Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 59. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977
Tvísýnt á
Indlandi
Nýju Ðelhi —
14. mars — NTB
TVEGGJA mánaða langri kosn-
ingabaráttu er nú lokið á flestum
stöðum á Indlandi. Bæði stjórnar-
flokkurinn og stjðrnarandstæð-
ingar halda þvf f ram að þeir muni
vinna öruggan sigur f kosningun-
um á miðvikudaginn, en frétta-
skýrendur telja að úrslitin verði
mjög jöfn.
Kosið verður um 542 sæti i
neðri deild þingsins. Kongress-
flokkurinn, flokkur Indiru
Gandhi forsætisráðherra, hafði á
siðasta þingi yfir 355 sætum að
ráða í neðri deild, sem er rúmur
meirihluti.
Stjórnarandstaðan hefur hins
vegar sýnt styrk og einingu i
kosningabaráttunni og beint
harðri gagnrýni að stjórninni fyr-
ir herlögin, sem hún setti á fyrir
20 mánuðum. Það er því álitið að
stjórnarandstaðan muni að
minnsta kosti minnka verulega
meirihluta Kongressflokksins.
Kosningabaráttan hefur snúizt
mjög um einstakar persónur og
Indira Gandhi hefur orðið að þola
harkalegar árásir frá stjórnarand-
stöðunni. Hún hefur verið sökuð
um hefndarþorsta og yfirdrottn-
unargirnd og mikilli gagnrýni
hefur verið beint að þeim miklu
áhrifum, sem Sanjay Gandhi, þri-
tugum syni Indiru, hafa verið
fengin í hendur.
Staðan er þvi óljós og getur
einnig orðið það eftir kosningar
og indversk blöð eru þegar farin
að ræða um hver eigi að f á rétt til
að mynda rikisstjórn ef enginn
fær hreinan meirihluta.
Rúmenskir andófsmenn
á geðveikrahæli?
Hilversum — 14. marz
— Reuter.
RÚMENSKI rithöfund-
urinn og andófsmaður-
inn Paul Goma sagði í
útvarpsviðtali um helg-
ina, að þrír félaga hans
hefðu verið handteknir
eftir að hafa undirritað
skjal, þar sem rúmensk
yfirvöld voru hvött til að
virða mannréttindi, og
væru þeir nú á geð-
veikrahælum.
Goma er 42 ára að
aldri. Bækur hans hafa
ekki fengizt útgefnar í
Rúmeníu í nokkur ár.
Flugræningi vill
f á dóttur sína
Abidjan 14. marz — AP.
SPANSKRI farþegaflugvél af
gerðinni Boeing 727 með 30 far-
þegum og sjö manna áhöfn var
rænt þegar hún var á leið frá
Barcelona til Palma á Mallorca f
dag. Flugvélin lenti f kvöld á Port
Bouet-flugvelli við Abidjan, höf-
uðborg Fflabeinsstrandarinnar.
Miklar öryggisráðstafanir voru
gerðar I Abidjan eftir að ljóst var
að flugvélinni yrði snúið þangað,
en hún millilenti í Algeirsborg til
að taka eldsneyti. Ræningi flug-
vélarinnar, sem er vopnaður riffli
og skammbyssu, er italskur,
Mario Rossi að nafni, krefst þess
að fá þriggja ára gamla dóttur
sína, sem er í Abidjan, og um 8.7
milljarða íslenzkra króna.
Samkvæmt       upplýsingum
spánska flugfélagsins Iberia, sem
á flugvélina, býr telpan hjá fyrr-
verandi   eiginkonu   Italans   í
Abidjan, en þar er hún gift emb-
ættismanni frá Fílabeinsströnd-
inni.
Allir farþegarnir voru ennþá
um borð í flugvélinni i kvöld og
hafði engan þeirra sakað.
Roman
Polanski   —
myndin  birt-
ist         f
desember-
hefti  Vogue,
en   þar   sá
hann um efni
á 53 sfður.
Polanski handtekinn fyrir
að nauðga 13 ára telpu
Los Angeles — 14. marz —
Reuter
Kvikmyndaleikstjórinn Rom-
an Polanski var handtekinn f
gistihúsi f Beverly Hills s.l.
laugardag og gefið að sök að
hafa nauðgað 13 ára stúlku-
barni að heimili leikarans Jack
Nicholson, auk þess að hafa
tælt telpuna til frekara kyn-
svalls og haldið að henni eitur-
lyfjum.
Polanski var látinn laus gegn
2500 dala tryggingu, en hefur
verið stefnt fyrir rétt n.k. föstu-
dag. Verði hann sekur fundinn
er hugsanlegt að hann verði
dæmdur til allt að 50 ára fang-
elsisvistar.
Að sögn lögreglunnar var
Anjelica Huston, 26 ára gömul
dóttir kvikmyndaleikstjórans
John Huston, handtekin um
svipað leyti og Polanski að
heimili Nicholson, og er henni
gefið að sök að hafa haft kókaín
i fórum sínum. Henni var
sleppt gegn 1500 dala trygg-
ingu.
Jack Nicholson, sem hlaut
Óskarsverðlaunin i fyrra fyrir
leik sinn í „Gaukshreiðrinu",
var að heiman þegar handtök-
urnar fóru fram.
Yfirvöld í Los Angeles hafa
tjáð fréttamönnum, að Polanski
hafi fyrir tveim vikum byrjað
að taka myndir af telpunni, sem
hér um ræðir, og hafi það verið
með samþykki móður hennar
og undir því yfirskini, að mynd-
irnar ættu að birtast í franskri
útgáfu timaritsins Vogue. Móð-
irin fékk svo grunsemdir um að
ekki væri allt með felldu þegar
hún sá mynd af dóttur sinni,
þar sem hún var nakin að ofan,
og þegar telpan kom heim úr
myndatöku s.l. fimmtudags-
kvöld, sagði hún móður sinni að
Polanski hefði gefið sér hálfa
töflu af einhverju lyfi, og hefði
hann siðan haft við sig samfar-
ir. Siðar kom í ljós, að það lyf
sem hér um ræðir, nefnist
„qaalude", öðru nafni „ástar-
lyfið".
Árið 1969 var eiginkona Pol-
anskis, leikkonan Sharon Tate,
myrt ásamt fimm öðrum á
hroðalegan hátt að heimili
þeirra. Morðingjarnir voru
Charles Manson og félagar
hans, en Manson var nokkurs
konar trúarleiðtogi hópsins.
Þegar morðin áttu sér stað var
Tate barnshafandi, en Polanski
var að heiman. Polanski hefur
getið sér frægðarorð fyrir leik-
stjórn, ritstörf og kvikmynda-
leik. Meðal mynda hans eru
„Rosemary's Baby", „China-
town", „Blóðsugurnar" og
„Leigjandinn".
„Mannréttindi 77"
Havel
áfram
í haldi
Prag — 14. marz — Reuter.
TÉKKNESKI leikritahöfundur-
inn Vaclav Havel, sem handtek-
inn var f janúarmánuði s.l. fyrir
aðild sfna að „Mannréttindum
77", verður f haldi að minnsta
kosti einn mánuð til viðbótar, að
þvf er Olga eiginkona hans sagði f
dag.
Talið er að blaðamaðurinn Jiri
Lederer og leikhússtjórarnir
Frantisek Pavlicek og Ota Ornest,
sem handteknir voru um leið og
Havel, verði einnig áf ram f haldi.
Ota Ornest er sá eini þessara
manna, sem ekki undirritaði
„Mannréttindi 77". Formlegar
ákærur á hendur þessum mönn-
um haf a ekki verið birtar.
Tékkneska fréttastofan Ceteka
skýrði frá handtökunum um það
leyti sem mest gekk á vegna
„Mannréttinda 77" hinn 17.
janúar, og i yfirlýsingunni sagði,
að mennirnir f jórir væru ákærðir
fyrir alvarlega glæpi, sem brytu i
bága við grundvallarreglur
tekknesks þjóðfélags. Þeir hefðu
staðið í sambandi við f jandsamleg
öfl og afhent upplýsingar, sem
skaðað gætu Tékkóslóvakíu, en
ekki var minnzt á „Mannréttindi
77".
Þá var í síðustu viku birt harð-
orð gagnrýni á Havel í tékknesk-
um fjölmiðlum, þar sem sagði
meðal annars að hann stæði i sam-
bandi við Tékka, sem f luttir væru
úr landi, en þeir væru flestir i
þjónustu vestrænna njósnastofn-
ana.
Jiri Hajek, sem var utanrikis-
ráðherra i tfð Dubceks, er enn í
stofufangelsi á heimili sínu, og er
strangur vörður um heimili hans
allan sólarhringinn. Erlendum
gestum, svo sem blaðamönnum,
er meinað að heimsækja hann, en
landar hans fá að hitta hann.
Hajek er áhugamaður um
líkamsrækt, og hefur honum tek-
izt að fá leyfi þeirra sem gæta
hans til að skokka daglega undir
eftirliti lögreglunnar.
„Jarðýta" Pompidous
stefnir í forsetastólinn
Patocka
látinn
Prag — 14. marz — Reuter
JAN Patocka, tékkneski heim-
spekingurinn og einn helzti
málsvari „Mannréttinda 77",
andaðist f Prag á sunnudags-
morgun af völdum heilablðð-
falls, sem hann fékk á föstu-
daginn. Fyrir rúmri viku var
Patocka fluttur f sjúkrahús
eftir að hafa verið í 11 klukku-
stunda látlausum yfirheyrsl-
um hjá öryggislögreglunni f
Prag.
Ættingjar Patocka hafa látið
I Ijósi þá skoðun, að langar og
strangar yfirheyrslur hafi átt
þátt f andláti Patocka.
Jan Patocka var 69 ára að
aldri.
Paris — 14. marz — Reuter.
KOSNINGABARATTAN    fyrir
sveitarstjórnakosningarnar     f
Frakklandi snerist að verulegu
leyti um tvo menn, ¦— Jacques
Chirac, leíðtoga gaullista, og
Giscard d'Estaíng forseta, en með
þvf að bjóða sig fram gegn fram-
bjóðanda forsetans, d'Ornano
iðnaðarráðherra, f borgarstjóra-
embættið f Parfs skömmu eftir að
hann sagði af sér forsætisráð-
herraembætti f ágúst s.l., má
segja a4 Chirac hafi skorað
Giscard d'Estaing á hðlm. Afsögn
Chiracs kom á ðvart, en fljðtlega
varð á almanna vitorði, að ástæð-
an hefði verið persónulegur
ágreiningur hans og forsetans.
1 forsetakosningunum 1974
studdi Chirac ekki frambjóðanda
gaullista, Chaban Delmas, heldur
Giscard d'Estaing, og hlaut að
launum forsætisráðherraembætti
í stjórn Giscard d'Estaings. Fljót-
lega tók að bera á ágreiningi milli
þeirra um hvernig berjast ætti
gegn vinstri öflunum, og hann
varð ástæðan til þess að Chirac
sagði af sér I ágúst í fyrra.
Jacques Chirac er 44 ára að
aldri og komst til verulegra áhrifa
innan flokks gaullista fyrir til-
stilli Georges Pompidous, forseta.
Pompidou hreifst mjög af atorku
hans og gaf honum viðurnefnið
GISCARÐ KÝS — Valery Giscard d'Estaing, forseti Frakklands, á
kjörstað á sunnudaginn f bænum Chanonat, ásamt föður sfnum
Edmond Giscard d'Estaing, og eiginkonu sinni, Anne-Aymone
Sfmamynd AF
,' 5fi I '                 :¦¦¦¦¦
„Jarðýtan". Chirac hlaut skjótan
frama í ríkisstjórn Pompidous, og
i embætti landbúnaðarráðherra
fékk hann sérstakt orð fyrir að
vera harður samningamaður á
vettvangi Efnahagsbandalagsins.
Chirac er skapmikill, og að lokn-
um stormasömum fundi hjá Efna-
hagsbandalaginu fyrir nokkrum
árum, lét Josef Ertl, landbúnaðar-
ráðherra V-Þýzkalands, hafa eftir
sér, að Chirac væri hollast að leita
geðlæknis.
Eftir afsögn úr forsætisráð-
herraembætti I fyrra lagði Chirac
allt kapp á að vinna aftur þing-
sæti sitt hvað honum tókst, og
síðan hef ur hann lagt áherzlu á að
sameina Gaullistaflokkinn . að
nýju.
Þegar Chirac tilkynnti um
framboð sitt til borgarstjóraem-
bættisins I París kvaðst hann þess
fullviss að hann einn gæti hindr-
að sigurgóngu vinstri manna í
borginni og síðan i þingkosning-
unum.
Ymsir    stjórnmálaskýrendur
töldu fyrir kosningarnar að ynnu
vinstri menn í sveitarstjórnakosn-
ingunum sæi Giscard D'Estaing
Framhald á bls. 39
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48