Morgunblaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977 13 því hvort rétt þætti að taka upp skipu- lagningu á búvöruframleiðslu. Þessi mál hafa því verið til umræðu hjá stjórnum búnaðarsambandanna frá síðasta þingi og í umsögnum þeirra kom greinilega fram vilji fyrir þvi að tekin verði upp nokkur stjórnun verk- efna í uppbyggingu í landbúnaði á grundvelli skipulags. Samþykkti þingið a“ð áfram skyldi unnið að'þessu verk- efni og leitast við að hefja nauðsynlega gagnasöfnun i þvi sambandi „Frumbýlingum um megn að koma upp búi með núverandi lánamöguleikum’ — rætt við Egil Jónsson, Selja- völlum, A-Skaft. — Eitt mál vil ég minna á enn sem kann að virðast litið við fyrstu sýn en er engu að síður merkilegt Þar á ég við samþykkt þingsins um að auka atvinnu i sveitum Eitt brýnasta verkefnið i þá veru að koma í veg fyrir fækkun fólks í sveitum er ai auka atvinnutækifæri þar. Ungt fólk, sem fætt og alið er upp í sveit óskar þess i vaxandi mæli að geta átt ævistarf sitt i heimabyggð sinni Þessum óskum verður að mæta með einhverjum hætti, þvi eftir þvi sem fleira fólk sest að í sveitum aukum við styrk byggðar í landinu. í samþykkt þingsins er bent á að athuga þyrfti möguleika á rekstri ýmiss konar verk- stæða, prjóna- og saumastofa, hagnýt- ingu jarðhita t.d. til garð- og ylræktar, aukabúgreinar og þjónustustörf Kjarn- inn i þessu er sá að Búnaðarþing bendir á að fyllilega sé ástæða til þess að fara að hugsa um að starfað sé að öðrum viðfangsefnum en landbúnaði i sveitum. Dráttur á setningu laga um æðri búnaðarmenntun — Fulltrúum á Búnaðarþingi gefst jafnan kostur á að kynna sér starf ýmissa þeirra aðila, sem á einn eða annan hátt eru tengdir landbúnaðin- um, meðan á Búnaðarþingi stendur. Frá þessu þingi er mér efst i huga heimsókn okkar að Hvanneyri en þar fengum við að sjá uppbyggingu nýs húsnæðis fyrir skólann og endurbætur á eldri mannvirkjum. Eftir minnilegast er þó að sjá og finna þann mikla áhuga sem ríkir meðal þess fólks er þar starfar nú. En ég hef áður undrast hve mikill dráttur er á þvi að ný löggjöf verði sett um búnaðarmenntun sem meðal annars feli i sér lögbindingu æðri búnaðarmenntunar á Hvanneyri Þörfin fyrir velmenntað starfsfólk ; þágu landbúnaðar á eftir að aukast á næstu árum, ef við ætlum að tryggja vöxt og viðgang þessa atvinnuvegar Þegar ég kvaddi Hvanneyri að þessu sinni var mér efst í huga hve lengi menn ætla að líða þennan drátt, sagði Egill að lokum innheimta söluskatt af kjöti en t d. ekki öðrum matvælum eins og mjólk og fiski, raskar óneitanlega samkeppnis- aðstöðu þessara matvæla þvi við verð- um að gera okkur grein fyrir því að seljendur fiskafurða og kjötvara keppa um neytendurna. — Einn mesti vandi sem landbún- aðurinn stendur nú frammi fyrir er fóðuröflun fyrir búpeninginn. Ég hef aldrei vitað til þess að nokkur bóndi, sem alltaf hefur átt góð og nægjanleg hey fyrir búpening sinn. færi á haus- inn Þeir bændur sem verða oft heylitlir eða heylausir ná aldrei að hafa sæmi- lega afkomu af búskapnum. Ég hef þá skoðun að votheysverkun geti ekki ein leyst vandann við fóðuröflunina, þó hún sé mikil hjálp Meiri trú hef ég á góðri súgþurrkun til þeirra hluta og reyndar er það mín skoðun að enginn bóndi megi vera án hennar og að „Lánamál landbúnaðarins að lenda í sjálfheldu,, Rætt við Sigurð Sigmundsson í Syðra- Langholti í Hreppum engin fjárfesting i landbúnaði borgi sig fljótar En til þess að súgþurrkun geti orðið jafn kröftug og hún þarf að verða, þurfa að koma til úrbætur í rafmagnsmálum Rafmagnið er of dýrt nú og línur rafmagnsveitnanna eru ófullkomnar Þær eru flestar einfasa, og þess vegna getur mikill meirihluti bænda ekki fengið nema einfasa mótora, sem eru smærri og dýrari en þriggjafasa. Krafa bænda er þvi að verð á raforku til súgþurrkunar verði lægra og þriggjafasa rafmagns verði leitt um sveitirnar Uggvænlegt hve margir hverfa úr mjólkurframleiðslunni — Margir halda að graskögglaverk- smiðjurnar geti þarna leyst mikinn vanda, en þær geta tiltölulega litlu bjargað. Verksmiðjur af þessu tagi eru dýrar í rekstri og ekki eins gjaldeyris- sparandi og margur vill vera láta. Þær eru reknar nú með rándýrum erlendum orkugjöfum og vélakosti, og grasinu er þrýst upp úr jörðinni meira eða minna leyti með erlendum áburði Nú hefur því heyrst fleygt að sumir menn vilji leggja skatt á innfluttan fóðurbæti til að halda uppi heykögglaframleiðsl- unni. En ég vona að það séu aðeins hjáróma raddir, búnar álíka búkostum og bóndinn, sem sagðist ætla að taka lán til að borga ólukkans skuldirnar með — Um skipulagsmálin vil ég segja það, að bændur vilja ekki láta segja sér fyrir verkum en ég tel brýna nauðsyn til þess að beina framleiðslunni i rétta átt með verðlagningunni Ég fæ ekki annað séð en það sé uggvænleg þróun hversu margir hverfa úr mjólkurfram- leiðslunni og yfir i sauðfjárbúskap. Þetta getur allt eins leitt til mjólkur- skorts í landinu fyrr en margan grunar Ég er þeirrar skoðunar að ekki sé rétt að leggja neinar hömlur á okkar ágætu matvælaframleiðslu i sveltandi heimi en við verðum að hafa það hugfast að gæta þess að skemma ekki landið Við eigum ótrauðir að leita nýrra markaða fyrir þær landbúnaðarafurðir sem við framleiðum i meira mæli en innan- lands markaðurinn tekur við i bili. Þessi markaðsöflun erlendis á lika ekki að vera öll á hendi eins fyrirtækis Við þurfum að fá hana til fleiri aðila, sagði Sigmundur að lokum Hvað segja Skag- firðingar í fréttum? Bæ, Höfðaströnd, 13. marz. STILLT og bjart veður hefir ver- ið frá áramótum segir fólkið, þó varla sé nú hægt að segja að svo hafi viðrað dag hvern, en i inn- héraði Skagafjarðar hefir verið óvenju snjólétt enda sýnist manni að héoss séu í sumarholdum. Þeg- ar kemur úr fyrir Hofsós bregður þó til hins verra eftir því sem utar dregur í héraðið eykst fönn og hrossahagar munu vera mjög litl- ir á útsveitum, og á stundum hefir verið mjög torfært um vegi þar. Veturinn sem af er liðinn mun þó teljast góður. Skemmtanalífið hér í Skaga- firði hefir verið með blóma. Eftir að Þorrablótum lauk I Góubyrjun tóku við árshátíðir félaga. Verka- lýðsfélögin á Hófsósi héldu mikla matarveizlu og nú þann 12. þessa mánaðar héldu Lionsklúbburinn Höfði á Hofsósi og Karlakórinn Heimir í Varmahlíð miklar söng- og gleðiveizlur sem kallaðar eru árshátíðir, er þar etið , drukkið sungið, alls konar þrautir reynd- ar, sem glaðsinna Skagfirðingar eru snillingar í að leysa t.d. í óbundnu og rímuðu máli. Ekki verðum við svo gömul að þarna sé ekki upplífgun að vera með og hafa margir sjötugir orðið tvítug- ir í slíkum félagsskap. Fyrst og fremst er þó söngurinn í hávegum hafður enda ræður hann ríkjum í Skagafirði eins og oft áður. Söng- kennsla og kennsla á ýmis hljóð- færi fer nú sigurför um allt hérað og er Ingimar Pálsson kennari á Hólum í Hjaltadag skólastjóri en fleiri kennarar eru þar við riðnir. Að Hólum verð eg að gera mér sérstaka ferð til að fræða lesend- ur um allt er þar gerist, aðeins vil eg nú segja það að á Hólum er hinn ágætasti skólaandi. Til sjávar hefir verið óstillt og segja togaramenn að Vestfjarða- miðin séu ekki beint sambærileg við koppalognið inni á Skagafirði. Togarar hafa þó fært verkafólki við sjávarsíðu sæmilega atvinnu eins og oft áður og mun afkoma vera sæmileg í þeirri starfsgrein. Rauðmagaveiði er rétt að byrja og líklega er hann varla genginn á .grunnmið. Veit eg aðeins um einn bát sem kom með um 600 stykki úr umvitjun. Er sá fiskur því ný- næmi enn sem komið er. Bændur í Skagafirði eru að undirbúa tankvæðingu í fjósum sínum. Eins og verðlag er nú verður þetta mikið átak fyrir margan bónda og margir bændur sem ekki treysta sér i marg- milljóna fyrirtæki, t.d. þar sem byggja þarf allt upp, fjós og tank- væðingu, enda eru býsna margir sem ætla að skipta um búgrein og taka aðeins sauðfjárbúskap. Eg hefi verið að undanförnu við upp- gjör skattframtala í minum hreppi og virðist mér allt benda til þess að afkoma sé versnandi hjá búandi manni. Við uppgjör skera sig þar úr t.d. áburðarkaup, kjarnfóðurkaup, kostnaður og út- gerð búvéla. Mætti þó fleira telja sem erfiðleika gera i framleiðslu þessarar stéttar. Heilsufar heyri eg ekki kvartað yfir þó læknar hafi kannski meira að gera en aðrir vinnandi ein- staklingar, og sauðfjárkvillum er lika stillt i hóf, þó að mér finnist aó of mörgum kindakroppum sé sent við slátrun en kr. 700 greitt fyrir á sláturhúsi. Og þá er siðast að geta þess að nú að undanförnu hefir spurningakeppni farið fram á vegum ungmennafélaganna í Skagafirði, en þar kepptu allar hreppsnefndir i sýslunni. Var þetta löng og ströng keppni sem lengi vel var mjög tvisýn en end- aði að lokum með sigri hrepps- nefndar úr Seyluhreppi enda voru þar að keppni prófastur, hreppstjóri og fræðimenn svo eitthvað sé nefnt. Þó fátt eitt sé talið til frétta má þó segja að hér i Skagafirði er gróandi þjóðlif. Gott fólk. Björn f Bæ. Styrktarfélag aldrað- ra í Hafnarfirði: Fer fram á fyrirgreiðslu fyrir aldraða AÐALFUNDUR Styrktarfélags aldraðra f Hafnarfirði hefur sent menntamálaráðherra, samgöngu- ráðherra og bæjarstjórn Hafnar- fjarðar ábendingar um ýmislegt sem félagið telur að gera þurfi til hagsbóta fyrir aldraða f Hafnar- firði. í ábendingum til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar er sagt að ósam- ræmi sé í fargjöldum með strætis- vögnum í Reykjavik og Hafnar- firði og þeim tilmælum er beint til bæjarstjórnarinnar að hún tryggi öldruðum í Hafnarfirði sams konar afslátt og Reykvíking- ar njóta. Þá beinir fundurinn þeim ein- dregnu tilmælum til samgöngu- ráðherra að tekjulágu, öldruðu fólki verði veittur afsláttur af af- notagjöldum sima, búi það sannanlega eitt í íbúð. Til menntamálaráðherra er beint þeim tilmælum, að fundnar verði leiðir til að veita tekjulágu, öldruðu fólki, sem býr eitt i íbúð, afslátt af afnotagjöldum útvarps ög sjónvarps. INNLENT LÁN RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS 19771.FL. .v\ft VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI Samkvæmt heimild í fjár- lögum fyrir árið 1977 hefur fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, ákveðið að bjóða út verðtryggð spariskírteini, að fjárhæð 600 milljónir króna. Kjör skírteinanna eru íaðal- atriðum þessi: Meðaltalsvextir eru um 3.5% á ári, þau eru lengst til 20 ára og bundin til 5 ára frá útgáfu. Skírteinin bera vexti frá 25. mars og eru með verðtrygg- ingu miðað við breytingar á vísitölu byggingarkostnaðar, er tekur gildi 1. apríl 1977 Skírteinin, svo og vextir af þeim og verðbætur, eru skatt- frjáls og framtalsfrjáls á sama hátt og sparifé. Þau skulu skráð á nafn. Skírteinin eru gefin út í þremur stærðum, 10.000, 50.000 og 100.000 krónum. Sala skírteinanna stendur nú yfir og eru þau til sölu hjá bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum um land allt svo og nokkrum verðbréfasölum í Reykjavík. Sérprentaðir útboðsskilmál- ar liggja frammi hjá þessum aðilum. §i. Mars 1977 SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.