Morgunblaðið - 20.03.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.03.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1977 3 Tugir lista- verka í fyrsta sinn sinn á sýningu NÝ Kjarvalssýning verður opnuð á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 20. marz kl. 2. Mun sýningin standa fram í ágústlok, en að- gangur og sýningarskrá eru ókeypis. A þessari sýningu er sýnd 51 Kjarvalsmynd og örfáar þeirra hafa komið fyrir sjónir á sýningum áður. Eru allar mynd- irnar nema tvær fengnar að láni hjá einstaklingum, en um hálfan annað mánuð hefur tekið að setja þessa sýningu upp, en myndirnar voru valdar með þvf að skoða þær f heimahúsum. Alfreð Guðmundsson, forstöðu- maður Kjarvalsstaða, þekkir mjög vel til mynda Kjarvais og vissi hann um eigendur flestra þeirra mynda, sem nú eru á sýning".nni. Auk Alfreðs eiga sæti i sýningar- nefnd þeir Guðmundur Bene- diktsson listmálari og Jóhannes Jóhannesson listmálari og völdu þeir myndirnar á sýninguna. Að sögn þeirra vildu flestir þeirra sem til var leitað, lána myndir sinar, þótt um 5 mánaða skeið væri að ræða. Myndirnar á sýningunni eru frá tímabilinu 1917—1968 og sýna þær Kjarval í allri sinni fjöl- breytni. Jóhannes Jöhannesson sagði í samtali við Mbl., að lögð hefði verið áherzla á að sýna nú Kjarvalsmyndir sem fram til þessa hefðu verið huldar augum almennings þar sem þær hefðu ávallt verið i einkaeign og yfir- leitt ekki verið á sýningum. I sýningarskrá eru ávarpsorð Birgis Isleifs Gunnarssonar borg- arstjóra: Frá því að Kjarvalsstaðir tóku til starfa árið 1973, hafa verið haldnar í húsinu nokkrar sýning- ar á myndum Jóhannesar S. Kjar- vals, enda að þvi stefnt, að eystri salur hússins skyldi sérstaklega ætlaður til sýninga á verkum hans. Stundum hefur þó salurinn verið tekinn til annarra sýninga þannig, að sýningar á myndum Kjarvals hafa ekki verið óslitið hér i húsinu. Nú er opnuð hér ný sýning á myndum Kjarvals. Safnað hefur verið saman myndum, sem allar eru í einkaeign, að undanteknum tveim stærstu myndunum, sem eru eign borgarinnar. Fæstar þessar myndir hafa áður verið sýndar opinberlega á sýningu, og því er mikill fengur að þvi, að borgarbúar og aðrir, sem hingað eiga leið sina, fái tækifæri til að kynnast þeim. Myndirnar spanna yfir langt timabil. Sú elzta er frá árinu 1917, en sú yngsta frá árinu 1968, en það ár fór Kjaral á sjúkrahús og átti þaðan ekki afturkvæmt. Málaði hann ekkert eftir það. Að vísu eru allmiklar eyður i sýningunni, þ.e. ákveðin tímabil vantar, en tilgangurinn er fyrst og fremst að kynna sýnis- horn af hinni ótrúlega fjölbreyttu list Kjarvals. Fræðilegt yfirlit yf- ir hin einstöku tímabil í listferli Kjarvals verður að biða betri tima. Hússtjórn Kjavalsstaða hefur nú ákveðið með samþykki borgar- stjórnar að hefja undirbúning að ritun sögu Kjarvals. Er að þvi stefnt, að á aldarafmæli meistar- ans verði saga hans skráð. Verður það væntanlega mikið verk og kærkomið öllum þeim mörgu, sem unna list hans. Sýning sú, sem nú er opnuð, mun standa fram á haust. Þeir mörgu aðilar, sem lánuðu myndir til sýningarinnar, verða því að sjá af þessum vinum sínum um óvenju langan tima, en Reykja- vikurborg stendur i þvi meiri þakkarskuld við þá. Þeim er öll- um fluttar beztu þakkir. Það er von mín, að margir muni verða til þess að skoða þessa sýn- ingu og nota það tækifæri, sem hér gefst til að kynnast enn nýj- um strengjum í hinni ótrúlega fjölþættu listhörpu Kjarvals. Hvatar-fundur um borgarmál HVÖT, félag sjálfstæðis- kvenna, heldur félagsfund í Valhöll, Bolholti 7, á mánudagskvöld. Á fundin- um, sem hefst kl. 8.30 e.h., verða borgarmálefni á dag- skrá. Frummælendur á fundinum verða fjórir borgarfulltrúar og vara- borgarfulltrúar. Elfn Pálmadóttir ræðir um hvernig við búum i eldri og yngri hverfum Reykjavíkur. Margrét Einarsdóttir talar um heilsugæzlustöðvar og læknaþjónustu í Reykjavík. Sigríður Ásgeirsdóttir talar um málefni aldraðra. Bessí Jóhannsdóttir ræðir um Reykjavík, þjónustumiðstöð landsmanna og borgarleikhús. Fundarstjóri verður Jónína Þorfinnsdóttir, formaður Hvatar. — Allt sjálfstæðisfólk er vel- komið á fundinn. Tveim skreiðar- förmum umskip- að í Hamborg NU VIRÐIST vera að koma skrið- ur á skreiðarflutninga frá íslandi til Nígeríu á nýjan leik, og tvö af skipum Eimskipafélags tslands eru lögð af stað eða eru að leggja af stað til Hamborgar með sam- tals 1100 tonn af skreið. I Ham- borg verður skreiðinni umskipað yfir í skip, sem fer með hana til Lagos í Nígeríu. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér vilja skreiðar- framleiðendur sjá hvernig losun Lagarfoss gengur í Nígeríu áður en þeir senda skip á ný með skreið þangað beint frá Islandi. er komin út og liggur frammi hjá umboðsmönnum Útsýnar um land allt. Pantið réttu ferðina tímanlega Verð frá kr. 62.700,- I 3 vikur Brottfarardagar á Costa Brava 1977 Mal: 20. Júnl: 10. Júlf: 1.. 15., 29. Ágúst: 12., 19., 26. Sept: 2.. 9. Einnig bílferöir um Evrópu: Sex landa sýn - Gardavatn - Mosel/Rin - Fjöldi Norðurlandaferða - Ódýrar Lundúnaferðir tvisvar í viku - Farseðlar - Viðskiptaferðir - Ráðstefnur - Vörusýningar Brottfarardagar til Lignano 1977: Mai: 11. Júni: 1. JúH: 6., 13., 20., 27. Áflúst: 3.. 10.. 17., 24.. 31. Sept: 7. Brottfarardagar á Costa del Sol 1977: Apríl: 6 . 1 7 Maí 8,29 Júnl: 1 9 Júll: 3 . 1 7.24.. 31 Aflúst: 7.. 14.. 21.. 28. Sept: 4.11.. 18.. 25. Okt: 9. shni 26611 Austurstræti 17,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.