Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 68. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 SIÐUR
68. tbl. 64. árg.
FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Carter segir frá
málum sem Vance
ræðir í Moskvu
Washinglon, 24. marz. AP. Reuter.
CARTER forseti lýsli þvf yfir f dag að segja ætti bandarfsku
þjóðinni frá þvf hvað væri á seyði f utanrfkismálum, gerði grein
fyrir þeim málum sem Cyrus Vance utanrfkisráðherra mundi ræða
við Rússa þegar hann færi til Moskvu á morgun og sagði að Vance
mundi meðal annars reyna að koma þvf til leiðar að ötlum kjarn-
orkutilraunum yrði hætt.
Carter kvaðst vongóður um
að Rússar vildu alvarlegar við-
ræður við Bandarfkjamenn,
þótt þeir hefðu reiðzt afstöðu
hans gegn brotum á mann-
réttindum í Sovétrfkjunum.
Forsetinn kvaðst ekki mundu
hætta baráttu sinni fyrir mann-
réttindum og sagði hana ekki
tengda viðræðum um takmörk-
un vfgbúnaðar. Hann lét f ljós
von um að eðlilegu stjórnmála-
sambandi mætti koma á við
Vfetnam og 13 önnur lönd sem
Bandarfkin hafa ekki viður-
kennt formlega.
Carter sagði einnig að Vance
mundj hvetja sovézka leiðtoga
til þess aó taka höndum saman
við  Bandaríkjamenn  um  að
Jimmy Carter
binda enda á utanaðkomandi
afskipti í Afríku svo að slik
afskipti leiddu ekki til átaka
þar.
Forsetinn sagði enn fremur
að Vance mundi ræða leiðir til
að gera Indlandshaf að vopn-
lausu svæði en sagði að i þvl
máli yrði náið samband haft við
Framhald á bls. 23
Callaghan ver
samkomulagið
London, 24. marz. Reuter.
JAMES Callaghan forsætisráðherra sagði f dag að samkomulagið við
Frjálslynda flekkinn jafngilti þvf ekki að Verkamannaflokkurinn félli
frá grundvallarreglum sfnum og kvað mikla þörf á jafnvægi f brezkum
stjórnmálum.
Callaghan varði samkomulagið f flokksmálgagninu Labour Weekly
og kvað það gera stjórninni kleift að fylgja fram stefnu sinni. Hann
sagði að f næstu kosningum gæti þjóðin dæmt stjórnina af verkum
hennar.
Margir stjórnmálasérfræðingar
I London sögðu I dag að með sam-
starfi Verkamannaflokksins og
frjálslyndra væri nýtt tímabil haf-
ið I brezkum stjórnmálum.
Vinstri armur Verkamanna-
flokksins gagnrýndi stjórnina
harðlega i dag fyrir samkomulag-
ið. Um það bil 80 þingmenn sem
eru kenndir við blaðið Tribune
Castro í
Angola
Luanda, 24. marz. Reuter
FIDEL Castro, þjóðarleiðtogi
Kúbu, lagði í dag blómsveig að
gröfum angólskra og kúbanskra
hermanna sem féllu í borgara-
striðinu í Angola.
Seinna ferðaðist Castro um
höfuðborgina og til tveggja víg-
valla og sykurplantekru. í kvöld
ræddi hann við Agostinho Neto
forseta, væntanlega um áfram-
haldandi stuðning Kúbumanna.
Kosið um
sjálfstjórn
á Grænlandi
Góóvon. 24. marz. NTB.
LANDSRÁÐID á Græn
landi ákvað í dag að 50.00C
íbúar landsins skyldu
ákveða við þjóðaratkvæði á
næsta ári hvort þeir skuli
fá sjálfstjórn í sérmálum
sínum og ef það verður
samþykkt er líklegt að
Grænland fái sjálfstjórn 1.
maí 1979.
Tveir aðalflokkarnir, Sujumut
og Atassut, vilja sjálfstjórn. Gert
er ráð fyrir þvi að landsstjórnin i
Góóvon fái í sinar hendur yfir-
stjórn efnahagsmála, menningar-
mála, félagsmála og atvinnumála,
en Danir fari áfram með stjórn
utanríkismála, landhelgismála og
nýtingu náttúruauðlinda.
Morarji Desai, hinn nýi forsætisráðherra Indlands, vinnur embættiseið sinn f forsetahöllinni f Nviu
Delhi.
Misklíð skyggir á
valdatöku Desais
N.vju Delhi, 24. marz. Reuter.
MORARJI Desai boðaði endur-
reisn lýðræðis, sparnaðarráðstaf-
anir, baráttu fyrir útrýmingu fá-
tæktar og hlutleysi í alþjóðamál-
um þegar hann tók við embætti
forsætisráðherra Indlands í dag,
en klofningur í röðum flokkanna
sem komu honum til valda varp-
aði skugga á embættistökuna sem
kórónar  stjðrnmálaferil  Desais,
sem nær aftur til fyrstu ára sjálf-
stæðisbaráttu Indverja.
Jagjivan Ram, leiðtogi 80
milljóna stéttleysingja og helzti
keppinautur Desais um stöðu for-
sætisráðherra, lýsti því yfir að
flokkur hans, Lýðræðislegi
Kongressflokkurinn      (CFD)
mundi ekki ganga til stjórnar-
samvinnu með Janata-flokki
Desais.
Rússar sagdir
vidrædufúsir
Cyrus Vance
Washington, 24. mar/. Reuter.
CYRUS Vance utanrfkisráðherra
fer til Moskvu á morgun til að
reyna að. koma skriði á við-
ræðurnar um takmörkun kjarn-
orkuvfgbúnaðar (Salt) og viður-
kennt er að hann eigi vandasamt
verk fyrir höndum þar sem kyrr-
staða rfki f samskiptum risaveld-
anna.
Ferðin er farin f skugga deil-
unnar um mannréttindi f Sovét-
ríkjunum, en þrátt fyrir hana er
talið að tekið verði vel á móti
Vance og að Rússar séu reiðubún-
ir til málefnalegra umræðna,
ekki aðeins um kjarnorkuvfgbún-
að heldur einnig önnur sameigin-
leg áhugamál.
Hins vegar gera sérfræðingar
ráð  fyrir  að  Rússar  kunni  að
leggja f ast að Bandaríkjamönnum
að skuldbinda sie til bess að draga
Framhald á bls. 23
Desai sagði að megintilgangur
stjórnarinnar væri að útrýma fá-
tækt og hún ætti að ganga á und-
an með góðu fordæmi og skera
niður óþarfa útgjöld. Hann sagði
að takast mætti að útrýma at-
vinnuleysi á tíu árum. Desai er 81
árs gamall en engin þreytumerki
var að sjá á honum þegar hann
skýrði frá stefnu stjórnar sinnar.
Seinna sagði einn af aðalritur-
um Janataflokksins, Ram Dahn,
af sér og mótmælti því hvernig
val Desais fór fram. Hann sagði
að upphaflega hefði verið ákveðið
að allir þingmenn flokksins yrðu
hafðir með í ráðum, en það hefði
ekki verið gert og Desai hefði
verið valinn með „einræðislegum
hætti" og ekki i anda þess lýðræð-
is sem flokkurinn hefði heitið að
berjast fyrir.
1 utanrikismálum sagði Desai
að indverska stjórnin mundi
halda áfram þeirri stefnu að
halda sig utan valdablokka. Hann
sagði að ef vináttusamningur
Indverja við Rússa mundi standa
í vegi fyrir vináttu við önnur ríki
yrði að breyta samningnum. Að-
spurður um sambúðina við
Bandarikin sagði hann að góð
Framhald á bls. 23
lýstu þvi yfir að þeir teldu sig
ekki bundna af samkomulaginu.
Leiðtogi frjálslyndra, David
Steel, sætti einnig gagnrýni I
flokki sínum, en margir telja að
skapazt hafi sérstætt ástand
svipað þvi og riki í ýmsum lönd-
um Evrópu. Frjálslynda blaðið
The Guardian segir að þetta kerfi
hafi reynzt vel í öðrum löndum og
það sé þess virði að reyna það
einnig í Bretlandi.
Ráðherrar stjórnarinnar og
leiðtogar Frjálslynda flokksins
munu halda með sér reglulega
fundi samkvæmt samkomulaginu
og það verður tekið til endurskoð-
unar i haust. David Steel skyfði
frá því á blaðamannafundi að
Frjálslyndi flokkurinn mundi
koma á fót „skuggaráðuneyti".
Verðbréf hækkuðu ' í verði í
kauphöllum t dag og pundið
hækkaði í verði á gjaldeyrismörk-
uðum.
Danskir
prentarar
sektaðir
Kaupmannahöfn, 24. marz. NTB.
Vinnumáladómstóll-
inn í Kaupmannahöfn
dæmdi í dag félög prent-
ara og myndasmiða í
sekt að upphæð 170.000
danskar krónur (um 5VS
millj. ísl. kr.) þar sem
þau bæru hluta ábyrgð-
arinnar af deilunni í
blaðaútgáfufyrirtækinu
Berlingske Hus.
Hver einstakur félagsmaður
var jafnframt dæmdur til að
greiða sekt að upphæð 500
danskar krónur (um 16.000 ísl.
kr.). Vinnudómstóllinn skip-
aði einnig starfsmönnum
Berlingske að hefja aftur
vinnu samkvæmt þeim reglum
sem stjórn fyrritækisins setti.
Um 2.000 prentarar og aðrir
efndu til mótmaelaaðgerða
gegn úrskurði vinnudómstóls-
ins fyrir utan húsakynni hans.
Politiken og Ekstrabladet
komu ekki út í dag þar sem
starfsmenn tæknideildar blað-
anna samþykktu að leggja nið-
ur vinnu vegna óánægju með
framkomna tillögu f yfirstand-
andi launasamningum. Á það
var lögð áherzla að verkfallið
stæði ekki í sambandi við deil-
una í Berlingske Hus.
Kippur í Póllandi
Varsjá, 24. marz. Reuter.
SNARPUR jarðskjálftakippur
fannst í suðvestanverðu Póllandi
i dag en olli hvorki manntjóni né
eignatjóni.
Jarðskjálftinn átti upptök sín
vestur af Wroclaw og mældist 5
stig á Richterskvarða.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32