Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 65. tölublaš og Ķžróttafréttir 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22.JMARZ-1977
Kosningarnar í Indlandi, . . Kosningarnar í Indlandi . . . Kosningarnar í Indlandi . . . Kosningarn
George Fernandes heilsar stuðningsmönnum sínum á mánudag áður en hann mætti ( dómsal, þar sem
hann svarar til saka fyrir meinta tilraun til að steypa stjórninni af stóli. Fernandes vann mikinn
kosningasigur, en hef ur setið f fangelsi alla kosníngabaráttuna.                          simamynd ap
hneppa 1 fangelsi i 20 mánuði.
Narain sagði við fréttamenn i dag
að Indíra sypi nú seyðið af þess-
um fangelsunum, þvi að ósigur
Kongressflokksins værimestur í
héruðunum í N-Indlandi, þar sem
flestir andstæðingar hennar
hefðu verið fangelsaðir án réttar-
halda.
Auk Indíru og Sanjays féllu
margir valdamestu menn landsins
einnig í sínum kjördæmum þ.á m.
Bansi Lal, varnarmálaráðherra,
Charan Shukla, upplýsingamála-
ráðherra, Hari Ram Gokhale, lög-
gjafarmálaráðherra, sem samdi
stjórnarskrárbreytingarnar á sl.
ári, og Swaran Singh, fyrrum
varnarmálaráðherra, sem var
einn af virtustu stjórnmálamönn-
um landsins. Hann tapaði með 100
þús. atkvæða mun í Punjab.
Shukla, sem keyrði í gegn algera
ritskoðun í landinu á sl. tveimur
árum, tapaði með 86 þús. atkvæð-
um og aðstoðarmaður hans,
Dharam Sinah, tapaði með rúm-
lega 200 þúsund atkvæðum í
Gihar í A-Indlandi.
George Ferandes, leiðtogi
sósíalista, sem enn er í haldi í
Nýju-Delhi sakaður um undirbún-
ing að stjórnarbyltingu sigraði í
kjördæmi sínu í Bihar með 300
þúsund  atkvæðum.  Fernandes
Neyðarástandið og
vönunarherferðin urðu
Indíru Gandhí að falli
Nýju-Delhf og vlðar 21. marz, Reuter. NTB-AP.
ÓSIGUR Indíru Gandhís og Kongressflokksins á Ind-
landi í þingkosningunum þar kom eins og þruma úr
heiðskfru lofti og eiga stjórnmálafréttaritarar víða um
heim erfitt með að vinna orð, sem ná að lýsa því sem
gerzt hefur í f jölmennasta lýðræðisríki heims.
Ljós er, að þegar Indíra boðaði kosningar í janúar eftir
að neyðarástand hafði ríkt í Iandinu f 19 mánuði, gerði
hún sér ekki í hugarlund að indverska þjóðin hafnaði
henni og Kongressflokknum svo ákveðið að hún sjálf
ný ríkisstjórn hefði verið mynd-
uð. Alls er talið að um 60 þúsund
manns úr hópi andstæðinga for-
sætisráðherrans og Kongress-
flokksins hafi verið hnepptir í
fangelsi án réttarhalda þann 21
mánuð, sem neyðarástandið var i
gildi. Margir úr þeirra hópi voru
ekki látnir Iausir fyrr en í janúar,
er kosningar voru boðaðar, en
hafa nú verið kjörnir á þing.
Síðdegis í dag tilkynntu margar
héraðsstjórnir í landinu, að þús-
undum manna yrði þegar í stað
sleppt úr haldi, eftir að ríkis-
stjórnin hafði formlega aflýst
neyðarástandinu.
HARÐVITUG BARATTA
Sigur stjórnarandstöðusam-
steypunnar Janata grundvallast á
harðvítugri baráttu hennar gegn
neyðarástandinu og vönunarher-
ferð stjórnar Indíru, en um 7
milljónir manna voru variaðar á
sl. tveimur árum í umdeildri og
oft miskunnarlausri herferð. For-
ystumenn       Janataflokksins
byggöu alla baráttu sína á loforð-
um um að ef flokkurinn fengi
meirihluta á þingi myndu
borgararéttindi, lýðræðisréttindi
og prentfrelsi endurreist strax og
félli með 55 þúsund atkvæða mun í eigin kjördæmi og
sonur hennar, Sanjay, einhver valdamesti maður lands-
ins eftir að neyðarástandinu var lýst yfir, félli með 80
þúsund atkvæðum f nærliggjandi kjördæmi.
Indfra Gandhí hafði í kvöld ekki viðurkennt ósigur
sinn opinberlega en gert var ráð fyrir að hún gerði það á
morgun. Hins vegar kallaði hún ríkisstjórn sína saman
til aukafundar síðdegis í dag, þar sem neyðarástandinu
var aflýst formlega eftir 21 mánuð.
hefur ekki komið í kjördæmi sitt
um árabil, en stúdentar og lög-
fræðingar gengu i lið með fjöl-
skyldu hans í kosningarbarátt-
unni og drógu brúðulíki hans í
hlekkjum eftir gótunum í kjör-
dæminu.
MIKILVÆG
TÍMAMÓT
Með ósigri Kongressflokksins
eru mörkuð mikilvæg tímamót í
sögu Indlands þvi nú er lokið nær
30 ára samfelldum valdatíma f jöl-
skyldu Gandhís, en faðir hennar,
Jawarlal Nehrú, varð fyrsti for-
sætisráðherra landsins er það
hlaut sjálfstæði 1947. Sjálf hefur
Indíra verið forsætisráðherra í 11
ár.
Indíra Gandhí tapaði í kjör-
dæmi sínu fyrir sósíalistaleið-
toganum Rai Narain, sem hún lét
ÓLEYSANLEG
VERKEFNI
Þegar Indíra Gandhí tók við
embætti forsætisráðherra 19.
janúar 1966 tók hún að sér verk-
efni, sem virtist algerlega
óleysanlegt.   Gífurleg   fátækt,
hungur, sjúkdómar náttúruham-
farir og mikill hluti þjóðarinnar
ólæs voru aðeins nokkur af þeim
vandamálum sem þessi 600 miiij-
ón manna þjöð átti við að striða.
Þrátt fyrir þetta allt héit Indíra
velli og hún hafði tryggt sér alger
völd í landinu þótt það væri á
kostnað lýðræðisins. Mestu erfið-
leikarnir sem hún átti við að
striða á valdaferli sínum hófust
1975, er stjórnarandstaðan hótaði
að steypta henni úr stóli og þá
greip hún til þess ráðs að lýsa yfir
neyðarástandinu 26. júni, aðeins
nokkrum dögum eftir að dómstóll
hafði dæmt hana seka um
kosningasvik og Kongressflokkur-
inn hafði beðið mikið afhroð í
fylkiskosningum í Gujarat.
Dómurinn í Allhabad hefði átt að
hafa sjálfkrafa í för með sér að
Indíra fengi ekki að gegna kjörnu
embætti í 6 ár, en framkvæmd
dómsins var frestað meðan hæsti-
réttur fjallaði um áfrýjun hennar.
Ógilti hæstiréttur dóminn í
nóvember sama ár og þar með
fékk hún frjálsar hendur til að
hagræða málum þannig að hún og
ríkisstjórn hennar gætu gert þær
ráðstafanir, sem taldar voru nauð-
synlegar. Raj Narain, sem sigraði
hana í kosningunum um helgina,
var maðurinn, sem höfðaði málið
gegn henni upphaflega.
SATUNG  ÍFANGELSI
Indíra Gandhi er þekkt fyrir að
taka sfnar eígin ákvarðanir og
greinilegt var á sfnum tíma, að
það kom mörgum ráðherrum
hennar i opna skjöldu er neyðar-
ástandinu var lýst yfir. Indíra
hefur allt sitt líf verið mitt í
hringiðu valda og stjórnmála í
Indlandi. Hún var ákafur læri-
sveinn Mahatma Gandhís, leið-
toga sjálfstæðisbaráttu Indlands,
og sat sem ung stúlka í fangelsi
fyrir að hvetja til sjálfstæðis. Hún
var pólitískur trúnaðarmaður föð-
ur síns, Jawaharlals Nehrús, er
hann var forsætisráðherra. Um
uppeldi sitt sagði hún einu sinni:
„Móðir mín kenndi mér að standa
fast í báða fætur, en faðir menn
þreytist aldrei á að hvetja mig til
að beita stjörnu fyrir vagn minn."
Með þetta tvennt að leiðarljósi
tókst Indiru að leika á óvini sína
innan og utan Kongressflokksins,
en á sama tíma að missa ekki
sjónar á takmarkinu um sósíalískt
iýðræði á Indlandi. Fyrsti áfangi
á leið hennar í valdastól var 1959,
er hún var kosin forseti Kongress-
flokksins. 1964 varð hún upplýs-
ingamálaráðherra og tveimur
árum síðar forsætisráðherra.
DESAI OG JP.
Hinn mikli sigur Janata, sem er
samsteypa fjögurra lýðræðis-
flokka, sem andvígir eru
kommúnisma, er fyrst og fremst
að þakka tveimur mönnum
Morarji Desai, sem er 81 árs, fyrr-
um aðstoðarforsætisráðherra, og
Jayaprakash Narayan, 74 ára,
föður Janatasamsteypunnar, sem
Sanjay Gandhi
sér sína sæng
upp reidda
N.vju-IJelhi 21. marz— NTB
MIKILL ðsigur Sanjay
Gandhis á sunnudaginn
táknar Ifklega endalokin á
stjórnmálaferli hans en
honum hefur skotið upp á
himin stjórnmálanna f
Indlandi með ótrúlegum
hraða. Margir hafa litið á
Sanjay sem arftaka mðður
sinnar, Indriru Gandhi, og
afa sfns, Jawaharlal
Nehru, fyrsta forsætisráð-
herra Indlands. Litið var á
kosingarnar sem hreint
formsatriði — sæti
Sanjays á þingi var álitið
öruggt.
Frá þvf að hann gekk í
ungliðasamtök Kongress-
flokksins 1975 hefur hann
verið auglýstur ákaft f fjöl-
miðlum, sem voru undir
yfirráðum stjðnarinnar.
Það varð fljótt ljðst, að
hann var orðinn einn
helzti ráðgjafi mðður sinn-
ar  og  stjðrnarandstaðan
Sanjay Gandhi, sonur Indiru Gandhi, beið mikinn ósigur f kosningunum. Hér er hann á fundi f kjördæmi
sfnu stuttu fyrir kosningarnar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48