Morgunblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977 Alviðrumálið þingfest í dag ALVIÐRUMÁLIÐ svokallaða vorður þingfest í dag í Hvera- gerði, sem er þingstaður ölfus- hrepps. Mál þetta höfðar Magnús Jóhannsson, fyrrver- andi bóndi og eigandi Alviðru, til gjafariftunar vegna meintra vanefnda þeirra aðila, sem Magnús gaf jörðina Alviðru, þ.e. Árnessýslu og Landverndar. 24 hjólbörð- um stolið í BYRJUN mánaðarins var miklu magni af hjólbörðum stolið úr geymslu í Sundaborg. í fyrstu var ekki nákvæmlega vitað um fjölda barðanna, en nú liggur ijóst fyrir, að þetta voru a.m.k. 24 hjólbarðar af General-gerð. Söluverðmæti þeirra er 270—300 þúsund krónur. Ef einhver telur sig geta veitt upplýsingar i mál- inu, er hann beðinn að gefa sig fram við rannsóknarlögregl- una. Jakob hættir með Orðabók Háskólans I FRÉTT frá Menntamálaráðu- neytinu segir að Jakobi Bene- diktssyni hafi verið veitt lausn frá starfi forstöðumanns Orða- bókar Háskólans fyrir aidurs sakir. Lætur Jakob af þessu starfi 1. janúar á næsta ári. Vitavörð vantar STAÐA vitavarðar Reykjanes- vita hefur verið laus til um- sóknar. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna rikis- ins og skulu umsóknir sendast Samgönguráðuneytinu. Of mikill klór í heita vatninu Þorlákshöfn 14. marz. VIÐ athugun á sýnishorni á vatninu úr borhoiunni við Bakka ( ölfusi kom f Ijós, að það inniheldur nokkuð mikið af klór, þannig að ekki er talið ráðlegt að leiða það beint inn á hitakerfi húsa. Það er með öðr- um orðum talið nauðsynlegt að hafa forhitara fyrir hvert hús. Vatnið er hins vegar talið vel hæft til neyzlu. Nú bíður holan frekari at- hugunar sérfræðinga og úr henni eru látnir renna sjálf- krafa 16 sekúndulítrar af 100 stiga heitu vatni, en meira vatn mun vera þarna fyrir hendi. Fyrst þegar vatnið kom upp við borun, runnu sjálf- krafa 20 sekúndulítrar af vatni, svo að vonir standa nú til að góður árangur náist að þessu sinni til hitaveitu fyrir Þorlákshöfn. Ragnheiður. Eldur í áhaldahúsi UM HELGINA kom upp eldur í gömlu áhaldahúsi, sem stend- ur við Vesturgötu í Hafnar- firði. Þetta er steinhús með timburinnréttingum. Tölu- verðar skemmdir urðu í hús- inu af völdum elds, reyks og vatns. Helga Hilmarsdóttir sýningar- stúlka brá sér f peysu frá Les- Prjón fyrir Ijósmyndara. Les- Prjón er nýtt nafn á prjónastofu önnu Þórðardóttur. Axel Aspelund frá fyrirtskinu Lexa hf með sýnishorn af framleiðslu þess fyrirtækis, sem eru herrahálsbindi, flauel-slaufur, kjól- og smok- ingslaufur, axlabönd og dömuslsður. FOT/77: Kaupstefna ísl. fataframleiðenda 1 16. sinn KAUPSTEFNA (slenzkra fata- framleiðenda, Föt ’77 hófst f Vfk- ingasal hótel Loftleiða sfðastlið- inn sunnudag og stendur fram á miðvikudagskvöld. Hún er opin daglega frá klukkan 2—6. Þátttakendur á kaupstefnu þessari, sem er sú sextánda f röð- inni eru alls fimmtán. Kaupstefn- an Föt, hefur verið haldin tvisvar sinnum á ári bingaðtil. Það eru innkaupastjórar íslenzkra verzlana og fyrirtæki, sem fá á kaupstefnunni tækifæri til að kaupa og kynna sér íslenzka fataframleiðslu á heildsöluverði. Eftirtalin fyrirtæki taka þátt í þessari sýningu: Artemis sf, nær- fatagerð, Lexa, hf„ Skóverksmiðj- an Iðunn, Fataverksmiðjan Gefj- un, Henson sportfatnaður hf., Les-Prjón hf., Vinnufatagerð ís- lands hf„ Prjónastofan Iðunn hf, Klæði. hf„ Nærfatagerðin Ceres hf„ Bláfeldur hf„ Sólin, sauma- stofa, Sportver hf., Verksmiðjan Dúkur hf. og Fataverksmiðjan Hekla. Á meðfylgjandi myndum sjást nokkur sýnishorn þess, sem er á kaupstefnunni Föt ’77. En sýning- unni verða gerð betur skil í blað- inu síðar í þessari viku. Starfsleyfi gegn vilja Aldrei fleiri pantanir frá útlendingum í Öræfaferðir — ÞAÐ lítur út fyrir algert metár ( öræfaferðum, sagði Ulfar Jacobsen ferðaskrifstofustjóri, þegar Morgunblaðið ræddi við hann. Hann sagði að pantanir í öræfa- ferðir erlendis frá væru orðnar fleiri en nokkru sinni fyrr á þess- um árstfma. — Við höfum núna fengið jafn margar pantanir og í júní í fyrra og það eiga eftir að berast ennþá fleiri pantanir. I fyrra var aukningin 27% miðað við árið áður, sagði Ulfar. Ferðaskrifstofa Ulfars verður með 29 fastar ferðir I sumar og útlit er fyrir fjölda aukaferða. — Það eru fyrst og fremst Evrópu- búar, sem koma hingað i öræfa- ferðirnar, mest frá Þýzkalandi, Frakklandi, Hollandi og Belgíu, og einnig töluvert frá Austurríki og Skandinavíu. Og I sumar kem- ur svo fyrsti ferðahópurinn frá Spáni, sagði Ulfar. Aðspurður sagði hann að sára- lítið af íslendingum færi i öræfa- ferðir með ferðaskrifstofu sinni. — Þeir íslendingar, sem gaman hafa af öræfaferðum fara í eigin bílum. Innan við 1% af farþegum okkar eru tslendingar. heilbrigðiseftirlitsins Fnykur frá bræðslunni HafnJBrðingum til ama í tvo áratugi LODNUVEIÐARNAR og vinnsla aflans færa miklar tekjur ( þjóð- arbúið, en þvf miður eru ekki aðeins jákvæðar hliðar við þessa miklu tekjulind. 1 Ilafnarfirði bafa menn barizt fyrir þvf ( mörg ár að byggður yrði reykbáfur við bræðslu Lýsi og Mjöls, en án árangurs allt til þessa dags. Hefur reyndar verið farið fram á ýmsar aðrar lagfæringar og breytingar þar til að losna við ólyktarvanda- Málverkauppboð Klausturhóla í dag: Myndir eftir Kjarval, Brynjólf, Mugg o.fl. KLAUSTURHÓLAR, uppboðs- fyrirtæki Guðmundar Axels- sonar, efnir til 29. listmunaupp- boðsins ( dag, þriðjudag og hefsl uppboðið á Hótel Sögu, Súlnasal, kl. 17.00. Blaðinu befur borizt uppboðsskráin. Seld verða 58 myndverk, olfumálverk, rauð- krftarmyndir, teikningar og vatnslitamyndir eftir fjölmarga listamenn, Iffs og liðna. Af núlif- andi listamönnum eru m.a. verk eftir: Benedikt Gunnarsson: Ur Skagafirði; Eirfkur Smith: Kola- teikning; Guðmundur Karl Asbjörnsson: Frá Kleifarvatni; Eyjólfur Eyfells: Landmanna- laugar; Gunnar örn: Andlit; Jóhannes Geir: Bátur; Karen A. Þórarinsson: Séð til Bessastaða; Pétur Friðrik: Snæfellsjökull; Ragnar Páll: Þingvellir; fimm málverk eftir Svein Þórarinsson; Valtýr Pétursson: Landslag. Einnig eru myndir eftir Hákon Oddgeir, Örlyg Sigurðsson, Vetur- liða, Blöku, Baldur Edvins og sjálfsmynd eftir Steingrfm Sig- urðsson. Á uppboðinu eru rúmlega tuttugu listaverk eftir látna myndlistarmenn. Þar eru tvær litlar olíumyndir eftir Brynjólf Þórðarson, sem lézt fyrir um 40 árum og var meðal efnilegustu málara. Þá verða seldar tvær vatnslitamyndir frá Reykjavík eftir Jón Helgason biskup, en sjaldgæft er að myndir eftir þessa listamenn séu til sölu. Tvær myndir eftir Guðmund Thor- steinsson, Mugg, báðar málaðar erlendis. Þrjár myndir eru eftir Jón Engilberts, tvö olíumálverk og gömul rauðkrftarteikning, frá Öslóarárum meistarans. Sex myndir eru eftir Jóhannes Kjar- val frá ýmsum tímum á ferli lista- mannsins, allt frá 1921 —1961. Þarna verður líka seld mynd eftir Snorra Arinbjarnar: Baula og Glanni, vatnslitir. Teikning eftir Rikarð Jónsson, gerð 1945. Meðal Framhald á bls. 47 mál, sem fylgja bræðslunni. Hef- ur sumum þcssara atriða verið kippt f liðinn, en öðrum ekki, og reyndar eiga fleiri staðir f svip- aðri baráttu og Hafnfirðingar og má f þvf sambandi nefna bæði Akranes og Keflavfk. — Fnykur og ódaunn frá loðnu- bræðslunni og síldarbræðslunni á sfnum tíma hefur hrjáð okkur í mörg ár, eða allt frá því fyrir 1960, sagði Sveinn Guðbjartsson, heilbrigðisfulltrúi 1 Hafnarfirði í samtali við Mbl. í gær. — Við höfum ítrekað reynt að fá kröfum okkar fullnægt, en ekki tekizt enn sem komið er. Árið 1973 tók heil- brigðisráðuneytið fram fyrir hendurnar á okkur og veitti fyrir- tækinu starfsleyfi f eitt ár með því skilyrði að úrbætur yrðu gerð- ar. Þó svo að það hafi ekki verið gert, þá fekk fyrirtækið starfs- leyfi enn á ný og starfar enn samkvæmt ráðherraleyfi. Er slæmt til þess að vita, að æðstu yfirvöld skulu taka fram fyrir hendurnar á yfirvöldum í héraði og láta málin dankast. Við fáum sfðan skömm í hattinn fyrir að gera ekki neitt, sem er þó alrangt, því barátta fyrir úrbótum hefur tekið okkur mikinn tíma. — Loforð forráðamanna Lýsis Framhald á bls. 47 Ljósm. Mbl. Ol. K. Mag. Ulfar Jacobsen og aðstoðarstúlka hans ganga frá útstillingar- glugga. Færeyingar eiga 5 þús. lestir eftir FÆREYSKU loðnuskipin, sem leyfi hafa til loðnuveiða hér við land, munu nú hafa fengið 19—20 þúsund lestir og eiga því eftir að veiða um 5 þúsund lestir. Morgun- blaðinu er ekki kunnugt um hvernig veiðin hefur skiptzt á milli skipanna, en nokkuð mun það misjafnt. Nokkur færeysku skipanna hafa verið óheppin við veiðarnar, því nætur þeirra hafa rifnað illa. Þá lengist sifellt sigl- ingartíminn til Færeyja og aftur, og af miðunum við Snæfellsnes tekur það skipin ekki undir 5—6 sólarhringum að fara fram og aft- ur. Báðar þessar myndir eftir Mugg verða á uppboðinu. Sú efri er frá Sætersdal en sú neðri frá Christiansö. Fréttir af þýzka skákmótinu sendar héðan til útlanda HÉR á landi er nú staddur júgóslavneskur blaðamaður til þess að fylgjast með einvígi Spasskys og Horts, en blaða- maðurinn mun vera mikill vin- ur Spasskys. Það má telja til tfðinda f sambandi við heim- sókn þessa blaðamanns, að hann sendir fréttir af afmælis- mótinu í Þýzkalandi héðan frá lslandi til Júgóslavíu. Hefur hann sagt að fréttaflutningur- inn frá þýzka mótinu hingað til tslands sé svo góður, að það sé litlu síðra að vera hér staddur og senda fréttir af mótinu en að vera á sjálfum keppnisstaðn- um. Sem kunnugt er tefla F'rið- rik Ölafsson og Karpov heims- meistari á þýzka mótinu, og eru skákir þeirra sendar hingað til lands og skýrðar að Hótel Loft- leiðum um leið og þær eru tefldar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.