Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 65. tölublaš og Ķžróttafréttir 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977
HAFA SKAL ÞAÐ SEM
SANNARA REYNIST
Athugasemd frá knattspyrnudeild Ármanns
í dagblaðinu Timanum 4 marz sl
mátti lesa (eitletraða fyrirsögn: „Ár-
menningar að syngja sitt siðasta' á
knattspyrnusviðinu.
Með þessum orðum geysist iþrótta
fréttantan blaðsms fram á ritvöllmn
sem vargur í vígahug, líkastur verkfæri
annars aðila, ekkert skal til sparað, stór
orð og fullyrðingar sitja i fynrrúmi,
frekari heimilda er ekki leitað, höggið
skal af riða en um afleiðmgar er ekki
spurt
„Kollegt' hans á Þjóðviljanum iklæð-
ist sama leiguham 16 marz sl.. og nú
skal fullkomna verkið, hvergi er dregið
'af, llnurnar dregnar skarpan og bani
heillar deildar búinn staður og stund
Miklir menn erum við Hrólfur minn!
Það var ekki ætlun okkar i Knatt
spyrnudeild Ármanns að bera tíma-
bundna erfiðleika og ágreining við
fyrrv form deildannnar á torg, en hjá
þvi verður þvi miður ekki komist eftir
æsisknf þau sem um getur hér að
ofan, en þar mun fyrrv form a.m.k. í
öðru tilvikinu vera heimildamaður að,
þ.e.a s viðtal Þjóðviljans. Þykir því rétt
að greina í stuttu máli frá þróun mála
hjá deildmni síðustu mánuði og um
leið leiðrétta stærstu rangfærslurnar
Það er mikið rétt sem um getur i
fyrrgreindum sknfum íþróttafréttaritar-
anna, að fyrrv form knattspyrnu-
deildannnar hefur starfað að málefnum
deildannnar allt frá stofnun hennar, og
stendur sist á fyrrverandi félögum hans
i Ármanni að þakka þau margvislegu
störf og þann dugnað sem hann hefur
sýnt á mörgum sviðum, en það vegur
oft einnig þungt á metaskálunum
hvernig skilið er við
Það er sannfænng okkar að fyrrv
form. hlyti að líða miklu betur ef hann
hefði skilað af sér með sóma, boðað til
aðalfundar, gert grein fyrir siðasta
starfsán. og gefið kost á því að ný
stjórn væri kosin undir eðlilegum
kringumstæðum Þvi miður fékk sagan
ekki þennan endi
Þegar Ijóst var að engar ráðstafanir
höfðu verið gerðar með skipun nýrrar
stjórnar, tóku nokkrir af stofnendum
og eldn félagar sig saman um að
athuga með áframhaldandi starf
deildannnar Var nú tekið til við að
kanna stöðu deildannnar. bæði hvað
fjárhag og skipulag snerti. með tilliti til
þess að fyrir lægi Ijóst hvernig málum
var komið er ný stjórn tæki við. Hefur
siðan verið unnið að því að koma
starfsemmni aftur í eðlilegt horf og ný
stjórn hefur verið skipuð
í fyrrgr. bfaðasknfum eru erfiðleikar
deildannnar tiundaðir, og að þvi er
virðist næsta ómögulegt að sigrast á
þeim, en sem betur fer eru innan
deildannnar menn sem búa yfir mun
meiri kjarki en fyrrgr iþróttafréttantar-
ar Menn verða einfaldlega að sætta
sig við það, að það tekur tíma að koma
hlutunum i lag þegar fráhvarf forsvars-
manna félaga ber að eins og lýst hefur
venð hér að ofan Þegar hefur verið
ráðin mikil bót og hyllir undir lausn
annarra vandamála.
Ulfaldi gerður úr mýflugu
í margnefndum blaðasknfum er full-
yrt að flóttinn frá félaginu sé gífurlegur
og félagaskiptabeiðnum bókstaflega
rigni yfir KSÍ þessa dagana Við gerum
gremarmun á úða og úrhelli.
Sannleikur þessa máls er sá að eftir að
fyrrv form „hvarf' frá deildinni og
hætti þar af leiðandi þjálfun 3 flokks
félagsins, gerist hann svo til samstund-
is þjálfan 3 fl Vals, ásamt með því að
komast til valda i varastjórn þess
félags F.ins og fram kemur i viðtali
hans við Þjóðviljann. ráðlagði hann
„öllum' er „leituðu ráða' með föður-
legri umhyggju að skipta umsvifalaust
um félag, og ..halda hópinn'. ef
þjálfaravandamál Ármanns væru ekki
leyst fyrir ákveðinn tima Þessi timatak-
mðrk munu þó hafa verið undanskilin i
ráðleggingum til fyrrum 3 flokks
félaga Ármanns. sem hann sjálfur
hafði þjálfað. þvi mikill hluti flokksins
hafði þegar hafið æfmgar undir hans
stjórn hjá Val. löngu áður en umrædd-
ur frestur var útrunnmn
Um mánaðamótin jan—febr sl. var
fenginn þekktur unglingaþjálfan til
starfa fyrir 3 flokk félagsins Þvi miður
hætti hann störfum fljótlega, þar sem
3. fl drengir sem eftir voru „týndu'
jafnt og þétt tölunni, „emhverra hluta
vegna' og svo „undarlega' vill til að
nú æfa þeir flestir undir stjórn fyrrv
form. hjá knattspyrnudeild Vals Ein-
kennileg tilviljun
Var nú eðlilega brostin forsenda fyrir
áframhaldandi starfi hins nýja þjálfara.
enda fullkominn skilningur milli hans
og forráðamanna detldannnar að starf
hans yrði bundið þátttöku drengjanna i
æfmgum
Að sjálfsögðu hörmum við afdnf
þessa flokks félagsins og fráhvarf þess-
ara drengja. en viljum um leið óska
þeim alls góðs hjá sinu ný|a félagi, þvi
við vitum að þeirra var mikil þörf
Þannig endar sagan um flóttann mikla
Rekstrarhagnaður deildarinnar
i viðtah við Þjóðviljann segir fyrrv
form orðrétt ,,og það vantaði ekki að
rekstunnn gengi vel, knattspyrnudeild-
in var rekin með hagnaðt þrátt fyrir
mikil og kostnaðarsöm ferðalög. sem
félagið greiddi að öllu leyti' .
Þarna virðist debet- og kredit-hliðum
eitthvað ruglað saman. þar sem fyrir
liggur að allir tekjustofnar deildarinnar,
fast að einnt milljón, sem af eru þessu
rekstrarári þe frá 1 okt 1976, hafa
farið til greiðslu vanskilaskulda frá sl.
starfsári Ef fullyrðingar fyrrv form
um afkomu deildannnar eiga að fást
staðist þá erum við enn að greiða
niður „rekstrarhagnað' sl starfsárs
Slikt hlýtur að vera einsdæmi. . .
Niðurlag
Rétt og skylt er að geta þess að i
Þjóðviljanum 17 marz sl er beðist
afsókunar á skrifum blaðsins 1 6. marz,
og virðist sem iþróttafréttaritan blaðs-
ms hafi bakað sér óþarfa vinnu daginn
áður, en við nánari athugun verður
ekki séð hvað hann er að afsaka, né
hverjum hann er að hlífa og við hvað
Ástæða þess að grein iþr.fr. ritara
Timans frá 4   marz sl   hefur ekki verið
Jón Hermannsson mun þjálfa
Ármannsliðið (sumar.
svarað fyrr. er emfaldlega sú. að þeir
menn sem hafa verið að „klóra i bakk-
ann' eins og hann kallaði það, einsettu
sér að láta slúðurdálkasknf lönd og leið
að sinni. en einbeita frekar kröftum
sinum að lausn aðkállandi vandamála
deildarmnar Hvaða ti/gangi þjónar
slikur fréttaflutmngur Timans og Þjóð-
viljans?
Hverjum er verið að gera greiða?
Skilningur okkar er sá, að tilgangur
íþróttafréttamennsku sé að efla og
byggja upp heilbngða iþróttastarfsemi
með þvi að flytja sannar og'réttar fréttir
af iþróttaviðburðum og iþróttastarfi, en
forðast niðurnfsstarfsemi sem þessa í
lengstu lög Okkur er full Ijóst að
fyrrgr iþróttafr ritarar þurfa að gegna
einskonar sölumennsku fyrir stofnanir
sínar, en þeim væri hollt að muna, og
ættu reyndar að kunna skil á þvi, að
sviktn vara selst aldrei mjbg lengi. en
afletðtngarnar sér engin fyrir Þvi
miður þjóna slik skrif þeim eina til-
gangi að skaða þann sem fyrir þeim
verður. i þessu tilfelli Knattspyrnudeild
Ármanns, og með þvi torveldað og
tortryggt allt það viðreisnar- og upp-
byggtngastarf sem unnið er að
Það er ekki ætlun okkar að elta
lengur ólar við „misvitra' blaðamenn.
en áðurnefndir iþróttafréttaritarar
skyldu varast spakmælið „Við illt má
notast. en ei við ekkert'
Það er von okkar og trú að allir
félagar eldri sem yngri og sérstaklega
foreldrar og forráðamenn yngri félaga.
taki viljann fyrir verkið þó fullur sigur
haft ekki náðst enn, og styðji með
okkur uppbyggingu og eðlilegt starf
deildannnar
Reykjavík, 17   marz 1977
KNATTSPYRNUDEILD ÁRMANNS.
DANIR töldu sig fá himnasendingu er Island dróst á móti þeim f heimsmeistarakeppninni, og segja
okkur mjög auðveldan andstæðing, auðveldari en Spánverja. Af fréttum danska fjölmiðla má helzt draga
þá ályktun að það sé nánast formsatriði að leika við lslendinga. En vafalaust verða þeir Ólafur H.
Jónsson, Viggó Sigurðsson, Viðar Slmonarson og Ágúst Svavarsson sem sjást hér f baráttu f leik f
B-keppninni f Austurrfki á öðru máli.
Danir telja sig örugga í
átta liða úrslitin á HM
C-RIÐILLINN FER FRAM Á JÓTLANDi OG FJÓNI
C-RIÐILLINN sem íslendingar
munu leika f f A-
heimsmeistarakeppninni í Dan-
mörku næsta vetur mun fara
fram f fjórum borgum: Öðinsvé-
um, Ringe, Frederica og Velje.
Eru borgir þessar á Fjóni og á
Jótlandi. Verður miðstöð riðilsins
í Óðinsvéum og munu öll liðin,
Island, Sovétrfkin, Danmörk og
Spánn, búa þar, en ferðast sfðan á
milli keppnisstaðanna. Ekki mun
endanlega frá þvf gengið hvar
hver leikur verður, en Danir voru
nokkuð hikandi að fastsetja leik-
ina, fyrr en búið væri að draga f
riðlana.
Mikil gleði var ríkjandi meðal
danskra handknattleiksáhuga-
manna í gær, þegar fréttist um
mótherja heimaliðsins í riðlinum.
Telja Danir sig þar með algjör-
lega örugga um að komast i átta
liða úrslitin. Þó -segja sum
dönsku blaðanna, að Spánverjar
kunni að verða erfiðir. Þau virð-
ast hins vegar sammála um að það
verði íslendingarnir sem haldi
heim eftir að keppninni í riðlin-
um lýkur, og segja að Danir hafi
fengið veikasta liðið í þriðja
hópnum, en hins vegar það stek-
asta úr fyrsta hópnum og fjórða
hópnum.
A-riðill keppninnar sem í eru
Vestur-Þýzkaland, Júgóslavía,
Tekkóslóvakia og Bandaríkin fer
fram i borgunum Arhus, Randers,
Alborg og Thisted. B-riðillinn,
sem í eru Rúmenar, Ungverjar,
A-Þjóðverjar og Afrikuríki, fer
fram í Herring, Esbjerg, Ribe og
Avenrá og D-riðillinn, sem Pól-
land, Sviþjóð Asíuríki og
Búlgaría leika í, fer fram f
Bröndbyhallen, Helsingör, Köge,
Næstved og Kalundborg.
Ekki hefur verið endanlega frá
þvi gengið hvar keppni í milli-
riðlunum fer fram, en þó ákveðið
að leikir fari m.a. fram í Hilleröd,
Rönnede, Fredrekssund, Hróars-
keldu, Nyköbing og Akirkeby á
Borgundarhólmi. Urslitaleikir
keppninnar munu hins vegar allir
fara fram í Bröndbyhallen.
Danir áætla að kostnaður við
framkvæmd keppninnar verði um
2,6 miHjónir danskra króna, þeir
hafa þegar tryggt sér alla þá upp-
hæð og um leið og fyrsti áhorf-
andinn kaupir aðgöngumiða að
keppninni verður hagnaður. Ætti
danska handknattleikssambandið
að geta grætt verulega á keppn-
inni, þar sém búizt er við að um
90.000 áhorfendur kaupi sig inn á
leikina og miðaverðið verður
30—40 kr. Þar fyrir utan er búizt
við þvi að um 35.000 „prógrömm"
seljist á 10 kr. stk. Hefur verið
mjög vel vandað til þess og hefur
Lockeys-auglýsingaskrifstofan i
Kaupmannahöfn tekið það verk
að sér.
Þá hefur danska handknatt-
leikssambandið veitt MEKA-
fyrirtækinu einkarétt á fram-
ieiðslu á minjagripum vegna
keppninnar, en ekki hefur fengizt
Helge Paulsen, formaður danska
handknattleikssambandsins f HM
bol og með HM bolta.
uppgefið hvað sambandið fékk
fyrir þann rétt. Hefur fyrirtækið
þegar hafið framleiðslu á þessum
gripum, má nefna sem dæmi að
seldir verða bolir með HM-
merkinu, sígarettukveikjarar,
minnispeningar og fl. Þá mun
danska póst- og simamálastjórnin
gefa út nýtt frímerki í tilefni
keppninnar og fjölmörg dönsk
fyrirtæki hafa heitið handknatt-
leikssambandinu stuðningi, gegn
því að þau fái tækifæri til þess að
auglýsa vörur sínar. Þannig munu
fyrirtækin Addidas og Puma sjá
öllum þeim sem starfa við mótið
fyrir einkennisklæðnaði og
Tuborgverksmiðjurnar        munu
kosta uppihald leikmanna þátt-
tökuliðanna að verulegu leyti,
auk þess sem fyrirtækið býður til
lokahófs sem á að verða stærra i
sniðum en gerzt hefur til þessa.
Danir áforma að taka vel á móti
gestum sínum, og er þegar ákveð-
ið að hvert lið fái a.m.k. einn túlk,
og langferðabifreiðar til afnota á
meðan keppninni stendur. Þegar
fréttir bárust um það frá Austur-
riki að bæði Svíar og íslendingar
hefðu tryggt sér þátttökurétt í
lokakeppninni, sögðu forráða-
menn danska sambandsins, meira
þó í gamni en alvöru, að þeir gætu
sparað sér tvo túlka, þar sem allir
Svíar skyldu dönsku og þá ekki
síður íslendingar.
Þá er gert ráð fyrir að blaða-
menn fái góða þjónustu, en búizt
er við miklum fjölda þeirra til
Danmerkur meðan á keppninni
stendur.
Ekki hefur verið gengið frá
samningum um sjónvarpstöku i
heimsmeistarakeppninni, en bú-
izt er við að gengið verði frá þeim
samningum á næstunni. Hefur
danska sjónvarpið boðið Hand-
knattleikssambandinu upphæð
sem svarar til 15 milljóna
íslenzkra króna fyrir réttinn, en
því boði hafnaði sambandið þegar
i stað. Mun sjónvarpið nú hafa
hækkað það boð um meira en
helming, enda sér það fram á að
mikil eftirspurn verður eftir
myndum þess.
Keppnin í Danmörku mun hefj-
ast 26. janúar og henni á að ljúka
6. febrúar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48