Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 65. tölublaš og Ķžróttafréttir 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977
39
Minning:
Ríkarður Jónsson
Það var eins og að koma í litið
himnaríki f helvíti striðsáranna
að koma á Grundarstíg 15.
Þegar mannheimur skalf af
ágirnd, heift og grimmd, flestar
fréttir válegar og sorti verri
tíðinda grúfði yfir þungur og ógn-
vekjandi þá var það eins og i
öðrum heimi að sitja i stofunni á
Grundarstig 15, þar sem hver
hlutur var gerður af list og
smekkvisi, og hlusta á Rikarð lesa
eitthvað hnyttið, með sinni þrótt-
miklu og blæbrigðariku rödd.
Frá því ég var barn eða fór að
taka eitthvað eftir mönnum og
málefnum, hafði ég ótrúlega
mikið dálæti á öllu, sem ég sá
eftir Ríkarð, þannig var það víst
með mestalla þjóðina.
Ekki aðeins myndum, heldur
einnig vísum og greinum, sumt
nærri lærði ég eins og þetta:
„Dans er sist lastverður, og
marga ánægjustundina hefi ég
haft af dansi, hann liðkar
líkamann, fegrar framkomuna og
er sigursæll til ásta, en þegar
farið er að dansa nótt eftir nótt
oft við reyk og vín, þá getur f arið
af honum mesti glansinn."
Þetta er held ég það eina sem
ég hef séð af viti um dans um
dagana.
Hafi maður dáð eitthvað sem
barn eða unglingur, og kynnst þvi
siðar, er hætt við að það svari
ekki til hugmyndanna og valdi
vonbrigðum. Ríkarði var ekki
þann veg f arið, og verður best lýst
með orðum sira Arna Þórarins-
sonar á Stórahrauni, sem hann
sagði við Ríkarð, þeir voru að tala
um einhvern meðalmann:
„Það er munur með hann
blessaðan, og svo þessi ósköp, sem
þér voru gefin."
Ríkarður var ekki einn á
Grundarstígnum, þar var heil
f jölskylda með sama svipmóti.
Oft komu mér í hug þegar ég
gekk heim, þennan stutta spöl
upp á Bergstaðastræti, þessar
hendingar Guðmundar Inga á
Kirkjubóli:
„Það var yndislegt fólk sem ég
fann
það var fólk, sem ég þekkti ekki
áður."
Af gömlum vana verður mér oft
litið í glugga bókaverslana og
renni augum yfir bókatitlana, rak
þá eitt sinn augun í nafn, sem mér
kom kunnuglega fyrir sjónir, og
kom þó ekki fyrir mig, Ragnar
Lundborg — Ragnar Lundborg —
og þá rann upp fyrir mér ljós.
Fyrir nærri þrjátíu árum
höfðum við Ásdís Ríkarðsdóttir
heimsótt þennan heiðursmann úti
í Stokkhólmi og fært honum bréf
frá Ríkarði, þeir voru vinir, og
setið þar í góðu yfirlæti fram á
nótt.
Undrandi var ég hvað Ragnar
vissi mikil deili á öllu islensku og
hvað hann spurði af mikilli
þekkingu og áhuga.
Ekki vissi ég þá og ekki fyrr en
ég hafði lesið bók hans um þjóð-
réttarstöðu íslands, hversu mikið
hann hefir unnið fyrir hamingju
lands vors.
Hitt veit enginn, hve stóran
þátt Rikarður átti i því að glæða
svo áhuga þessa ágæta sænska
vinar síns á málstað íslands, að
hann gengur fram fyrir skjöldu
deilir, við lærðustu menn Dana-
veldis og stjórnmálaskörunga,
skorar Stórdanann á hólm,
strengir vébönd þjóðaréttarins
um hólmgöngustaðinn, hefur á
loft þung rök og stór, og sigrar
andstæðinginn með því að varpa
honum til jarðar, líkt og Eysteinn
úr Mörk í einviginu á Þingvöllum
forðum.
Andstæðingurinn átti þess kost
að standa upp ósár.
Ragnar Lundborg er einn
þeirra ágætismanna:
„Sem I hrfðunum tróðhinatorfæru slóo
upp ao tindrandi frelsi vors lands."
Hver sem hefir heyrt Ríkarð
lýsa þeim hitadeilum og átökum
sem áttu sér stað þegar hann var
ungur námsmaður úti I Danaveldi
og íslenskt fullveldi var aðeins
hugsjón og von, ekki söguleg stað-
reynd, veit hve brennandi hann
var í þeim málum, sem og öllu er
til heilla horfði.
Eitt af snilldarverkum Ríkarðs
Jónssonar er skjaldarmerki
islands.
Þar talar hann til þjóðarinnar,
til framtíðarinnar, máli hins djúp-
vitra spekings.
Greipir landvættina í merkið
sem eilifa aðvörun til islendinga
að varast erlenda ásælni.
Gleyma aldrei sögninni af Una
danska og landvættunum.
1 þökk og virðingu mun þjóðin
skipa sér undir það merki sem
hann hefir skapað.
Grímur S. Norðdahl
Mig langar að minnast vinar
míns, meistara Ríkarðs Jónsson-
ar, þótt ég finni vanmátt minn og
smæð. Ég man hans fyrst getið
þegar ég var stelpa uppi í sveit, að
þá þegar náði frægð hans til
innstu dala og verk hans prýddu
mörg heimili, askar og spænir,
listasmið, sem allir dáðust að.
Ég heyrði fólkið tala margt um
þennan undravölund og sagt var,
að eftir að sjá mann einu sinni,
gæti hann teiknað mynd, sem all-
ir þekktu. Þessi undramaður var
af Austurlandi og það var voða
langt i burtu fannst mér.
Árin liðu, svo var það eitt sinn
(ég var þá vinnukona í Reykja-
vik), að ég fékk að fara á ung-
mennafélagsskemmtifund. Þá yar
það að maður gekk í salinn, aldre
hafði ég mann honum Hkan séð.
Hann bar af öllum, íturvaxinn,
reistur og fráneygur og með
undrafagurt hár. Þar fór ekki kot-
ungur. Frá þessum jöf ri streymdi
lífsorka og frelsi, já allt, sem
prýða má einn mann, drunginn
hvarf og skemmtan hófst. Þessi
maður framsagði ljóð ógleyman-
leg, hann leiddi sönginn og allir
fylgdu með. Þvílíkur undramátt-
ur og fegurð. Allt var þetta hróp
um endurheimt frelsi, islandi
allt.
Þegar dansinn hófst voru allir
með. Það var dásamleg skemmt-
um. sem lengi var búið að. Já,
meira að segja, mér finnast áhrif-
in vara enn. Hver er þessi maður,
sem lyftir öllu í hærra veldi? Mér
var sagt að hann héti Rikarður
Jónsson. Þetta mun hafa verið
árið 1924 og allar götur síðan hef-
ur aldrei borið skugga á þessa
fyrstu hrifni mína, mér fannst
hann alltaf meiri og betri eftir
þvi, sem ég kynntist honum meir.
Hann unni landi okkar af alhug.
Málf ar hans var f agurt, enda unni
hann islenskri tungu, skildi kraft
hennar, víðfeðmi, litauðgi og
fegurð. Mér fannst hann skáld í
orði og verki.
i hans andans heimi var aldrei
þrotabú, það var lifsins lind,
hrein og tær, ólgandi af fegurð og
krafti. Já, þær hafa ekki verið
smátækar á gjafirnar, heilladís-
irnar, við vöggu Rikarðar og úr
þessum auðæfum vann hann og
vann, landi og þjóð til blessunar.
Ef öll verk hans væru komin á
einn stað, þyrfti að byggja stóra
höll.
Árið 1932 átti ég heima í litlum
kofa á Grimsstaðaholtinu. Það
voru daprrir tímar, veil heilsa og
atvinnuleysi. Vorið var að koma,
en það var eins og það kæmist
ekki inn i kotið. Þá gerðist það, að
barið var að dyrum. Þar var kom-
inn sjálfur Ríkarður með sína
dásamlegu fjöslskyldu. Það
breyttist allt á svipstundu, von-
irnar urðu fleygar, vorið var kom-
ið. Þau heimsóttu mig nokkrum
sinnum þessi ár, sem ég átti þar
heima og áhrifin voru alltaf söm,
von, frelsi og vor. Ég átti lika þvi
láni að fagna að fá að koma á
heimili þeirra, það var alveg dýr-
legt. Kona hans, María Ólafsdótt-
ir, var í mínum augum fögur og
tigin og eftirminnileg á allan hátt.
Allt sem hún gerði var svo f allegt
og hlýtt, umhyggjusöm og vökul
hlynnti hún að öllu og öllum og
heimilið var eftir því.
öll voru börn þeirra hjóna sér-
lega efnileg. Þung var sorg þegar
þau misstu einkasoninn sinn. I
blóma ltfsins var hann kallaður
burt frá konu og börnum ungum.
Hann var af öllum talinn afbragð
annarra manna, völundur mikill
og hugkvæmur.
Sjálfur veiktist Rikharður og
var lengi mjög veikur. Ég held að
ég fari með rétt mál, að líkams-
þreki hafi hann aldrei náð að
fullu eftir þá þolraun.
Nú þegar ég sit hér og risla við
minningarbrot, er mér efst í huga
þakklæti til Guðs fyrir að hafa
fengið að eignast vináttu hans. Ég
þakka fögru ljóðin og alla vin-
áttuna. Hann, sem sólina skóp og
gaf okkur þetta dýrlega land, bið
ég að leiða hann um ókunna stigu
á fund ástvina sinna allra, sem
bíða hans. Ég þakka fyrir vináttu
hans dásamlegu konu, já og allrar
hans blessuðu fjölskyldu, þakkir
fyrir að mega koma heim á
Grundarstlg 15 og vera með þeim
og sjá og finna þeirra höfðings-
skap og reisn.
Ég veit að það var I mikið ráðist
að skrifa um þennan mann. Ég
bjóst við að eitthvað yrði gert
eftirminnilegt vegna útfarar
hans. Jú, veðurguðirnri skörtuðu
slnu fegursta, mín daufu eyru
náðu ekki orðum prestsins, en
tónarnir fundust mér Ríkarði til
dýrðar. Mér fannst þeir hefðu
þurft að heyrast um alla lands-
byggðina og þá ekki sist hans
heimabyggð. Ég bjóst við að mikið
yrði skrif að og að stóru mennírnir
hefðu margt að segja um þennan
mikla velgjörðarmann lands og
þjóðar, þennan ókrýnda konung
listarinnar og manndómsins. En
fyrst svo var ekki, hljótum við
smælingjarnir að skriða fram úr
fylgsnum okkar, til þess að hrópa
til æsku landsins og allra, sem
landinu unna og eitthvað vilja
fyrir það gera: takið upp merki
Rikarðar, reisið honum brauta-
stein — ekki af bronsi eða marm-
ara, heldur með þvi að varðveita
landið okkar frá því að falla I
ánauð, varðveita frelsið, sem öllu
er dýrmætara, hlynna að öllu,
sem lifir, bæði á láði og i legi.
Eflið manndóm ykkar, skyldu-
rækni og drenglyndi, slíkt er í
anda Ríkarðar. Bruggið töfralyf
til að þvo blinduna af sálaraugum
þeirra, sem ekki sjá aðra leið
landinu til bjargar en eiturspú-
andi iðjuver í blómlegum byggð-
um, leggið mjúkar hendur við
móður jörð. og þá mun vel farn-
ast.
islandi allt. 1 guðs friði.
Helga Larsen.
#
MONROE
w
Jóhanna Jónsdóttir
Innri-Bug — Minning
Laugardaginn 26. febrúar 1977
var gerð frá Ólafsvikurkirkju út-
för Jóhönnu Jónsdóttur frá Innri-
Bug í Fróðárhreppi. Jóhanna var
fædd að Elliða i Staðarsveit þ. 4.
júli 1888, dóttir hjónanna Jó-
hönnu Vigfúsdóttur og Jóns Jóns-
sonar bónda og hreppstjóra þar í
sveit, og var hún yngsta barn
þeirrahjóna.
Jóhann giftist árið 1910 Þorgilsi
Þorgilssyni frá Hraunhöfn í
Staðarsviet, þau reistu sér bú i
Bjarnarfosskoti og bjuggu þar
fram á árið 1915. Þaðan fluttu
þau til Ólafsvíkur en 1923 kaupa
þau Innri-Bug í Fróðárhreppi.
Hugur þeirra hjóna hafði lengi
staðið til búskapar og nú hófu þau
búskap á Innri-Bug og bjuggu þar
uns þau fluttu til Olafsvíkur 1961
en nytjuðu jörðina eftir sem áður
allt til þess að Þorgils andaðist
1970.
Eitt hið fegursta sem fornís-
lensk fræði geyma eru ljóðin, sem
lýsa valyrkjunni er blessar fyrst
daginn, sem hljómar og vekur il
starfa, blessar nóttina sem veitir
hvild og frið, óskar körlum og
konum heilla og lofar með þakk-
látssemi hina fjölnýtu fold, ber
siðan fram þá fórn til æðri mátta-
valda að sér veitast megi mannvit
og læknishendur.
Afmælis-
og
minning-
argreinar
ATHYGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á I mið-
vikudagsblaði, aö berast f sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera í sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
Hnutoili.
Áreiðanlega var Jóhönnu í Bug
oft hið sama I hug og hið forna
ljóð lýsir. Þrátt fyrir langvarandi
veikindi var þelhlýja hennar söm
við sig, þau náðu ekki að hafa
slæm áhrif á hennar innri mann
og hún gat heilsað jafnt degi sem
nóttu með blessunaróskum sér og
sínum til handa.
Mál hennar og þroski miðlaði
samvistarfólki af gnægð hjartans
og eftir því sem kraftar hennar
leyfðu vildi hún ætlð hlúa sem
best að vinum sínum og bað þess
að þeim fylgdi farsæld á við-
sjálum vegum mannlegs lifs.
Mér fannst þægilegt að ræða
við Jóhönnu föðursystur mina,
hún gat brugðið fyrir sig fyndni
og skemmtilegur tilsvörum, en
samfara allri hennar orðræðu var
góðvildarhugurinn mest áberandi
til manna og málef na.
Lífi einstaklingsins er stundum
líkt við gróður jarðar, sem vex,
þroskast, en fölnar síóan og visn-
ar. Þegar eikin fellur að foldu
vekur hún með fallinu bergmál.
Enþað vekur ekki hátt bergmál
fráfali Islenskrar bóndakonu,
þegar líf hennar var orðið eins og
skar. En þegar sæti Jóhönnu i
Bug er autt, vakna hugljúfar
minningar. Með lífi sinu og ævi-
starfi reisti hún sjálfri sér veg-
legan minnisvarða.
Jóhann eignaðist í sinu hjóna-
bandi 5 börn: Guðlaugu, búsetta í
Reykjavik; Sólveigu, sem er dáin;
Þorgils, klæðskerameistara i
Reykjavík; Jóhann, bifreiðast. I
Reykjavk, og Oskar, verkstjóra I
Ólafsvík.
Ég votta ykkur öllum innilega
samúð.
Jens Vigf ússon.
HÖGGDEYFAURVAL
FJAÐRIR
KÚPLINGSDISKAR
KÚPLINGSPRESSUR
SPINDILKÚLUR
STÝRISENDAR
VIFTUREIMAR
KVEIKJUHLUTIR
FLEST í RAFKERFIÐ
HELLA aðalluktir. lukta-
gler,   luktaspeglar   og
margs  konar  rafmagns-
vörur
BOSCH luktiro.fl.
S.E.V. MARCHALL lukt-
ir
CIBIEIuktir.
LJÓSASAMLOKUR
BÍLAPERUR allar gerðir
RAFMAGNSVÍR
FLAUTUR 6—24 volt
ÞURRKUMÓTOR
6—24v
ÞURRKUBLÖÐ
ÞURRKUARMAR
BREMSUBORÐAR
BREMSUKLOSSAR
ÚTVARPSSTENGUR
HÁTALARAR
SPEGLAR í úrvali
MOTTUR
HJÓLKOPPAR
FELGUHRINGIR
AURHLÍFAR
MÆLAR alls konar
ÞÉTTIGÚMMÍ OG LÍM
HOSUR
HOSUKLEMMUR
RÚÐUSPRAUTUR
FELGULYKLAR
LOFTPUMPUR
STÝRISHLÍFAR
KRÓMLISTAR
BENSÍNLOK
TJAKKAR 1V2—30T
VERKSTÆÐISTJAKKAR
FARANGURSGRINDUR
BÖGGLABÖND
ÞOKULJÓS
SMURSPRAUTUR
PÚSTRÖRAKLEMMUR
RAFKERTI
LOFTFLAUTUR
BENZÍNSÍUR
EIRRÖR + FITTINGS
BRETTAKRÓM
VERKFÆRI
SLÍPIPAPPÍR
VATNSDÆLUR
ÞVOTTAKÚSTAR
BARNAÖRYGGIS-
STÓLAR
BARNABÍLBELTI
BÍLBELTI
HNAKKAPÚÐAR
ÖSKUBAKKAR
MÆLITÆKI f. rafgeyma
SWEBA  sænskir  úrvals
rafgeymar
ISOPON OG P-38 beztu
viðgerða- og fylliefnin
PLASTI-KOTE     spray
lökkin til blettunar o.fl.
Athugið
allt úrvalið
(fflwnausthi:
Síðumúla 7—9
Simi 82722
		' Al (U.YSIXI.ASI.MINX Kl(: 2^22480
"¦' *Tt\
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48