Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 59. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977
27
Helgi og hinir Völsung-
arnir ætla sér sigur í 2.
deild á 50 ára aírnælinu
17 ára piltur, Helgi Helgason, frá Húsavík hefur nú
haldið til Bandarfkjanna og mun æfa þar með hinu
fræga atvinnumannaliði í knattspyrnu Cosmos, með
þvf liði leikur einn mesti knattspyrnusnillingur allra
tfma, Edson Pele, auk margra annarra atvinnumanna
frá Bretlandseyjum og fleiri löndum.

*
ij^'^^sí1^

¦ ¦'¦¦ ¦ .   ¦    ¦.
¦ :-. ¦¦¦¦ ¦¦¦¦,
Helgi Helgason, hinn efnilegi leikmaður Völsungs, sem nú æfir
með New York Cosmos f Bandaríkjunum en þar er hinn heimsfrægi
Pele meðal leikmanna og nokkrir fyrrverandi leikmenn í enskum 1.
deildarliðum.
McKernan, sem verður þjálfari Völsungs annað árið f röð.
Helgi Helgason er einn af
beztu leikmönnum Völsungs
frá Húsavfk og hefur einnig
verið valinn i unglingalands-
liðið. Hann mun verða hjá
Cosmos að minnsta kosti í einn
mánuð, en nú er liðtó að búa sig
undir keppnistímabilið, sem
hefst í maí og er þetta eins
konar reynslu tími fyrir hann
og greiðir félagið allan kostnað
af dvöl hans þarna svo og allan
ferðakostnað. Forráðamenn
Völsungs telja fremur ólíklegt
að Helgi ílengist i Bandaríkj-
unum þó að honum muni ganga
vel og búast þeir við því að
hann komi tvíelfdur heim til að
taka þátt í íslandmótinu í 2.
deild  sem  Völsungar eru  nú
ákveðnir í að vinna í tilefni af
50 ára afmæli félagsins auk
þess sem Helgi hefur verið val-
inn í unglinga landsliðið og á að
leika með því í Belgíu í sumar.
Það var þjálfari Völsungs,
John McKernan, sem kom
þessu í kring fyrir Helga, en
hann er mjög hagvanur i
Bandarikjunum og hefur hann
meðal annars leikið þar með
atvinnumannaliðum.     John
McKernan hefur nú verið
endurráðinn þjálfari Völsungs,
en hann þjálfaði liðið einnig
síðasta kepnnistimabil og mun
hann koma til landsins i byrjun
marz, en æfingar eru nú hafnar
hjá liðinu og munu flestallir
þeir leikmenn sem með liðinu
voru á síðasta keppnistimabili
verða með áfram auk þess sem
nokkrir ungir og efnilegir pilt-
ar munu koma upp i 2. flokk-
inn, en í sumar mun hann í
fyrsta sinn taka þátt í íslands-
mótinu.
Það er vissulega gaman að
vita til þess að islenzkir knatt-
spyrnumenn hafi náð svo langt
sem raun ber vitni og það að 17
ára piltur skuli hafa náð svo
langt að vera tekinn til reynslu
hjá þekktasta og dýrasta knatt-
spyrnuliði Bandaríkjanna þar
sem frægustu knattspyrnu-
menn heimsins hafa leikið og
munu liklega enn leik með.
Þetta undirstrikar það að við
erum stöðugt að ná lengra á
þessu sviði, þvi eins og við vit-
um er þeim fslendingum alltaf
að fjölga sem gerast atvinnu-
menn hjá erlendum félögum og
áður en langt um lfður verður
líklega komið svo að allir okkar
beztu leikmenn verða orðnir at-
vinnumenn erlendis ef ekki
verður búið betur að þeim hér
heima. Það sjá allir að þegar
leikmenn þurfa að æfa allt að
þvi 3 tíma 5 daga vikunnar og
leika svo þann 6. verður vinnu-
tap geysimikið auk þess sem
leikmönnum gefst ekkert tæki-
færi til að eyða fristundunum
með fjölskyldu sinni.
Að lokum óskum við Helga til
hamingju með þennan merka
áfanga sem hann hefur náð og
Vólsungi óskum við til
hamingju með 50 ára afmælið
og vonandi gengur félaginu vel
f   mótum   sumarsins.   HG.
YMSAR hræringar eru f knatt-
spyrnunni þessa dagana. Félög-
in eru að Ijúka við að ráða
þjálfara og þeir leikmenn, sem
ætla sér að skipta um félög
hafa annað hvort gert það eða
eru að þvf um þessar mundir.
Af þjálfaramálum liðanna f 1.
deildinni er það nýjast að
frétta að Meldrum þjálfari KR-
inga hætti við að koma eftir að
hann var þó búinn að skrifa
undir samning. Tókst KR-
ingum að fá annan enskan
þjálfara f stað hans og telja sig
heppna að Meldrum skyldi
ekki hafa tekið við starfinu hjá
þeim. Sá sem nú hefur verið
ráðinn til KR heitir Tom Cazie
og hefur m.a. leikið með New-
castle og verið þjálfari hjá
Everton.
Víkingar og Biily Haydock
hafa að undanförnu staðið í
samningum og lyktir mála urðu
þær að Billy hefur verið ráðinn
til félagsins til tveggja ára.
Hafa þá öll liðin í 1. deild ráðið
þjálfara. Youri Ilitchev verður
hjá Val. Kirby verður með
Skagamennina, Anton Bjarna-
son með Fram, Þorsteinn Frið-
þjófsson með Breiðablik,
Skinnear með ÍBV, Ferguson
með Þór, Hólmbert Friðjónsson
með IBK, Þórir Jónsson með
FH og þeir Billy Haydock og
Tom Cazie með Víking og KR.
Gengið fra ráðninqu þjálfara
- hræringar meðal leikmanna
Af félagskiptum leikmanna
úr 1. deildinni má nefna að Örn
Óskarsson úr ÍBV er genginn f
KR og Kristinn Björnsson Vals-
maður verður með Skagamönn-
um í sumar. Þorsteinn Ólafsson
markvörður IBK stundar nám í
Svíþjóð og hyggst leika með
þriðjudeildarliði þar. Teitur
Þórðarson, Matthías Hallgríms-
son og Davíð Kristjánsson —
allir af Akranesi — eru einnig i
Svíþjóð og Ieika með þariend-
um liðum eins og kunnugt er.
Alltaf eru það einhverjir leik-
menn, sem leggja skóha á hill-
una á hverju haust, aldurs eða
annarra ástæðna vegna. Virðist
þetta bitna harðast á Keflvík-
ingum f ár, þar sem margir af
máttarstóTpum liðsins hafa lagt
skóna á hilluna, t.d. Einar
Gunnarsson og Astráður
Gunnarsson og óvist er hvað
þeir gera Guðni Kjartansson og
Karl Hermannsson, en báðir
hafa þeir átt viÍK meiðsli að
stríða.
DANIR OG SVÍAR MEÐ
SAMEIGINLEGT „KERFI'
í þriðju deildinni eru hreyf-
ingar á mönnum eins og annars
staðar og nefna má að Atli
Helgason, sem verið hefur
unglingaþjálfari hjá KR og Vík-
ingi undanfarinn áratug með
ygóðum árangri hefur nú tekið
við þriðjudeildarliði Aftureld-
ingar. Þá mun Hreiðar Ársæls-
son hafa hug á að taka að sér
þjálfun á nýjan leik og hefur
heyrst að hann ætli austur á
Firði.
KR-ingarnir Halldór Björns-
son og Gunnar Gunnarsson fara
báðir út á land til þjálfunar i
sumar. Halldór verður í Siglu-
firði, en Gunnar á ísafirði. Gísli
Magnússon, sem hafði verið
orðaður- við ísafjarðarliðið, fer
á nýjan leik til Færeyja, en
þarlendum likaði vel við Vest-
mannaeyinginn síðastliðið sum-
ar og náði hann mjög athyglis-
verðum árangri.
Magnús Jónatansson frá
Eskifirði verður með Þrótt á
Neskaupstað eins og i fyrra-
sumar, en þá kom hann liðinu
upp i 2. deild. Nafni hans
Jónatansson frá Akureyri verð-
ur hins vegar með lið Reynis
frá Árskógsströnd. Með
Magnúsi Eskfírðingí verða
a.m.k. þrir leikmenn, sem leikið
hafa í 1. deildinni. Það eru þeir
Þórhailur Jónasson, sem áður
lék með Vfkingi, en hefur
undanfarin ár verið við há-
skólanám í Svíþjóð, Halldór
Árnason frá Eskifirði lék
nokkra leiki rneð meistara-
flokki Fram í fyrra, en ætlar nú
að skipta um félag og leika með
Þrótti í 2. deildinni. Siðast en
ekki sízt hefur svo Valsmaður-
inn Helgi Benediktsson ákveðið
að skipta um félag og bætast i
hóp      Norðfjarðar-Þróttara.
Vissulega búbót fyrir Þróttara
að fá þá þrjá í liðið.    *
-áij
DANSKA og sænska handknatt-
leikssamböndin gerðu nýlega
samkomulag sfn á milli um upp-
lýsingamiðlun og er ætiun sam-
bandanna að koma sér upp á
næstunni safni myndsegulbanda
af landsleikjum sem allra flestra
þjóða í handknattleik. Telja
landsliðsþjálfarar beggja þjóð-
anna mikið fengið með þessu
samkomulagi, og eru sammála
um að slfkt myndasafn af leikjum
hinna ýmsu landsliða geti orðið
veigamikil aðstoð við undirbún-
ing landsliðanna.
Leif Mikkelsen, þjálfari danska
handknattleikssambandsins,
sagði nýlega f blaðaviðtali, að
þetta samkomulag myndi nánast
tryggja það að alltaf væru til
myndir af þeim andstæðingum
sem keppa ætti við — a.m.k. þeim
andstæðingum sem máli skiptu.
Þannig ættu t.d. Sviar nú fyrir-
liggjandi kvikmyndir af vestur-
þýzka landsliðinu, en við það eiga
Danir að keppa á næstunni. Sagði
Mikkelsen, að kvikmyndasafnið
myndi hafa enn meiri þýðinu þeg-
ar nær drægi heimsmeistara-
keppninni f Danmörku. Er ætlun
Svía og Dana að kosta sameigin-
lega ferð kvikmyndatökumanns
til keppnínnar í Austurríki, og
munu þeir þar einkum taka
myndir af þeim liðum sem búizt
er við að komist í A-keppnina, en
mat þessara þjóða er það að þau
lið verði: Austur-Þýzkaland,
Tékkóslóvakía, Svíþjóð, Noregur,
Spánn og Austurríki. — Auðvitað
breytast leikaðfeðir liðanna alltaf
eitthvað, en þegar myndir eru
skoðaðar af liðum, er alltaf hægt
að fá þannig nokkrar upplýsingar
um hvernig einstakir leikmenn
leika, bæði í sókn og vörn, sagði
Mikkelsen.
Danskir handknattleiksmenn með eftirvæntingu f svipnum. Þeir
gera sér vonir um góða frammistöðu f heimsmeistarakeppninni
og spara ekkert til þess að árangur náist.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48