Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 65. tölublaš og Ķžróttafréttir 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977
Sölumaður deyr
LEIKFÉLAG Akureyrar frum-
sýndi fyrir nokkru Sölumaöur
deyr eftir Artur Miller, áhrifa-
mikið leikhúsverk, sem farið hef-
ur sigurfór um lönd og álfur og
gjörir miklar kröfur til túlkenda.
Með þessu verkefnisvali sækir
Leikfélag Akureyrar enn á bratt-
ann, sannar tilverurétt sinn sem
atvinnuleikhús og kemur til móts
við þær kröfur, að mönnum skuli
gefast kostur á þvi að sjá
öndvegisverkum heimsbókmennt-
anna gjörð skil i norðlenzku strjá-
býli.
Saga Leiffélags Akureyrar sem
atvinnuleikhúss er stutt en við-
burðarík. Á fyrstu misserunum
kom til alvarlegs klofnings í leik-
hópnum, sem m.a. olli því, að
margir af beztu leikurum Akur-
eyrar í gegnum árin kusu að
draga sig í hlé. Upp úr því klofn-
aði Leikfélag Akureyrar: í minni-
hluta varð smáklika, sem ætlaði
sér að láta pilitísk markmið ráða
verkefnavali og starfsemi Leik-
{élags Akureyrar. Þá varð svo-
nefnt Alþýðuleikhús til, sem ekki
festi rætur á Akureyri, en hefur
fengið þaðan fjárstyrk nú fyrir
skemmstu.
Síðan þetta gerðist hefur Leik-
félag Akureyrar unnið hvern leik-
sigurinn af öðrum. A listahátíð
flutti það Glerdýrin við góðan orð-
stír, svo að eitthvað sé nefnt. Þá
er samvinna atvinnu- og áhuga-
leikara með miklum ágætum, sem
er forsenda þess, að unnt sé að
setja upp leikhúsverk á borð við
Sölumaður deyr.
í Sölumaður deyr deilir höfund-
ur þunglega á margt í fari hins
almenna borgara velferðaþjóð-
félagsins, svo sem yfirborðs-
mennskuna og það, hversu mjög
hann sækist eftir efnalegri vel-
gengni. Þar er hæðst að lógmálum
viðskiptalifsins, sem m.a. lýsir sér
i því, að allt fæst með afborg-
unum, og þær vörur eru að sjálf-
sögðu beztar, sem mest eru aug-
lýstar.  Söíumaðurinn,  Willy, er
nýbúinn að greiða tannlækninum
síðustu afborgunina, þegar hann
deyr. Og sama daginn og hann er
jarðaður, hafði ekkja hans greitt
síðustu afborgunina af húsinu.
Á hinn bóginn er Sölumaður
deyr snjöll og nóturleg ádeila á
yfirborðsmennsku og lífslygi. Við
kynnumst venjulegum manni,
sem hefur látið bugast í harðri
samkeppni neyzluþjóðfélagsins
og leitar athvarfs í sjálfblekkingu
til þess að bæta sér upp ómurleg-
an hversdagsleikann. Áður en
varir eru þessar skýjaborgir orðn-
ar raunveruleikanum yfirsterkari
og það svo mjóg, að sölumaðurinn
Willy hlýtur að tortímast ef þær
hrynja
í viðtali, sem Matthías
Johannessen átti við Arthur Mill-
er fyrir 13 árum, er hann spurður,
hvernig bandariskir kommúnist-
ar hafi tekið Sölumaður deyr. —
„sögðu þeir, að það sýndi skipbrot
hins kapítalíska þjóðfélags, eins
og þeim var svo lagið að nefna það
sums staðar i Evrópu?"
Því svaraði Arthúr Miller svo:
„Já, ég hef heyrt eitthvað um
það. Annars eru þeir svo skritnir
fuglar, að ómögulegt er að átta sig
á þeim. Afstaða þeirra til mín
hefur verið talsvert undarleg. Já,
hlægileg. — Þegar Sölumaður
deyr var sýnt hér, réðust þeir á
það af miklu offorsi i málgögnum
sínum, einkum vegna þessu
hversu mjög það fjallaði um sál-
fræðileg vandamál og þó frekar
fyrir þá sök, að sumir
„kapítalistarnir" voru ágætisfólk
(Charlie) er gat orðið hamingju-
samt og náð lífstakmarki sinu
(sonur Charlies). Kommúnistar
hér ákærðu mig fyrir að láta þess-
ar persónur þjóna þeim tilgangi
einum að afsaka þjóðskipulag
okkar og lýstu því yfir, að enginn
gæti verið hamingjusamur í þessu
landi".
Herdís Þorvaldsdóttir er leik-
stjóri og er aðdáunarvert, hversu
vel henni hefur tekizt að byggja
upp góða leiksýningu, ná fram því
bezta hjá einstökum leikurum.
Marinó Þorsteinsson fer með
aðalhlutverkið og leikur sölu-
manninn Willy. Ég hef ekki séð
hann leika jafnvel og i þetta sinn
og er túlkun hans og innlifun í
rauninni meiri og betri en hægt
er að vænta af áhugamanni, sem
er í fullri vinnu með leiklistinni.
Konu hans leikur Sigurveig Jóns-
dóttir og bætir hér enn einum
leiksigrinum við. T.d., verður
jarðarfararsenan mér lengi
minnisstæð vegna hinnar ein-
földu en sterku túlkunar. Syni
þeirra leika þeir Aðalsteinn Berg-
dal og Þórir Steingrímsson og
gjöra margt vel. Jóhann
Ögmundsson leikur Charlie, vin
þeirra hjóna, og bregst ekku
fremur en fyrri daginn. Með hlut-
verk sonar hans fer Gestur Jónas-
son og var túlkun hans eftir-
minnileg og sönn og leynir sér
ekki, að þar er vaxandi leikari
sem hann er. önnur hlutverk er
smærri, en með þau fara Jón
Kristinsson. Saga Jónsdóttir, Guð-
irrUndur R. Hreiðarsson, Þórður
Rist, Áslaug Asgeirsdóttir og
Anna Jóhannesdóttir. 1 heild er
sýningin mjög góð, hún er í jafn-
vægi og eins og áður segir er með
ólíkindum, hversu Herdlsi Þor-
valdsdóttur hefur tekizt að ná fra
því bezta hjá einstökum leikur-
um. Hallmundur Kristinsson
gjörði leikmyndir, sem eru ein-
faldar og smekklegar og falla vel
að efni verksins.
Enginn vafi er á þv, að tilraun
Leikfélags Akureyrar til að verða
þriðja atvinnuleikhúsið og hið
fyrsta utan Reykjavíkur er í þann
veginn að takast. Mikið og fórn-
fúst starf leikaranna, bæði áhuga-
mannanna en einnig og ekki síður
hinna, sem fastráðnir eru við rýr
kjör, hefur riðið baggamuninn og
er þess að vænta, að Akureyring-
ar og Eyfirðingar leggi nú leið
sina i Samkomuhúsið og samein.-
ist um að efla leikhús sitt.
Halldór Blöndal.
Fyrsta
landsmót
íslenzkra
barnakóra
Egill R. Frioleifsson. formaður Tónmanntarkennarafélags íslands. ásamt
Herdisi Oddsdóttur, sem stjórnar kór Hvassaleitisskóla. en í honum eru
þrjátíu börn, og Guðmundur Guðbrandsson, sem var kynnirá mótinu.
Síðastliðinn      sunnudag
efndi Tónmenntarkennara-
félag íslands til fyrsta lands-
móts íslenzkra barnakóra í
Háskólabíói. Ellefu kórar með
360 nemendum tóku þátt í
mótinu og eru kórarnir víðs-
vegar að af landinu.
Laugardaginn 19. marz
hittust kórarnir til æfinga eft-
ir hádegi í Háskólabíói og tók
Ijósmyndari Morgunblaðsins
þá meðfylgjandi myndir.
Laugardagskvöldið var siðan
efnt til kvöldvöku í Vogaskóla
og á sunnudag hófust svo
opinberir tónleikar klukkan
13.00. Verður tónleikunum
útvarpað einhvern tíma á
næstunni.
Barnakórarnir ellefu komu
fram hver í sínu lagi og einnig
sameiginlega.  Þá  var frum-
flutt nýtt lag eftir Jón Ás-
geirsson, sem hann samdi
sérstaklega af þessu tilefni
við      kvæði      Tómasar
Guðmundssonar,      „Garð-
Ijóð".
Að sögn Egils Friðleifsson-
ar, formanns Tónmennt-
arkennarafélagsins, er mark-
miðið með mótinu að efla
tónmennt i skólum landsins
og örva kórsöng sérstaklega,
þar eð kórstarfsemi á víða
erfitt uppdráttar. Ekki er gert
ráð fyrir kórsöng i stundaskrá
grunnskóla, og starfsemin
því háð velvild og skilningi
skólayfirvalda á hverjum
stað, sem sum hver hafa lítið
svigrúm. Þrátt fyrir þessa
erfiðleika hefur áhugi fyrir
kórsöng vaxið mjög á síðustu
Börn þeirra ellefu kóra, sem taka þátt ( landsmóti barnakóra. hinu fyrsta
sinnar tegundar hér á landi, rétt fyrir æfingu I Háskólabíói á laugardag.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48