Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 65. tölublaš og Ķžróttafréttir 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977
37
a) bráð, án varanlegra lungna-
skemmda: frá (fluormegnuöu)
ryki,
b. Langvinn með lungnakvefi:
("chronic obstructive" lungna-
sjúkdómar) þar sem um veranleg-
ar Iungnaskemmdir er að ræða
t.d. Chronic bronchitis (langvinnt
lungnakvef),           asthma
(occupational non allergic),
emfysema (lungnaþan).
Erting á slfmhíðir öndunarfæra
með hósta:
Brennisteinssvrslingur (SO^)
Köfnunarefnisdíoxið      (NO^)
Ozon (/3), getur valdið lungna-
bjúg Klórgas (Cl^), getur valdið
lungnabjúg. Ryk, allar tegundir.
Flussýra (HF). Málmeimur.
Krabbamein f nefholi og lung-
um:
Nikkel, frá rafsuðu. Chrom frá
rafsuðu.
Hitafár (malmfrossa):
Frá ýmsum málmum t.d. Zinki.
Krabbamein f nýrum, þvagrás
og þvagfærum:
Fjölhringa kolefnasambönd
(PAH/PPOM)
Bein og stoðvefur:
Fluorisis (gaddur) vegna upp-
töku f luors.
Bráðar eitranir:
Kolsýrlingseitrun
Heyrnarskerðing:
Vegna hávaða.
Af þessari upptalningu sést að
nær ekkert líffæri eða líffæra-
kerfi er óhult vegna mengunar
sem til staðar er við slikan verk-
smiðjurekstur.
Eru þá nokkrir þessara sjúk-
doma algengari við álbræðslu
heldur en aðra verksmiðju-
starfsemi?
Svarið er jákvætt og eru það
fyrst og fremst vissir sjúkdómar i
berkjum og lungum auk fluorisis
(gadds) sem taldir eru einkenn-
andi atvinnusjúkdómar við ál-
bræðslu.
Bent skal á, af gefnu tilefni, að
allir aðrir sjúkdómar sem hér að
ofan hafa verið upp taldir eru
atvinnusjúkdómar, sem þeim skil-
yrðum fullnægt sem um getur í
reglugerð nr. 24 frá 7. mars 1956
um skráningu og tilkynninga-
skyldu atvinnusjúkdóma og ber
að tilkynna þá til viðkomandi hér-
aðslæknis.
Atvinnusjúkdómurinn fluoros-
is (gaddur) og orsök hans hefur
verið þekktur í um það vil 45 ár
en menn greinir á um það hve
mikil hætta sé á þessum sjúkdómi
vegna fluormegnunar á álverum.
Eins og fyrr segir er það flussýra
(HF) og fluorið ryk í andrúms-
lofti sem geta valdið sjúkdómnum
og þarf því að fylgjast með magni
þessara efna í andrúmslofti
starfsmanna, en nokkrar mæling-
ar sem gerðar hafa verið erlendis
benda til þess að um 80% fluor-
magnsins I andrúmslofti starfs-
manna í kerskálum sé f formi
flussýru og 20% sem fluorið ryk.
Fluor sem líkaminn fær í sig
meðhöndlar hann á hinn flókn-
asta hátt en i aðalatriðum gildir
sú regla að megnið af fluornum
skilur líkaminn við sig í gegnum
nýrun i þvagi fljótlega eftir upp-
töku en fari magn fluors í
líkamanum upp fyrir ákveðin
mörk safnast meira eða minna af
honum i bein og staðvefi líkam-
ans og veldur á þann hátt sjúk-
dómnum fluorsis sem getur verið
einkennalaus og bara greinst með
röntgenmyndatöku eða alvarlegri
með einkennum.
Hver hin ákveðnu mörk eru fyr-
ir styrkleika fluors í líkamanum,
sem ekki má fara yfir eigi fluoros-
is sjúkdómarurinn ekki að koma
fram, er frekar óljóst en þó er
miðað við af sumum að sé upp-
taka líkamans undir 4 mg F sé
ekki hætta á þessum sjúkdómi, en
það  eins og annað getur verið
mjög einstaklingsbundið og t.d.
háð nýrnastarfsmi og vatnsupp-
töku viðkomandi.
Með því að mæla fluor styrk-
leika í andrúmslofti starfsmanna
er hægt að fylgjast með upptöku
fluors og sjúkdómshættu en einn-
ig eru framkvæmdar fluor-
mælingar í þvagi, sem talið er
gefa allgóða mynd af fluor-
megnun sem einstakir starfs-
menn verða fyrir, en er að sjálf-
sögðu enginn mælikvarði á fluor-
megnun andrúmslofts á vinnu-
stöðum almennt eða fluormegnun
í andrúmslofti viðkomandi starfs-
manna, þar sem noktun ryk- eða
gasgríma minnkar upptöku
lfkamans á þessum efnum.
Hver eru hættumörk fyrir fluor
í þvagi?
Hér gildir hið sama og sagt er
um fluorupptök að óvissa rikir
um þau mörk sem almennt eru
notuð í Evrópu og Bandaríkjum
Norður-Ameríku en þau eru 5 mg
F-/líter þvags eftir 48 tíma frá
síðasta vinnutíma í fluormegnuðu
ur ekki alltaf verið hægt að sýna
fram á að um sérstakt ofnæmi
hafi verið að ræða hjá mönnum
með þessar sjúkdómsbreytingar.
Þannig geta þessir lungnasjúk-
dómar orsakast af ertingu á slim-
húð öndunarfæra frá ýmsum efn-
um eða öðrum áhrifum án þess að
endilega sé um að ræða sérstaka
ofnæmissvörun sem hægt er að
sannreyna með sérstökum og sér-
hæfum ofnæmisprófunum eins og
t.d. húðpróf eða mælingum á efn-
um í blóði. Vegna þess að margar
af fyrrnefndum rannsóknum haf a
farið fram á starfsfólki álvera
sem nota svonefnd „Söderberg"
skaut skal tekið fram að í rann-
sókn framkvæmdri i Noregi 1974
var lögð áhersla á það að auk þess
sem áðurnefndir lungnasjúk-
dómar hefðu fundist í álverum
með Söderbergs skaut komu þeir
einnig fyrir í verksmiðjum sem
nota forbökuð eða „prebaked"
skaut.
Nákvæm vitneskja um tiðni
þessara sjúkdóma liggur ekki fyr-
Þess skal getið að áðurnefnd
samtök eru einnig með rannsókn-
ir i gangi á tjöruefnum og sjúk-
dómum vegna þeirra I áliðnaði.
Eftirlit
fyrirtækjanna
öllum, sem til þekkja og vilja
kynna sér megunarmálefni
vinnustaða í álverum eða öðrum
álíka vinnustöðum, er ljóst að
megnun andrúmslofts er mismik-
il og ákvarðast af þeirri starfsemi
sem fram fer á hverjum stað
ásamt þeirri tækni sem beitt er til
varnar menguninni auk annarra
ytri sem innri aðstæðna.
Sameiginlegt með öllum fyrir-
tækjum sem viðhafa „góðar
venjur í iðnaði" og þar flokkast
öll álver sem við þekkjum til i
iðnaðarlöndunum, að undan-
skildu Isal, er að fyrirtækin sjá
sjálf um megnunarmælingar á
sínum vinnustöðum og bera sam-
an við þau hættumörk sem í gildi
eru en tilgangur mælinganna er
andrúmslofti. Eru þessi mörk
raunhæf? Norðmenn, sem hafa
langa og mikla reynslu af áliðnaði
og fluormælingum nota mörkin 5
mg F-/lfter þvags sem hættu-
mörk eftir vinnudag eða vakt sem
varar 6—7 tíma og virðist það
vera öllu raunhæfari mælikvarði
á fluormegnun og upptöku við-
komandi starfsmanns. Við mat á
fluormegnun í andrúmslofti og
heilbrigðishættu er í Noregi,
Svíþjóð og Bandaríkjum Noðrur-
Ameríku stuðst við hættumörkin
2,5 mg F-/m3 lofts fyrir fluorið
og 3 ppm eða 2 mg/m3 lofts fyrir
flussýru (HF).
Þeir sjúkdómar í lungum og
berkjum sem sannanlega eru
flokkaðir sem atvinnusjúkdómar
við álbræðslur eru svo nefndir
„obstruktivir" lungnasjúkdómar
en þeir einkennast af berkju-
þrengslum með eða án lungna-
kvefs, breytinga á þenslu-
eiginleikum lungnavefs eða
varanlegra lungnaskemmda.
Þessum sjúkdómum var fyrst
lýst fyrir 41 ári en síðan hafa af
og til birst niðurstöður rannsókna
frá ýmsum löndum, sem staðfest
hafa að um er að ræða lungna-
sjúkdóm með einkennandi sjúk-
dómsmynd hjá mönnum sem
vinna í álverum og þá fyrst og
fremst kerskálum og hafa rann-
sóknir sýnt að þar sem um er að
ræða varanlegar lungnabreyting-
ar þá eru þær alvarlegri en þær,
sem vinlingareykingar gætu út af
fyrir sig valdið — ennfremu hef-
ir en um nokkurra ára skeið haf a
farið fram víðtækar rannsóknir á
þvi og eru þær framkvæmdar af
og i samvinnu milli eftirtalinna
aðila:
EPAA (European Primary
Aluminium Association), IPAI
(International Primary Alumin-
ium Institute), UNEP (United
Nations          Enviromental
Programme) en innan EPAA er
starfandi atvinnusjúkdómanefnd
(occuaptional health committe)
og heilbrigðisnefnd Health
committee) innan IPAI en UNEP
hefur sýnt þessum málum athygli
og hefur yfir að ráða nauðsynleg-
um gögnum sem við koma þessum
málum. Mun Swiss Aluminium
Ltd. vera aðili að þessum samtök-
um álframleiðenda.
Sem dæmi um tíðni þessara
lungnasjúkdóma í einni rannsókn
reyndust 169 menn hafa einkenni
sjúkdómanna af 3000 starfsmönn-
um í (kerskálum og ingor-plants)
yfir 5,. ára- 'tímabil (1970—'74).
Samkvæmt munnlegum upplýs-
ingum trúnaðarlæknis ísals er
honum kunnugt um 5—6 menn
sem hætt hafa störfum við álverið
vegna öndunarfærakvilla síðast-
liðin 2 ár en engar samanteknar
skýrslur um þessi mál eru þó til
þegar þetta er skrif aó.
ILO (International labour
organisation), eða alþjóðavinnu-
málastofnunin í Genf mun og
hafa fylgst með þessum málum en
ekki eru fyrirliggjandi gögn frá
henni þegar þetta er skrifað.
fyrst og fremst að tryggja að
mengunín sé undir hæstu leyfi-
legum mörkum svo og til þess að
við verði komið mengunarvörn-
um, þar sem mengunin er vara-
söm auk þess sem mælingar eru
nauðsynlegar til að fylgjast með
gagnsemi mengunarvarnanna.
Opinbert eftirlit er fólgið I því
að eftirlitsmenn framkvæma
mælingar á mengun vinnustaða
reglulega til þess að fylgjast með
þvi að viðkomandi verksmiðju-
rekendur f ari að lögum og reglum
um hollustuhætti og sjái til þess
að mengun sé haldið innan þeirra
hættumarka sem viðurkennd eru.
Opinbert eftirlit þýðir ekki að
ábyrgðarmenn iðjuvora þurfi
ekki að uppfylla skyldur sínar um
hollustu og heilbrigði eða
megnunarvarnir á vihnustöðum
eins og lög og reglur gera ráð
fyrir,
Sömu sögu er að segja um heil-
brigðiseftirlit starfsmanna á
vinnustöðum i álbræðslum þar
sem viðhafðar eru góðar venjur i
iðnaði að álbræðslurnar hafa
sjálfar eða í samvinnu sín á milli
fullkomna heilsugæsluþjónustu
fyrir starfslið sitt og er þessi
starfsemi víða undir eftirliti opin-
berra aðila en alfarið á ábyrgð
viðkomandi verksmiðj'a.
Slfk heilsugæslustarfsemi er
rekin í sérstöku húsnæði þar sem
öll nauðsynleg læknisfræðileg
áhöld og tæki eru fyrir hendi.
Stjórn hennar er í höndum sér-
staks heilsugæslulæknis, en til að-
stoðar er minnst einn hjúkrunar-
fræðingur eða fleiri ef um mjög
stórar verksmiðjur er að ræða.
Nauðsyn samfelldrar heilsu-
gæsluþjónustu er augljós og
ákvarðast af þeirri starfsemi sem
rekin er en er í grófum dráttum
þannig:
A.    Frumverkefni heilsu-
gæslunnar eru stöf sem miða að
fyrirbyggjandi aðgerðum og unn-
ið er að t.d. með fræðslu um heil-
brigðis- og hollustumál almennt
en þó sérstaklega með tilliti til
þeirrar starfrækslu sem fram fer
á viðkomandi stað. Til þess að
geta veitt þessa fræðslu og upp-
lýsingar verða bæði læknar og
annað starfslið heilsugæslunnar
að hafa kynnt sér sérstaklega þá
heilsuspillandi þætti og önnur at-"
riði tengd starfrækslunni og við-
halda og auka þekkingu sfna á þvi
sviði. Eru fyrirtækin ábyrg fyrir
þvi að svo sé.
B.  Reglubundnar árlegar eða
tíðari heilbrigðisskoðanir á öllum
starfsmönnum fyrirtækisíns, þar
sem áhersla er lögð á að leita
þeirra sjúkdóma sem oftar koma
fyrir við slikan rekstur en á öðr-
um vinnustöðum þ.e. atvinnu-
sjúkdómaeftirlit en sérstakur lið-
ur í heilsugæslunni við t.d. ál-
bræðslur er skoðun allra nýráð-
inna starfsm. þar sem áhersla er
lögð á að fá fram hvort viðkom-
andi sé hæfur til að gegna
ákveðnum störfum t.d. er ekki
æskilegt að starfsmenn með of-
næmi (allergy) eða ofnæmis-
kvilla starfi I kerskála álbræðslna
því nær öruggt er að viðkomandi
fær lungnakvilla við störf sín þar
á skemmri eða lengri tíma, jafn-
vel þar sem góðum mengunar-
vörnum er beitt.
Tfðari heilbrigðisskoðanir eru
framkvæmdar eftir þörfum á
þeim, sem vinna sérlega varasöm
störf.
C.  Starfsmönnum er ætlaður
ákveðinn timi hjá heilsugæslu-
lækni þar sem þeir geta borið
fram persónuleg vandamál sin
varðandi heilbrigði eða annað
skylt.
D.   Fullkomin slysaþjónusta
með tækjum og öðrum aðbúnaði
til bráðabirgðaslysaþjónustu við
stærri slys er til staðar en að
öllum minni háttar slysum eða
öðrum kvillum er gert á staðnum
á reglulegum vinnutima heilsu-
gæsluliðsins.
Fleira mætti til telja en að lok-
um nefnt að slfk heilsugæslu-
þjónusta hefur tíðkast hjá mörg-
um stærri fyrirtækjum i Noregi i
um það bil 40 ár og hjá álverum
þar i það minnsta 10 ár og er
svipaða sögu að segja frá öðrum
löndum í Evrópu en í Bandaríkj-
um Norður-Ameríku mun slík
þjónusta vera mun víðtækari og
meiri en viða í Evrópu og hefur
tíðkast um langt árabil þar.
Ryk — Gasgrímur
Þegar ryk- eða lofttegundir eru
til ðþæginda i andrúmslofti á
vinnustað annaðhvort vegna þess
að ekki er hægt af tæknilegum
orsökum að halda styrk þeirra
undir hættumörkum við einstök
störf eða vegna þess að einstakir
starfsmenn þola verr en aðrir
ertingu frá þeim þrátt fyrir að
styrkur þeirra er undir hættu-
mörkum, er nauðsynlegt að nota
rykgrímur til varnar ryki og gas-
grímur til varnar lofttegundum.
Stundum er hægt að sameina eig-
inleika þessara gríma þannig að
þær verji bæði gegn ryki og loft-
tegundum og má í því sambandi
nefna sem dæmi að til eru einnota
grimur frá Alcoa og Minnesota
Mining Co. (3 M-9706) sem verja
gegn ryki sem hefur kornastærð-
Framhald ábls.45
Greinargerð frá Heilbrigðiseftirliti ríkisins
um álbræðslur með tilliti til ytri og innri
mengunar ásamt hollustu- og heilbrigðiseftirliti
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48