Morgunblaðið - 20.03.1977, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1977
Samúel litli Jónsson á Borgarspftalanum I gær. i.jósm. Friðþjófur.
á grúfu, meðvitundar-
laus og mjög kaldur.
Klæddu þeir hann strax
úr blautum fötunum,
vöfðu hann í teppi og
hófu strax björgun úr
dauðadái með blástursað-
ferðinni. Tók Samúel litli
fljótt við sér. Hann var
fluttur á Borgarspítalann
en í gær var hann orðinn
svo hress, að hann fékk
að fara heim til sín.
„Þeir félagarnir Ársæll og
Baldur stóöu hárrétt að björg-
unaraðgerðunum enda búnir að
læra þetta. Björgunin sýnir vel
hve nauðsynlegt er að sem
flestir læri blástursaðferðina
og hjálp í viðlögum því þessar
aðferðir hafa margsannað gildi
sitt,“ sagði Gísli Þorsteinsson
lögregluþjónn í samtali við
Mbl. í gær, en Gísli kom fljótt á
vettvang.
Málavextir voru þeir í stuttu
máli, að Samúel litli fór niður
að höfn ásamt systur sinni.
Fóru þau niður í flotpramma á
höfninni, þar sem drengir voru
að veiða. Samúel féll í sjóinn og
hljóp þá systir hans upp á
bryggjuna og kallaði á hjálp.
Dreng bjargad úr höfninni á síðustu stundu:
„Hárrétt staðið að björg-
uninni” - segir lögreglan
FRÆKILEGT björg-
unarafrek var unnið í
Reykjavíkurhöfn
skömmu eftir hádegi á
föstudaginn. Sex ára
drengur, Samúel Jóns-
son, fell í höfnina en var
bjargað skömmu síðar af
tveimur skipverjum á
Árvakri, þeim Baldri
Halldórssyni og Ársæli
Björgvinssyni. Þegar
þeir náðu Samúel litla
upp úr sjónum var hann
Þeir Baldur og Ársæll, sem
voru þarna skammt frá, brugðu
skjótt við, Ársæll henti sér í
sjóinn og náði Samúel litla upp
i prammann en Baldur hringdi
á hjálp. Síðan kom Baldur á
vettvang og beitti blásturs-
aðferðinni.
V arnarlidid los-
ar hvellhettu-
hylki í sjóinn
Lögbrot, þar sem ekki var haft
samband við Siglingamálastofnun-
ina, segir verkfræðingur hennar
upplýsingum, sem hann hefði
fengið um málið, kvað hann þessi
hylki hafa verið án eiturefna eða
sprengiefnis.
Magnús Jóhannsson, verk-
fræðingur Siglingamála-
stofnunarinnar, en hún er sá aðili
hérlendis, sem hefur eftirlit með
þeim efnum, sem varpað er í sjó,
kvað varnarliðið ekki hafa haft
samband við stofnunina og ekki
leitað heimildar til þess að
hylkjunum væri kastað í sjóinn.
„Er því um hreint lögbrot að
ræða,“ sagði Magnús. Hann kvað
þetta mál verða kannað nánar eft-
ir helgina.
VARNARLIÐIÐ hefur látið
fleygja f sjóinn litlum hylkjum
utan af hvellhettum, sem notaðar
eru til þess að losa hlustunardufl
frá flugvél þegar þvf er varpað í
sjóinn til að fylgjast með ferðum
kafbáta. Hylki þessi, sem eru á
stærð við hárlakksbrúsa og opin f
annan endann, eru úr málmi.
Hefur þeim verið sökkt á svæði,
þar sem hraunbotn er, svo að þau
' komi ekki upp f togveiðibúnað.
Páll Ásgeir Tryggvason sendi-
herra og yfirmaður varnarmála-
i deildar utanríkisráðuneytisins
sagði í viðtali við Morgunblaðið í
gær, að þessi hlylki væru algjör-
i lega skaðlaus og i þeim væri
* hvorki eiturefni né annað, sem
skaðað gæti lífið í sjónum. Um
væri að ræða málmhylki, sem
ekki væri unnt að nýta aftur hér á
landi og hefðu þau verið farin að
safnazt fyrir á Keflavíkurflug-
velli. Hafi því verið ákveðið að
' losa sig við þessi hylki á þennan
hátt.
Hylkin eru eins og litlir brúsar,
opnir i annan endann og eru þau
notuð til þess að losa stærri hylki
úr ramma, sem þau eru fest í í
könnunarflugvélum varnarliðs-
ins. Um leið og hylkið, sem er eins
konar hveflhetta, springur, losnar
hlustunardufl, sem fellur frá
flugvélinni og i sjóinn. Hlustar
duflið eftir ferðum kafbáta og
sendir upplýsingar um hljóð-
merki til flugvélarinnar. Páll
Asgeir kvað þessi hylki hafa verið
flutt um hliðið á Keflavikurflug-
velli með fullu samþykki lög-
reglustjórans á Keflavíkurflug-
velli, Þorgeirs Þorsteinssonar, og
jafnframt mun hafa verið haft
samráð við Landhelgisgæzluna
um hentugan stað til þess að
sökkva hylkjunum i sjó. Páll kvað
hylkin algjörlega meinlaus.
Þórður Ásgeirsson, skrifstofu-
stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu
kvaðst eiga von á skýrslu um
þetta mál frá utanrikisráðuneyt-
inu eftir helgina, en samkvæmt
Samkvæmt alþjóðasamningi,
sem gerður var í London árið 1972
og fjallar um efni, sem varpað er í
sjó, ber að tilkynna öðrum
aðildarríkjum, sem samþykk hafa
samninginn, hverju varpað hafi
verið í sjó, hvar og hve miklu
magni. Við samþykktina eru þrír
viðaukar, sem skilgreina sérstak-
lega þau efni, sem algjörlega er
bannað að losa í sjó, og eru þau
tilgreind í fyrsta viðaukanum.
Eru það t.d. lífræn halogen-
efnasambönd, ýmsir þungmálmar
eins og t.d. cadmiumblý,
nælonnet og annað slíkt, sem flýt-
ur. 1 öðrum viðaukanum er rætt
um allan rúmfrekan úrgang, sem
sekkur til botns. Þarf sérstakt
leyfi til þess að losa hann. Magnús
sagði, að ekkert hefði verið leitað
til Siglingamálastofnunarinnar
um þessa ákveðnu losun nú og
væri því ljóst að um lögbrot væri
að ræða. Skylt er síðan að til-
kynna um öll gefin Ieyfi til losun-
ar.
[ Prestskosningar í Hafnarfirði
► PRESTSKOSNINGAR fara fram í
tveimur prestaköllum í Hafnar-
[ firði f dag, Hafnarfjarðarpresta-
kalli og Víðistaðaprestakalli.
Hafnarfjarðarprestakall nær
f yfir svæðið sunnan og austan
, Reykjavíkurvegar og er kjörstað-
I ur í Lækjarskóla, en Víðistaða-
! prestakall yfir svæðið vestan og
norðan Reykjavíkurvegar og er
kjörstaður í Víðistaðaskóla. —
Kosning hefst kl. 10 f.h. og lýkur
kl. 10 e.h.
Umsækjendur um Hafnar-
fjarðarprestakall eru tveir sr.
Auður Eir Vilhjálmsdóttir og sr.
Gunnþór Ingason. — Stuðnings-
menn sr. Auðar eru með skrif-
stofu í Góðtemplarahúsinu, sími
5-22-66, en stuðningsmenn sr.
Gunnþórs að Lækjargötu 10, sími
5-25-44.
Einn umsækjandi er um Viði-
staðaprestakall, sr. Sigurður H.
Guðmundsson. Stuðningsmenn
hans eru með skrifstofu að
Reykjavíkurvegi 68, sími 5-19-75.
Morgunn Iffsins eftir Kjarval.
Ný Kjarvalssýning
á Kjarvalsstöðum:
Altaristafla
strengir í ótrú-
lega fjölþættri list-
hörpu Kjarvals,,
1
í
Súsanna f baðinu og tveir senatorar.