Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 59. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977
31
Könnun á staðarvali stóriðju:
Næsta stórvirkjun
verði á landsbyggðinni
— Þingræða Eyjólfs Konráðs Jónssonar
TILLAGA þeirra Eyjólfs Konráðs Jónssonar (S) og
Sverrir Hermannssonar (S) um könnun á staðarvali til
stóriðju norðan lands og austan, m.a. félagslegum áhrif-
um, hefur vakið athygli og umtal. Rétt þykir að birt hér
á eftir f heild framsögu fyrra flutningsmanns með
tillögunni, þannig að rökstuðningur flutningsmanna
komist til skila, beint til lesenda, eins og hann var fram
settur á Alþingi.
Könnun á staðarvali
stóriðju norðanlands
og austan
Ég flyt ásamt hv. 3. þm. Austf.
tillögu til þingsályktunar um stað-
arval til stóriðju á Norðurlandi og
Austurlandi. Eins og tillaga þessi
ber með sér f jallar hún einungis
um athugun á þvi, hvar í þessum
tveimur landshlutum heppilegast
væri að setja niður stóriðju, ef að
því ráði yrði horfið að reisa fleiri
stóriðjufyrirtæki hér á landi en
þau sem þegar hafa verið ákveð-
in.
Ástæðan til þess að við flytjum
þessa tillögu er kannske fyrst og
fremst sú, að nú að undanförnu
hafa heyrzt um það raddir, að
fleiri stóriðjufyrirtæki ætti að
byggja suðvestanlands eða þá
sunnanlands. Hafa verið tilnefnd-
ir ýmsir staðir og forystumenn í
byggðarlögum óskað eftir því, að
til þeirra yrði litið, ef að ráði yrði
að setja á stofn fleiri stóriðju-
fyrirtæki á Islandi. Við teljum
það fráleita stefnu að hrúga öll-
um stórfyrirtækjum niður á Suð-
vesturlandi og ég get sagt það sem
mína persónulegu skoðun, að ég
mundi verða eindregið andvígur
því, að ákvörðun yrði tekin um
byggingu fleiri stóriðjuvera á
Suðvesturlandi án þess að litið
yrði til þeirra landshluta, sem hér
er um fjallað, Norðurlands og
Austurlands, því að vissulega
væri það einn visasti vegurinn til
byggðaröskunar að reisa fleiri
sllk fyrirtæki hér um slóðir. Hitt
kynni að koma til álita að lita til
Skaftafellssýslna, ef ástæða væri
talin til og hægt væri að byggja
höfn þar með viðráðanlegum
kostnaði, þvl að vissulega væri
höfn við Dyrhólaey mjög merki-
legt og gott fyrirtæki.
Tvær eða tuttugu
álbræðslur_________
Hér er ekki verið að biðja um
neina ákvörðun um frekari stór-
iðju, heldur einungis að athugaðir
verði þeir staðir, sem bezt kynnu
að henta, ef að ráði yrði fara út í
fleiri stóriðjufyrirtæki. Fyrir ára-
tug eða rúmlega það, þegar um-
ræður voru hvað heitastar um
stóriðju, þá var ég einn í þeirra
hópi, sem barðist fyrir þvl, eins og
ég gat, að við legðum inn á þessa
braut. Ég býst ekki við að neinum
hv. alþm. sé um það ókunnugt.
Því var þá haldið fram, að ég
hefði I sjónvarpsþætti óskað eftir
því, að svo sem eins og 20 ál-
bræðslur yrðu byggðar á íslandi,
sem þýðir að við hefðum með að
gera nokkurn veginn heimsfram-
leiðsluna á þeim merka málmi.
Þetta vóru auðvita ósannindi
hrein, því að ég minntist aðeins á
það, að álbræðslan í Straumsvlk
tæki ekki nema sem svaraði ein-
um tuttugasta af velvirkjanlegu
afli.
Sjálfkjörið í stjórn Sjó-
mannafélags Eyjafjarðar
AÐALFUNDUR Sjómannafélags
Eyjafjarðar var haldinn á Akur-
eyri fimmtudaginn 3. mars. Á
fundinum var skýrt frá úrslitum
stjornarkjörs, en stjórnin er
þannig skipuð: Formáður Guðjón
Jónsson, varaformaður Ragnar
Arnason, ritari Armann Sveins-
son, gjaldkeri Matthlas Eiðsson,
meðstjórnandi Jðn Hjaltason. t
trúnaðarmannaráði sitja auk
stjórnar: ainar Möller, Gisli
Einarsson, Hreinn Þorsteinsson,
Karl Jóhannsson, Helgi Sigfús-
son, Sæmundur Pálsson og Gfsli
Friðfinnsson. Stjórnin varð sjálf-
kjörin, þar sem aðeins barst einn
framboðslisti.
Rekstrarafgangur félagsins á
siðasta ári nam 2,5 milljónum kr.
og eru bókfærðar eignir nú 10,5
m.kr. Starf félagsins var mikið og
snerist aðallega um gerð nýrra
kjarasamninga og segir i frétt frá
félaginu að illa hafi gengið að ná
fram viðunandi kjarasamningum
fyrir sjómenn. Óskar Vigfússon,
formaður Sjómannasambands ís-
lands, kom á fundinn og ræddi
kjaramál. í tilefni þess að skatta-
lagafrumvarpið liggur nú fyrir
Alþingi gerði fundurinn sam-
þykkt sem hljóðar svo:
Nokkrum vikum eða mán.
seinna, eftir að búið var að eyði-
leggja útvarpssendinguna eða
sjónvsrpsspóluna, þá var það
fram sett að ég hefði óskað eftir
20 álbræðslum.
„Aðalfundur Sjómannafélags
Eyjafjarðar, haldinn á Akureyri
3. mars 1977, mótmælir harðlega
gróflegri skerðingu á skattafrá-
drætti sjómanna, sem boðaður er
með hinu nýja skattalagafrum-
varpi, sem nú liggur fyrir alþingi.
Sá smávægilegi skattafrádráttur,
sem sjómenn njóta samkvæmt
gildandi skattalögum, hefur orðið
til I áföngum á sl. 20 árum í
sambandi við lausn kjaramála sjó-
mannafélaganna við útgerðar-
menn og er jafnframt margítrek-
uð viðurkenning stjórnvalda á
hinum mikla aukakostnaði sjó-
manna umfram flesta aðra laun-
þega, svo sem sjófataslit, síma-
kostnaður o.fl. vegna fjarvista frá
heimilum við störf sín á sjónum.
Fundurinn heitir því á háttvirt
alþingi, að það geri þá breytingu á
frumvarpinu, að skattafrádráttur
sjómanna verði í engu skertur,
heldur aukinn verulega frá því
sem nú er."
Þá samþykkti fundurinn að
styrkja byggingu endurhæfingar-
stöðvar Sjálfsbjargar á Akureyri
með 250 þúsund kr. og að láta
skrá sögu félagsins en það verður
50 ára á næsta ári.
Eyjftlfur Konráð Jónsson.
Ég gerði fyrrverandi iðnaðar-
ráðherra það tilboð á hans ráð-
herratlð, að við sameinuðumst um
að strika þetta núll aftan af töl-
unni og hefðum álverin tvö. Yrði
þá annað, hið siðara, annað hvort
norðanlands eða austan. Einkum
hefur verið rætt um tvo mögu-
leika, það er Eyjafjörð og Húsa-
vík. Það er mikil andstaða gegn
álbræðslu I Eyjafirði og ástæðu-
laust að neyða nokkuð byggðalag
til að taka við sliku fyrirtæki, ef
fólkið heima fyrir vill það ekki.
Þá á auðvitað ekki að ráðast i
framkvæmdina. Sjálfsagt er að
kanna nánar hver vilji heima-
manna er I raun og veru þar, sem
slík staðsetning kann að vera hug-
leidd. Þá hefur einnig verið rætt
um Húsavlk, en það eru margir
fleiri staðir, sem til greina koma,
og engin ástæða til annars en að
gerá að minnsta kosti lauslega
áætlun á þvi, hvað hafnarmann-
virki slík mundu kosta á hverjum
stað fyrir sig, — sem og félagsleg
áhrif — þannig að menn sigldu
ekki alveg blint i sjóinn.
Ekki fleiri
stórvirkjanir
á eldvirknisvæðum
Ég held að menn hljóti llka að
vera sammála um það, að ekki
verði ráðizt I fleiri stórvirkjanir
en þær, sem þegar hefur verið
tekin ákvörðun um, á eldvirkni-
svæðum. Þess vegna hlýtur
Blanda að verða næsta stór-
virkjunin. A þessu ári verða mikl-
ar rannsóknir við Blöndu og ég
vænti þess, að ákvörðun um
Blönduvirkjun verði tekin nú á
þessu ári og framkvæmdum við
hana hraðað eins og frekast má
verða. Auðvitað væri heppilegra
fyrir Blönduvirkjun fjárhagslega
að eitthvert stóriðjufyrirtæki risi
norðanlands samhliða, en þó er
það ekki skilyrði, vegna þess að
byggðalinuna má eins nota til að
flytja orku suður um stundarsak-
ir eins og að flytja hana norður.
Þegar Blanda kæmist í gagnið
gæti hún séð málmblendiverk-
smiðjunni fyrir rafmagni að hluta
til að minnsta kosti. En hvað sem
öllu öðru Hður, þá kemur það ekki
til greina að mínu mati, að gera
hvort tveggja i senn, að byggja
enn eina stórvirkjun hér sunnan-
lands og jafníramt nýtt iðjuver.
Þörfin fyrir stór-  .
iðju minni en áður
Það er raunar ekki sama ástæða
til að berjast fyrir stóriðju nú,
eins og var fyrir einum áratug eða
svo, og kemur þar auðvitað þar
fyrst og fremst til að við höfum
náð fullum yfirráðum yfir land-
helgi okkar, miklu fyrr hygg ég
en nokkur þorði að gera sér vonir
um þá. Þess vegna muni sjávar-
fengur verða meiri en þá var
áætlað. En samt sem áður teldi ég
það siður en svo óæskilegt að eitt
eða tvö stóriðjuver risu á næsta
áratug skulum við segja — að
undangenginni vendilegri athug-
un — og þá eins og ég hef marg-
tekið fram nyrðra eða austan-
lands.
Eg vona að þessi tillaga þurfi
ekki að valda neinum deilum. Eg
held að menn ættu að geta sam-
einazt um það, að þessi skoðun
fari fram alveg óháð þvi, hver
framvindan yrði, svo þetta á ekki
að þurf a að verða kostnaðarsamt
heldur aðeins að menn hafi augun
opin og að heilbrigðar umræður
og öfgalausar geti um þetta mál
- farið fram.
Fiskeldissjóður:
Námskeid í með-
f erð skotvopna
Sagt frá nýjum þingmálum
Skotvopnaleyfi
— námskeið í með-
f erð skotvopna
Sverrir  Hermannsson  (S)
hefur flutt breytingartillögur í
sjö liðum við stjórnarfrumvarp
um skotvopn, sprengiefni og
skotelda. Meðal efnisþátta I til-
lögunum eru:
1) Lögreglustjórar skulu
halda námskeið I meðferð skot-
vopna I septembermánuði ár
hvert og nemendur ganga und-
ir hæfnispróf.
2) Skotvopnaleyfi      skal
greiða með grundvallarverði
meðaldilks að hausti og skal
gjald þetta renna I sjðð er
standi undir fyrrgreindum
námskeiðum.
3)  Eigi skal heimilt að flytja
til landsins sérstaklega hættu-
legar tegundir skotvopna, skot-
færa eða sprengiefna nema
með sérstöku leyfi dómsmála-
ráðherra, sem setur sérstakar
reglur um innflutning þessara
tækja.
4) Handhöfum skotvopna-
leyfa ber að endurnýja leyfi sin
á 10 ára fresti og gera þá grein
fyrir hæfni sinni og þekkingu.
Deildarskipting
Skipaútgerðar
rfkisins
Helgi F. Seljan (Abl) og Kar-
vel Pálmason (SFV) flytja til-
lögu til þingsályktunar um
deiídarskiptingu Skipaútgeróar
rlkisins, þar sem Alþingi skorar
á ríkisstjórnina að hefja nú
þegar  endurskipulagningu  á
starfsemi og rekstri Skipaút-
gerðarinnar, sem miði að þvi að
henni verði skipt í tvær deildir:
Austurlands- og Vestfjarða-
deild, með aðsetrum á Reyðar-
firði og Isafirði.
Endurskoðun
á iaunum
hreppstjóra
Steingrfmur   Hermannsson
(F) flytur tillögu til þingsálykt-
unar um endurskoðun á laun-
um hreppstjóra. Laun hrepp-
stjóra miðast nú við ibúatölu í
viðkomandi hreppum: í hrepp-
um með innan 100 fhúa 63.500
krónur á ári, 100—150 íbúa
71.100 krónur á ári, 150—200
íbúa 78.800 krónur á ári, 500—
550 íbúa 132.000 krónur og
1000—1051 íbúa 207.000 krón-
Uppsagnarfrestur
verkafðlks
Ragnar Arnalds (Abl) flytur
frumvarp til laga um breytingu
á ákvæðum um rétt verkafólks
til uppsagnar frá störfum. Gild-
andi lög gera ráð fyrir mánaðar
uppsagnarfresti og 14 daga
veikindaleyfi með óskertum
launum, ef viðkomandi hafa
unnið hjá sama vinnuveitanda i
eitt ár eða lengur. Þau voru
upphaflega miðuð við 48 stunda
vinnuviku, segir I greinargerð
þingmannsins, og skilgreind
sem a.m.k. 1800 klukkustundir
á siðustu 12 mánuðum, þar af
a.m.k. 150 stundir siðasta mán-
uðinn fyrir uppsögn. Eftir að
vinnuvikan var stytt i 40 stund-
ir hefði þurft að breyta þessum
ákvæðum og er ekki seinna
vænna að það sé gert, segir í
greinargerð.
Fjölbrautaskðli á
Norðurlandi vestra
Sami þingmaður flytur til-
lögu til þingsályktunar um að
fela rlkisstjórninni að undirbúa
frumvarp um stofnun fram-
haldsskóla á Norðurlandi
vestra með fjölbrautasniði.
Skólastarfið fari fram á nokkr-
um stöðum I fræðsluumdæm-
inu og verði byggt upp sem ein
heild með náinni samvinnu og
verkaskiptingu milli skóla-
staða.
Fiskeldissjóður
Stefán Jónsson (Abl) ogGeir
Gunnarsson (Abl) flytja frum-
varp til laga um breytingu á
lögum um Framkvæmdastofn-
un ríkisins. Frumvarpið gerir
ráð fyrir stofnun Fiskeldis-
sjððs, en hlutverk hans skal
vera að veita lán til fiskeldis
hvers konar, 50% af stofn-
kostnaði, sem og óafturkræf
framlög til grundvallarrann-
sókna og tilraunastarfsemi á
sviði fiskræktar. Ríkissjóður
leggi sjóðnum til 600 m. kr. með
jöfnum greiðslum á næstu
fimm árum, í fyrsta sinn 1978.
Sjóðurinn geti, að fengnu sam-
þykki ríkisstjórnar, tekið lán til
starfsemi sinnar, innanlands og
erlendis. Ríkissjóður ábyrgist
allar skuldbindingar sjóðsins.
• -.. fc
*<•#*© ' '¦'.'•.- *>
***»'&&
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48