Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 59. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ALURA'
___________•_
'ff^tv
m$muhlmMb
		r auclýsincasíminn ek: g§|^ 22480 __/ JW»rfliinblabit>
ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977
BARDOT f REYKJAVfK — Franska kvikmyndaleikkonan og stórstirnið Brigitte
Bardot kom óvænt til Reykjavíkur í gær í einkaþotu ásamt fylgdarliði. Þau höfðu
örskamma viðdvöl, en Morgunblaðið náði þó að rabba stuttlega við Bardot. Sjá
grein og myndir bls. 3.
Ljósm.RAX
Viðgerð á strengnum
kostaði um 20 milljónir
Landhelgisgæzlan gerð skaðabótaskyld,
segir bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum
LAUSLEGA áætlað er talið að
viðgerð á rafstrengnum til Vest-
mannaeyja, sem varðskipið Týr
skemmdi fyrir rúmlega hálfum
mánuði, hafi kostað um 20
milljónir króna. Lauk viðgerð-
inni á sunnudagskvöld, en þá
hafði stór hópur manna unnið af
miklu kappi án hvfldar frá þvf á
laugardagsmorgun. Páll Zóp-
hanfasson bæjarstjóri f Vest-
mannaeyjum tjáði Morgunblað-
inu f gær, að kröfur yrðu á næst-
unni settar fram á hendur Land-
helgisgæzlunni vegna tjónsins og
kostnaðar við viðgerðina.
Eigandi rafstrengsins til Vest-
mannaeyja er Rafmagnsveita rík-
isins, en hins vegar bera Vest-
mannaeyingar sjálfir kostnað
vegna raforkuframleiðslunnar
verði bilun á strengnum. Kári Ein-
arsson stjórnaði viðgerðinni á
strengnum af hálfu Rafmagns-
veitu ríkisins, en danskir menn
frá fyrirtækinu, sem framleiddi
rafstrenginn, voru í Vestmanna-
eyjum frá því að strengurinn
skemmdist. Varðskipið Árvakur
og áhöfn unnu við viðgerðina,
einnig Lóðsinn og menn frá Raf-
magnsveitunni  og  Vestmanna-
eyjabæ.
Er sjópróf fóru fram vegna
þessara skemmda á strengnum
þótti sannað að varðskipið Týr
væri  valdur  að  skemmdunurr.
Karpov efstur,
Friðrik annar
FRIÐRIK Ólafsson gerði í gær
jafntefli við Torre frá Filipps-
eyjum eftir 19 leiki. Hafði
Friðrik svart I skákinni. A
sunnudag vann hann V-
Þjóðerjann Herman, og er
Friðrik nú í 2.—4. sæti ásamt
HUbner og Liberzon með 5
vinninga. Heimsmeistarinn
Karpov er efstur á mótinu með
S'/i vinning og gerði hann jafn-
tefli við Keene í gær. A sunnu-
daginn-xvarð jafnt hjá Karpov
og HUbner, en biðskák sína
gegn Liberzon frá þvf á föstu-
dag vann heimsmeistarinn.
Friðrik teflir í dag gegn
Sosonko og hefur hvítt, en
Karpov hefur svart gegn
Anderson.
Hefur skipið verið við Vest-
mannaeyjar siðan og framleitt
raforku fyrir Vestmannaeyjar, en
einnig díselvélar og gastúrbína
frá Rafmagnsveitu rikisins. Sagði
Páll Zóphaníasson f gær, að ein-
sýnt væri að farið yrði fram á
skaðabótagreiðslur vegna þessa,
en á hvern hátt þær yrðu lagðar
fram og hvenær væri ekki frá-
gengið.
Viðgerð á rafstrengnum hófst á
laugardagsmorgun kl. 10 og lauk
Framhald á bls. 47
Loðnuaflinn
500þús.lestir
Sigurður búinn ad setja aflamet
MJÖG góð loðnuveiði hefur verið
frá þvf á laugardag. A sunnudag-
inn fengu loðnuskipin um 13 þús-
und lestir og f gær var sólar-
hringsveiðin komin yf ir 8000 þús-
und lestir um kl. 20. Attu menn
von á að fleiri skip myndu til-
kynna um afla f gærkvöldi og að
heildaraflinn á vertfðinni færi
yfir 500 þúsund lestir f dag.
Morgunblaðinu var kunnugt um
að Sigurður RE 4 hafði fengið
fullfermi um kl. 20 f gærkvóldi og
þar með var Sigurður búinn að fá
nokkuð yfir 18 þúsund lestir og
hafði slegið aflamet Guðmundur
RE 29 frá 1973, er Guðmundur
fékk 18,090 lestir. Eins var
Morgunblaðinu kunnugt um, að
Vfkingur AK var kominn með svo
til fullfermi f gærkvöldi.
Loðnuskipin voru að veiðum á
tveimur veiðisvæðum í gær, undir
Jökli og vestur af Vestmannaeyj-
um. Hefur þetta leitt til þess, að
mörg skipanna sigla með aflann,
Framhald á bls. 47
Fundur ASÍ og
ríkisstjórnar
FUNDUR var í gær með rfkis-
stjórninni og samninganefnd Al-
þýðusambands íslands. Var þar
rætt um þá hlið kröfugerðar ASI,
er snýr að stjórnvöldum.
Skýrðu     samningarnefndar-
menn sjónarmið sfn og var rætt
almennt um komandi kjarasamn-
inga. Áformað er, að framhald
verði á þessum viðræðum, og var
sáttasemjara falið að skipuleggja
hvernig að þeim verður staðið.
Japanir slaka
á kröfunum
SlÐUSTU daga hefur lítið
sem ekkert verið hægt að
frysta af loðnu, enda er
loðnan alveg komin að
hrygningu. Éftir því sem
næst verður komizt, er nú
aðeins búið að frysta um
4000 lestir að loðnuhrogn-
um meðtöldum, sem er um
XA af því sem fslenzk fyrir-
tæki höfðu samið um sölu á
til Japans í vetur.
Orsökin fyrir þessari
litlu frystingu er fyrst og
fremst sú, að Japanir
gerðu mun strangari kröf-
ur nú en áður um stærð
loðnunnar og flokkun
hennar og hefur verið
mjög timafrekt verk að
flokka hana. Almennt
vildu Japanir að ekki fleiri
en 50 loðnur færu í kílóið,
en nú síðustu daga, er þeir
hafa séð fram á að aðeins
tækist að frysta hluta af
því magni, sem um var
samið, hafa einhverjir
japönsku kaupendanna
slakað á kröfum sínum,
þannig að nú er leyfilegt að
hafa 55 loðnur eða færri í
kílóinu.
8. skákin
tefld í dag
ATTUNDA einvfgisskák Boris
Spasskys og Vlasliniil Horts
verður tefld að Hótel Loftleið-
um f dag og hefst kl. 17. A
sunnudaginn tefldu skák-
meistararnir 7. einvfgisskák-
ina, og lyktaði henni með jaf n-
tefli f 28. leik. Staðan f einvíg-
inu er nú sú, að Spassky hefur
4 vinninga en Hort 3 vinninga.
Um skák þeirra og aðrar ein-
vfgisskákir er fjallað á bls 18
og 19 f blaðinu f dag.
Talsvert vatnsleysi í Reykjavík undanfarið:
Mun minna grunnvatn
nú en mörg síðustu ár
VATNSLEYSI var töluvert f eldri hverfum Reykjavfkur f gær, og
hefur veturinn f vetur verið mjög erfiður fyrir starfsmenn Vatnsveitu
Reykjavfkur. Mjög Iftið vatn hefur verið f vatnsbðlum borgarinnar og
grunnvatn ekki eins lftið f mörg ár að sögn Þðrodds Tb. Sigurðssonar
vatnsveitustjóra f gærkvöldi.
Smygl fannst í Dísarfelli
TOLLGÆZLAN fann um helgina
töluvert magn af smyglvarningi f
m.s. Dfsarfelli, þar sem skipið lá í
Reykjavfkurhöfn, en skipið kom
hingað frá Finnlandi s.l. föstu-
dag.
Voru  þetta  108  flöskur  af
áfengi, 14 kassar af áfengum bjór,
9200 vindlingar og nokkuð magn
af niðursoðnu svinakjöti. Varn-
ingurinn fannst að meginhluta til
í hýbýlum sex skipverja, sem
reyndust vera eigendur smygl-
varningsins.
Lítill þrýstingur var á húsum
viða í Vesturbænum í gærdag og
sömuleiðis í Sundhöllinni. 1 gær-
kvöldi var hins vegar kvartað yfir
vatnsleysi f húsum við Njálsgötu
og Grettisgötu. Ástæðurnar fyrir
því hve lítið vatn væri víða sagði
Þóroddur vera þær, auk þess hve
grunnvatn væri lftið, að loðnu-
vinnsla og vertíðarstarfsemin
tækju mikið vatn og að auki væri
trúlega einhver bilun á kerfinu f
Vesturbænum. — Það hafa verið
talsvert miklar bilanir að undan-
förnu og t.d. fannst í gær brotið
sex tommu rör i Ægissiðu. Við
vitum ekki hve lengi það hefur
verið brotið, en allt hjálpast þetta
a"ð, sagði Þóroddur.
— Vatnið hækkaði nokkuð f
vatnsbólunum í rigningunum fyr-
ir 10 dögum og náðum við þá
60—70 cm meiri hæð í brunnun-
um, en það er að falla niður aftur,
og nú eigum við eftir um 20 cm
þar til við þurfum að fara að uæla
yfir í brunnana. Við höfum gert
ráðstafanir til að hafa allt tilbiiið
til að dæla 200 sekúndulftrum úr
vatnsbóiinu við Jaðar í Gvendar-
brunna. Þannig ætti að vera unnt
að komast hjá alvarlegum vatns-
skorti, en samt er full ástæða til
að benda fólki á að fara sparlega
með vatnið, sagði Þóroddur.
Fyrir nokkru greip Vatnsveitan
til þess ráðs að taka vatn af bfla-
þvottastöðvum, en sú lokun stóð
aðeins f rúman sólarhring. Sagði
Þóroddur Sigurðsson að tæplega
væru tök á að hafa slíkar stöðvar
opnar, og yrði gripið til þess ráðs
að loka fyrir vatnið til þeirra aft-
ur ef nauðsyn bær.i til.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48