Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 65. tölublaš og Ķžróttafréttir 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977
\¥\
u
i n
ílM
BUNAÐARÞING
1977 var haldið í
Reykjavík fyrr í
þessum mánuði en
alls stóð þingið í
16 daga. A
afloknu þinginu
ræddi blaðið við
fjóra     búnaðar-
þingsfulltrúa um
þau málefni, sem
til umfjöllunar voru
á þessu Búnaðar-
þingi.
— FJÁRHAGSSTAÐA bænda og
landbúnaðarins f heild er langt frá
því aS vera góS og fer heldur versn-
andi bar sem ég þekki til Mitt héraS
hefur orSið illa fyrir barðinu á
óþurrkum tvö undanfarin sumur og
þaS hefur haft sitt aS segja auk þess.
sem verzlunarárferSi hefurekki veriS
gott fyrir bændur tremur en aðra.
Eitt atriSi vegur þungt f þessum mál
um en þaS eru þessir háu vextir, sem
bændur verSa aS greiSa af lánsfjár-
magni. Ef menn skulda eitthvaS á
annað borð hleður þetta utan á sig
og það er alveg Ijóst að veltuhraði
fjármagns, sem bundið er f land-
búnaði er ekki það mikill að unnt sé
að standa undir jafn háum vöxtum
og tfðkast nú, sagði Grfmur Arnórs
son, bóndi á Tindum í Geiradals-
hreppi f Austur Barðastrandarsýslu
og annar tveggja búnaSarþings-
fulltrúa BúnaSarsambands vest-
fjarða, er við ræddum við hann að
loknu Búnaðarþingi.
— Búnaðarþing fjallaði nokkuð um
lausaskuldamál bænda og í samþykkt
þingsins var þess óskað að hægt yrði
að koma lausaskuldum bænda i föst
lán sem fyrst Vissulega væri æskilegt
að finna framtíðarlausn á þessum fjár-
hagsvanda bænda, þvl þetta er ekki í
fyrsta skipti, sem koma þarf til skulda-
skila hjá bændum en til þess að svo
mætti verða þurfa aðJcoma til margvís-
legar samverkandi aðgerðir Þeir sem
verst eru settir hvað þetta snertir eru
bændur sem eru að koma sér upp
bústofni og byggingum.
Verðum að
sveigja framleiðsluna
inn á
æskilega braut
— Ein ástæða þess að fjárhagsstaða
bænda hefur verið jafn slæm og raun
ber vitni. er hversu afurðalán til sölu-
félaga bænda hafa verið lág og því
hafa þessi fyrirtæki átt I erfiðleíkum
með að greiða bændum fyrir afurð-
irnar. Bændurnir verða hins vegar að
stórum hluta að 3tanda í skilum með
greiðslur fyrir rekstrarvörur búanna.
„Landbúnaður
stendur ekki
undir jafn
háum vöxtum
og nú tíðkast"
Rætt við Grím Arnórs-
son, bónda Tind-
um í A-Barð.
Rekstrarlán til sauðfjárbúanna þyrftu
að stórhækka og stór liður í að bæta úr
þeim erfiðleikum, sem nú er við að
etja, væri að afurðalánin næðu þvi, að
hægt væri að greiða bændum helst að
öllu eða mestu leyti strax við afhend-
ingu afurðanna verð þeirra. Með nú-
verandi fyrirkomulagi étast þeir pen-
ingar, sem bændur eiga að fá fyrir
afurðir sínar, upr> í vérðbólgubálinu og
þetta erméðal annars ein ástæðan fyrir
því að bændur ná ekki þeim tekjum,
sem þeim er ætlað i samanburði við
viðmiðunarstéttirnar.
— Ég er þeirrar skoðunar að nauð-
synlegt sé að taka mið af skilyrðum á
hverri jörð og markaðsaðstæðum við
skipulagningu búvöruframleiðslunnar.
Staðan nú er þannig að við verðum að
sveigja framleiðsluna inn á æskilega
braut — ekki með beinum boðum eða
bönnum heldur verður að reyna að
hafa áhrif í þessum efnum bæði í
gegnum lánafyrirgreiðsiu og verðlags-
mál. Sauðfjárframleiðsla okkar eru nú
kominn yfir það mark, sem talist getur
eðlilegt miðað við kjötframleiðslu og
þeirra markaðsskilyrða sem við búum
við En ekki verður horft framhjá þvi að
sauðfjárræktin leggur iðnaði til hráefni
sem er mikils virði fyrir þjóðarbúið
Verð til bænda fyrir þesei iðnerðarflrá-
efni hefur hins vegar verið alltof lágt
og verðlagningin ekki i samræmi við
þann áhersluþunga, sem vissulega
ætti að vera í þessari framleiðslugrein.
Kjarnfóðurgjald
umdeilt
— Hugmyndin um kjarnfóðurgjaJd
á innfluttan fóðurbæti til að standa
straum af uppbyggingu fóðuriðnaðar
hér á landi verður án efa umdeild.
Annars var ákaflega óheppilegt hvað
þetta nefndarálit Fóðuriðnaðarnefndar
var lagt fram seint á þessu Búnaðar-
þingi.
Ég viðurkenni að það er höfuðnauð-
syn að efla þennan innlenda fóður-
iðnað og ég er ekki kominn til með að
segja kjarnfóðurgjald eigi ekki rétt á
sér i einhverjum mæli en ég tel hug-
mynd nefndarinnar um 6% gjald of
hátt Min reynsla af graskögglum er
með þeim hætti að ég treysti mér til að
mæla með þeim sem afbragðs fóðri og
betra fóðri en efnagreiningar gefa til
kynna, séu þeir gefnir með öðru fóðri.
s.s. heyi. Innlent fóður í formi gras-
köggla og þá að hluta að viðbættum
öðrum innlendum fóðurefnum getur
að verulegu leyti komið í stað innflutts
kjarnfóðurs Ég er sammála þeirri
stefnu að byggja stórar verksmiðjur en
þá verður að verðjafna flutnings-
kostnað en varðandi eignaraðild að
verksmiðjunum held ég, að þær verði
fyrst og fremst reistar og reknar af
rikinu, því þetta eru stór og dýr fyrir-
tæki, sagði Grímur á Tindum að
lokum.
— FÓOUROR UNIN er það mál sem
hvað brýnast er fyrir bændur að fá
einhverja úrlausn á. Eins og ástandið
er nú verSa velflestir bændur nær
einvörðungu aS stóla á aS veður
hamli ekki heyskap en reynslan ætti
að hafa kennt okkur að þannig get-
um við ekki staðið að málum til
langframa.
Við verðum jafnframt að gera okk-
ur grein fyrir því að heyfóður er
meginuppistaðan ! fóðri handa bú-
stofni landsmanna og hvernig til
tekst með öflun þess ræður í raun
mestu um afkomu landbúnaðarins f
heild
Þannig fórust Sigurði Þórólfssyni,
bónda i Fagradal i Dalasýslu og
búnaðarþingsfulltrúa     Búnaðarsam-
bands Dalasýslu. orð er við ræddum
við hann að loknu Búnaðarþingi
—  Það ráð sem bændum hefur
reynst best til að ná góðum hey)um er
góð súgþurrkun og ég er þeirrar skoð-
unar að gera þurfi stórátak til að efla
súgþurrkun meðal bænda i Dalasýslu
var tjón bænda vegna lélegrar heyverk-
unar s I sumar metiðá um 33 milljón-
ir króna en það svarar til þess að annar
hver bóndi I sýslunni hefði getað keypt
sér súgþurrkunartæki.
— Sumir hafa látið þau orð falla að
lausnin á fóðuröflunarerfiðleikum
bænda sé aukin votheysverkun en sá
litli árangur af öllum áróðrinum fyrir
votheysverkuninni sýnir best hversu
tregir menn eru að fara út í hana. En
við megum þó ekki gleyma þvi að
margir bændur hafa náð góðum
árangri i votheysverkun Þá er það
einnig að viða I sveitum eru gamlar
byggingar og í þeim er hægara fyrir
menn að koma við súgþurrkun en
votheysgeymslum.
Urðu að selja ríkinu
graskögglaverksmiðjuna
— Annað og ekki siðra stórmál fyrir
íslenzkan tandbúnao er efltng tnniends
fóðuriðnaðar Ég hef alltaf verið sam-
mála því að landbúnaðurinn skapaði
sér eitthvað eigið fjármagn til fram-
kvæmda á þessu sviði. þvi þannig
getum við betur gert kröfur um fjár-
magn frá öðrum aðilum tií þessarar
uppbyggingar í Dalasýslu var á sinum
tima stofnað hlutafélag til að koma á
fót  graskögglaverksmiðju  sem  jafn-
„Súgþurrkun
getur best tryggt
bændum örugga
fóðuröflun"
— rætt við Sigurð
Þórólfsson í
Fagradal í Dölum
framt átti að vinna þang Þetta félag
varð að selja rikinu verksmiðju sina
eftir að bankarnir höfðu lokað fyrir alla
fyrirgreiðslu Ég fæ þvi ekki annað séð
en á meðan jafn erfitt er að reka þessar
verksmiðjur, þá verði þær að mestu
reknar af hinu opinbera Best er líka að
þessi framleiðsla sé sem mest undir
einum hatti en heimamenn eiga að
hafa menn í stjórnum verksmiðjanna
og geta þannig haft áhrif á starfsemi
þeirra
Vextir komnir langt yfir
eðlileg takmörk
—  Bændur hafa átt við verulega
f|árhagserfiðleika að striða siðasta ár
og fjárhagsaðstaða þeirra er erfið um
þessar mundir.
Dráttur á því að bændur fengju
greiðslur fyrir afurðir sinar ' efur orðið
til þess að draga tilfinnanlega úr tekj-
um þeirra Vextir eru komnir langt yfir
eðlileg takmörk þess sem landbúnaður
getur staðið undir Verðtrygging á lán-
um til bygginga gerir þeim, sem eru að
byggja upp búskap sinn, enn erfiðara
fyrir Rekstarvörur hafa hækkað geysi-
lega tvö síðast liðin ár og viðskipta-
skuldir manna fara vaxandi, þó vitan-
lega sé ástandið misjafnt. Það er hins
vegar öruggt mál að stór hluti bænda á
við erfiðleika að striða.
— Tryggar og góðar samgöngur eru
mikilvægt atriði fyrir fólkið i dreifbýlinu
og kom glöggt i Ijós i vetur, hvaða
þýðingu það hefur fyrir dreifbýlið að
allir vegir séu færir á vetri sem á sumri.
Búnaðarþing samþykkti áksorun til
samgöngumálaráðherra um að taka '
upp innheimtu á vegaskatti á hrað-
brautum út frá Reykjavík og afla þann-
ig  fjár  til  vegaframkvæmda  úti  um
land. Við sem búum úti á landi finnum
hversu geysilegur munur er að aka
þessar hraðbrautir heldur en malarveg-
ina, sem á köflum likjast meira
troðningum en vegum Mér er einnig
Ijóst að menn eru ósammála um rétt-
mæti innheimtu vegaskatts en okkur,
sem búum i dreifbýlinu, finnst það
órettlátt að innheimta fé til vegasjóðs
rheð auknum benzínskatti, þar sem
fólk úti á landsbyggðinni verður að
sæk/a um lengri veg og ferðast eftir
vern vegum Benzineyðsla og slit á
bílum hjá okkur er þvi meira hjá okkur
en þeim, sem njóta góðu veganna i
nágrenni Reykjavikur.
Auka þarf atvinnutækifaeri
í sveitum
— Landbúnaður hefur takmarkaða
möguleika til að veita fleira fólki at-
vinnu, og þvi er sérlega brýnt að auka
með einhverjum hætti framboð á at-
vinnutækifærum úti um sveitir Ef við
ætlum að halda unga fólkinu i sveitun-
um verðum við að skapa því atvinnu-
tækifæn og í þvi sambandi hafa menn
mesta trú á léttum iðnaði. Við verðum
að gera okkur grein fyrir þvi að fjöldi
fólks vill búa i sveit ef það fær atvinnu
en með aukinni búsetu fólks i sveitum
má yfirstiga ýmsa þá erfiðleika sem nú
er við að fást s.s. i félags- og
menningarmálum dreifbýlisfólks, sagði
Sigurður að lokum
— ÞAO er jafnan svo að hvert
BúnaSarþing skilur eftir sig viss
spor, sem mótast af þeim málum
sem um er fjaflað. Að mi'num dómi
eru lánamál landbúnaSarins áhrifa-
mesta máliS sem þetta þing fjallaSi
um. í þeim efnum þurfa forsvars-
menn bænda aS sýna mikla
einbeitni, þvf kostnaSur viS bústofn-
un f sveitum og uppbyggingu á
sveitabýlum frá grunni er frumbýl-
ingum um megn. Þeir geta ekki
staSiS undir þvf meS núverandi lána-
möguleikum aS koma upp nauSsyn-
legum húsakosti, bústofni eSa tækj-
um auk þess, sem lán til jarðakaupa
hrökkva skammt til aS mæta þvf
verðlagi, sem nú er á jörSum. Af-
greiðsla Búnaðarþings kom nokkuð
til móts við þessi viðhorf þótt tæp-
lega sé nægilega að gert og það bið
ég menn að muna, sagði Egill Jóns-
son. bóndi og ráðunautur á Selja-
völlum f Austur-Skaftafellssýslu en
hann situr á Búnaðarþingi sem full-
trúi       BúnaSarsambands  .    A-
Skaftafellssýslu.
— Af öðrum áhugaverðum málum.
sem fyrir þetta búnaðarþing komu. má
nefna nefndarálit Fóðuriðnaðarnefndar
en það var að sjálfsögðu unnið i fram-
haldi af samþykkt Búnaðarþings
1976 Nefndin hefur unnið þarna
mikið starf og gott Gallinn var bara sá
að álitið barst þinginu það seint að ekki
gafst tími til að athuga það nákvæm-
lega og þvi verður frekar fjallað um
þetta mál af stjórnum bændasamtak-
anna. Jafnframt áliti nefndarinnar var
afgreidd þingsályktunartillaga Sverris
Hermannssonar. alþingismanns, um
grænfóðurverksmiðjuna i Flatey og fól
afgreiðsla Búnaðarþings i sér viður-
kenningu á að rétt væri að rannsaka ,
möguleika á þvi að bændasamtök eða
bændur heima i héraði gætu orðið
eignar- og rekstraraðilar verksmiðj-
unnar i Flatey en tillaga Sverris gerir
einmitt ráð fyrir slíkri rannsókn.
Uppbygging i
landbúnaði á
grundvelli
skipulags
— Á Búnaðarþingi 1976 var sam-
þykkt að óska eftir þvi við búnaðarsam-
böndin að þau gerðu nokkra úttekt á
— LANAMAL "fándbúnaðarins er
það mál, sem hæst hefur borið á
þessu Búnaðarþingi, þó mörg mál
landbúnaðarins hafi verið til umfjöll-
unar nú á þinginu. Lánamálin eru að
lenda i sjálfheldu vegna dýrtfðar en
henni hefur fylgt hærri vaxtabyrði en
venjulegur búskapur getur staðið
undir. Fjármunir þeirrar lánastofnun-
ar, sem lánar til framkvæmda i sveit-
um, Stofnlánadeildar landbúnaðar-
ins, hafa verið að étast upp óðfluga,
þrátt fyrir búvörugjald til deildarinn-
ar og nokkra verðtryggingu, sem við
bændur teljum að landbúnaðurinn
geti ekki staðið undir nema að litlu
leyti. Þingið samþykkti tillögu, þar
sem lagt er til að lagt verði á nýtt
búvörugjald f formi lánajöfnunar
gjalds gegn mótframlagi úr rfkis-
sjóði. Við vonum að þetta gjald
bjargi Stofnlánadeildinni og komi !
veg fyrir að gripa þurfi til aukinnar
verðtryggingar á lánum deildarinnar.
Ekki sfst vonum við að ef sú skipan
kemst á, sem tillagan gerir ráð fyrir,
þá auðveldi það ungum bændum að
eignast jarðir og bústofn.
Þannig fórust Sigmundi Sigurðs-
syni, bónda i Syðra-Langholti i Hruna-
mannahreppi í Árnessýslu, orð er við
ræddum við hann i tilefni Búnaðar-
þings, sem staðið hefur yfir i Reykjavik
siðustu vikur en Sigmundur er einn
fimm búnaðarþingsfulltrúa Búnaðar-
sambands Suðurlands
— Það er rétt að svo virðist sem
margir bændur séu að komast i
greiðsluþrot og ég fæ ekki annað séð
en að brýn þörf sé á að athuga, hvort
ekki sé hægt að koma lausaskuldum
þeirra i föst lán til langs tima Það er
vonlaust fyrir bændur að velta á undan
sér þungum lausaskuldabagga með
þeim drápsvöxtum, sem nú fylgja flest-
um lánum Fjármagnsliður verðlags-
grundvallar er einnig hrapalega van-
metinn
Enginn bóndi má
vera án súgþurrkunar
— i verðlagsmálunum hefur Bún-
aðarþing eindregið lagt til að söluskatt-
ur af kjötvörum verði felldur niður
Mörgum finnst það hálfgerður skripa-
leikur hjá rikinu að innheimta söluskatt
af kjöti og láta hann aftur til baka sem
niðurgreiðslu  Þetta  fyrirkomulag.  að
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48