Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 59. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, ÞBIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977
39
Pálmi Pétursson
—Minningarorð
Timinn er hið eina óbreytilega I
þessari veröld, hann tifar jöfnum
hraða. Viðburðir gerast hins veg-
ar í tíma, og því ræðum við um
viðburðaríka tíma, þessa tíma er
maður lærði að þekkja eðli
öreindanna og umheimsins, jafn-
vel leiðir milli hnatta, — en ekki
að þekkja sjálfan sig. Hver erum
við? Hvert förum við? Hvenær?
Þetta virðast okkur óræðar spurn-
ingar.
Eins og hendi sé veifað er félagi
og vinur horfinn yfir móðuna
miklu, en við horfum í humátt án
þess að skynja það. Hverjum er
skammtaður stuttur timi, svo
hverfur hann. Hel er fortjald,
segja guðfræðingarnir, og sjálf-
sagt best að láta þar við sitja.
Hinn almáttugi stjórnandi ætlast
vist ekki til að rýnt sé gegnum
það tjald.
Kannski fann hann til einhvers
slappleika en ekki var tóm til að
sinna þvi. Það átti að taka upp
nýja tækni við bókhald rann-
sóknastofnanna. Mikilvægi þess
hafði hann rætt við alla forstjóra,
og skrifstjórinn ætlaði ekki að
liggja á liði sinu nú, frekar en
endranær. Dagurinn var því unn-
inn fram að kvöldi. Um nóttina
var hann orðinn fársjúkur og á
hádegi daginn eftir var tíminn
þrotinn.
Pálmi Pétursson var fæddur á
Akureyri 20. april 1909, sonur
hjónanna Þórönnu Pálmadóttur
og Péturs Péturssonar, þá versl-
unarstjóra Gránufélagsins. Pálmi
kynntist því ungur miklum um-
svifum, þvl faðir hans rak þar
síðar eigin verslun og útgerð, var
I stjórn Verksmiðjunnar á Akur-
eyri (Síðar Gef jun I eigu SÍS) og
tók þátt I ýmsum félagsmálum,
áður en hann flutti til Siglufjarð-
ar 1926.
Pálmi gekk i Gagnfræðaskólann
á Akureyri, sem einmitt um það
leyti fékk heimild til þess að út-
skrifa stúdenta, og hann varð
stúdent 1929, einn sjö stúdenta I
öðrum árgangi þess merka skóla,
en allir samstúdentar hans eru á
lifi.
Að loknu námi stundaði Pálmi
verslunarstörf, aðallega á Siglu-
firði, þar til hann 1941 gerðist
bókhaldari hjá Höjgaard og
Schultz, sem þá voru verktakar
bæði við Skeiðsfossvirkjun og
byggingu Hitaveitu Reykjavikur.
1944—1945 vann hann við
reikningshald fyrir byggingar-
nefnd Síldarverksmiðja rfkisins,
en formaður þeirrar nefndar var
Trausti Ólafsson, forstjóri At-
vinnudeildar háskólans. Þar kom-
ust á þau tengsl, sem leiddu til
þess að Pálmi réðst 1. janúar 1946
sem skrifstofustjóri við Atvinnu-
deild Háskólans. Þvi embætti
gegndi hann til æviloka, þótt
stofnunin hafi breitt um nafn og
starfsemi margfaldast. Jafnframt
föstum störfum sínum gegndi
Pálmi öðrum trúnaðarstörfum,
t.d. bókhaldi fyrir verktakann við
byggingu     Irafossorkuversins.
Kom þar til traust yfirverk-
fræðihgsins hjá Höjgaard og
Schultz, Kaj Langvads, þá for-
stjóra E. Phil & Sön við byggingu
stövðarinnar.
Þegar ný lög um rannsóknir I
þágu atvinnuveganna tóku gildi
1965, og sameiginleg skrifstofa
var sett á laggirnar fyrir allar
rannsóknastofnanirnar og Rann-
sóknaráð, var það sjálfsagður
hlutur að Pálmi Pétursson veitti
þeirri stofnun forstöðu.
Tlmi Pálma Péturssonar var því
viðburðarlkur. Hann hafði kynni
af Gránufélagsverslun, fyrstu
byggingu verksmiðja á Akureyri
og Siglufirði, átti þátt I byggingu
hitaveitu og orkuveranna við
Skeiðsfoss og írafoss og I þróun
rannsóknastarfseminnar i rúm-
lega þrjátíu ár.
Pálmi Pétursson var mikill em-
bættismaður, sem vann sér allra
manna traust I störfum, þeirra
sem til hans þekktu. Hann var
trúr yfirboðurum sinum, vinum
og vandamönnum, og jafnan
reiðubúinn til aðstoðar, hvenær
sem til hans var leitað. Skaphöfn
hans var hins vegar óvenju stór-
brotin. Rétt varð að vera rétt eins
og hann skildi það, og engar refj-
ar. Hins vegar hefi ég engan
mann þekkt, sem var jafnfljótur
til sátta, jafnfljótur að rétta fram
höndina og gleyma í raun að kast-
ast hafi i kekki.
Pálmi giftist eftirlifandi konu
sinni Anne-Lise, f. Berndtson, i
marz 1952, mikilli ágætis konu frá
Gautaborg! Hjónabandið færði
honum gæfu, og konu sina dáði
hann að verðleikum. Þeim varð
ekki barna auðið, en hann annað-
ist vissulega af kostgæfni stjúp-
börn sín tvö, Guðmund Jónsson,
húsasmiðanema, og Guðrúnu
Jónsdóttur, hjúkrunarfræðing.
Anna systir hans missti mann
sinn, Kristján Jónasson, lækni,
frá tveim ungum börnum, önnu
Höllu, nú lögfræðingi við nám í
Bandarikjunum, og Jónasi, nú rit-
stjóra i Reykjavlk. Pálmi bar hag
þeirra mjög fyrir brjósti, og
dvöldu þau langdvölum á heimili
hans. Eins varð ég þess o'ft var að
yngsta systir hans, Hjördís, gift
Páli Hannessyni verkfr., naut
umhygju hans og var honum afar
kær.
Líta má á þessi fáu minningar-
orð sem þakklætisvott okkar, sem
hann starfaði mest fyrir á rann-
sóknastofnununum. Jafnframt
fylgja þeim dýpstu samúðarkveðj-
ur okkar til önnu Lisu og náinna
vandamanna þeirra. Timi Pálma
Péturssonar er liðinn, en minning
lifir um góðan dreng.
Haraldur Ásgeirsson.
I þessum fáu orðum er ekki
ætlun mín að rekja æviferil
Pálma Péturssonar, skrifstofu-
stjóra hinnar sameiginlegu skrif-
stofu rannsóknastofnana atvinnu-
veganna. Ég minnist hans fyrst og
fremst sem eins mlns nánasta
samstarfsmanns þau ár, sem ég
hef starfað hjá Rannsóknaráði
rikisins.
Páimi Pétursson var fæddur á
Akureyri 20. april 1909. Hann
réðst til Atvinnudeildar háskól-
ans 1. janúar, 1946, en hafði áður
m.a. stundað sjálfstæð verslunar-
störf á Siglufirði. Atvinnudeildin,
sem var eins konar uppeldisstöð
íslenzkrar rannsóknastarfsemi,
var aðeins fárra ára þegar Pálmi
kom þangað.
Pálmi Pétursson var bókari og
— Eþíópía
gjaldkeri Atvinnudeildar, sem
var undir stjórn Rannsóknaráðs
rikisins. Með lögum frá 1965 var
Atvinnudeildinni skipt og 5 sjálf-
stæðar stofnanir settar á fót, auk
Rannsóknaráðs. Þá þótti þó sjálf-
sagt, að þessar stofnanir hefðu
sameiginlega skrifstofu, sem ann-
aðist fjármál þeirra almennt.
Pálmi Pétursson varð skrifstofu-
stjóri þeirrar skrifstofu. Þessi
samvinna er ef til vill gleggsti
vitnisburðurinn um það traust,
sem forstjórar rannsóknastofn-
anna og aðrir opinberir aðilar
báru til Pálma Péturssonar.
Pálmi gegndi þannig yfir 31 ár
ábyrgðarmiklu starfi í þágu rann-
sóknastarfseminnar og var
nátengdur þeirri þróun, sem
orðið hefur á þvi sviði nánast frá
upphafi Atvinnudeildar háskól-
ans.
Starf Pálma var ekki auðvelt.
Atvinnudeild háskólans var i upp-
hafi að sjálfsögðu lítil og fjár-
magnið ekki ýkja mikið. Það hef-
ur hins vegar aukist allhröðum
skrefum og er nú farið að nálgast
milljarðinn, sem hin sameigin-
lega skrifstofa ber ábyrgð á. Það
var heldur eki auðvelt að vera
ábyrgur gagnvart forstjórum 6
stofnana, sem allir hafa að sjálf-
sögðu sínar skoðanir á þvi, hvern-
ig verja beri fjármagninu. Pálmi
hikaði aldrei við að gera sínar
athugasemdir, ef hann taldi ráð-
stöfun f jármagns ekki i samræmi
við opinberar reglur eða ofvaxið
f járhag vikomandi stof nunar.
Sjálfur réðst ég til Rannsókna-
ráðs rikisins árið 1957. Pálmi var
því lengi einn minn nánasii sam-
starfsmaður. Stundum skarst í
odda eins og gengu og gerist, en
málin leystust ávallt, þvi mér
varð fljótlega ljóst að fyrir Pálma
vakti aldrei annað en að hafa það,
sem réttast er og heilbrigðast I
f jármálum      stof nunarinnar.
Stundum slæddust villur inn i
bókhaldið, ein og mannlegt er, en
mér lærðist einnig fljótlega að
hafa litlar áhyggjur af sllku, því i
meðferð fjármagns átti Pálmi fáa
sina lika að heiðarleika og ráð-
vendni.
Oft er sagt að maður komi i
manns stað, og svo verður ef til
vill enn. Þó getur nú vel svo f arið
að við fráfall Pálma verði breyt-
ing á þvi samtarfi um fjármál og
bókhald, sem verið hefur hjá
rannsóknastofnunum atvinnuveg-
anna, þvi ég hygg að skarð það,
sem Pálmi skilur eftir, verði
vandfyllt.
Pálmi kvæntist árið 1952 eftir-
lifandi eiginkonu sinni, önn Lísu
Berndtsen frá Gautaborg. Votta
ég henni og börnunum dýpstu
samúð mina.
Steingrfmur Hermannsson.
Mótfallnir að einstök atriði staf-
setningar verði ákveðin með lögum
BLAÐINU hefur borizt eftirfarandi
frá stjórn Félags Islenskukennara (
menntaskólum:
Innan Félags íslenskukennara i
menntaskólum hefur I vetur verið fjall-
að um stafsetningarmál I tilefni þess að
enn mun fyrirhugað að hreyfa þeim
málum á Alþingi. Var borin upp og
samþykkt á félagsfundi i nóv. s.l. eftir-
farandi tillaga:
„ 1. Fundurinn lýsir stuðningi við
meginhugmynd menntamálaráð-
herra i ..Frumvarpi til laga um
setningu reglna um Islenska staf-
setningu" sem lagt var fram á
slðasta þingi. en i þvi var gert ráð
fyrir eð sérstök nefnd fjallaSi um
stafsetninguna.      endurskoðaSi
hana og gerði tillögur um breyt-
ingar á hehni ef þurfa þætti Telur
fundurinn æskilegast að íslenskri
málnefnd verði falið það verkefni,
jafnframt þvi sem sú nefnd verði
stórlega efld með rfflegum fjárveit-
ingum er geri henni kleift að láta
vinna nauðsynleg rannsóknarstörf
i þágu málverndar og málræktar.
2. Fundurinn lýsir fullkominni and-
stöðu við þá hugmynd að einstök
atriði stafsetningarinnar verði
ákveðin með logum
3. Fundurinn varar eindregið við
breytingum á stafsetningu eins og
nú standa sakir. þegar stafsetning-
arbreytingar frá 1973 og 1974
eru að festast I sessi. Enda þótt
skiptar skoðanir væru á þeim
breytingum væri nú að mati fund-
arins stefnt I ófæru og glundroða
með þvl að hrófla við þeim."
Ákveðið var að gefa þeim, sem, ekki
gátu sótt fund, kost á að láta afstöðu
slna i Ijós skriflega. Urðu heildarniður-
stöður atkvæðagreiðslunnar þær að 36
félagsmenn lýstu sig samþykka þessari
tillogu. en þrlr lýstu sig andvlga. Af
þessu er Ijóst að afstaða félagsmanna I
þessu efoi er mjög eindregin-
Tekið skal fram að I félaginu eru
íslenskukennarar allra menntaskóla og
fjölbtautaskóla, svo og Verslunarskól-
ans. Samvinnuskólans og Lindargötu-
skóla.
Framhald af bls. 29
hinum var ráðstafað. Borgara-
félög hafa stjórn á húsum
landsins. Þessi ráðstöfun var I
fyrstu vinsæl og húsaleiga
lækkaði, en siðan hafa ýmis
vandamál fylgt I kjölfarið, m.a.
það að enginn þorir eða vill
leggja í byggingu húsa.
Efnahagur landsins hefur
verið mjög erfiður, en þó hefur
utanríkisverzlun landsins verið
umfangsmikil um árabil.
Erítreustriðið hefur haft mjög
lamandi áhrif á alla jákvæða
þróun I landinu, en mestu hef-
ur þó ráðið hve hinum ýmsu
pólitísku öflum hefur gengið
illa að ná samstöðu. Siðan
Ammon var myrtur hefur eng-
inn einn maður notið almennr-
ar virðingar I landinu.
Litlar framfarir sfðustu ár.
Byltingin hefur brotið niður
veldi landeigendanna, en i stað-
inn er komin herræðisstjórn.
Haile Selassi keisara tókst að
koma sinum uppbygginga-
áformum i framkvæmd, þótt
hægt væri, en eftir byltinguna
sjást litlar framfarir I raun og
veru, fyrst og fremst vegna
þess að ekki hefur tekizt að ná
samstöðu um stjórn laridsins.
Mikið er um verkföll og
skemmdarverk og missætti
milli þjóðflokka hefur aukizt,
þannig að andstaða milli þeirra
er nú meiri en nokkru sinni
fyrr.
Síðan blóðuga byltingin var
gerð i kjölfar þess að Haile
Selassie, var steypt af stóli, hef-
ur margt farið úr böndunum I
þjóðlífinu, þótt sumt sé
jákvætt. Lengst af slðan hefur
staðan ávallt verið sú að menn
hafa beðið eftir þvi, hver sé
fyrri til að drepa andstæðing
sinn, og slík víg þykja ekki
neitt sérstakt tiltökumál. Margt
er því óljóst varóandi fram-
tíðarþróun I Eþiópiu, en eins og
stendur eru tök hervalds
ósættanlegra róttækra afía
stöðugt meiri i landinu, en þess
má geta að starfsemi norræna
kristniboðsins hefur ekki verið
bönnuð ennþá og sem kunnugt
er rekur islenzka kristniboðið
stöð í Konsó i Suður-Eþíóplu og
hefur það starf valdið áþreifan-
legri byltingu til góðs fyrir þá
100 þús. Konsómenn sem þar
búa, því mesti hluti starfs
kristniboðanna er almenn
fræðsla, kennsla I jarðrækt,
heilsufræði og kristnum fræð-
um.
á.j.
— Brigitte
Bardot
Framhald af bls. 3
sér stað höfðu Bardot og
fylgdarlið, sem síðar kom í ljós
að faldi fleiri en dökkhæróa
mannanninn með vindilinn, að-
eins haft stuttu viðkomu á
Reykjavlkurflugvelli, þar sem
þau voru nýlent í einkaþotu.
Aðspurð hvort þau hygðust
hafa einhverja viðdvöl á
íslandi, kváðu þau fljótt nei
við. Og Bardot bætti við bros-
andi „Alla vega ekki í þetta
sinn."
Síðan gengu þau að lyftunni,
en þau sögðust ætla að fá að
hringja úr einu hótelherberg-
inu.
Á meðan þau voru i burtu
sneri blaðamaður sér að
fylgdarliðinu, sem niðri beið,
en það voru þrfr menn, þar af
tveir, sem litu út fyrir að vera
ljósmyndarar. Þeir voru vin-
gjarnlegir, en neituðu að gefa
upp nokkrar upplýsingar um
hvert ferðinni væri heitið, eða
hvaðan þau væru að koma.
Vildu þeir taka loforð af blaða-
manni um, að ekkert varðandi
för þeirra birtist f Morgunblað-
inu fyrr en á miðvikudag. Þeg-
ar þeir þóttust vissir um að
slíkt loforð yrði ekki gefið,
sögðust þeir ekkert vilja segja,
en tóku hins vegar að spyrja
blaðamann spjörunum úr um
Reykjavik, skemmtanallfið og
fleira. Kvaðst einn þeirra hafa
komið hingað fyrir tólf árum og
ferðazt í tiu daga um landið.
Einnig spurðu þeir um íslenzk
dagblöð, hvort hér væru ein-
hver stórblöð og hvort frétt I
blað hér um viðdvöl Bardot
væru fljót að spyrjast út.
Að lokum féllst einn fyldar-
sveinninn á að drekka kaffi
með blaðamanni og spjalla I ró
og næði. En kaffið kom honum
ekkert frekar til að tala og neit-
aði hann eins og hinir að gefa
upp nafn sitt, en var þó hinn
vingjarnlegasti. At tuttugu
minútum liðnum birtist svo
dbkkhærði maðurinn i dyrum
veitingabúðar Loftleiða og virt-
ist æstur mjbg er hann kallaði á
manninn, sem var ekki enn
búinn úr kaffibollanum. Hann
brosti hinn rólegasti um leið og
hann stóð upp, þakkaði fyrir
kaffið og sagðist vonast til að
geta haft lengri viðdvöl á
islandi næst.
Það síðasta, sem blaðamaður
heyrði, veru formælingar frá
þeim dökkhærða með vindil-
inn. Þeir gengu síðan út i litlu
þotuna, sem Bardot var þegar
kominn inn i, en í kringum vél-
ina höfðu safnazt nokkrir
menn, sem höfðu þó lftið upp
krafsinu, því búið var að loka
dyrum. Þær voru rétt opnaðar I
hálfa gátt, svo að náunginn með
vindilinn  og  sá  vingjarnlegi
gætu smeygt sér inn. Kastaði sá
fyrrnefndi vindlinum á
islenzka grund sem hinztu
kveðju og var hinn móðgaðasti
ásvipinn.
HÞ.
— Jarðýta
Framhald af bls.46
forseti þann kost vænstan að flýta
þingkosningunum, sem fyrirhug-
aðar eru um þetta leyti á næsta
ári, en Chirac hefur nú lýst því
yfir, að Gaullistar séu því ekki
meðmæltir. Draga þvl ýmsir þá
ályktun, að Chirac hyggist fara
hægt i sakírnar á næstunni.
Gaullistar telji sig hins vegar
hafa verulega sigurmöguleika í
þingkosningunum, haldi þeir vel
á spöðunum, og það muni aftur
koma Chirac að gagni síðar, þar
sem hann stefni að þvi að ná
kosningu sem forseti Frakklands.
— Frakkland
Framhald af bls. 1.
Eftir kosningasigur vinstri
manna, þegar litið er á landið
allt, hefur komið til greina að
þingkosningunum, sem f ram eiga
að fara að ári, verði flýtt, og f
gærkvöldi sagði Francois
Mitterand, leiðtogi sósfalista, að
það væri nú á valdi Chiracs að
krefjast þess að boðað verði til
kosninga á næstunni. Chirac hef-
ur hins vegar lýst þvf yfir, að
gaullistar muni ekki bera fram
slfka kröf u.
Með sigri sinum I sveitarstjórn-
arkosningunum hafa sigurmögu-
leikar vinstri manna I þingkosn-
ingunum aukizt verulega, en þeir
sigruðu i 23 þéttbýliskjördæmum,
sem áður voru á valdi stjórnar-
flokkanna, meðan stjórnarflokk-
arnir haf a aðeins sigrað i þremur
þéttbýliskjördæmum, sem vinstri
menn réðu.
Umhverfisverndarmenn unnu
verulega á i París. Er talið að
þegar talningu ljúki hafi þeir
hlotið 10 af hundraði atkvæða
dleika á að vinna í nokkrum kjör-
dæmum í úrslitakosningunum á
sunnudaginn.
l i »
— Kominn
í samband
Framhald af bls. 13.
til þrem árum seinna, er þeir uppgötva
að undirstaðan er ekki sem skyldi.
Engin lög liggja fyrir um framhalds-
skóla er þetta er skrifað og ekkert farið
að kynna skólafólki þær breytingar
Kjarni málsins er ef til vill sá að ekki er
talast við eða seint. Tilskipanir berast
seint frá ráðuneyti og ekki haldnir
fundir með kennurum vegna breytts
prófafyrirkomulags.
Þetta og margt fleira vildi ég sagt
hafa en vildi frekar ræða á fundum en i
gegnum Morgunblaðið. Mér verður ef
til vill að ósk minni þar sem reynsla
annarra þjóða verður kynnt ásamt um-
sögnum virtra og reyndra skólamanna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48