefi sem áhorfandinn nálgast þær. Væri þetta sök sér ef ekki kæmi til að þessu er þveröfugt farið með marga realista óviðjafnlegs handbragðs, — því nánar sem rýnt er þvf meir undrast maður t.d. hvað varðar myndir amerfkumannsins Andrews Wyeth sem Hringur hefur ber- sýnilega lært allnokkuð af, en það kemur vel fram f sveitalífs- myndum hans svo og í mynd- inni „Mjólkurkælirinn". Margur hefur gengið í smiðju Andrews Wyeth, einkum er varðar óviðjafnanlega tækni hans t.d. í málun stráa í for- grunni mynda, heybólstra o.fl. er tengist sveitalífi. En það er hægara sagt en gert að feta í fótspor þessa meistara og fjölskyldu hans, sem ræktar tæknina af sama ákafa og trúboðinn köllun sfna og eru fulltrúar margs hins besta í amerískri menningu. Að ég nefni hér ekki einnig þá realista, sem hafa það að tak- marki að gera myndir sínar raunveruiegri sjálfum raun- veruleikanum! — hina svo- nefndu súperrealista nú- tfmans.. Einn þeirra, amerfku- maðurinp Philip Pearlstein er þó með svipuðu marki brennd- ur og Hringur hvað snertir til- hneigingu til óvæntra sjónar- horna, en myndefni hans er annað og tækni i hærra veldi. Sennilega er alsendis órétt- látt að bera Hring saman við þetta listafólk með þvf að grundvöllur til samanburðar er hér næsta óraunhæfur. Hring- ur er öllu minna skólaður og hefur auk þess ekki komið út fyrir heimhaga og þvf aldrei staðið augliti til auglits við myndverk nútfmarealista hvorki austan hafs né vestan. Áhrif, sem fengin eru eftir krókaleiðum eða frá bókum, verða aldrei söm og bein miðl- un, og lfkast hefur Hringur staðið sig með sóma í sínum bestu myndum, með viðmiðun af þeirri staðreynd. Hér er tví- mælalaust um eyðu að ræða á listferli Hrings, sem hann ætti að leitast við ráða bót á áður en lengra er haldið. Málverk og teikningar. Myndir Hrings á þessari sýn- ingu (51 olíumálverk og 43 teikningar) eru áberandi mis- jafnar að gæðum. Hinar bestu þeirra, svo sem nr. 18 — „Við bakkann", 20 — „Þoka á heið- inni“, 31 — „Hlöðugeisli" 34 — „Hlöðuminning“, og 48 — „Mjólkurkælirinn" virðast mér einum flokki ofar flestum ann- arra mynda hans á sýningunni. Myndin „Þoka á heiðinni" er mjög einföld og áhrifarík og dregur fram bestur eigindi Hrings sem málara, form eru hér stór, einföld og hughrifa- Mynflllsl eftir BRAGA ASGEIRSSON rík. Annars virðist mér ljós- myndin mikill áhrifavaldur í list Hrings, sem er eðlilegt, og kemur það einna greinilegast fram í mynd þeirri er prýðir forsíðu sýningarskrár, en ég sé ekki betur en að hér sé komin alþekkt mynd frá landhelgis- pataldrinum við Breta. — En ég á erfiðara með að skilja til- gang þess að staðsetja um- ferðarmerki (t.d. hætta— beygja) inn í myndir með Ijóð- rænu fvafi f málunarmáta, og gera það á þann hátt að umferðarmerkið er sem fram- andi hlutur í myndheildinni og tengist engum innri lifæðum myndflatarins nema þá boga- lfnu á hrfslu, sem hrekkur skammt og áhrifn reynast því „þunnur þrettandi“. Hér skort- ir eitthvað á sem undirstrikar andstæður en tengir þó ólfk myndöfl, — svipað hefur verið áður gert, og ólfkt betur f nú- tfma-realisma, og hugmyndin er ekki frumleg. Teikningar Hrings setja hlý- legan blæ á sýningu hans við fyrstu yfirsýn, en svo þegar nánar er rýnt kemur í ljós, að þær veikja frekar áhrifamátt hennar. Þær hefðu þurft að njóta næmari hlýleika en Kjar- valsstaðir hafa upp á að bjóða til að vinna sitt hlutverk eða a.m.k. mótaðri upphengingu, sem þó var máske útilokuð vegna annmarka lýsingarinnar. Hrifning og gagnrýni. Fram hefur komið að sýning Hrings fellur mörgum vel í geð og er því ástæða til að samgleðj- ast honum með hið góða gengi sýningarinnar. (í Danmörk eru það tveir ungir realista, Kurt Trampendack og Klaus Have- menn, er njóta einna mestra vinsælda um þessar mundir). — Hitt er líka rétt að komi fram, að mörgum starfsbræðra hans þykir hér ekki blóðmikill né úrskerandi realismi á ferð. Rétt er að hér er um lipur hand- tök og nostursamleg að ræða, og þótt ég persónulega kunni mjög vel að meta kyrrð á myndfleti er mér einnig ljóst að sú kyrrð þarf að vera í nánum tengslum við upprunans æð, sjálf gró- mögn nátturunnar — þá nátt- úru sem er svo nákvæm og ströng f smíð sinni. Þannig þarf hver sá, er æskir að túlka hana á raunsannan hátt, að setja sig inn í hennar ströngu lögmál, — hér á engin hálfvelgja heima. Þessum línum vil ég ljúka með þvf að óska listamanninum góðs gengis í framtfðinni jafn- framt því að hvetja hann til að halda utan og kynna sér af sjón og reynd verk helztu realista samtfmans og þreifa á slag- æðum þeirra. Hringur Jóhannesson frá Haga !f Aðaldal. Jean-Pierre Jacquillat Pina Carmirelli Sinfóníutónleikar Iláskólabfó 10. mars 1977 Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat Einleikari: Pina Carmirelli Efnisskrá: W.A. Mozart: Sinfónfa f g-moll nr. 40 K550 I. Stravinsky: Svfta úr „Eldfugl- inum“ D. Shostakovitsj: Fiðlukonsert f a-moll op. 99 G-MOLL sinfónfa Mozarts er ein dýrasta perla hins klassiska tíma- bils. I verkinu birtast allir helstu og bestu kostir meistarans, glæsi- leiki og léttleiki, en um leið ang- urværð og djúp alvara, ásamt rök- fastri úrvinnslu stefja, sem sum hver eru svo falleg og áleitin að þau gleymast ekki. Það veitist áreiðanlega engum auðvelt að túlka þetta vfðfræga og margspil- aða verk svo öllum lfki, en Jean- Pierre Jacquillat er góður stjórn- andi. Hann er laginn við að fá strengina til að syngja. Undir hans stjórn leikur hljómsveitin frfsklega án þess að vera hrana- leg, og blfðlega án þess að vera þunglamaleg. Að vísu var með- ferð hans á Mozarts umdeilanleg í sumum tilvikum t.d. hvað varðar hraðaval, en jákvæðu hliðarnar voru margfalt fleiri g-moll-perlan glitraði og veitti birtu í hverja músíkelska sál. „Eldfugl" Stravinskys er sérlega aðlaðandi verk. Stravinsky samdi þessa svítu snemma á listferli sínum, en á því finnst samt enginn viðvan- ingsbragur. Sumir þykjast þekkja handbragð kennara hans Rimsky- Korsakoff, en þá hefur læri- sveinninn f engu staðið fræðara sínum að baki. og verkið er litríkt, Tðnllsl eftir EGIL FRBÐLEIFSSON hrynfjörugt og spennandi frá byrjun til enda. Strax f upphafi, þegar dularfullur ymur bassanna læðist um salinn ásamt sprellfjör- ugum dansi eldfuglsins sem á eft- ir kemur, vekur eftirvæntingu. Scherso-þátturinn reynir mjög á þolrif hljómsveitarinnar, sem hér sýndi hvers megnug hún er, þegar stjórnandinn er vanda sinum vax- inn. Leikur hljómsveitarinnar í Eldfuglinum var í heild mjög góð- ur, og undirstrikar þörfina á að fá réttan leiðbeinanda í framtfðinni. Vonandi fáum við oftar notið ágætra hæfileika Jacquillat. Italski fiðluleikarinn Pina Carmirelli fór með einleikshlut- verkið f fiðlukonserti Shostako- vitsj, er var sfðastur á efnis- skránni. I þessu tónverki hefur höfundur margt að segja og er mikið niðri fyrir. Verkið býður upp á átök og Carmirelli vann hverja lotuna af annarri. Túlkun hennar bar öll merki hins reynda og þroskaða listamanns og með- ferð hennar öll örugg og yfirveg- uð. Glæsilegur leikur Carmirellis héít hugum áheyrenda föngnum til síðasta tóns — enda var henni ákaft fagnað í lokin. Þetta var einn af góðu dögunum hjá Sin- fóníuhljómsveitinni. Vonandi fylgja fleiri á eftir. Egill Friðleifsson. Til staðfestingar að ég hafi lesið Mér fannst í fyrstu að ástæðu- laust væri að eyða orðum að rit- smíð Þorsteins Gylfasonar f Morgunblaðinu 8. þ.m. Nú langar mig þó til að það geymist í Morgunblaðinu að ég hafi séð hana og lesið. Vona ég að sem flestir hafi gert það. Gildi ritgerðarinnar er í mínum augum einkum það að hún sýnir hvað lærðum manni verður til- tækt þegar hann langar til að bæta hlut vina sinna sem dreymir um bjór og bjórstofur. Það skal tekið fram að ég kannaði strax hvort þjóðskráin vissi um annan mann en háskólakennarann með þessu nafni. Svo var ekki. Rit- gerðin er að mínu viti lfkust ölór- um manns sem ekki virðist þó afargáfaður. I tilefni af hugmyndum há- skólakennarans um fundi bindindismanna vil ég ráóleggja honum að kynna sér það sem afi hans og nafni sagði um þá. Og þar sem maðurinn átti tvo afa má vfsa honum á ritgerð sem heitir: Að kunna að drekka, og er eftir hinn afann. Og fyrst við vorum að tala um bjór má ekki gleyma hinni frægu þingræðu afans um bjór- málið 1932. Hún heitir: Áhrif öl- drykkju á aðra áfengisnautn. Annar höfundur í Morgunblað- inu, Gunnar Jökull Hákonarson, telur það óttamerki hjá mér að ég merkti grein mína aðeins stöfum mínum. Nú er það svo að orð skulu metin eftir hver þau eru en ekki hver segir. Samt merkti ég grein mfna og Þorsteinn vissi hver ég var. En Gunnari Jökli skal ég segja það að ég heiti fullu nafni Halldór Kristjánsson og er oft kenndur við Kirkjuból. Menn hafa verið að benda á það að áfengur bjór væri leyfður hér á landi. Þeir sem fara utan mega flytja áfengi heim með sér. Þetta væri slæmt misrétti. Það er satt og ég er þeim sammála. En ég vil laga þetta með því að taka fyrir þessar undanþágur. Dagvistunár stofnanir í Breiðholti Á fundi félagsmálaráðs Reykja- vfkurborgar var nýlega fjallað um dagvistunarstofnanir i Breiðholti. Var þar samþykkt að skóladag- heimili í Breiðholti I yrði á horni Blöndubakka og Arnarbakka, og blönduð dagvistarstofnun, dag- heimili og leikskóli, yrði austan Arnarbakka. Varðandi dagvistarstofnanir í Breiðholti II var samþykkt að leggja höfuðáhrerzlu á upp- byggingu tveggja deilda dag- heimilis og skóladagheimilis í ná- grenni verkamannabústaóa. Ennfremur var rætt um hvar til greina kæmi að hafa dagvistar- stofnun í Breiðholti III, en ákvörðun ekki tekin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.