Morgunblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977 37 Ný reglugerd um netasvædi á Selvogsbanka SJAVARtJTVEGSRAÐUNEYTIÐ hefur gefið út reglu- gerð um netasvæði á Selvogsbanka. Samkvæmt reglu- gerð þessari eru allar veiðar aðrar en netaveiðar og handfæraveiðar bannaðar tfmabilið 20. marz — 15. maf á tilgreindu svæði austan friðaða hólfsins á Selvogsbanka. Svæði þetta markast af lfnum, sem dregnar eru milli eftirgreindra puntka: a) 63°18’0 n.br., 21°10’0 v. lgd. b) 63°13’6 n. br„ 20°36’3 v. lgd. c) 63°05’6 nr. br„ 20°36’3 v. lgd. d) 63°10’0 n. br„ 21°10’0 v. lgd. Jafnframt vekur sjávarútvegsráðuneytið athygli á því að samkvæmt gildandi reglugerð eru þorskfiskveiðar í net bannaðar allt árið í norðanverðum Faxaflóa innan línu, sem dregin er úr Þormóðsskeri í Gölt og á Breiða- firði innan línu, sem dregin er úr Skorarvita um suðvesturhorn Selskers i Eyrarfjall. Ib Wessman matreiðslumeistari Ieldhúsi Naustsins. Ljósm. Ól. K. M. Frð landsmótinu 1974 Landsmót skáta haldið að dlfljótsvatni í snmar Dagana 17. — 24. júll I sumar verður haldið að Clfljótsvatni 17. landsmót skáta. Er þetta afmælismót, þar sem liðin eru 65 ár frá stofnun skátahreyf- ingarinnar á tslandi og 70 ái frá stofnun skátastarfs I heim inum. Sfðast var landsmó! skáta haldið 1974 og sóttu þa( um 1500 manns auk þess sen um 700 manns dvöldust f fjöl skyldubúðum einhvern hluti mótsins. Fjölskyldubúðir verði einnig starfræktar á mótinu sumar og gert er ráð fyrir ai um 250 erlendir gestir sæk mótið, flestir frá Norðurlönd um, aðallega frá Noregi, um 7( — 80. Nlna Hjaltadóttir er fram kvæmdastjóri mótsins oj kynnti hún ásamt Birni Finns syni erindreka og Arnfinn Jónssyni mótið fyrir blaða mönnum, en Arnfinnur á sæti I stjórn Bandalags ísl. skáta og er tengiliður stjórnarinnar við mótsstjórnina. Þau sögðu að skipting á tjald- búðarsvæði yrði með nýju sniði I ár. Þátttakendum væri skipt á 6 torg og fjölskyldubúðirnar væru 7. Stórt félag sem sendir margar sveitir á mótið mun þvi skipta sínum sveitum niður á fleiri en eitt torg, þannig að skátunum gefst tækifæri til að kynnast betur hver öðrum og vinna saman að hinum ýmsu dagskrárefnum. Mun það einn- ig gefa skátum frá minni kaup- túnum tækifæri til að læra Hér er verið að sýna hvernig útbúa má sjúkrabörur úr þvf sem tiltækt er ef þörf krefur. meira i sambandi við útfærslu á verkefnum. Einnig verður út- lendingunum , sem sækja mót- ið, skipt niður á torgin. Breyt- ingin er aðallega fólgin í þvi að áður var hvert félag út af fyrir sig, en nú er þeim sem sagt meira blandað saman Áherzla er lögð á það að hver einstaklingur, sem sækir mótið fái og taki þátt í verkefnum mótsins en dagskráin er að miklu leyti byggð á umfjöllun um töluna 7, 70 ára afmæli skátastarfs i heiminum , árið '77, 7. mánuður ársins 7. torg o.s.frv. Þá hefur verið getið um það í skátafélögunum um allt land, sem nú eru milli 40 og 50, að hver þátttakandi komi með plötu meðferðist á mótið. Plötu, sem á séu 4 göt og siðan munu þeir sem búa á hverju togri útbúa eitt listaverk úr öllum plötunum. Þannig verða 7 lista- verk gerð, sem allir hafa átt þátt i að útbúa. Það kom fram á fundi með forráðamönnum að islenzkir skátar voru brautryðjendur i því að stúlkur og drengir störf- uðu saman, Bandalag isl. skáta er þannig eitt af fáum banda- lögum, sem skátafélög af báðum kynjum sitja í. Einnig eru fjölskyldubúðir á mótum nýjung, sem Islendingar voru fyrstir til að koma fram með. Merki mótsins teiknaði Páll Guðmundsson, útfært úr töl- unni 7. Mótið, sem stendur yfir í 8 daga kostar 13.500 krónur og er allt fæði innifalið svo og dag- skrárbók, merkið og allt, sem aó mótinu snýr. Veittur er syst- kinaafsláttur. Starfrækt verður pósthús með sérstökum póst- stimpli, banki, minjagripaverzl- un , heilsugæzlustöð og ferða- skrifstofa, sem skipuleggur ferðir um nálæga sögustaði. Frestur til að tiíkynna þátt- töku er til 15. april. Frá lögreglunni: Auglýst eftir vitnum Slysarannsóknardeild lögreglunnar f Reykjavík hefur beðið Morgunblaðið að auglýsa eftir vitnum að eftirtöld- um ákeyrslum, sem átt hafa sér stað í Reykjavík. Ef einhver telur sig geta veitt upplvsingar um þessar ákeyrslur er hann beðinn að snúa sér til lögreglunnar: Föstudaginn 25. feb Ekið á bifreiðina U-1851 Volks- wagen fólksbifr. árg. 1972 bláa að lit, þar sem hún stóð á móts við hús nr. 32 við Sólheima á tíma- bilinu kl. 01:00 daginn áður til kl. 16:45 þennan dag. Skemmdir: Vinstra framaurbretti dældað og rispað í 40—65 cm. hæð. Ljósgræn málning í sári, einnig far eftir gúmmí, sennilega af höggvara. Föstudaginn 25. feb. Ekið á bifreiðina R-51043 Ford Cortinu fólksbifr. árg. 1969 græn- blá að lit, þar sem hún stóð fyrir utan hús nr. 33 við Breiðagerði á tímabilinu kl. 22:30 kvöldið áður til kl. 08:00 þennan dag. Skemmdir: Vinstra framaur- bretti, framhöggvari og vélarlok, dældað og skemmt. Sunnudaginn 22. feb. Ekið á bifreiðina R-7024 Ford Escort fólksb. árg. '74 þar sem hún stóð á bifreiðastæði á móts við Hraunbæ 42—44. Bifreiðin er blásanseruð að lit. Skemmdir: Vinstra framaurbretti, vinstri hurð og hlið dælduð og skemmd. Ljós litur tjónvalds var í sári eða ákomustöðum. Þriðjudaginn 1. marz Ekið á bifreiðina R-51759 Sunbeam fólksb. árg. 1972 mosa- græna að lit þar sem hún stóð við Arahóla 2. Skemmdir án höggvara að framan og bæði framljós skemmd. Rauður litur á tjónvaldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.