Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 59. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977
29
Eþíópía:
Hemám útvarpsstöðvarinn-
ar Rödd fagnaðarerindisins
Vaxandi útíuð og óeirðirí kjölfar blóðugrar byltingar
HERFORINGJASTJÓRN
Eþfópfu hertók um helgina
stærstu útvarpsstöð í Afríku
Radio Voice of the Gospel, sem
hefur veriö starfrækt á vegum
Lúterska heimssambandsins
sfðan 1963. Stöðin, sem í dag-
legu tali hefur verið kölluð
Rödd fagnaðarerindisins, hefur
sent út efni á 30 málum I 22
klukkustundir á dag. Hefur
stöðin getað útvarpað til nær
þvf helmings mannkyns f
Afríku og Asíu. Hefur erlend-
um starf smönnum stöðvarinnar
verið tilkynnt um að hafa sig á
brott frá landinu innan viku ef
þeir vilja ekki vinna undir
stjórn og reglum herráðsins.
Einn íslendingur hefur um
árabil starfað við stöðina. Er
það     séra     Bernharður
Guðmundsson og býr hann í
Addis Ababa ásamt konu sinni
Rannveigu Sigurbjörnsdóttur
og þremur börnum, Svövu,
Magnúsi Þorkeli og Sigurbirni.
I gær var haft samband við séra
Bernharð frá Islandi og kvað
hann hervörð vera um útvarps-
stöðina og heimili starfsmanna
hennar, en samningaumleitanir
standa nú yfir milli stöðvar-
manna og ríkisstjórnar
Mengistu hershöfðingja. Búizt
er við, að stjórn stöðvarinnar
muni ekki telja sér fært að
starfa eftir þeim skílyrðum,
sem eþíópíska ríkisstjórnin
hefur sett, en í fyrstu útsend-
ingunni eftir hernámið var
stöðin kynnt sem rödd bylt-
ingarinnar í Eþfópíu.
Hef ja útvarpsrekstur
f öðru landi?
Lúterska heimssambandið,
sem hef ur aðsetur í Genf, hef ur
ekkert verið látið vita um töku
stöðvarinnar nema í gegnum
fréttir fjölmiðla. Tveir norskir
stjórnarmenn í heimssamband-
inu sögðu f norskum blöðum í
gær, að til kæru hjá heimssam-
bandinu fyrirætlanir um að
hefja útvarpsrekstur f öðru
landi Afríku, því búizt hefði
verið við aðgerðum af hálfu
stjórnvalda síðan sfðasta bylt-
ing var gerð eftir áramótin með
morðinu á Teferi Bante. Sló i
brýnu í herráðinu og voru sjö
stjórnarmenn drepnir í stöðv-
um herráðsins, en sigurvegarn-
ir tóku völdin með Megistu í
broddi fylkingar.
Utvarpsstöðin         Rödd
fagnaðarerindisins hefur 17
dagskrárskrifstofur í Asfu og
Afríku og haf a þær sent efni til
aðalstöðvarinnar í Addis. Þess-
ar stöðvar munu starfa áfram
og senda út efni og einnig
hyggst Lúterska heimssam-
bandið kaupa tfma í ýmsum út-
varpsstöðvum til þess að senda
út efni sitt á meðan sambandið
hefur ekki fullkomna aðstöðu á
ný.
Rödd f agnaðarerindisins
nýtur virðingar þjóða
70% af efni Raddar fagnaðar-
erindisins hefur verið fræðslu-
efni um margs konar almenn
mál, jarðyrkju, heilsufræði o.fl.
auk frétta, en 30% efnisins
hefur verið kristilegt. Rekstur
stöðvarinnar hefur verið einn
merkasti þátturinn f starfi Lút-
erska heimssambandsins og
starfa 250 menn við stöðina,
flest Eþíópíumenn. Stöðin
hefur tvo senda, sem eru 100
kw hvor, hefur sent út til um 30
landa og notið mikillar virð-
ingar og álits hvarvetna.
Þegar útvarpsstöðin var
kynnt sem Rödd byltingarinnar
f Eþíópíu um helgina hóf hún
Utvarpsstöðin, Rafio Voice of the Gospel, Rödd fagnaðarerindisins f Addis Ababa sem byltingarstjðrn
landsins befur nú bertekið.
útsendingar sinar á arabisku,
þar sem úthúðað var stefnu
Bandaríkjanna á alþjóðavett-
vangi. Var jafnframt tilkynnt,
að Voice og the Gospel hefði
ekki lengur þýðingu fyrir
Eþíópfu og þvf væri hún lögð
niður.
Prent- og málfrelsi
dregið f land
Þegar Haile Selassie keisara
var steypt af stóli 1974 lýsti
byltingarstjórnin þvf yfir að
prentfrelsi og málfrelsi skyldi
vera í landinu. Til að byrja með
var slakað á f þessum efnum og
menn gripu boðin tveimur
höndum. Ekki leið þó á löngu
þar til ritskoðun hófst á nýjan
leik, sérstaklega varðandi allt
sem sagt var um Eþíópfu. Ut-
varpsstöðin Rödd fagnaðarer-
indisins reyndi þvf að komast
sér í ríkisstjórn menntamenn,
sem ekki höfðu verið pólitízkir.
Fall tákns
Eþfópíu
Smátt og smátt voru tök bylt-
ingarinnar hert, Haile keisari
var settur í fangelsi og 150
manna byltingarráð var stofn-
sett. Lét ráðið drepa 60 fyrrver-
andi ráðherra og gamla fylkis-
stjóra og herforingja f október
1975. Einnig létu byltingar-
menn drepa Ammon yfirhers-
höfðingja, sem hafði verið for-
ystumaður herstjórnarinnar.
Eftir fall tákns Eþfópíu Haile
Selassies keisara, varð Ammon
tákn Eþíópfu og undir hans
stjórn varð byltingin sannfær-
andi og rýmileg. „Eþiópía
fyrst",  var  viðkvæðið  undir
hans stjórn. Aðalbreytingin við
byltinguna var skipting lands-
ins og vald landeigendanna var
brotið á bak aftur. Var sú breyt-
ing jákvæð á margan hátt, en
þegar róttækari öfl í landinu
vildu umsnúa öllu án þess að
taka tillit til sérkenna Eþíópa,
reyndist Ammon ekki sam-
vinnufús. Vil.di hann fara hæg-
ar f sakirnar, vinna skynsam-
lega, en ekki af tilfinningaleg-
um eldmóði. Meðal annars var
hann ,á móti því að loka öllum
skólum landsins og senda alla
nemendur yfir 15 ára aldri út
og suður til þess að kenna
landsmönnum. Ammon vildi
einnig reyna samningaleiðina
við aðskilnaðarsinna í Erítreu,
en hann var sjálfur Erítreu-
maður og naut mikillar virðing-
ar þar eins og f allri Eþiópfu.

Jðhannes Ölafsson kristniboðs-
læknir með eþfópfska stúlku,
sem eiginmaður hennar hafði
höggvið með öxi f höfuð og
hendur.
hjá þvf að birta fréttir frá
Eþíópfu og einn trúnaðarmaður
í stöðinni, Eþíópi að nafni Em-
anuel Gebre Selassie, dæmdi
um fréttir og tók ákvörðun um,
hvort útvarpa ætti þeim eða
ekki.
Haile Selassie var steypt af
stóli án blóðsúthellinga, en
byltingarmenn notfærðu sér
vinsældir hans til að byrja með
og höf ðu hann með f ráðum og í
upphafinu gerði Haile einn af
sfnum stuðningsmönnum að
forsætisráðherra. Hét sá Ende
Gatchew Makonen og lofaði
hann ýmsum bótum. Hann
hafði þó ávallt mikinn andbyr
og rekinn var harður áróður
gegn honum af stúdentum og
menntamönnum. Var hann því
óvinsæll, þótt hann veldi með
Tvær á röltinu f frumskðgi Suður-Eþfðpfu með gjafaföt frá
fslenzku kristniboðsstöðinni f Konsó.
Séra Bernharður Guðmundsson við hús sitt á lðð Voice of the
Gospel stöðvarinnar f Addis. Frá vinstri: Svava, Bernbarður og
Rannveig. Magnús Þorkell og Sigurbjörn eru fyrir framan.
Virðingu hafði Ammon áunnið
sér í stríði Eþíópa við Sómalíu.
Allt f bál og brand
með byltingunni
Eftir morðið á Ammon fór
allt í bál og brand í opinberri
stjórn landsins. Prentfrelsi var
takmarkað mjög og byltingar-
menn þrengdu smátt og smátt
tðkin á þjóðfélaginu.
Síðustu átökin voru þegar
samstarfsmenn Bante drápu
hann og Mengistu Haile
Mariam tók við stjórnartaum-
unum ásamt Atenofu Abate, en
ráðamaðurinn nú er Mengistu.
Lýsti hann þvf yfir, að her-
stjórn landsins fylgdi marx-
leninisma. Hins vegar vinna
flokkar eins og EPRP mikið á
laun, en þar eru á ferðinni
harðsvíraðir maóistar og eru
menntamenn og stúdentar f
þeim flokki. Valda þeir mikilli
úlfúð um allt landið og stöðugt
verður minni og minni sam-
staða meðal landsmanna.
Pðlitfzk kennsla
f skðlum og
á vinnustöðum
í maí s.l. ár lýstu stjórnvöld
því yfr að stofna mætti stjórn-
málaflokka og þá hlupu hinir
ýmsu róttæku flokkar af stokk-
unum, en.bilið á milli þeirra
hefur stöðugt aukizt. Þá var
jafnframt tekin upp pólitisk
kennsla á vinnustöóum, tvær
klukkustundir á sólarhring.
Skylduvinna skólanema
út um þúf ur
Skylduvinna skólanema hef-
ur einnig farið út um þúfur og
smátt og smátt hefur gætt vax-
andi ólgu og uppreisnar í hópi
skólafólksins. Endaði það með
þvi að mikill hluti skólafólksins
rak áróður gegn þeim stjórn-
völdum, sem sendu þau út á
meðal landsmanna, enda var
það allt gert án nokkurrar
skipulagningar og oft á tfðum
hafði skólafólkið nóg að gera
með að bjarga lífi sjálfs síns,
hvað þá að geta kennt löndum
sínum eitthvað. S.l. haust átti
aftur að reyna að koma skólum
landsins i gang eftir nokkurra
ára hlé frá byltingunni, en það
hefur ekki tekizt, og það litla
sem gekk í þeim efnum fór út
um þúfur þegar Mengistu
komst til valda eftir morðið á
Abate fyrir skömmu.
Alls kyns erjur eru nú viða f
Eþíópíu, sumar af völdum liða,
sumar af völdum EPRP og sum-
ar af völdum fyri landeigenda,
og þá hefur stjórn Sómaliu
einnig staðið að skemmdarverk-
um i Suður-Eþiópiu.
Þegar starf skólafólksins
hafði farið út um þúfur, var
hafizt handa á vegum stjórn-
valda um að mynda bændafélög
út um allt landið og innan
bændafélaganna var stofnaður
bændaher. Um sama leyti voru
skipaðir pólitfskir fulltrúar í
bændafélögunum til þess að
kenna stjórnmál i skólum og
félögum bænda. Hefur þetta
fyrirkomulag gengið erfiðlega,
því þótt jarðvæðisskiptingin
hafi verið jákvæð fyrir flesta
bændur landsins, þá likar þeim
illa að landið, sem þeir yrkja,
skuli ekki ganga i erfðir. Þykir
það fyrirkomulag mjög ótryggt.
Aigjör þjððnyting
Þjóðnýtingin f landi er algjör,
og t.d. voru öll hús í landinu
þjóðnýtt á s.l. ári. Menn, sem
áttu fleiri en eitt hús, máttu þó
velja sér hús til að búa í, en
Framhald á bls. 39
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48