Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 65. tölublaš og Ķžróttafréttir 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977
17
árum, segja þeir er til þekkja.
Það er því eitt af baráttumál-
um     Tónmenntarkennara-
félags íslands að kórstarfinu
verði afmarkaður starfs-
grundvöllur með ákvæðum
um lágmarks kórtímafjöla í
stundaskrá grunnskóla.
Sagði Egill Frið!eitsson
ennfremur að það væri von
þeírra sem að þessu fyrsta
landsmóti íslenzkra barna-
kóra stæðu. að það gæfi góða
myneruréttur skólakóra yrði
viðurkenndur í reynd.
Oðínn Valsson, sem er ellefu ára,
syngur með barnakór Húsavtkur.
Hann var svo óheppinn að detta á
skiðum á Húsavík og fótbrjóta sig
réti fyrir landsmótið.

Þörf á að gera dulsálarfræð-
ina aðgengilega þorra manna
MARTIN Johnson prófessor I dulsálarfræði við háskðl-
ann í Utrecht í Hollandi hélt í fyrri viku fyrirlestur f
boði Félags vfsindadeildar Háskðla íslands. Martin
Johnson skipar annað tveggja prófessorsembætta f þess-
ari grein f Evrðpu. Mbl. hitti prðf. Johnson að máli og
spurði hann lftillega um fræðigrein hans og starf.
Prófessorinn sagði, að hann
hefði numið í Lundi og byrjað
upphaflega i stjörnufræði og
náttúruvísindum. Hann starfaði
um skeið sem stjörnufræðingur,
en sneri sér síðan að sálarfræði og
þvl næst dulsálarfræði. Að því
námi loknu varð hann lektor í
Lundi, en siðar fékk hann aðal-
þjálfun í dulsálarfræði á náms-
ferðum til Bandaríkjanna.
— Fólk hefur yfirleitt heidur
takmarkaða þekkingu á dulsálar-
fræði. Dulsálarfræðin má segja að
fáist einkum við rannsóknir á
tveimur tegundum fyrirbrigða.
Hið fyrra má kalla dulskynjun,
þ.e meðal annars hæfileikann til
að sjá fyrir óorðna hluti og at-
burði. Hin tegundin er kölluð
psychokines, þ.e. að hafa áhrif á
hluti með huganum einum saman.
Undir þetta fyrirbrigði falla reim-
leikar- og hreyfifyrirbæri.
— Hefur dilsálarfræði öðlast
viðurkenningu almennt sem
alvarleg vísindagrein?
— Þessu má svara bæði játandi
og neitandi. Samtök dulsálarfræð-
inga hafa verið starfandi síðan
1959 og hafa þau nú nýverið feng-
ið aðild að Bandaríska visinda-
félaginu — The American
Association for Advancement of
Science. — Hlýtur það að teljast
viðurkenning á greininni, enda
notar hún sömu rannsóknarað-
ferðir og skyldar visindagreinar.
Þó verður þvi ekki neitað að fáir
háskólar hafa viljað styðja við
bakið á rannsóknum I dulsálar-
fræði. Þar kemur ýmislegt fleira
til en að menn efist um hana sem
visindagrein, svo sem starfsað-
staða skólanna og fleira. Ef við
byrjum á Bandarikjunum starfa
þó nokkrir sérfræðingar í þessu
fagi við háskóla þar í allmörgum
rikjum. Rannsóknir sem gerðar
eru við flesta þá skóla byggjast að
mestu á frjálsum framlögum
áhugamanna, en það gildir raunar
einnig um ýmsar aðrar vísinda-
rannsóknir í Bandarikjunum.
Nokkrar viðurkenndar rann-
sóknarstofnanir, svo sem i Norð-
ur-Karolinu, Virginíu og i Kali-
forníu hafa unnið merkt at-
huganastarf á þessu sviði, t.d. við
Stanfordháskólann.
Ef viö snúum okkur að stöðu
dulsálarfræðinnar í Evrópu, má
Martin Johnson
hiklaust segja að hún eigi sterk
ítök í Englendingum og fyrsta
rannsóknarfélagið af þessu tagi
var stofnað þar í landi árið 1882.
Aftur á móti hefur heldur dofnað
yfir rannsóknum á dulsálarfræð-
inni í Englandi á síðustu árum.
Kannski fólk telji rannsóknir í
þessari grein ekki hafa hagnýtt
gildi, ef svo má orða það. Nú þarf
allt að vera meira og minna hag-
nýtt. Hér á Islandi er svo starf-
andi dr. Erlendur Haraldsson,
sem vinnur að merkum rannsókn-
um. 1 Hollandi er svo sérstök dul-
sálarfræðideild við Utrechthá-
skóla eins og við höfum vikið að.
Við deildina starfa þrir fastir
starfsmenn, þar sem lögð er stund
á ýmsar rannsóknirá dulskynjun
og þar starfar t.d. helzti sam-
starfsmaður     minn     Scybo
Schouten sem hefur sérhæft sig í
rannsóknum á dýrum og til dæm-
is því hvort hægt sé að finna
dulskynjun í músum. í Utrecht
eru tveir að búa sig undir að taka
doktorsgráðu í greininni. í Frei-
burg er Hans Bender einn helztur
dulsálarfræðinga og hefur hann
og menn hans þar meðal annars
lagt sig eftir reimleika- og hreyfi-
fyrirbærarannsóknum, þ.e. að
kanna hvaða áhrif valda því þeg-
ar hlutir virðast breyta um form
og lögun án þess :ð sjáanlegar
áþreifanlegar skýringar virðist
vera á þvi.
— Eins og ég vék að í upphafi
hefur þorri manna tiltölulega
litla raunhæfa þekkingu á dul-
sálarfræði. Margt það sem skrifað
er um greinina af leikmönnum
hef ég hyllzt til að kalla dulsálar-
fræðilegt pornó. En það er nauð-
synlegt að fá meira af bókum sem
skrifaðar eru á aðgengilegu og
skiljanlegu máli fyrir almenning
til að hann geti kynnzt þessari
visindagrein, sagði Martin John-
son að lokum.
Rabbað vid Martin Johnson prófessor við Utrechtháskóla
GRASKOCCIAR
Auk venjulegra grasköggla höfum við nú á boðstólum feitiblandaða grasköggla.
IFLOKKUR
Verö kr:           43.000 00 hvert tonn
Meö magnafslætti: 40.000.00  hvert tonn
2.FL0HKUR
Verö kr:           38.000.00 hvert tonn
Með magnafslætti: 35.400.00 hvert tonn
FÓÐUR&FRÆ
GUNNARSHOLTI
Sími 99-5111
ST0R0LFSVALLARBUIÐ  GRASKOGGLA-
Hvolshreppi.
Rangárvallarsýslu
Sími 99-5163
VBRKSMIÐJAN
FLATÍY
Mýrarhreppi
Austur Skaf tafellssýslu
Simi um Lambleiksstaði
FOÐURIÐJAN
ÚLAFSDAL
Dalasýslu
Simi um Neðri Brunná
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48