Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 59. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						~:34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUB 15„MARZ 1977
Umsjón:
Björg Einarsdóttir
Æt  ' .Æ
a aratugnum
ÞEGAR dálkarnir ?Á áratugnum" birtust í Morgunblað-
inu 1. mars s.l. fjölluSu þeir, eins og nú um skattamálin
— en þau mál ber einna hæst f almennri umrœSu um
þessar mundir. Er vel um þaS hversu margir hafa látiS til
sín heyra og umræSan orSiS vfSfeSm og margbreytileg.
GuSrún Erlendsdóttir, lögfræSingur og kennari viS
Háskóla íslands, hefur látiS þessa umræSu töluvert til sín
taka. Hún varS góSfúslega viS þeirri beiSni aS fjalla um
þennan málaflokk á síSum blaSsins. Fyrri hluti greinar
hennar birtist 1. mars og gerir hún þar nokkuS skil
sköttun einstaklinga og heimila á NorSurlöndum. Mörg-
um lék hugur á aS fræSast um tilhögun þessa vandmeS-
farna og viSkvæma samfélagsþáttar hjá frændum vorum
og nágrönnum, enda er oft litiS til NorSurlandaþjóSa um
viSmiSun fyrir okkur hér á landi.
JafnréttisráS, en GuSrún er formaSur þess, hefur
nýlega sent fjárhags- og viSskiptanefnd neSri deildar
Alþingis allltarlega umsögn um frumvarp þaS til laga um
tekjuskatt og eignarskatt, er nú liggur fyrir þinginu.
Fyrstu umræSu um frumvarpiS er lokiS og er þaS til
úrvinnslu hjá þingnefndinni þessar vikurnar. Í umsögn
JafnréttisráSs er fyrst og fremst fjallaS um þann þátt
frumvarpsins, sem snertir jafnrétti kynjanna.
Gudrún Erlendsdóttir lektor:
Sifjalöggjöf -
skattalöggjöf
Verkaskiptina
inni á heimili
einkamál
Þá var starf maka (konu) á heimili
ærið verkefni — heimilin voru stór
og engar vélar til að létta heimilis-
störfin Þetta er gerbreytt í dag. eins
og allir vita
Að minu mati er það þvi vafamál
hvort maki, sem heima er og annast
eingöngu sig og hinn makann, full-
nægi framfærsluskyldu sinni með
því. Málið horfir allt öðru visi við, ef
börn eru á heimilinu, aldraðir, sjúkir
eða aðrir þeir, sem umönnunar
þurfa við
Það hlýtur að verða að ætlast til
þess, að hver fullvaxinn einstakling-
ur geti séð um sig sjálfur, en að
öðru leyti er það einkamál hjóna og
annarra fullvaxinna fjölskyldumeð-
lima, hvernig þeir skipta með sér
störfum inni á heimilinu Mat á
slíku á ekki aS koma I löggjöf.
Skattalöggjöf
verði hlutlaus gagn-
vart hjúskaparstöð
Afar mikilvægt er, að reglur um
ábyrgð hjóna á greiðslu skatta svo
og framtalningu tekna séu í sam-
ræmi við þau grundvallarsjónarmið
urri jafnrétti og sjálfstæði hjóna,
sem fyrir löngu eru viðurkennd i
sifjalöggjöf
Skattalöggjöf á að minu mati að
vera hlutlaus gagnvart jafnrétti kynj-
anna. þ e. ekki letjandi fyrir ákveð-
inn hóp i þjóðfulaginu s.s giftar
konur Skattkerfið á að vera þannig
uppbyggt. að það taki tillit til fjár-
hagslegs sjálfstæðis hjóna, I þvi má
ekki felast hvati að þvi. að annað
hjóna verði þvl andvigt af skattaleg-
um orsökum, að hitt hjóna afli
tekna. Löggjafanum ber að vera
hlutlaus hvað þetta snertir
Tímabilsbundið
aðlögunaratriði
Sérsköttun af séraflafé myndi
gera hjónum kleift að taka þátt I
atvinnullfinu. án þess, aðtekjurann-
ars hefðu áhrif á skatt hins. Sér-
sköttun af séraflafé hlýtur því að
vera markmiðið við gerS nýrrar
skattalöggjafar.
Miðað við núverandi þjóðfélags-
aðstæður er þó ekki raunhæft að
byggja á þeirri forsendu, að sérhver
maður geti framfært sig af eigin
aflafé Það er því óhjákvæmilegt að
taka tillit til þess þjóðfélagshóps.
sem byggt hefur efnahagsafkomu
sina á vinnuframlagi á heimilunum
en ekki launatekjum.
Sem millistig. frá samsköttun til
algerrar sérsköttunar verður þvi fyrst
um sinn, og þá eingöngu sem tlma-
bilsbundið aðlögunaratriði, að miða
við hjúskaparstöðu, þegar skattar
eru lagðir á hjón og millifæra ónýtt-
an persónuafslátt Vitanlega á per-
sónuafsláttur að vera hinn sami fyrir
alla einstaklinga. án tillits til hjú-
skaparstöðu.
t
„ Helmingaskipta-
regla"
skattafrumvarpsins
Þegar verið er að setja ný skatta-
lög, sem boða algera kerfisbreytingu
GuSrún Erlendsdóttir viS málflutning í Hæstarétti
þá verður að vanda mjog til þeirra
og huga að hvaða félagsleg áhrif
hún kann að hafa
Það er viðurkennt að 50% frá-
dráttarreglan af launum giftra
kvenna I núgildandi skattalögum,
hefur haft neikvæð félagsleg áhnf.
bæði rnilli kvenna á atvinnustöðum
og einnig á þann hátt. að sú regla
hefur ýtt konunum út af heimilun-
um.
Það ber þvi að huga vel að þvl. að
„helmingaskiptaregla" frumv. mun
valda þvi I stórum stll, að konur
dragi sig í hlé af vinnumarkaðinum
og tekjuöflun þvi hvila af meiri
þunga en nú á körlurn. Það hefði
aftur á móti I för með sér, að feður
hefðu enn minna samband við börn
sln en nú er, og er það vissulega
neikvætt félagslega séð.
Umsagnir
og ályktanir
Umræða um skattamál hefur orð-
ið mikil og er það til góðs Ég vil
benda á umsögn Bandalags hánna,
Félags einstæðra foreldra, Kvenrétt-
indafélags íslands, Alþýðusam-
bands íslands, Bandalags kvenna I
Reykjavik, Jafnréttisráðs. Rauð-
sokka o.fl aðila. sem allar hniga i þá
átt, að „helmingaskiptaregla" frumv.
sé óviðunandi lausn við skattlagn-
ingu hjóna
Barnabætur
til þeirra er
börnin annast
Ég hef lýst minni skoðun á þvi, að
markmiðið sé sérsköttun á séraflafé
með millifærslu á persónuafslætti til
bráðabirgða Að þvi er varðar ein-
stakar greinar frumv læt ég nægja
að visa til álits Jafnréttisráðs
Ég vil þó benda á, að rétt væri að
hækka  verulega  barnabætur,  sem
féllu til þeirra, sem börnin annast.
Slikt myndi spara aukið valfrelsi. Að
minu mati er það ekki markmiðið að
konur og karlar séu annað hvort að
störfum á heimilinu eða utan þess.
heldur að þau geti raunverulega val-
ið miðað við eigin aðstæður, hvort
heldur karlinn eða konan á ! hlut.
Mæli með þvi að. . .
Ég hef hér að framan eingöngu
rætt um skattlagningu út frá jafnrétt-
issjónarmiðum, en get ekki látið hjá
líða að lokum að mæla með þvi. að
stefnt verði að afnámi tekjuskatts af
launatekjum manna.
Frá jafnréttis-
sjónarmiði.
í umsögn Jafnréttisráðs um
skattalagafrumvarpið kemur fram,
að sú tilhögun á skattlagningu
hjóna, sem boðuð er I frv. „helm-
ingaskiptareglan" svokallaða, sam-
rýmist ekki grundvallarmarkmiS-
um um jafnrétti karla og kvenna.
í reynd er hér lika um samsköttun
að ræða, en með öðru sniði en I
núgildandi logum. Frá jafnréttissjón-
armiði er það sjálfsögð forsenda
skattlagnmgar, að hver fullvaxinn
einstaklingur verSi sjálfstaaður
skattþegn.
Þeir, sem vilja raunverulegt jafn-
rétti kyn/anna, hl/óta að viðurkenna
að grundvallarskilyrði þess, að gift
kona geti orðið fjárhagslega og fé-
lagslega sjálfstæð, er að hún hafi I
reynd sömu moguleika til launaðrar
vínnu og kvæntur karlmaður, og að
uppeldi og umönnun barna skiptist
sem jafnast milli foreldra.
Sérsköttun
vegur ekki að
fjárfélagi hjóna
Ég er ekki á sama máli og þeir.
sem halda því fram. að sérsköttun
muni vega að fjárfélagi hjóna og þar
með grundvelli fjölskyldunnar. Lög
nr. 20/ 1923 um réttindi og skyldur
hjóna voru mikil réttarbót, þegar
þau voru sett. Þau byggja á algeru
jafnrœði hjóna í hjúskap Megin-
reglur þeirra laga fela I sér. að hvort
hjóna um sig hafi ráðstöfunarrétt á
sínum eignum og beri einungis
ábyrgð a eigin skuldbindingum, en
ekki skuldum hins makans.
Örfáar undantekningar frá þess-
um meginreglum eru gerðar i lögun-
um sjálf um og byggjast þær á hags-
munalegri samstöðu fjölskyldunnar.
Endurskoðun vegna
breyttra þjóð-
félagsaðstæðna
Önnur löggjöf hefur ekki orðið
jafnfljót til að viðurkenna fjárhags-
legt sjálfstæði hjóna, og ber þar
hæst skattalöggjöf.
Núgildandi skattalöggjöf byggir á
þjóðfélagslegum forsendum. sem
ekki eru við lýði nema að litlu leyti.
Sifjalöggjöfin er i sifelldri endur-
skoðun og er reynt að taka mið af
þeim þjóðfélagslegu breytingum,
sem orðið hafa á s.l. hálfri óld.
Nýleg lög eru nú komin um stofnun
og slit hjúskapar (nr 60/ 1972).
þar sem tekið er tillit til þeirra breyt-
inga. sem orðið hafa i þjóðfélaginu
og reglurnar um stofnun og slit
hjúskapar gerðar miklu fjálslegri og
einfaldari.
Lög nr. 20/ 1923 eru nú I
endurskoSun, og bar verSur vænt-
anlega sama viSmiSun höf 8.
Fjölskylda
og heimilið
er kjölfestan
Þrátt fyrir breytingar á sifjalöggjöf
þá eru og verða fjölskyldan og
heimiliS eftir sem áður kjölfestan I
þjóðfélaginu.
Hætta er á. að það dragi úr þýð-
ingu fjölskyldunnar, ef reglur sem
hana snerta ganga út frá fornum
þjóðfélagsháttum. Slikar reglur
verða að fyigja samtlmanum og
þjóðfélagsþróuninni.
j dag er fjölskyldan neyslueining
en ekki framleiðslueining — Fram-
leiðslan fer fram á vinnumarkaðin-
um. Það hlýtur að vera einkamál
fjölskyldunnar, hvort fleiri en einn
aflar tekna til framfærslu hennar og
hvernig fólk skiptir með sér störfum
á eigin heimili.
Helmingaskiptaregla
sifjalöggjafarinnar
Hin félagslega og hagsmunalega
samstaða fjölskyldunnar kemur fram
[ reglum um gagnkvæma fram-
færsluskyldu milli hjóna og lýsir sér
[ helmingaskiptareglu sifjalöggjafar-
innar 18. gr. I. nr. 20/ 1923. en
við slit hjúskapar á hvort hjóna um
sig rétt á helmingi af hreinum hjú-
skapareignum hins hjóna
Með þessari helmingaskiptareglu
er viðurkennt, að bæði hjónin vinna
sameiginlega að framfærslu fjöl-
skyldunnar, hvort sem þau afla
beinna tekna eða ekki. og kemur
það einnig skýrt fram i 2. gr. lag-
anna.
Rétt er þó að benda á, að þegar
lögin voru sett, fyrir meira en 50
árum, þá tóku þau eðlilega mið af
þjóðfélagsaðstæðum þeirra tima.
Löðrungur
Ákvörðun stjórnar Atvinnu-
leysistryggingarsjóðs um að
greiða konum innan A.S.Í. fæð-
ingarorlof af ákveðnu tekju-
marki tekju maka, gengur gegn
stefnu Alþingis íþessu máli.
Þetta er skref aftur á bak og
þjóðarhneisa að spyrjist. Síð-
borin túlkun stjórnar sjóðsins á
16. gr. laga nr. 57/1973 og
56/1975 um atvinnuleysistrygg-
ingar — ætti eðli málsins sam-
kvæmt að setja sjóðsstjórnina í
þær hastarlegu aðstæður að
innheimta áður útborgað fæð-
ingarorlof hjá þeim konum,
sem fengu greitt á árinu 1976
— án tillits til þess að makar
þeircj* hefðu sem svaraði tvö-
földum dagvinnutaxta Dags-
brúnar.
Eða á að vera ára
munur  á  túlkun
sömu lagagreina?
Lögfræðingur, sem lengi hef-
ur átt sæti á Alþingi, sagði við
aðrar aðstæður: Ef lögin taka
ekki af tvímæli um vilja þings-
ins — verður að smíða betri lög.
Brýnt er að alþingsmenn búi
svo um hnútana nú, með laga-
breytingu, að ótvirætt verði,
hvernighaga skuli fæðingaror-
lofi islenskra kvenna og hverj-
ar skuli njóta þess.
Fagna ber fyrirspurnum Guð-
mundar H. Garðarssonar alþm.
á þingi um greiðslur Atvinnu-
leysistryggingarsjóðs.
BjE.
**
„OFVÖXTUR og of mikil sókn inn í þjón-
ustugreinarnar — sem taka mið af fram-
leiðslugreinunum og fjölda fólks f þeim —
getur leitt til þess að konum verði, af beinni
hagstjórn stuggað burt af vinnumarkaðin-
um s.s. með áróðri fyrir afturhvarfi inn á
heimilin eða með laga(skatta)ákvæðum."
t/r r»rtu á LoftleiAum 21. júnl 1975.
ENN UM SKA TTAMÁL
BbbS IIM W    %0MMTM   %0M If  ¦  M   M M  MMwMW  ¦ Mm
11
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48